Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 18

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 „Liður í pólitísku áróðursbragði“ — eftirJón Sigurðsson Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: frá Jóni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra íslenska járnblendifélagsins hf. við fréttatilkynningu frá Ólafi Ragnari Grímssyni, sem birt var í Morgunblaðinu 12. apr- íl sl. um það, sem kallað var rekstrarstyrkur frá Lands- Það er til lítils að svara skrifum eins og þeim, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur látið frá sér fara um ofangreint efni. Þau eru ekki gagnrýni í eðli sínu heldur liður í pólitísku áróðursbragði. Að halda þeirri umræðu áfram hjálpar áróðursmanninum til að halda áfram iðju sinni, en samt skal það gert, ef einhverjar markverðar upplýsingar kynnu þannig að komast til fólks, sem ella léti blekkjast. I fréttatilkynningunni er rætt um rafmagnsverð til járnblendifé- lagsins, ISAL í Straumsvik og al- menningsveitna, eins og þar sé um sambærilega hluti að ræða. Flest- ir vita, að svo er ekki. Sjálfur veit hann betur sem stjórnarmaður í Landsvirkjun. Hann veit að spenna, öryggi um afhendingu og nýtingartími gera þær tölur, sem hann notar, alls ósambærilegar. Óðryggi járnblendifélagsins um orkuafhendingu skv. samningi þess er slíkt, að afkoman á ári eins og 1984, hefði orðið um 200 millj- ónum króna lakari en hún varð, ef Landsvirkjun hefði á slíku ári orð- ið að grípa til þeirrar skerðingar á orkuafhendingu, sem hún má skv. samningum. Það er því villandi, þegar ólafur Ragnar ber saman trygga og ótrygga orku stóriðju- fyrirtækja eins og þeim sé ætlandi að greiða fyrir hana sama verð. Það er afar tilgangslítil iðja að Jón Sigurðsson eyða kröftum sínum f að sýta orðna hluti með vangaveltum um hvað væri, ef hlutirnir væru öðru- vísi en þeir eru. Járnblendiverk- smiðjan er hér og viðfangsefni dagsins er að nýta hana sem best. Rafmagnssamningar verksmiðj- unnar hafa verið gerðir eins og þeir eru og það er siðaðra manna háttur að standa við sína samn- inga. Þessir samningar voru á sínum tíma gerðir um rafmagnsverð, sem Landsvirkjun taldi sig geta selt á. Við hærra rafmagnsverð hefði verksmiðjan ekki verið byggð. Þótt ýmsar forsendur hafi orðið aðrar en þá var gert ráð fyrir, snúa engar þeirra að járnblendifé- laginu. Virkjanakostnaður, vatnsbúskapur, tímasetning virkj- ana, raunvextir í heiminum, geng- issveiflur gjaldmiðla og skamm- sýni stjórnvalda um verðlagningu raforku innanlands hafa leikið Landsvirkjun grátt. Afrakstur Landsvirkjunar af viðskiptum við járnblendifélagið hefur ekki orðið sá, sem að var stefnt. Áhættu- þættirnir, sem því hafa valdið, eru allir innan garðs hjá Landsvirkj- un og járnblendifélaginu óviðkom- andi. Áhættuþættirnir, sem járn- blendifélagið hefur tekið á sig í þessum viðskiptum, hafa ekki síö- ur leikið það og eigendur þess æði grátt og má fullyrða að tap járn- blendifélagsins á þessum viðskipt- um sé margfalt á við tap Lands- virkjunar. Raunar er það reikningsdæmi, sem fremur væri vert að skoða, heldur en fárast um orðinn hlut, hver hefði verið afkoma Lands- virkjunar með og án járnblendi- verksmiðjunnar. Þrátt fyrir allt hefur járnblendifélagið árin 1979—1984 keypt orku af Lands- virkjun fyrir nær 550 millj. króna á núvirði og þá orkusölu hefði Landsvirkjun ekki haft annars staðar. í fréttatilkynningunni ber ólaf- ur Ragnar það á skrifara þessara lína, að hann hafi hælst um í fjöl- miðlum af afkomu félagsins og því efni hann til þessarar orkuverðs- krossfarar. Hið sanna er, að í ársskýrslu járnblendifélagsins er gagngert tekið fram, að hagstætt orkuverð sé ein höfuðorsök þess, að afkoman 1984 var góð. Ólafur Ragnar og félagar hans flestir hafa frá upphafi verið and- vígir járnblendiverksmiðjunni og það pólitíska viðhorf ber að um- gangast með sama umburðarlyndi og hvern annan sértrúarsöfnuð. Hitt er vert að minna á, að rökin, sem notuð voru um mengun um- hverfisins, mengun mannlífsins og hvað það nú annars var, sem tínt var til á þeim tíma, hafa gufað upp. Mengunarvarnir fyrirtækis- ins hafa reynst vel og það finnast varla vinnustaðir, þar sem starfs- fólkið er í öllu meiri sátt við fyrir- tæki sitt. Hagstætt orkuverð mun á kom- andi árum verða lykilatriði, sem gefur járnblendifélaginu fjár- hagslegan styrk til að vaxa og þró- ast og væntanlega fjölga þvi fólki, sem getur sótt til fyrirtækisins tryggt lífsframfæri á viðunandi vinnustað. Vilji ólafur Ragnar fjandskapast út í það, þá er það okkur járnblendifélagsmönnum meinlaust. Höfundur er framkræmdastjóri fs- lenska járnblendifélagsins bf. Tarkovskí-söfnunin: Bréf sent til Gorbatsjofs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá forsvars- mönnum Tarkovskí-söfnunarinnar, dagsett 17. aprfl 1985: „Forsvarsmenn Tarkovskí- söfnunarinnar fóru í dag i sovéska sendiráðið í Reykjavík og afhentu afrit af bréfi til hr. Gorbatsjofs, aðalritara Kommúnistaflfokks Sovétríkjanna, undirritað af 1851 konu, með áskorun um að hjálpa syni Tarkovskí-hjónanna að kom- ast úr landi og til foreldra sinna, sem búa á ítaliu. Bréfið sjálft ásamt undirskrift- um hefur verið sent til hr. Gorb- atsjofs og annað afrit verður sent sendiráði íslands í Moskvu. Undirskriftasöfnunin stóð i eina viku. Nokkrar íslenskar mæður áttu upptökin að henni, en ýmsir komu til liös við þær, bæði ein- staklingar og samtök, þ. á m. Kvennahúsið, Kvennafylkingin Alþýðubandalaginu og Lands- samband Sjálfstæðiskvenna. Fyrir hönd forsvarsmanna söfn- unarinnar. Kristin A. ÓUfsdóttir** Fáskrúðsfjörður: Góður afli Fáakráðsfirði, 18. aprfl. MJÖG góð og mikil atvinna hefur verið hér í vetur, að undanskildum þeim tíma sem verkfall sjómanna stóð. Eftir paáka hefur verið mjög góð veiði hjá netabátum, en héðan eru gerðir út þrir netabátar. Sæbjörg SU hefur landað tvisv- ar hér eftir páska og er afli henn- ar frá þeim tíma 100 lestir. Heild- arafli hennar á vertíðinni er 314 lestir. Sólborg SU hefur landað 352 lestum frá því um áramót og Þorri SU hefur landað 405 lestum frá áramótum. f dag voru bátar að hefja róðra á línu og fékkst mjög góður afli í dag, einvörðungu steinbftur. Sem dæmi má nefna að lítill opinn bát- ur, 3,7 lestir, landaði í dag 2 tonn- um af steinbít, sem hann fékk á 6 linur. Eigandi bátsins er Jóhann Árnason og er hann einn á bátn- um. Fréttaritari virkjun til járnblendifélags- ins. Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTURm Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. SINDRA STALHR Borgartúni 31 sími 27222 MAZDA 523 DeLuxe er rúmgóður, fjölhæfur fjölskyldubíll með nægu rými fyrir fjölskylduna og farangurinn. \Jerð: 3 dyra HB Kr. 336.500. 77/ öryrkja ca. Kr. 230.500 5 dyra HB Kr. 345.900. 77/ öryrkja ca. Kr. 239.900 BILABORG HF. Smiöshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.