Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 56
TIL DAGIIGRA NOTA
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Maður rænd-
ur og rist-
arbrotinn
MAÐUR i fertugsaldri varð fyrir
iria þriggja ungmenna i Lindargötu
í fyrrinótt. Ristarbrotnaði hann við
irisina og er nú i sjúkrahúsi. Ung-
mennin rtendu af honum veski með
skilríkjum, krítarkorti, ivísanahefti
og nokkur þúsund krónum í pening-
um.
Maður þessi var á leið heim til
sín við Lindargötu þegar skyndi-
lega var ráðist aftan á hann og
honum skellt í götuna. Telur hann
að að verki hafi verið tveir piltar
og ein stúlka. Hrifsuðu þau af
honum veskið og hurfu út í myrkr-
ið.
Maðurinn dasaðist nokkuð við
árásina en náði fljótlega í leigubil
og tilkynnti um verknaðinn á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu. Var
hann nokkuð skrámaður og bólg-
inn á vinstra fæti og kom í ljós við
læknisskoðun, að hann var rist-
arbrotinn. Gekkst hann undir
skurðaðgerð á Borgarspítalanum í
gærmorgun og er nú á batavegi.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur málið til meðferðar og leit-
aði ungmennanna þriggja í gær-
kvöld.
Tekinn fyrir
netaveiðar
án leyfis
ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar stóð í
gær nótaskipið Pétur Jónsson RE 14
að þorskanetaveiðum án leyfis á
Breiðafirði. Skipið fékk leyfi til veið-
anna frá ráðuneytinu skömmu síðar
eftir símtal í land.
Það var um klukkan 15 að Pétur
Jónsson var staðinn að netaveiðum
án þess að vera með til þess tilskilin
leyfi. Klukkutíma síðar, klukkan 16,
var skipið búið að fá leyfið eftir að
skipstjóri hafði hringt í land og út-
gerðarmaður þess í ráðuneytið.
Starfsmenn Landhelgisgæzlunnar
eru mjög óánægðir með vinnubrögð
af þessu tagi. Telja þeir einkenni-
legt að setja um það reglugerðir að
veiðar skuli leyfisbundnar og því
lögbrot í leyfisleysi, þegar ekki á
svo að mæta brotunum samkvæmt
lögum um veiðar i fiskveiðilögsögu
íslands. Samkvæmt lögunum sé
Landhelgisgæzlunni skylt að færa
viðskomandi skip til hafnar, en ef
þau geti þá látið nægja að hringja í
iand og panta leyfi þá sé nánast
verið að spauga með störf hennar.
DIMISSION HJÁ VERZLUNARSKÓLANUM
Það er skammt stórra högga á milli bjá nemendum Verzlunarskóla íslands. í fyrradag var peysufatadagur 4. bekkjar, en í gær dimitteruðu
stúdentsefni skólans í vor. Mynd þessa tók Júlíus Sigurjónsson Ijósmyndari í vorsólinni í gær af glaðværum dimittöntum.
Almannatryggingar:
Kaupmáttur elli- og örorku-
lífeyris aldrei lægri en 1984
Mæöralaun með þremur börnum aldrei hærri en á árinu 1984
KAUPMATTUR ellilífeyris hefur aldrei verið lægri en á árinu 1984, er hann
fór niður í rétt rúmlega 70% miðað við töluna 100 frá árinu 1980. Þetta
kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi kjararannsóknanefndar. Hins vegar
hefur kaupmáttur mæðralauna og þá miðað við móður með 3 börn aldrei
verið meiri en nú. Á fjórða ársfjórðungi 1984 var kaupmáttur mæðralauna
miðað við 3 börn 134,92 stig miðað við sömu viðmiðun og áður. Kaupmáttur
þessi er miðaður við vísitölu framfærslukostnaðar.
í fréttabréfinu segir m.a. um
kaupmátt lífeyristryggingabóta:
„1 stórum dráttum hefur þróun
kaupmáttar ellilífeyris verið sú,
að árið 1971 og 1972 jókst hann
verulega og hélst þannig til ársins
1975, en þá og árið 1976 minnkaði
hann verulega. Árin 1977 og 1978
jókst kaupmátturinn síðan aftur
en síðan árið 1979 hefur hann far-
ið lækkandi og hefur aldrei verið
lægri en árið 1984. Síðan árið 1978
hefur þróun kaupmáttar annarra
greiðslna verið svipuð.
Á árinu 1984 hækkuðu lífeyris-
greiðslur þann 1. marz í kjölfar
kjarasamninga. Hækkanir þá voru
á bilinu 7—62% og hækkaði elli-
og örorkulífeyrir minnst eða um
7% en mæðralaun mest, t.d.
hækkuðu mæðralaun miðað við 3
börn um 62%.
Þessar hækkanir komu seint á
1. ársfjórðungi og höfðu því ekki
mjög mikil áhrif á kaupmáttartöl-
ur þess ársfjórðungs. Við útreikn-
ing kaupmáttar 2. ársfjórðungs
koma þessar hækkanir inn með
fullum þunga, auk þess sem allar
lífeyrisbætur hækkaðu um 2% 1.
júní. Kaupmáttur allra lífeyris-
greiðslnanna jókst því á 2. árs-
fjórðungi 1984 og síðan aftur á 4.
ársfjórðungi eftir lítilsháttar
hækkun á þeim þriðja. Miðað við
árið 1983 hefur kaupmáttur elli-
og örorkulífeyris minnkað lítillega
en kaupmáttur hinna bótanna
hefur aukist. Einkum má benda á
kaupmátt mæðralauna, en hann
hefur aldrei verið meiri en á árinu
1984.“
MorKunblaöid/ÚIfai'
Hurðin. þegar hún kom frá borði vélbátsins Óla vestui « Bolungarvík
gærkveldi Hurðin er mjög heilleg, nema bvað skurðui er < henni á einun
siaö. Óvisi er, hvon skurðurinn getur stafað fra toghlera rækjubátsins
Gierio i glugga a hurðinní var óbrotið eins og sja ma á myndinni
Hurðin er óskemmd
en í henni er skurður
HURÐ TF Ránar, þyrlu Landhelgisgæzlunnar, sem fórst í Jökulfjörðum
haustið 1983, fannst í gær. Þess er vænzt að þessi fundur getið gefið
vísbendingu um orsakir slyssins, en í því létu fjórir menn lífið. Samkvæmt
upplýsingum fréttaritara Mbl. á ísafirði virðist hurðin lítið skcmmd, nema
hvað skurður er í henni á einum stað.
Tildrög þess, að hurðin fannst
voru þau, að rækjubáturinn óli ÍS
81 frá Bolungarvík fékk hana í
trollið er hann var á rækjuveiðum á
Jökulfjörðum. Óli kom með hurðina
til hafnai í Bolungarvík. gær- j
kvöidi. Þar var tekið á móti henni j
af loftferðaeftirlitinu og Landhelg-
isgæzlunni og flogið með hana til |
Reykjavíkur í Fokker-vél gæziunn- !
ar.
Skúli Jón Sigurðsson, deildar-
stjóri í loftferðaeftirlitinu, sagði í
samtali við Morgunbiaðið. að hurð-
arinnar hefði verið ieitað leng' og
menn vonazt tii þess i nánast eitt og
hálft ár, að hún kæmi I ieitirnar.
Hann væri þvi mjög feginn að hurð-
in vært fundir. Hún yrði skoðuð
nánar á morgun og næstu daga.
Hann gæti því ekki tjáð sig frekar
um málið nú.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
ísafirði, Úlfar Ágústsson, ræddi í
gær við Pétur Runólfsson, skip-
stjóra á Óla, sem kvað það hafa
komið nokkuð á óvart, að hurðin
skyldi koma í trollið á þessum stað,
þar sem mikill fjöldi báta hefði tog-
að þarna, oft dögum saman, í meira
en ár, Hann kvað hurðina hafa
I komið i trollið á 2ja tíma togi, svo
j að erfitt. væri aö segjr, til um ná
I kvæmlega, hvar hún hefði legið, en
I togað var nálægi. þejm staÖ, sem
I slysið varð og þyrlan sjálf fannst, á.