Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 15
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985
15
Hvernig sýnist ykkur þá almennri
málnotkun þjódarinnar vera komið?
„Margir tala gott mál — ekkert
lakara en sambærilegir þjóðfé-
lagshópar gerðu fyrir svo sem
hálfri öld. í landinu er til vandað,
lifandi og litríkt talmál.
Fjölbreytni málsins er þó lfk-
lega meiri en nokkru sinni fyrr.
Menn rífast stundum yfir ungling-
um, sem þeir segja að hafi sára-
lítinn orðaforða. Ætli staðreyndin
sé ekki sú, að orðaforði þeirra er
fátæklegur miðað við þann heim,
sem við ólumst upp í. Það má ekki
fordæma mál einnar kynslóðar
þótt hún sé að tala um eitthvað
annað en fyrri kynslóðir."
— Þannig að það er ástæðulaust
að óttast að tunga forfeðranna sé að
deyja?
„Að minnsta kosti ekki ungl-
inganna vegna. Við höfum sagt
dagsanna sögu af ungum pilti, sem
var að aka móður sinni á milli
staða. Hann sagðist hafa „gusað í
braggann svo kellingin hrímaði í
aftursætinu" þegar hann lýsti að
hann hefði gefið svo hraustlega í
að móður hans rann kalt vatn
milli skinns og hörunds. Á meðan
svona er tekið til orða á íslensku
er ekki ástæða til að óttast að
tungan sé að deyja!"
Ognun stofn-
anamálsins
„Meiri áhyggjur höfum við af
stofnanamálinu. f því felst alvar-
leg ógnun. Þar er verið að búa til
sérfræðingamál um hversdagslega
tilveru. Fréttatilkynningar ráðu-
neyta, svo tekið sé dæmi, fjalla
flestar um daglegt líf borgaranna
— en þær eru á máli sem enginn
skilur."
Á íslenskunámskeiði Morgun-
blaðsmanna er farið yfir mál-
stefnu í sögulegu og nútimalegu
ljósi, þátttakendur hafa reynt að
átta sig á hvernig málið hefur
mótast, hvaða stefnur hafa verið
uppi á hverri tíð og hver hafa orð-
ið viðbrögð tungunnar við nýjung-
um í tækni og samfélagsháttum.
Rætt er um hreintungustefnu og
íslenskan stíl „og við reynum að
nálgast viðfangsefnið með það að
leiðarljósi, að slettur og erlend orð
séu ekki endilega vond og ljót,“
eins og þeir orðuðu það, „en menn
verða að hugsa um hvenær og
hvers vegna þau eru notuð“.
Fjallað er um kenningar um
stíl, byggingu frásagna, notkun
orðtaka og myndmáls og þýðingar.
Þátttakendur lesa blaðið rækilega
og ræða hvað megi betur fara og
þá hvernig, hvar skórinn kreppir.
„Grundvallaratriðið í þessu er
vitaskuld hvert er hlutverk blaða-
mannsins og hver er ábyrgð hans í
þessu sambandi," sögðu Heimir og
Þórður. „Við leggjum áherslu á, að
tungutak fjölmiðlafólks, fjöl-
miðlamálið, er einn þáttur af
nokkrum er saman mynda mál-
stefnuna í landinu. f fjölmiðlunum
eru línurnar lagðar enda hefur
blaðalestur að verulegu leyti tekið
við af bóklestri.
Ábyrgð blaðamanna er sérlega
mikil, því oft kemur það í þeirra
hlut að kynna hluti og fyrirbæri,
þeir eru fyrstir til að skrifa um
nýjungar og leggja þannig meira
og minna línur um hvernig um-
ræða um ákveðin efni þróast."
Gamall draumur
Þeir Þórður og Heimir, sem
báðir hafa að baki mikla og marg-
víslega reynslu í kennslustörfum á
ýmsum sviðum, reka lítið fyrir-
tæki — Móðurmálsskólann. Þeir
vilja ekki kalla það vísi að einka-
skóla í þeim dúr sem rætt hefur
verið um af hálfu ráðamanna í
menntamálaráðuneytinu að und-
anförnu, heldur sé á ferðinni
„gamall draumur". Hugmynd okk-
ar er alls ekki að keppa við skóla-
kerfið. Við erum að reyna við
verkefni, sem við fáum ekki tæki-
færi til að prófa í skólakerfinu.
Öðrum þræði er maður svo að
prófa sjálfan sig, það er gaman að
vita hvort maður getur staðið í
kennslu af þessu tagi. Blaða-
mannanámskeiðið er til dæmis á
við harða háskólakennslu. Nú og
svo erum við auðvitað að velta
fyrir okkur möguleikum á að
vinna fyrir okkur enda er aðstaða
kennara slík, að þeir verða að hafa
einhvern útveg til að sjá sér far-
borða.
Kennsla af þessu tagi er
óplægður akur og greinilega
grundvöllur fyrir starfseminni.
Þeir eru margir sem vilja gjarnan
læra ákveðnar greinar málsins.
Við reynum að koma til hjálpar
þar sem skólakerfið sjálft getur
ekki brugðist við, enda er það oft
þungt í vöfum. Til okkar hefur
leitað fólk, sem telur þekkingu
sína á málinu takmarkaða að ein-
hverju leyti, fólk sem vill læra
stafsetningu, annað langar að
reyna fyrir sér með greina- eða
bókaskrif — fólk á aldrinum
sautján ára til sjötugs."
Þeir reyna að gæta þess að í
hverjum hópi séu ekki nema tíu
þátttakendur. Hugmyndin sé að
„mæta hverjum nemanda á hans
eigin forsendum". Sorglega lítið sé
hægt að veita sérkennslu í skólum
— ekki síst grunnskólanum, sem
þó grundvallist að nokkru leyti á
hugmyndum um sérkennslu. {
framhaldsskólum sé heldur ekki
gert ráð fyrir nokkurri hjálp og
því sé fjöldi nemenda í miklum
erfiðleikum með sitt nám.
„Flestir sem detta út eftir átt-
unda bekk gera það vegna þess að
þeir eru að gefast upp á lestri og
skrift," sagði Heimir Pálsson.
„Það er þannig staðið að skólun-
um, að það er varla hægt að ætlast
til að fólk sé læst!“ /...
PYNTINGAR ER
HÆGT AÐ STÖÐVA
10. apríl 1981: Amnesty International vekur athygli almennings á
réttarhöldum í Bangladesh yfir fimm mönnum sem ákæröir eru fyrir
aö hafa reynt aö steypa ríkisstjórninni af stóli í júni 1980. Tveir
verjendur halda því fram aö mennirnir hafi veriö pyntaöir meöan
þeim var haldið í einangrun í tvo mánuöi. Tveir herforingjar og
opinber embættismaöur eru síöar fangelsaöir vegna þessa máls.
28. apríl 1982: Ana Ereno Achirica, fyrrum abbadís, er handtek-
in af lögreglunni á Spóni og barin illa í einangrunarvaröhaldi. Lækn-
isskýrsla sem síðan var gerö staöfestir aö Achirice hafi sætt bar^
smíöum.
10. apríl 1983: K. Navaratnarajah, sem var ungur bóndi frá
Trincomalee á Sri Lanka deyr í varóhaldi. Hann haföi verið í haldi í
tvær vikur án þess aö koma fyrir dómara. Við líkskoðun fundust 25
sár útvortis og meiösli á tíu stööum.
Bangladesh, Spánn og Sri Lanka eru í hópi að
minnsta kosti 98 ríkja þar sem pyntingar hafa verið
stundaðar af stjórnvöldum eða látnar viögangast á
síðustu árum. Nú stendur yfir alþjóðlegt átak Amn-
esty International gegn pyntingum undir kjörorðinu
„Pyntingar er hægt að stööva“.
Fréttatilkynning frá
íslandsdeild
Amnesty International
LITGREINING MED
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN
Morgunblaðsins forvitnast um það
hvernig henni hafi liðið á flóttan-
um. Heima á hótelinu svaf erind-
reki flokksins, sem fylgt hafði
Mullova, eins og öðru sovésku
listafólki erlendis, hvert fótmál.
„Meðan ég bjó í Sovétríkjunum
leið mér eins og ég væri í fang-
elsi,“ segir Mullova. „Og ég hafði
það líka á tilfinningunni að ég
væri fangi þegar ég var á gangi á
götu úti í Danmörku og Finnlandi,
þar sem ég fékk að koma fram á
tónleikum. Allt í kringum mig var
frjálst fólk og brosandi, en sjálf
„ var ég í fylgd eftirlitsmanns, sem
'Ú hafði ekki augun af mér.“
Mullova segir að sovésk stjórn-
' völd hafi ekki reynt að leggja stein
Ií götu hennar eftir flóttann. Þau
hafi engin afskipti haft af henni.
9 Heima í Rússlandi eru foreldrar
hennar og tvö systkini. „Ég hringi
/ í þau einu sinni í viku,“ segir hún.
„Það er ekki auðvelt, því öll símtöl
til Sovétríkjanna verða að fara í
gegnum skiptiborð og stundum
þarf ég að bíða í allt að átta klukk-
ustundir eftir því að ná sambandi
við þau.“ Mullova segir að foreldr-
ar sínir sjái eftir því að hún skuli
hafa flúið land, en þau gleðjist
fyrir hennar hönd yfir þeim
árangri sem hún hefur náð á Vest-
urlöndum. „Foreldrar mínir og
systkini hafa unun af tónlist, en
ekkert þeirra leikur á hljóðfæri,"
segir hún, sem hóf fiðluleik fimm
ára gömul.
„Auðvitað er enginn maður al-
gerlega frjáls,“ segir Viktoría
Mullova, „en hér bý ég við frelsi
sem listamaður og get tekið
ákvarðanir upp á eigin spýtur um
hvað ég vil gera.“ Fyrir þetta
frelsi, sem henni er svo mikilvægt
og Vesturlönd bjóða henni, en
Sovétríki kommúnismans neita
henni um, hefur hún brotið allar
brýr að baki sér og tekið áhættu,
sem gat varðað líf hennar um alla
framtíð. Hún er full metnaðar og
orku, og segist ekki sjá eftir
ákvörðun sinni. Hún hefur heilan
heim að vinna.
GM.
Listfræðsla Fríklúbbsins
Kynnist list og menningu
tímans í Evrópu
barokk
Hrafnhildur Schram, listfræðing-
ur, fjallar í dag um eitt af forvitni-
legustu tímabilum evrópskrar
menningarsögu, sem barokktíma-
bilið vissulega var, á ftalíu, Spáni
og Niðurlöndum.
MISSIÐ EKKI AF FRÓÐLEGU
ERINDI OG MYNDASÝNINGU.
Laugardaginn
4. maf
flytur Halldór Björn
Runólfsson erindi un
l list Grikkja og Róm-
verja, á sama stað og
tíma.
Austurstræti 17,
sími 26611.
í Norræna húsinu kl. 14.00.
Aðgangur kr. 100.
Ókeypis ferðahappdrætti
Feröaskrifstofan