Morgunblaðið - 07.05.1985, Side 15

Morgunblaðið - 07.05.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐjfJlDAGUé 1. tóAf'l»86 Musica nova Tónllst Jón Ásgeirsson Musica Nova stóð fyrir tón- leikum á sunnudaginn í Nor- ræna húsinu og voru þar frum- flutt þrjú íslensk tónverk. Fyrsta verkið heitir „Dans“ fyrir gitar, eftir Mist Þorkelsdóttur. Verk þetta er leitandi og mjög óráðið í tónskipan og formi. Það hefst á þriggja tóna molltón- stigastefi, sem er endurtekið nokkrum sinnum með eins konar innskotsstefjum á milli. Smám saman fjarlægist verkið þessar hugmyndir en þó koma þær aft- ur fyrir í þriggja tóna stefjum ýmist í gagnstígri hreyfingu eða mismunandi tónbilum. Það er margt fallegt í þessu verki þó í heild sé það einum of tilbreyt- ingarlaust í styrk og tónferli. Páll Eyjólfsson lék verkið og var leikur hans, svo sem dæmt verð- ur við fyrstu heyrn, sannverðug- ur og fallega af hendi leystur. Annað verkið var Duo fyrir gítar og slagverk eftir Áskel Másson. Flytjendur voru Joseph Fung og slagverkssnillingurinn Roger Carlsson. Verk Áskels er mjög hægferðugt en fyllt upp með mjög fallegum blæbrigðum, sem myndhverfð gætu verð fallegar næturstemmningar. Þriðji frum- flutningurinn var svo verk fyrir klarinett og píano eftir Jón Nor- dal er hann nefnir Ristur og samkvæmt því sem stendur í efnisskrá tengist nafnið trérist- um. Verkið er einfalt i gerð, lag- rænt og fallega unnið. Flytjend- ur voru Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Sigurður I. Snorrason og fluttu þau verkið ágætlega. Öll fyrrgreindu verkin eru samin á þessu ári eða rétt fyrir ára- mótin en næsta verk, Þrír söngv- ar, var samið á árunum 1982 til ’83, er höfundurinn var við nám í London. Þrír söngvar eftir Árna Harðarson eru samdir við texta eftir breska skáldið Mervyn Peake og voru flytjendur Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Hrefna Eggertsdóttir. Lögin eru vel unnin, tvö fyrstu fremur hæg- ferðug en það síðasta, Swallow the sky, var átakameira í gerð og flutti Sigrún Valgerður það mjög vel. Hrefna Eggertsdóttir lék einnig vel en þó sérstaklega í þremur lögum eftir Alban Berg, sem ekki er beint auðvelt að flytja. Sigrún Valgerður flutti Alban Berg-lögin ágætlega en hún er nú þegar orðin býsna slyngur söngvari. Síðasta verkið var einleiks- verk fyrir Marimba eftir Minoru Mist Þorkelsdóttir Jón Nordal Miki og flutti slagverkssnilling- urinn Roger Carlsson verkið með miklum glæsibrag. Carlsson er frábær slagverksmaður og hefur á valdi sínu ótrúlega nákvæma slagtækni og vítt styrkleikasvið, sem hann útfærði meistaralega vel. Marimba-hljóðfæri er talið vera upprunalega frá Afríku, þvi til er þar hljóðfæri sem oft er Sigurður Snorrason Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Áskell Másson Árni Harðarson nefnt „Kaffir-píanó“ en inn- fæddir munu hafa kallað Mal- imba. Tilvist þess í Mið-Ameríku er rakin til innfluttra þræla. Það sem er sameiginlegt þessum hljóðfærum beggja vegna Atl- antshafsins er sérstök gerð „endur-ómara", sem auka hljóm- styrkinn og gefa dýpri hljóm- gjöfunum sérkennilega „sónun“. Sigrún Valgerður Gestsdóttir Hrefna Eggertsdóttir leikur með á píanó. CflQNE ivi'i fer hver Síerðasfðafir að tryg8/afe' Rimiiúferð S:»SS S--SS3® UH - Laus sæti 22/] - Öríá s*ti 'aus 0118-LFPSaTÍBlÐUSTl 12,8-LFPSELTíB\ÐUSTI 22,8 - Örfá sæti laus Sól og miklu ariríahafsströnd Italiu. W ■ «„»,ssta»at.sumt"« r- Þ- jý nuaá~r —A— Adrialtc Rivlera of Emilia - Romagna ( llaly ) Gatteo a Mare Savignano a Mare Riccione San Mauro a Mare Beflarta - Igea Martna Cattotéca Misano Adrtabco Cervia - Mitano MariWma Ceaenatico Udi di Comacchio Ravenna e le Sue Martne - -- - V J Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.