Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 25

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 25 Mannskæðar óeirðir í borginni Karachi Kararhi, PakisUn, 19. aprfl. AP. TÆPLEGA 50 manns hafa verid drepnir og hundruð hafa særst í miklum óeirðum sem geisað hafa í Karachi síðan á mánudag. Meðlimir trúflokka hafa barist með kjafti og klóm, hnífum og öxum og óeirðalögreglan hefur svo látið til skarar skríða og tekist á við alla sem fyrir hafa orðið. 22 létu lífið í dag og síðustu nótt. Lætin byrjuðu á mánudag þann- ig að hópar fólks fóru í fjölda- göngu til þess að mótmæla herlög- um, bágum efnahag, atvinnuleysi, háu verðlagi og fleiru og fleiru. Óeirðalögreglan réðst til atlögu í því skyni að koma í veg fyrir meiri háttar ólæti, en vopnið snerist í höndum hennar og áður en menn gátu deplað auga logaði allt í óeirðum. Um miðja vikuna fjöruðu ólætin út, en mögnuðust aftur nú í vikulok. 22 létust í fyrstu óeirða- hrinunni. Útgöngubann var sett á í dag í þeim hverfum þar sem ólætin voru hvað mest. Var og mikil ólga vegna þeirra aðgerða, því hinir strangtrúuðu múham- eðstrúarmenn undu því illa að mega ekki sækja moskur sínar. Læknar sem vildu ekki láta nafns síns getið sögðu flesta hinna látnu hafa farist af völdum hnífsstungna og axarhöggva. Þó nokkrir hefðu einnig látist af skot- sárum. Lögreglan sagðist einungis hafa notað táragas og kylfur, en ýmis vitni fullyrða að lögreglan hafi einnig hleypt af rifflum og drepið menn þannig og sært aðra. Verðbólgan eykst á ný í Bretlandi Metgengi dollarans kennt um London, 19. apríl. AP. VERÐBÓLGA jókst í Bretlandi í marz og nam hún 6,1 % miðað við eins árs tímabil. Er þetta hærra en nokkru sinni undanfarin 2Vi ár og Ulið hnekkir fvrir ríkisstjórn Ihaldsflokksins. I febrúar nam verðbólgan aðeins 5,4% miðað við eins árs tímabil. Tom King, ráðu- neytisstjóri í atvinnumálaráðuneyt- inu, komst svo að orði í dag, að „vissulega ylli þessi tala vonbrigð- um“. 421 milljón fyrir málverk London, 19. aprfl. AP. Nær 500 ára gamalt málverk eft- ir Andrea Mantegna var slegið J. Paul Getty-safninu í Kaliforníu á uppboði hjá ('hristie’s í gærkvöldi fyrir 8,1 milljón sterlingspunda, eða jafnvirði 421 milljónar ís- lenzkra króna. Er það hæsta verð, sem fengist hefur fyrir málverk. Málverkið var í eigu mark- greifans af Northampton, Spenc- er D.D. Compton, sem ætlar að nota andvirðið til að standa straum af viðhaldskostnaði við tvær hallir sínar. Strax eftir söluna sagði fram- kvæmdastjóri þjóðminjasafns Skotlands í Edinborg, Timothy Clifford, að hann mundi óska eftir því að lagt yrði bann við því að myndin yrði flutt úr landi. Hyggst hann efna til samskota um að kaupa myndina af nýju eigendunum. Myndin var slegin á 7,5 millj- ónir punda eftir að mörg boð höfðu borizt. Kaupendurnir þiggja hins vegar 8% umboðs- laun og greiðir Getty-safnið því 8,1 milljón punda fyrir hana. Þátt i uppboðinu tóku banda- rískir listaverkakaupmenn, sem fylgdust með uppboðinu í Lond- on um gervihnött. Myndina keypti Artemis-safnið í London fyrir Getty-safnið, sem er í Malibu í Kaliforníu. Hæsta verð, sem áður hefur verið greitt fyrir málverk eru 7,4 milljónir sterlingspunda. Var það mynd af ölduróti eftir brezka málarann J.M.W. Turner. Myndin var seld á uppboði hjá Sotheby’s í London. Genf, 19. aprfl. AP. Samningamenn stórveldanna héldu í dag sinn lengsta fund um langdrægar kjarnaflaugar, og er þá að Ijúka fyrstu lotu viðrædna þeirra um takmörkun vígbúnaðar. Fundurinn stóð í rúmar þrjár stundir og voru fyrir nefndunum John G. Tower og Victor P. Kar- pov. Á þriðjudag lýkur fyrstu lotu viðræðnanna með því að aðal- samningamenn ríkjanna og að- stoðarmenn þeirra koma saman. Hefst næsta lota 30. maí næst- komandi. Michel Pache, talsmaður utan- ríkisráðuneytis Sviss, sagði að að- alsamningamenn stórveldanna, Max M. Kampelman og Victor P. Karpov, hefðu átt viðræður við Pi- erre Aubert utanríkisráðherra í vikunni. Ráðherrann ræddi við Karpov á mánudag og Kampel- man á þriðjudag. Pache vildi ekki skýra nánar frá viðræðunum. King sagðist álíta, að verð- bólgan ætti enn eftir að aukast í þessum mánuði sökum vaxta- hækkana á veðlánum. Aukningin í marz væri hins vegar fyrst og fremst að kenna metgengi Bandaríkjadollars í janúar og þeim hækkunum á olíu og margs konar innfluttum vörum sem og vaxtahækkunum, sem fylgt hefðu í kjölfarið. Minnkun verðbólgunnar er einn helzti hornsteinninn í efna- hagsstefnu Margaret Thatcher forsætisráðherra, sem lagt hefur mikla áherzlu á aðhald í fjár- málum ríkisins af þeim sökum. Er Nigel Lawson fjármálaráð- herra flutti fjárlagaræðu sína í marz sl., spáði hann því, að verð- bólgan í Bretlandi gæti komizt upp fyrir 6% um mitt þetta ár, en myndi síðan lækka aftur niður í 5% í desember. Thatcher sagði fyrr í þessum mánuði, að hún vonaðist til þess, að verðbólgan yrði komin niður í 3%, áður en næstu almennu þingkosningar færu fram í Bretlandi, en þær eru fyrirhug- aðar 1988. AP/Sfmamynd Umtöluð fyrirsœta Bandarískir tiskufrömuðir og aðrir sem sækja tískusýningar vestra fá að sjá umtöluðustu fyrirsætuna á næstu dögum, enga aðra en Stefaníu Mónakóprinsessu, sem starfar sem fyrirsæta hjá um- boðsskrifstofu Vilhelmínu, sem er þekkt nafn i tískuheiminum i Evrópu. Stefanía, sem er um tvftugt, hefur verið mynduð í ýmis þekkt tískurit i Evrópu og hróður hennar eykst með hverri nýrri myndbirtingu. Við sjáum hér eina af hinum umtöluðu myndum. Viðræður um takmörkun vígbúnaðar: Fyrstu lotu í Genf að ljúka ÍÍ4»nf 19 anríl AP Palestínu- menn drepnir Vínarborg, 19. aprfl. AP. SÍÐUSTU tölur herma, að 52 pal- estínskir flóttamenn hefðu verið drepnir og 230 til viðbótar særðir í þeim bardögum sem verið hafa í Líbanon síðustu þrjár vikurnar. 139 hinna særðu eru svo illa haldnir að þeir liggja á sjúkra- húsi, sumir hverjir í lífshættu. Lúxus matseðlar— föstudaga, laugardaga og sunnudaga í aprílmánuöi. Her eru tcœr tUlögur að lúxuskvöldverði í Gullna hanan- um sem standa gestum staðarins til boða auk hins venju- bundna matseðils. Fordrykkur Gullni fianinn Kjötseyði Colbert m/ostakexi Fiskifantasia Gullna hanans Sex gomsœlir sjávarréttir m/kryddgrjónum Gljáð kiwi „Grand Marnier" m/súkkuladi og rjóma Kaffi og koniak Merð kr \ 250 Fordrykkur. Gullni fianinn Sjávarkæfutríó m/þýskri eggjasósu Te-frauð m/rommbragði. Hvítlaukskrydduð nautabuffsteik gratín m kúmenosli og bakaðri kartöflu Kaffi og koniak Merð kr 1350 GULLNI HANINN LAUCAVECI 178. SiMI 34780 í HÚSI TRYGGINCAR HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.