Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 3
MŒ&UHfaJ.EftP.'tAíM AÍRPÁGÍfe llf MAtilM Þrjátíu ára afmælis minnst í Kópavogi Kópavogskaupstaöur fékk kaupstaðarréttindi 11. maf 1955 og i því 30 ára afmæli á þessu ári. Til aó minnast þessara tfmamóU hefur Bæjar- stjórn Kópavogs ákveðið að sUnda aö hátíóardagskrá þessa helgi, laug- ardaginn 11. og sunnudaginn 12. maí. Hátíðarhöldin hefjast kl. 10 á laugardagsmorgun, meó því aó afhjúpuð veröur stytU eftir Gerói Helga- dóttur, sem er gjöf frá bæjarfélaginu til hjúkrunarheimilisins og tilkynnt var aó yrði gefin þegar heimilið var vígt Hátíðin verður síðan sett kl. 14 við Digranes, þar mun forseti bæjarstjórnar, Björn ólafsson, flytja ávarp. Síðan verður dagskrá með ungu fólki, skóla- kór Kársnesskóla syngur, Skóla- hljómsveit Kópavogs leikur og fimleikasýning stúlkna úr fim- leikafélaginu Gerplu. „Það sem við höfum fyrst og fremst hugsað okkur að gera er að draga upp nokkra mynd af þeim fyrirtækjum, sem starfa í bænum, og verður vörusýning frá þeim í Digranesi frá laugar- degi til þriðjudags," sagði Krist- ján Guðmundsson, bæjarstjóri. „1 Digranesi verða að auki sýn- ingar á vegum lista- og menn- ingarsjóðs á þeim verkum, sem Kópavogsbæ hafa verið gefin. Sýnd verða sýnishorn af verkum þeirra Gerðar Helgadóttur, Barböru Árnason og Magnúsar Á. Árnasonar. Þar verður einnig sýning á gömlum myndum, sem teknar hefa verið í Kópavogi allt frá 1955. Talsverð fyrirhöfn var að hafa upp á myndunum en Þeim hefur verið komið fyrir í tímaröð á sýningunni svo að samfelld þróun bæjarins til dagsins í dag kemur nokkuð vel fram. Nýlega var samþykkt aðala- skipulag fyrir Kópavog, sem verður til sýnis. Kópavogur á stórt landsvæði þar sem gert er, ráð fyrir að ris 42 þús. manna byggð í framtíðinni. Vöxtur bæj- arins hefur verið mjög ör á und- anförnum árum, sem sést best á því að 1955 eru 3.800 manns bú- sett hér, en í dag eru íbúar um 14.600. Bærinn var lengi nefndur bær barnanna, en á því hefur orðið breyting. Þeir sem byggðu þennan bæ upphaflega eru orðn- ir rosknir og fjölgun í efri ald- ursflokkunum er mjög veruleg." Á vegum félagsstarfs aldraðra verður sýning á ýmsum verkum, sem þau hafa verið að vinna að á námskeiðum í vetur. Einn skól- anna var með þemaviku í vetur. Frá þeirri viku hefur verið sett upp smá sýnishorn. Þessar sýn- ingar verða einnig í Digranesi. Náttúrufræðistofnun Kópa- vogs, sem er til húsa á Digra- nesvegi 12, hefur sett upp sýn- ingu á hvölum og skeldýrum. Sýningin verður opin kl. 14—22 daglega frá 11. til 14. mai. Nokkrar stofnanir bæjarins verða opnar almenningi til sýnis á laugardeginum. Má þar nefna leikskólann Kópahvol við Bjarnhólastíg. Þar verður Brúðuleikhús kl. 15 og kl. 16 í tilefni 15 ára afmælis leikskól- ans. Örvi, sem er verndaður vinnustaður, verður kynntur sér- staklenga milli kl 16 og 19, i Sunnuhlíð við Kópavogsbraut. Kynning verður á starfsemi sigl- ingaklúbbsins, Kópaness við Vesturvör, þar sem bátar verða til reiðu. Á Kópavogsvelli verður íþróttahátið kl. 4 og munu fjögur íþróttafélög bæjarins keppa þar. f Kópavogskirkju verður há- tiðarguðsþjónusta kl. 14 á sunnudaginn, séra Árni Pálsson predikar og séra Þorbergur Kristjánsson þjónar fyrir altari. Prestar búsettir í Kópavogi verða þátttakendur í guðsþjón- ustunni. Nemendur Tónlistar- skólans flytja tónverk við at- höfnina. Kaffisala i umsjá Kven- félagsambands Kópavogs i til- efni Mæðradgsins verður i Fé- lagsheimilinu, 2. hæð, kl. 15 á sunnudag. Þar syngur Friðbjörn G. Jónsson við undirleik Sigfús- ar Halldórssonar og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja tónverk. Ljóðakvöld verður á sunnu- dagskvöldi i Félagsheimilinu á vegum Bókasafns Kópavogs, Leikfélags Kópavogs og Tónlist- arskóla Kópavogs. Þar verða kynnt verk eftir Jón úr Vör og Þorstein Valdimarsson. Leikarar úr leikfélaginu lesa upp ljóð, nemendur úr Tónlistarskólanum flytja tónlist við ljóð skáldanna og kór Kársenesskóla syngur. Hátíðardagskránni lýkur með tónleikum Tónlistarskóla Kópa- vogs í Kópavogskirkju, laugar- daginn 18. mai. Morgunbladid/Einar Falur Togarinn Bessi dreginn til Njardvíkur síðastlidinn fimmtudag. Skuttogarinn Bessi frá Súðavík: Aflaverðmæti 23 millj. frá áramótum - Verður frá veiðum um tíma vegna bilunar SKUTTOGARINN Bessi fs frá Súöavík hefur aflaö um 1.500 lesta frá áramót- um. Nemur verðmæti aflans 23 milljónum króna. Afli togarans er rúmum 100 lestum minni nú en í fyrra, en skipiö hefur verið frá veiðum í viku vegna bihinar. Börkur Ákason, framkvæmda- stjóri Frosta hf, sem gerir Bessa út, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að afli togarans væri að mestu þorskur, grálúða og karfi. Það óhapp hefði orðið síðastliðinn sunnudag, að skipið hefði tekið niðri í höfninni er það var að koma inn með 150 lestir af fiski háfjara var. Við það hefði bobbingur, sem verið hefði á botninum, lent í skrúfu skipsins og brotið af henni tvö blöð. Því hefði orðið að draga Bessa til Njarðvíkur, þar sem hann hefði verið tekinn upp í slipp. Ekki væri kunnugt um frekari skemmdir og áætlað að viðgerð tæki um viku. Börkur sagði, að vinna hjá fyrir- tækinu hefði verið meira en næg í vetur enda mannekla þar eins og annars staðar. Tekið hefði verið á móti 200 tonnum af rækju og afla Bessa og tveggja minni báta að mestu, en nokkru af fiski hefði einnig verið miðlað til ísfirðinga meðan á verkfalli sjómanna þar hefði staðið. Hann sagðist þvi bú- ast við að vinnsla í fiskverkun fyrirtækisins yrði óslitin þrátt fyrir tafir Bessa frá veiðunum. Fiskmiðlunin við Djúpið bjargaði því. Þá sagði hann að nú færi út- hafsrækjan að taka við. Tveir bátar I eigu Frosta myndu stunda veið- arnar auk tveggja leigubáta. Manneklan kæmi þvf miður nokkuð niður á vinnslunni og drægi úr möguleikum á þvf að pakka sem mestu i verðmestu og jafnframt timafrekustu pakkningarnar. Við þvf væri ekkert að gera eins og staðan væri, en fiskmiðlun við Djúpið gæti hjálpað til við að jafna aflátoppana. MaeÓradagurinn eramorgun interfk>ra Mæðradagsskreytingar Afskorin blóm Blómstrandi pottaplöntur Ungplöntumarkaður: Allar ungplöntur til framhaldsræktunar pr. stk. kr. 98.- Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar 36770-86340
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.