Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 24
MÖRGllNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1985
24-
— eftir Valgerði
Gísladóttur
Hvers vegna var Hjálpræðis-
herinn stofnaður og hvaða erindi á
hann á íslandi? Eitthvað á þessa
leið gætu margir spurt og í þessari
ritgerð mun ég leitast við að svara
þessari spurningu í helstu atrið-
um.
Stofnendur Hjálpræðishersins
voru ensk hjón, Catherine og
William Booth. William varð fyrir
sterkum trúaráhrifum, þegar
hann var unglingur, og þá ákvað
hann að helga líf sitt Guði og
vinna að sáluhjálp annarra. Hann
fór að predika hvar sem mögulegt
var og sjálfur sagði hann:
„„Endurfæðingin gerði mig á
svipstundu að boðbera fagnaðar-
erindisins."
Og nú byrjaði að miklu leyti
lífsstarf hans, sem gerði nafn
hans ódauðlegt og skipaði honum
á bekk með hinum langfremstu
hetjum kristninnar.“(l)
Arið 1865 fór að myndast fjöl-
mennur söfnuður í East-End þar
sem þau hjónin störfuðu. Það var
fyrsti Hjálpræðisherinn, sem allir
aðrir herir eru sprottnir upp af.
Fljótlega fóru að berast út fréttir
af þessum undarlega her, sem
hafði aðeins eitt vopn, trúna á Guð
og frelsarann Jesúm Krist.
Markmið Hjálpræðishersins var
fyrst og fremst að vekja trú þar
sem áður var engin trú. Allir með-
limir Hjálpræðishersins játuðu
sig frelsaða frá sekt og valdi synd-
arinnar fyrir kraft Guðs og var
gert skiljanlegt að þeim bæri að
leitast við að vinna aðra fyrir Jes-
úm Krist.
„Á minna en þrem fjórðu hlut-
um aldar hefur Hjálpræðisherinn
breiðst út um heiminn, til nærri
hundrað landa og nýlendna. Hann
þekkir engan mun á stétt, trúar-
viðhorfi né lífi manna; hver og
einn er „bróðir sem Kristur er dá-
inn fyrir“.
Undir fána hersins eru menn og
konur af sérhverjum þjóðflokki og
þjóðerni, samtengd i fagnandi
liðsveit, sem hefir gert þetta að
einkunnarorðum sínum: Herinn
fyrir Guð. Guð fyrir herinn.“ (1)
Fyrstu hermennirnir komu
hingað til íslands vorið 1895 og
reistu hér fána Hjálpræðishers-
ins. Þessir menn voru adjudant
Erichsen, danskættaður, og Þor-
steinn Davíðsson, sem var íslensk-
ur, ættaður úr Húnavatnssýslu.
Ekki var þetta fjölmennur her, að-
eins tveir menn. Samt vakti koma
þeirra strax mikla athygli og fólk
var mjög spyrjandi um hvaða er-
indi slíkur her ætti til íslands.
Flestir tóku fyrstu hermönnunum
vel og fljótlega eignaðist Hjálp-
ræðisherinn sína fyrstu vini og
fylgismenn hér á landi. Þar má
nefna t.d. Björn Jónsson, ritstjóra
ísafoldar, og Þórhall Bjarnason,
ritstjóra Kirkjubiaðsins. Þessir
menn skrifuðu margar greinar um
störf Hjálpræðishersins og voru
þau skrif mjög vinveitt starfinu
auk þess sem þetta var mjög góð
auglýsing. Goodtemplarareglan
tók strax vel á móti Hjálpræðis-
hernum og þar fengu þeir lánað
húsnæði undir samkomur á meðan
Hjálpræðisherinn var að útvega
sér sitt eigið húsnæði.
Fljótlega eftir að þeir félagar
komu til (slands héldu þeir sína
fyrstu samkomu. Var hún að
sjálfsögðu mjög vel sótt þar sem
fólki lék forvitni á að vita hvað
þeir félagar hefðu fram að færa.
„Samkoma sú er þeir félagar
Erichsen og Þ. Davíðsson yfirliðar
í Hjálpræðishernum héldu hér í 1.
sinn sunnudagskveldið var, var
heldur en ekki vel sótt: stærsti
samkomusalur bæjarins troðfull-
ur, og urðu margir frá að hverfa.
Það sem þar gerðist var, að þeir
félagar fluttu lítilsháttar fyrir-
„í öllum herbúðum
Hjálpræðishersins er
trúboð aðalatriðið. Á öll-
um samkomustöðum er
bænabekkurinn á sín-
um stað og þar er öllum
boðið að krjúpa og biðja
til Guðs.“
lestur um „herinn", báðust fyrir
og sungu nokkra sálma úr nýju
íslensku sálmakveri, er „herinn“
hefir gefið út í Kaupmannahöfn,
en annar lék undir á fíólín við og
við.
Fáir sem engir af áheyrendum
munu hafa hneykslast hót á guðs-
þjónustuathöfn þessari, þótt ný-
stárleg væri; enda hverjum manni
sýnilegur hinn einlægi áhugi
þeirra félaga fyrir góðu málefni og
alvara með trúna, auk þess sem
menn vita hve ágætan orðstír
„herinn" hefir getið sér mjög víða
um lönd fyrir framkvæmdasama
mannást við bágstadda." (2)
Þótt starfsemin byrjaði smátt
varð mjög fljótt sýnilegur árangur
af starfinu, eins og á öllum öðrum
stöðum þar sem herinn hóf starf-
semi. Fljótlega bættist í herinn og
fyrsta hermannasamkoman var
haldin 8. júní, tæplega mánuði eft-
ir að fyrsta almenna samkoman
var haldin. Ef til vill mætti spyrja
hvað það var, sem hvatti fólk til
þess að ganga í Hjálpræðisherinn,
sem aðeins hafði starfað á fslandi
í tæplega mánuð. Fólk, sem sótti
samkomurnar var þess fullvisst að
tilgangurinn með starfinu væri
hreinn og góður og ekki af neinum
eigingjörnum rótum runninn. Þess
vegna fannst mörgum svo auðvelt
að gera markmið Hjálpræðishers-
ins að sínum. Að eignast frelsi
fyrir trúna á Jesúm Krist og að
boða öðrum trúna svo að fleiri
mættu eignast það sama.
„Auðbjörgu Jónsdóttur þekkja
allflestir Reykvíkingar. Margs-
konar mótlæti og sorgir hafa
henni að höndum borið á lífsleið-
inni; en bjargföst trú á Guð hefir
haldið henni uppi. Á morgni eilífð-
arinnar kemur það fyrst í ljós,
hvað hún hefir afrekað fyrir Guð
— hve mörgum sálum hún hefir
orðið að liði, meðal annars með
hinum mörgu þúsundum af Her-
ópinu, sem hún á liðnum árum
hefir flutt heimilunum, ríkum og
fátækum." (3).
Þetta er dæmi um konu, sem
snemma gerðist liðsmaður í
Hjálpræðishernum og þrátt fyrir
margs konar erfiðleika og mót-
læti, gafst ekki upp, heldur stóð
föst á bjargi trúarinnar, sem hún
hafði eignast. Til eru mörg dæmi
svipuð þessu um fólk er hafði
eignast trú, sem gerði því mögu-
legt að standast hvers konar raun-
ir og mótlæti, sem áður hafði virst
ómögulegt að sigrast á.
„Hjarta mitt er fullt af þakk-
læti til Guðs, að hann notaði
þennan Her sem verkfæri í sinni
hendi, mér til hjálpræðis. Og hann
kallaði mig til starfs undir elds-
og blóðmerki Hersins." (1).
Á þessa leið eru allar greinar,
sem fyrstu hermennirnir skrifa
svo áreiðanlegt er, að Hjálpræð-
isherinn hefur átt erindi til
margra á íslandi.
Haustið 1895 eignaðist Hjálp-
ræðisherinn fyrsta húsnæði sitt á
(slandi, en það var Hótel Reykja-
vík við Kirkjustræti. Eins og
nærri má geta var þetta mikill
sigur þar sem ekki hafði verið
mögulegt að hafa reglulegar sam-
komur eða aðra starfsemi áður.
Nú hófst skipulagt samkomuhald
og var það bæði ætlað fullorðnum
og börnum, en barnastarf hefur
alltaf verið stór þáttur í starfsemi
Hjálpræðishersins.
Fyrsti Herkastalinn
í Reykjavík.
„Meðal lofsverðra áforma þeirra
félaga hér er jóiagleði handa 100
fátækum börnum, núna milli jóla
og nýárs: góð máltíð, jólatré og
jólagjafir, ekki glingur, heldur al-
mennileg flík handa hverju barni,
aflað sumpart með því að sauma
upp brúkuð föt af fullorðnum, sem
gera má ráð fyrir að ýmsir bæj-
armenn muni vilja með fúsu geði
hjálpa þeim um, miklu heldur en
að láta ónýtast. Slíkt kemur vissu-
lega í góðar þarfir með þessu móti.
Nóg er fátæktin og bágindin, ekki
síst er sjórinn bregst eins og nú.“
(2).
Eflaust hefur þessi skemmtun
verið mjög kærkomin börnunum,
sem voru boðin þangað, enda
sjálfsagt ekki vön mikilli tilbreyt-
ingu. Hitt er áreiðanlegt, að vinn-
an að baki slíkri skemmtun hefur
krafist mikillar fórnfýsi af hendi
hermannanna.
Það var nú samt svo, að þrátt
fyrir að margir væru glaðir og
þakklátir yfir komu Hjálpræðis-
hersins til (slands, voru þeir líka
margir, sem gerðu gys að honum
og lögðu jafnvel til, að hann yrði
rekinn úr landi. Þess vegna var
það, að Þórhallur Bjarnason
ákvað að ræða við nokkra af þeim,
sem höfðu haft einhver kynni af
Hj álpræðishernum.
„Bóndinn er á sjó, konan með
barn á brjósti, 5 eru börnin innan
fermingar. Þau hjón hafa alls ekki
sótt samkomur hersins. Konan er
ný-staðin upp úr þungri legu.
Vinnukona þar á næsta bæ, sem er
í hernum, segir frá ástandi heimil-
isins, og komu þá til konunnar i
legunni líknarkonur hersins, sóp-
uðu og ræstu, þvoðu börnunum
o.s.frv. í annan stað færðu þær
heimilinu eigi svo litla björg í tvö
skipti, brauð, grjón og smjör. Svo
gáfu þær og línlak, koddaver og
nátttreyju. Lakið sýnir sig skín-
andi hvítt á rúminu. Konan ber
um, að ég hefi ekki undan að
skrifa. Hún talar af töluverðu
þjósti um óvini hersins: »Mættu
allir þakka fyrir að hafa sömu
hugsun sem þeir.«“ (6).
I þessu blaði eru margar aðrar
frásagnir af fólki, sem hafði haft
kynni af Hjálpræðishernum á ein-
hvern hátt, en allar eru þær á einn
veg, fullar af þakklæti og gleði yf-
ir starfsemi hans.
í ummælum, sem Þórhallur
Bjarnason skrifar á eftir þessum
viðtölum, segir meðal annars:
„Það þarf almenningur að
skilja, jafnt æðri sem lægri, að
góðar eru aura- og matargjafir til
bágstaddra, hvaðan sem þær
koma, en allra bestar eru þó gjafir
hvers og eins af sjálfum sér, sam-
kenningargjöf hjartans, hluttak-
an, viðmótið og orðið, lyftingin til
hressingar og hagsbótar. Þar dug-
ar ekkert nema persónulegu af-
skiftin."
(lok greinarinnar segir Þórhall-
ur:
„Hafi Hjálpræðisherinn með
öllum sínum vanköntum sæll
komið til þessa lands, allramest
fyrir það, að hann er lifandi minn-
ing þess, að Guðs ríki er þó fyrst
og fremst sjálfsafneitandi líf á
kærleiksvegi Krists, ofar orða-
svælunni og öllum vatnaskilum
tvístraðra trúflokka." (6).
Fljótlega eftir að Hjálpræðis-
herinn var kominn í sitt eigið hús-
næði var hafinn þar rekstur gisti-
heimilis. Þannig var hægt að afla
nokkurra tekna til starfseminnar
og einnig var þá hægt að ná með
boðskapinn til fólks utan af landi,
sem e.t.v. hefði ekki tekist að öðr-
um kosti. Þannig t.d. atvikaðist
það að Matthías ölafsson frá
Orrahóli á Fellsströnd var einn af
fyrstu máttarstólpum Hjálpræð-
ishersins úti á landsbyggðinni.
Matthias kom til Reykjavíkur-
sumarið 1898 og gisti hjá Hjálp-
ræðishernum meðan hann rak er-
indi sín hér syðra.
„Matthías á Orrahóli hafði
margt misjafnt lesið um þessa
trúboða í blöðum landsins og
heyrt af þeim hinar fáránlegustu