Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985 Hjálpræðisherssamkoma á Lækjar- torgi 1930. sögur. En einnig hafði það borið við, að hann hafði séð vikið að þeim einhverju góðu. Lék honum nú forvitni á að sjá sjálfur og heyra, hvað gerðist á samkomum þeirra, úr þvi að hann hafði leitað gistingar 1 vigi þeirra." (4). Fór svo að lokum, að Matthías, sem hafði komið til Reykjavíkur vegna deilumála við sveitunga sína, sneri heim frelsaður og leit- aði strax sátta við alla þá, sem hann hafði átt í deilum við. Brátt gerðist hann ötull liðsmaður í Hjálpræðishernum og er jafnan talað um hann sem postulann mikla á Fellsströnd. Sveitungar Matthíasar tóku honum í fyrstu heldur fálega, þeg- ar hann boðaði þeim trúna, en þegar fram liðu stundir og fólkið sá, að Matthís hafði raunverulega breyst, tóku fleiri að fylgja for- dæmi hans. Brátt varð mikil vakn- ing í sveitinni og liðsmönnum Hjálpræðishersins fjölgaði um nokkra tugi á mjög skömmum tíma. Þannig fjölgaði smátt og smátt í Hjálpræðishernum og var þá hægt að hefja starfsemi víðar á landinu. Á ísafirði var hafin starfsemi í október 1896. Einn af heimamönn- um var Magnús Hj. Magnússon og ritaði hann oft bænir og ljóð i blað Hjálpræðishersins. „Þann 31.1. fór ég út í Skutils- fjörð, gisti hjá Sigurbirni á Fagra- hvammi, en fór svo daginn eftir út á ísafjörð og fékk þá hjá Hjálp- ræðishernum 2 kr. og 50 aura fyrir sálm og bænir eftir mig, er ég hafði sent í Herópið." (5). Herópið er aðalmálgagn Hjálp- ræðishersins, kom það fyrst út á Islandi í október 1895. ísland var þar með 28. staðurinn, sem Heróp- ið var gefið út á. „Herópið, hið nýja mánaðarblað Hjálpræðishersins hér, er snoturt útlits, með myndum „Ef Kristur kæmi í drykkjuskálann” og af rit- stjóranum adjudant Erichsen og að efni mikið líklegt til að efla trúrækni og siðgæði. Það er í sama broti og ísafold. Það er 28. Herópið er Hjálpræðisherinn gef- ur út; eru þau á 18 tungumálum alls, og upplag meira en hálf millj- ón.“ (2). Af þessu má sjá, að blaðið hefur strax vakið athygli. Herópið er, eins og áður sagði, aðalmálgagn Hjálpræðishersins og þar er trúarboðskapurinn aðal- atriðið, en einnig eru þar alltaf fréttir af starfinu og hermenn skrifa um trúarreynslu sína. Starfsemi Hjálpræðishersins var að vísu smá í byrjun, en eftir því sem fjölgaði í hernum var hægt að hefja störf víðar og efla allt starfið mjög. Um langt árabil var starfandi Dorkassamband, en það var kvennaflokkur, sem kom saman til að vinna að einhverjum ákveðnum verkefnum, t.d. var þar saumað mikið af fatnaði upp úr gömlum fötum og honum dreift til bágstaddra. Einnig hefur heimila- samband kvenna í Hjálpræðis- hernum verið starfrækt næstum frá upphafi og er það starfandi ennþá. Þar koma konurnar reglu- lega saman, eiga saman helgi- stund og geta síðan miðlað hver annari af trúarreynslu sinni. Þótt Frí útisamkomu Hjálpræðishersins á Lækjartorgi um aldamótin. allar aðstæður hafi breyst mjög í þjóðfélaginu frá fyrstu árunum er samt ennþá mikil þörf fyrir slíkt félag. Eftir því sem starfsemi Hjálp- ræðishersins jókst voru þeir líka fleiri, sem kynntust hernum á ein- hvern hátt og brátt kom að því, að þeir, sem mest höfðu haft á móti honum í upphafi, fóru að hafa hægar um sig og hvers konar ólæti og uppþot á samkomunum hættu smám saman. Eins og áður er sagt frá, hófst starfsemi á ísafirði haustið 1896, en á Akureyri hófst regluleg starf- semi vorið 1904. Áður höfðu þó fá- einir hermenn heimsótt Akureyri og dvalið þar skamman tíma. Að- alstöðvar Hjálpræðishersins hafa alltaf verið í Reykjavík. Á þessum þremur stöðum er ennþá rekið starf, en auk þess var um tíma rekið starf á Seyðisfirði, Siglufirði og á Fellsströnd var mjög öflug starfsemi í nokkra áratugi. Af ýmsum ástæðum hefur starf á þessum stöðum lagst niður, en Hjálpræðisherinn á ennþá ágætt hús á Siglufirði og hefur deildin á Akureyri farið þangað eftir því, sem aðstæður hafa leyft, og haldið þar samkomur. Á öllum stöðum, sem Hjálpræðisherinn starfar á, eru haldnar útisamkomur af og til. Þessar samkomur eru alltaf fjölmennar og hér í Reykjavík eru áreiðanlega mjög margir, sem eiga ljúfar minningar frá slíkum samkomum. í dag er Hjálpræðisherinn orð- inn rótgróinn á Islandi og á nú, eins og alltaf áður, sína tryggu vini og fylgismenn um allt land. í Reykjavík er ennþá rekið gisti- heimili, en auk þess á Hjálpræð- isherinn húseignina Bjarg á Sel- tjarnarnesi og hefur rekið þar heimili í u.þ.b. 20 ár, í samvinnu og tengslum við heilbrigðisþjón- ustuna í Reykjavík. Þetta heimili nýtur mikilla vinsælda og þeir, sem þar búa, eru ákaflega þakk- látir fyrir alla hlýjuna og kærleik- ann, sem þeir njóta þar. Vegna þeirrar þagnarskyldu, sem Hjálp- ræðisherinn hefur við þessa skjólstæðinga, get ég ekki fjallað nánar um þetta starf. í öllum herbúðum Hjálpræðis- hersins er trúboð aðalatriðið. Á öllum samkomustöðunum er bænabekkurinn á sínum stað og þar er öllum boðið að krjúpa og biðja til Guðs. Ennþá má sjá fólk úr Hjálpræð- ishernum vitja sjúkra og bág- staddra og margir eiga eina skjól- ið sitt hjá fólkinu í Hjálpræðis- hernum. Allt þetta starf er unnið í þeirri fullvissu, að frelsarinn Jesús Kristur dó á krossi til að leysa okkur mennina undan bðli syndar- innar og sérhver sál, sem frelsast, eignast eilíft líf fyrir hann. Þessi fullvissa er bjargið, sem Hjálp- ræðisherinn er byggður á, og orð Jesú sjálfs: „Hver sá, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver sá, sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun finna það.“ (Matt. 16. 25) eru orð, sem allir hermenn Hjálp- ræðishersins taka bókstaflega og lifa eftir. Heimildaskrá: 1. „Hvað er Hjálpræðisherinn?", „Hjálpræðisherinn — Stofn- endur hans" og „Guði sé lof“, Herópið, 50. árg., maí — júlí, Reykjavík, 1945, bls. 3, 5 og 27. 2. Björn Jónsson: „Hjálpræðisher- inn“, „Hjálpræðisherinn" og „Herópið", ísafold, 22. árg. 42. blað, 83. blað og 94. blað, Reykjavík, 1895, bls. 167,331 og 375. 3. „Frásögn um byrjun Hjálpræð- ishersins í Lundúnum og störf hans á íslandi í 25 ár“, 25 ár, Reykjavík, 1920 bls. 50. 4. Jón Helgason: íslenskt mannlíf IV, Reykjavík, 1962, bls. 8. 5. Magnús Hj. Magnússon: Dag- bók Magnúsar Hj. Magnússonar 31.1.1904 (handskrifuð). 6. Þórhallur Bjarnason: „Hjálp- ræðisherinn”, Kirkjublaðið, 11. árg. 4. tbl. (B), Reykjavík, 1886, bls. 57 og 59-60. Greiniii er prófritgerð höfundar í Öldungadeild Menntaskólans rið Hamrahlíð. 25. HARVEY SKJALASKÁPAR er vönduð ensk framleiðsla á hagstæðu verði... 2 — 3 — 4 — 5 skúffu skápar. Einnig skjalabúnaður í fjöl- breyttu úrvali. Síðumúla 32. Simi 38000 ATVINNUREKSTUR OG SKATTLAGNING — Hver er reynslan af lögum um tekju- og eignarskatt? Verzlunarráö islands boöar til fræöslufundar um gildandi lög um tekju- og eignarskatt, í hliöarsal Hótel Sögu 2. 16.00. Dagskrá: hæö, þriöjudaginn 14. maí nk., kl. 16.00—16.15 Mæting 16.15—16.20 Fundarsetning 16.20—16.50 Hver er reynslan af gildandi lög- um um tekju- og eignarskatt? — Samanburður á gildandi og eldri lögum — Hverra endurbóta er þörf? Stefán Svavarsson löggiltur endurskoðandi. 16.50—17.30 Umræöur, fyrirspurnir 17.30 A Fundarlok 4 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavík, sími 83088 Metsölablad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.