Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 12

Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 12
12 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 Thomas Baldner Joseph Fung * Islenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Siðustu tónleikar starfsársins hjá íslensku hljómsveitinni voru haldnir í Bústaðakirkju sl. mið- vikudag og var stjórnandinn Thomas Baldner, prófessor í hljómsveitarstjórn við tónlistar- háskólann i Bloomington. Á efn- isskránni voru verk eftir Copland, Poulenc og Stravinsky og einnig var frumfluttur gítarkonsert eftir Joseph Ka Cheung Fung og lék höfundurinn einleik i verkinu, Appalachian Spring eftir Copland er nú ekki sérlega mikilfengleg tónsmið í kammerútfærslu (hugs- anlega skólaútgáfu), þvi verkið er samið fyrir stóra hljómsveit og þannig er það vinsælt og vel þekkt. Ballettinn sem hljómsveitarsvitan er samin upp úr var uppfærður í dansgerð eftir Mörthu Graham en hljómsveitarsvitan var flutt undir stjórn Rodzinski og hlaut höfund- urinn Pulitzer-verðlaunin fyrir verkið. Annað verkið á efnis- skránni var gítarkonsert eftir Jos- eph K.C. Fung en hann stundar nú nám i tónsmiði í Amsterdam. Margt var fallega gert í þessum konsert en undir lokin er eins og Fung hlaupi frá því verki að semja gítarkonsert og breyti verkinu í slagverkskonsert og „trommar á gítarinn". Sú aðferð að nota hljóð- færin á nýjan hátt hefur fyrir löngu verið talin fullreynd og tón- smiðir mikið til hættir sliku, þvi oftast er hægt að ná betri árangri með notkun viðeigandi hljóðfæra, eins og t.d. í þessu tilfelli, er venjuleg tromma hefði allt eins komið að gagni. Hvað sem þessu rausi líður var „trommugítarkafl- inn“ skemmtilegur áheyrnar og bæði vel saminn og vel leikinn. Nokkrar tónhugmyndir voru fal- legar og skemmtilegar, eins og til að taka kaflinn sem tengir saman fyrri hlutann og trommukaflann. Þar var mjög skemmtilega leikið með „pizzicato" á móti gítarnum. Einstaka tónhugmyndir minntu á Stravinsky, sérstaklega hvernig lúðrarnir voru notaðir, og ein strengjahugmynd svipar mjög til þess sem lesa má, er rúmlega 100 taktar hafa verið leiknir af síðasta þættinum í Vorblóti. Valse eftir Poulenc var næst á efnisskránni og lauk tónleikunum með Danses Consertantes eftir Stravinsky. Þessi balletttónlist þykir ekki sér- lega áhugaverð til hlustunar en ballettgerðin eftir Balanchine, sem var röð af „abstract" dönsum, vakti mikla athygli. Verkið, sem er sérkennilega hrynskipt og ekki sérlega lagrænt, var mjög vel leik- ið af íslensku hljómsveitinni. Thomas Baldner stýrði hljóm- sveitinni af öryggi og mátti oft heyra mjög góðan leik enda var samspil stjórnanda og hljómsveit- ar eins og vera ber hjá góðum tón- listarmönnum. Steinþrykk (Þorpsmarkaður) eftir Viktor Semonjonovits Vilner (f. 1925). Myndlist frá Rússlandi Myndlist Bragi Ásgeirsson það er ekki oft sem hérlendir fá að kynnast myndlist frá Sovét- Rússlandi af sjón og raun en sitt- hvað slæðist þó hingað af ýmis- legu tilefni. Ein slík sýning er nú á ferðinni og er hún sett upp í húsakynnum MÍR á Vatnsstíg 10 í tilefni af Sovéskum dögum 1985 og einnig i tilefni þess, að 40 ár eru liðin frá stríðslokum, að mér skilst. Sýning þessi var opnuð með viðhöfn sl. laugardag og tróðu m.a. upp nokkrir úrvals skemmtikraftar frá Sovétríkjunum við góðar und- irtektir. Sú er hefðin við opnun slíkra sýninga en hins vegar eru húsakynnin lítt fallin fyrir slíkar uppákomur og að auki er býsna erfitt að njóta myndanna innan um margmenni á þessum stað. Ég brá því á það ráð að skoða sýninguna aftur á rólegum tíma og sá hana þá í nýju og betra Ijósi. Hér er aðallega um grafíkverk að ræða en einnig nokkra lakk- muni frá fjórum stöðum í Sovét- ríkjunum, sm eru kunnir fyrir þessa sérstæðu listgrein. Grafíkverkin eru 63 og eru eftir tuttugu höfunda og þar af nokkrir heiðurslistamenn Rússneska sam- bandslýðveldisins og einnegin nokkra handhafa ríkisverðlauna Rússneska sambandslýðveldisins í minningu Ilja Repins. Verkin virka nokkuð þurr og eintóna svo sem opinber list gerir jafnan og er vestrið hér engin undantekning, en nokkrir lista- mannanna skera sig þó úr um listrænt handbragð og er þá helst að nefna Masabikh Fathúlislamo- vits Akhúnov (f. 1928), sem sýnir næman skurð i dúkristum, Viktor Semjonovits Vilner (f. 1925), sem vinnur á mjög sérstæðan hátt i steinþrykk. Nokolaj Levovits Vor- onkov (f. 1934), sem á vafalitið sér- stæðustu myndirnar á sýningunni í formi andtits Dostojevskí, Tolstoj, Gogol og Tsjekhov. Ein- kum er myndin af Tolstoj eftir- minnileg fyrir margbrotna út- færslu. Þá ber og að nefna Stan- islav Mikhailovits Nikireev, sem vinnur af mikilli tilfinningu í æt- ingu og útfærir myndir sínar frá- bærlega vel. Annars er nokkur fyrirvari á þessari upptalningu þar sem myndirnar njóta sín misjafnlega vel í þröngum salarkynnunum, auk þess er pappeskið umhverfis myndirnar svo lúið og velkt, að ef maður vissi ekki betur héldi mað- ur það jafn gamalt byltingunni. Dregur umgerðin margar mynd- irnar niður, sem er einfaldlega ótækt. Annars vöktu lakkmunim- ir mesta athygli sína því að þar kemur fram myndheimur, áeni maður kannast við úr rússneskum ævintýrum og málverkum CHag- alls. "* Lakkmunalist hefur verið við lýði þar eystra frá lokum 18. aldar og varð fyrst til í þorpinu Fedosk- ínó í nágrenni Moskvu. Á 19. inni kom kaupmaður nokkur, Misskilningur Myndlist Bragi Ásgeirsson Listamiðstöðin við Lækjartorg er að verða manni nokkur ráð- gáta fyrir umfangsmikla starf- semi sína, sem á köflum er erfitt að fá botn í. Listmiðlun er stórt orð að standa við, því það fylgir því mikil ábyrgð að dreifa list og hér verða menn að kunna að velja og hafna. Helst er að álíta, að það ágæta fólk, sem stendur að starfsem- inni, hafi ruglast á orðum og hugtökum er það leitaði fyrir sér að nafni, því að hér á heitið „Listamarkaður" öllu betur við. Ýmsar ágætar sýningar hafa gist þennan stað en þess á milli virðist hver sem er fá þar inni er leggur það fyrir sig að mála eða móta myndir sér til ánægju og afþreyingar. Það er ekkert nema gott við því að segja, að fólk stundi myndlist í hjáverkum, en það er allt annað mál hvort allt sem málað er eigi erindi fyrir sjónir almennings. Myndlistin er mikið svið og margbrotið, svipað læknisfræði eða heimspeki, en ekki getur hver sem fer í læknaslopp hafið að skera fólk upp og ekki getur , hver sá er setur upp íbygginn svip vitnað í kenningar Sókrat- esar, Platóns, Oswalds Spengler eða Karls Jaspers. Þá getur ekki heldur hver sá er tekur sér pentskúf í hönd far- ' ið að mála málverk, sem telst gilt á markaði listmiðlunar. Allt þetta og margt fleira kom upp í huga mér við skoðun sýn- ingar Kristjáns Hall i Listamið- stöðinni, en henni lýkur nú um helgina. Ekki amast ég á nokkurn hátt við slíkri myndgerð en hún skal iðkuð undir réttum formerkjum og sýnd í réttu umhverfi, — og ef svo heldur fram sem horfir verð- ur „Listamiðstöðin“ það vafalít- ið. Og það heyrir undir aðra um- fjöllun en þá er markar virka myndlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.