Morgunblaðið - 07.05.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 07.05.1985, Síða 32
88 32 HKl MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 AIDS eins og eld- ur í sinu í Afríku Lundúoum, 6. maí. AP. ÞAÐ KOM fram á læknaþingi í Kaíró um helgina, að sjúkdómurinn AIDS, eóa áunnin ónæmisbæklun, breiðist óðfluga út í Mið- og Austur-Afríku. Ástandið er þegar „alvarlegt" í níu Afríkjuríkjum og „fer versnandi" í nokkrum öðrum, eins og breska blaðið Observer greinir frá í dag og hefur eftir fréttamanni sínum í Kaíró. Dæmi, sem nefnd voru, voru ógnvænleg. í borgum Zaire reynd- ust tiu prósent þeirra sem athug- aðir voru ganga með veiruna og búast má við að einhver hluti þeirra sýkist áður en langt um líð- ur og allir geta þeir smitað hvern sem er. I vænu úrtaki í borg einni i Úganda, reyndust 20 prósent þeirra sem rannsakaðir voru ganga með veiruna. Blaðið hafði eftir Fakhry Assa- ad, lækni, að satt best að segja gerðu menn sér ekki grein fyrir því hvað ylli þessari miklu út- breiðslu AIDS í þessum heims- hluta. „Þarna hljóta að vera sér- stakar aðstæður fyrir hendi sem við vitum ekki enn hverjar eru. Það gerir okkur erfiðara um vik, að stjórnvöld i þessum löndum eru allt annað en samvinnuþýð, vilja helst hylma yfir útbreiðslu sjúk- dómsins til þess að ferðamanna- straumur til landanna minnki ekki,“ sagði Assaad I samtali við The Observer. Páfi fordæmir „Maríukvikmynd" Páf»(r»r*i. 6. m»í. AP. JÓHANNES Páll páfí 2. gekk fram fyrir skjöldu og hélt tölu og bæn á samkomu mikilli sem haldin var fyrir framan postulahöllina í Vati- kaninu um helgina. Þúsundir manna voru þar saman komnir og allir mótmæltu þeir „hinni sködd- uðu ímynd heilagrar guðsmóður í Hvernig á að ná kakkalakka úr eyra? — Deilt er um tvær meginaðferðir Boston, 2. maí. AP. ÞAÐ KU lengi hafa verið deilt um það meðal lækna hvernig best sé að nema kakkalakka úr eyrum manna, þá sjaldan að þeir síysast til að koma sér í sjálf- heldu á svo ólíklegum stöðum. Tvær aðferðir hafa verið notaðar, og báðar eiga sinn áhangenda- bóp. Önnur er rótgrónari, hún er í því fólgin að steinefnaolía er látin drjúpa í eyrað og síðan beð- ið átekta. Hin er nýrri og bylt- ingarkenndari, vægu deyfílyfí að nafni lidocain er komið fyrir í eyranu, báðar aðferðirnar eiga að hafa í för með sér skjótan flótta kakkalakkans úr fylgsni sínu. Læknar við sjúkrahús eitt í Boston fengu nýlega kjörið tæki- færi til að reyna báðar aðferðirn- ar í sömu svifunum og bera sam- an ágæti þeirra og galla, því inn til þeirra gekk maður sem bar sig aumlega: Hann gekk með kakkalakka í báðum eyrum. Læknarnir komu sér fyrir og fyrst lét annar steinefnaolíu drjúpa í vinstra eyrað. Svona hljóðar skýrslan: „Kakkalakk- inn gafst upp eftir hetjulega en þó algerlega vonlausa baráttu við olíuna. Hann var ofurliði borinn, en mikið nákvæmnis- vert var fyrir vakthafandi lækni að ná líkinu úr eyranu." Því næst tók hinn læknirinn sér stöðu við hægra eyrað og lét drjúpa nokkra dropa af li- docain. Skýrslan hljóðar svona: „Árangurinn lét ekki á sér standa, kakkalakkinn hóf þeg- ar óskipulagðan flótta, stökk úr eyranu og niður á gólf. Þar freistaði hann þess að komast í nærtækt skjól, en fótfrár sjúkraliði beitti kannski áhrifaríkustu leiðinni til að vega kakkalakka, notaði hina algengu „klessuaðferð" með því að stíga ofan á hann.“ kvikmyndinni „Je vous salue Marie“, sem sýnd er víða í kvik- myndahúsum um þessar mundir, en hefur sums staðar verið bönnuð. í kvikmyndinni er fæðing frelsarans færð í nútímalegan búning og guðsmóðirin er ást- kona leigubílstjóra. Maríu leikur fögur ung leikkona af frönsku bergi og svíður mörgum að unga konan kemur oft fram í kvik- myndinni klæðalaus með öllu. Leikstjóri hinnar umdeildu kvikmyndar er hinn kunni Jean Luc Goddard. Mótmælastöður hafa verið haldnar víða þar sem myndin er sýnd og standa prestar, nunnur og hægrisinnaðir öfgahópar einkum fyrir þeim. Á móti hafa vinstri sinnaðir öfgahópar efnt til aðgerða til að leggja áherslu á tjáningarfrelsið og hefur kastast i kekki milli þessara hópa. Laurence Olivien i ' mm\ ••>• *' * 4 . It SHf Æ#* j?" ■ '• 1 V ' - ■ mm < - %r ,/■ m __ _ Sr AP/Simamynd Frá heimsókninni í Bitburg-kirkjugarðinn. Lengst til vinstri standa Helmut Kohl kanzlari V-Þýskalands og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Bandarfskir flugliðar standa heiðursvörð. Reagan og Kohl lögðu blómsveiga að gröfum hermanna, sem féllu í heimsstyrjöldinni sfðari og greftraðir voru í garðinum. Ronald Reagan í Bergen-Belsen-útiýmingarbúðunum: „Atburðirnir hér gleymast aldrei“ Bitburg, New York, 6. maí. AP. Gyðingaleiðtogar létu um helg- ina í Ijós andúð sína vegna heim- sóknar Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta í Bitburg-kirkjugarð- inn. Sögðu þeir heimsóknina „mis- skilda kveðju“ af hálfu forsetans. Elie Wiesel, sem lifði af vist f út- rýmingarbúðum, sagði heimsókn- ina nytsama ef hún yrði til þess að vekja yngri kynslóðir til umhugs- unar um hrottaverk nasista. Reagan heiðraði minningu Þjóðverja, sem féllu í heims- styrjöldinni, og fórnarlömb nas- ista, með því að leggja blómsveig í Bitburg-kirkjugarðinum, þar sem á þriðja þúsund þýzkra her- manna eru m.a. grafnir. Helmut Kohl kanzlari V-Þýzkalands tók þátt í athöfninni í garðinum. Eftir athöfnina í garðinum, sem tók aðeins nokkrar mínútur, sagði Reagan að núlifandi kyn- slóðir Þjóðverja bæru ekki ábyrgð á verkum nasista. Hinir gröfnu hefðu hlotið sinn æðsta dóm, sem og allir hlytu fyrr eða síðar. Kominn væri tími til að sættast heilum sáttum. Fyrr um daginn heimsóttu forsetahjónin Bergen-Belsen út- rýmingarbúðirnar, þar sem 50.000 manns, flestir þeirra gyð- ingar, mættu örlögum sínum. Báðust þau þar fyrir. Við það tækifæri sagði Reagan að vistin í búðunum hefði skilið eftir djúp spor hjá þeim sem lifðu hana af. „Mörg ykkar haldið að við gleymum þessum atburðum með því að sættast við fortíðina, en því lofa ég ykkur að þessir at- burðir munu aldrei gleymast," sagði Reagan. Heimsókn Reagans í Bitburg- kirkjugarðinn var ákaflega um- deild. Báðar deildir Bandaríkja- þings hvöttu hann til að hætta við hana, þegar í ljós kom að þar voru greftraðir menn úr SS-sveitum Hitlers. Á sunnu- dagskvöld var haldið kvöldverð- arboð til heiðurs Reagan og með- al þeirra, sem afþökkuðu boðið var Willy Brandt fyrrum kanzl- ari. Skýring hefur ekki verið gef- in. Hópur andstæðinga sem og stuðningsmanna hafði safnast saman við garðinn þegar Reagan kom þangað og kom til smávægi- legra átaka. Afhjúpar listaverk til heiðurs sér ( hK-bfxVr, Eoglandi, 6. maf. AP. LEIKARINN kunni Laurence Olivi- er afhjúpaði á sunnudag bronsplatta með 28 höggmyndum af sér áföst- um, en bver höggmynd er af leikar- anum í frægu gervi. Platti þessi er á vegg listahallarinnar í Chichester í Englandi, en árið 1961 var höllin tekin í notkun og Olivier var þá list- ráðunautur hússins. Breskir og bandarískir leikarar borguðu listamanninum sem verkið vann, einnig stéttarfélög bandarískra og breskra leikara og var það gert til að votta Olivier virðingu, enda ferill hans hinn glæsilegasti og fáum til að jafna. Listamaðurinn, Lawrence Holdfcener, sem sjálfur er leikari og handritahöfundur, sagðist hafa unnið verkið með þessum hætti til að leggja áherslu á fjölhæfni Oliviers. Hann þáði 10.000 pund fyrir að vinna verkið og í hópi þeirra sem borguðu fyrir má Aquino-málinu frestað á ný MaoiU, Kilippwyjum, 3. m»f. AP. í DAG var gert hlé á réttarhöldunum vegna morðsins á stjórnarandstöðu- leiðtoganum Benigno Aquino. Var ástæðan sögð skortur á vitnum og væru lögfræðingar ákæruvaldsins að gera upp við sig, hvert hinna 30 hugsanlegu vitna ætti að kalla fyrir réttinn. Þessi nýja frestun kemur degi eftir vitnisburð Rebeccu Quijano, sem sagði á fimmtudag, að hún hefði séð hermann skjóta á Aqu- ino, nefna Dustin Hoffman og Yul Brynner. Afsteypa af verkinu verður hengd á vegg Kennedy- listamiðstöðvarinnar í Washing- ton. Mikill mannfjöldi var saman kominn er Olivier afhjúpaði lista- verkið, en meðan framkvæmda- stjóri hússins hélt heiðursræðuna, gerðist það, að bláa silkislæðan sem huldi listaverkið féll á gólfið. Þótti atburöurinn skemma nokkuð athöfnina, eða þar til að Olivier gekk fram til að afhjúpa skömmu síðar, en þá hafði starfsmaður hússins tyllt slæðunni á ný. Um leið og Olivier svipti hulunni af verkinu sagði hann hátt og snjallt: „Nú svipti ég af hulu sem þegar hefur verið svipt af.“ Þetta þótti skondiö hjá honum og hlógu allir viðstaddir. Treholt-réttarhöldin: Verjandi flyt- ur lokaræöu fyr- ir luktum dyrum ÓaU. 6. maf AP. f DAG hófst 11. vika réttarhaldanna yfir Arne Treholt, sem ákærður er fyrir njósnir. Verjandi sakbornings- ins hélt áfram að fíytja lokaræðu sína fyrir iuktum dyrum, og var ekki búist við, að hann lyki máli sínu fyrr en á miðvikudag. Ekkert er um það vitað hversu langan tíma það tekur dómarana sjö að komast að niðurstöðu. Fréttaskýrendur í Noregi hafa spáð því, að dómsorða sé í fyrsta lagi að vænta um miðjan þennan mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.