Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 26

Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 TÖLVURÁ TOPPNUM í marz-hefti bandaríska tímaritsins Personal Computing birtist grein sem heitir „Personal computing at the top“ eða „Notkun einkatölva á toppnum“. Þessi grein er um margt merkileg og getur gefið okkur íslendingum innsýn í hinn nýja heim tölvunotkunar sem er að stækka eftir því sem fleiri og fleiri notendur sjá hagræði þess að nota slíkar tölvur. Hér verður gerður úrdráttur úr þessari grein. — Baldur Sveinsson hefur þýtt og endursagt. Fram að þessu hafa flestir yfir- menn stórfyrirtækja haldið því fram að einkatölvur eða smátölv- ur séu ekki heppileg tæki fyrir menn í þeirra stöðum. Þær séu heppilegar fyrir fjárhagsdeildir fyrirtækjanna, bókhaldið vita- skuld og ekki síður einkaritara og aðra ritara sem fram til þessa hafa fengist við ritvélar. Það sé hinsvegar sóun á dýrmætum tíma yfirmannanna að nota slík tæki og ekki síst að eyða tíma í að læra á þau. Þeir geti fengið allar þær upplýsingar sem þeir þurfi með því einu að fá rétta aðila til að útvega þær. Personal Computing gerði í des- ember 1984 könnun hjá 500 sölu- hæstu fyrirtækjum Bandaríkj- anna á því hve margir af æðstu yfirmönnum þeirra notuðu einka- tölvur á skrifstofu sinni. í ljós kom að 59 eða um 11% þeirra not- uðu slík tæki á skrifstofum sínum en fleiri þó á heimilum sínum. All- margir þessara 11% notuðu smá- tölvur bæði á skrifstofum og heimilum. Meðal þeirra sem slíkar tölvur nota eru vitaskuld forstjórar stærstu tölvufyrirtækjanna, IBM, Hewlett Packard, Apple, Commo- dore o.fl. En einnig má nefna menn eins og Malcolm Stamper, forstjóra Boeing Co., John Curcio, forstjóra Mack Truck Inc., John L. Nevin, forstjóra Firestone Tire & Rubber og David S. Lewis, for- stjóra General Dynamics. John Curcio hjá Mack Truck Inc. er mikill áhugamaður um smátölvur þó hann hafi aðeins notað slíka tölvu í tæpt ár. í október 1984 átti fyrirtæki hans í erfiðum samningaviðræðum um kaup og kjör við Samband verka- fólks í bílasmiðjum (UAW). Með- an á þeim stóð var Curcio á skrifstofu sinni i 60 tima sam- fleytt. Þessar samningaviðræður sem voru þær flóknustu sem fyrir- tækið hafði staðið i, enduðu að visu með viku verkfalli, en allan þennan tíma var Curcio í stöðugu sambandi við samninganefndina og kom tölulegum upplýsingum um kostnað, vinnutilhögun og annað sem reiknanlegt var, i reiknilíkan í IBM XT-tölvunni sem hann hafði á skrifstofunni sinni. Meðan hlé voru á samtölum og viðræðum, kynntist Curcio-tölv- unni sinni sem hann hafði fengið aðeins mánuði áður. Að eigin sögn aflaði hann sér tölvu til að læra að fást við þá nýju tækni sem er greinilega að breyta vinnutilhög- un í nútíma fyrirtækjum. Hann komst fljótt að raun um það sama og flestir yfirmenn stórfyrirtækja á undan honum, að tölvan verður næstum strax ómissandi hjálpar- tæki, og er notuð til margra hluta sem ekki var gert ráð fyrir í upp- hafi. Hin hefðbundna leið við stjórn stórfyrirtækja hefur verið að láta undirmenn safna upplýsingum og greina þær, þannig að yfirmenn geti síðan notað niðurstöðurnar til að taka ákvarðanir. En þetta er að breytast. Own Butler, 61 árs gam- all forstjóri Procter & Gamble er einn af ákveðnustu formælendum tölvunotkunar hjá yfirmönnum. Hann segir að tölvan „víkki út hugann", stækki sjóndeildarhring- inn og hann spyr hverjir eigi frek- ar að nota slík tæki en yfirmenn fyrirtækjanna, sem líklega séu dýrmætastir fyrirtækjunum, a.m.k. sé tími þeirra dýrmætastur. Butler gerir sjálfur reiknilíkön af fjárhagsstöðu fyrirtækisins og forritar einnig nokkuð. Hann segir að sér finnist mun þægilegra að hugsa um vandamálin og leysa þau um leið á tölvuna. Á þann hátt hefur lausnaraðferðin áhrif á hugsanaganginn. „Stundum kem- ur upp sú staða að maður vill breyta líkaninu fyrirvaralítið. Ef einhver annar væri að gera líkanið yrði þetta mjög erfitt," segir Butl- er. Butler er dæmi um mann sem byrjar á tölvunotkun án þess að hafa lært gagnavinnslu i tölvum. Hann byrjaði að vinna hjá Procter & Gamble árið 1945, í söludeild. Hann varð aðstoðarforstjóri sölu- deildar 1968 og forstjóri fyrirtæk- isins alls 1981. Hann varð sér úti um Radio-Shack TRS-80-tölvu fyrir fimm árum. Síðan fékk hann IBM 5120-töIvu og að lokum IBM PC-tölva. Hann lærði sjálfur aö forrita til að greina afkomu fyrir- tækisins og bera saman við al- menna afkomu þjóðfélagsins. Hann var nokkur ár að verða fær forritari, og þann tíma varð tölvu- notkunin að aðaláhugamáii hans. Konan hans sagði að þessi notkun hefði gleypt allan hans frítíma í tvö ár. Hann segir einnig að ef hann væri að byrja á tölvunotkun nú, mundi hann ekki eyða slíkum tíma í að læra forritun, vegna þess að nú eru til forrit sem geta auð- veldlega leyst þau vandamál sem hann var þá að fást við aö leysa með eigin forritun. Eitt af þeim sviðum sem þessir menn nota tölvur við er að semja ræður og skýrslur. Til þessa er rit- vinnsla þeim ómetanleg. Malcolm Stamper forstjóri Boeing-flug- vélaverksmiðjanna var í septem- ber að undirbúa ræðu sem hann átti að flytja á ráðstefnu geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um framleiðni í flugvéla- iðnaði. Hann er ætíð vanur að skrifa sjálfur sínar ræður og því situr hann stundum fram eftir á skrifstofu sinni. Að þessu sinni kom honum í hug þegar hann var að möndla með stafina og orðin á skjánum sínum, hve mikilvæg tölvan væri orðin honum. „Ég er vanur að setja hugmyndir mínar þannig fram að ekki er möguleiki að lesa þær inn á band, það gæti enginn þolað. Ég var vanur að handskrifa slík uppköst. Rit- vinnslan gerir mér kleift að búa til beinagrind af því sem ég vil segja, skipuleggja hugsanir mínar, bæta síðan við, fella niður og endur- raða. Þetta hefur raunar aukið mína eigin framleiðni verulega." Stamper hefur verið hjá Boeing síðan 1962. Fyrirtækið notar vita- skuld tölvur i öllum sinum deild- um eins og öll slík stórfyrirtæki. Stamper sjálfur er rafmagnsverk- fræðingur sem stjórnaði upphaf- lega rafeindadeild fyrirtækisins. Hann tók þó ekki smátölvur i sina þjónustu fyrr en seint. Hann geymir allar ræður sínar í tölvu- skrám svo að hann geti athugað þær síðar þegar nauðsyn krefur. Þegar Stamper ræðir þá ákvörðun sina að hefja notkun einkatölvu, minnist hann atviks sem gerðist fyrir nokkrum árum. „Boeing 747-þota bilaði á flugvell- inum i Nairobi og voru það væng- börðin sem virkuðu ekki. Venju- lega þurfti i slikum tilvikum að senda verkfræðing á staðinn til að finna orsök slfkrar bilunar og stjórna viðgerð, og slíkt tekur nokkra daga. Að þessu sinni hringdi verkfræðingur í okkur frá Nairobi og við fengum á tölvuskjá yfirlitsmynd af rafkerfi væng- barðanna. Við gerðum tölvulíkan af biluninni. Tölvuforrit okkar stakk upp á hugsanlegri viðgerð og sú hugmynd var símuð til Nairobi. Viðgerðin tók ekki nema nokkrar klukkustundir. Segja má að mig hafi rekið i rogastans yfir þessu. Slíkir atburðir kveikja i ímyndunarafli raanna,* sagði Stamper. Fleiri hugsa svipað og Stamper. Mark Curcio sem áður var minnst á, taldi sig þurfa að fylgjast með tækninni og fannst að það yrði fyrirtæki hans einnig að gera. Hann setti þvf á fót nefnd til að gera könnun á tölvuþörfum Mack-fyrirtækisins. Ein afleiðing þeirrar könnunar er að nú eru á leiðinni tölvur á skrifborð allra stjórnenda. Þegar hafa 50 slíkar verið settar upp. Þegar Curcio varð æðsti yfir- maður Mack i desember 1983, ákvað hann að verða sjálfur tðlvu- notandi og það einn þeirra fyrstu í fyrirtækinu (utan tölvudeildar- innar). Hann fór á námskeiö sem IBM hélt sérstaklega fyrir stjórn- endur þeirra fyrirtækja sem eru í hópi hinna 500 stærstu i Banda- ríkjunum (Fortune 500). „Þetta hefur ýmislegt áhugavert í för með sér,“ sagði Curcio. „Eitt er að búa á heimavist með 20—30 öðr- um yfirmönnum stórfyrirtækja. Það fyrsta sem maður kemst að er að eigið fyrirtæki er ekki þaö eina sem er á eftir tímanum f upp- lýsingabyltingunni. Einnig að maður er ekki eini yfirmaðurinn sem er „tölvuólæs”, ef svo má að orði komast. Þegar námskeiðinu var lokið hafði ég fengið góða und- irstöðuþekkingu og nokkra hæfni við notkunina." Curcio flytur nokkuð af ræðum sem hann skrifar sjálfur. Á árinu 1984 hélt hann sjö framsöguræður á ráðstefnum í Bandaríkjunum auk fjölda ræða innan fyrirtækis- ins. „Venjulega finnst mér best að byrja á að lesa fyrir uppkast af ræðum, vegna þess að þær eiga að vera eins og þær séu talaðar. Sið- an nota ég ritvinnsluforritið Easy- writer til að breyta og lagfæra. Áður fyrr krotaði ég á spássíurnar og út um allt. Mér er f raun ill- skiljanlegt hvernig nokkur gat komið því saman aftur. Nú breyti ég því sem þarf á tölvunni, skipti um orð, breyti setningum, bæti inn í miðjar málsgreinar. Þetta þýðir að ræður mínar eru frjáls- legri.“ Slíkar ræður eru niðurstaða langrar keðju atburða í hverju fyrirtæki. Gerðar eru kannanir, ræddar lausnir, skrifaðir minn- ismiðar og skýrslur og haldnir ótal fundir. Til þess að slíkt gangi fljótt og vel fyrir sig er nauðsyn- legt að yfirmenn fyrirtækjanna nái fljótt og vel sambandi við alla þá sem máli skipta á hverju þrepi. Þannig eru það samskiptin innan fyrirtækisins, sem oft ráða því hvernig til tekst. Finn Caspersen, yfirmaður Benefical Corp. gerir sér mjög góða grein fyrir þessu. Hann segir að um 95% af tíma sínum fari í samskipti við aðra. Hann sendir og fær upplýsingar 30—40 sinnum á dag í gegnum tölvu- og upplýsinganet, hannað af Data General-tölvufyrirtækinu. Hann segir það net eitt hið stærsta í Bandarikjunum. „Öll innanhússskilaboð, skjala- skrásetning, fundaskipulagning og skipulagning vinnutíma fer fram með hjálp netsins og eru upplýs- ingarnar geymdar með hjálp þess. Með þessu móti er ekkert vanda- mál að skipuleggja fundi t.d. vegna þess að kerfinu fylgir forrit sem 3ér um það fyrir okkur. Það finnur t.d. hvenær allir 10 æðstu yfirmenn eru lausir og boðar þá á fund á þeim tima. Það sér um að skrá fundartimann á dagskrá hvers um sig en hún er geymd í kerfinu. Skipulagning slíkra funda gat tekið einn og hálfan tima áður. Nú fæst svarið eftir 10 sekúndur." Caspersen er farinn að treysta svo á netið að það er meira að segja tengt heim til hans. „Ef ég er i skapi til, get ég sent upplýs- ingar og fyrirskipanir til hvers sem er hvort sem er kl. 5 að nóttu eða kl. 10 að kvöldi. Þannig eru skilaboðin á skjá viðkomandi þeg- ar þeir koma til vinnu næst. Þetta hefur lengt vinnudaginn minn úr 8—10 tímum á skrifstofunni i 15—18 tíma daglega, hvar sem ég er staddur.“ Annar notandi sem notar tölv- una bæði í fyrirtæki sínu og heima er Robert Allen, forstjóri og æðsti yfirmaður Carrier Corp., en það er stærsta fyrirtæki i heimi, sem framleiðir loftræsti- og hitakerfi. Allen kom IBM AT-tölvu fyrir heima hjá sér, en það er nýjasta og fullkomnasta smátölvan frá IBM. Hún er höfð i herbergi við hliðina á svefnherbergi hans. Á skrifstofunni notar hann venju- lega IBM PC-tölvu. „Ég sef mun betur á nóttunni eftir að ég fékk tölvu heim,“ segir Allen. „Ég vaknaði oft á nóttunni og einhver vandamál héldu síðan fyrir mér vöku. Þvi meir sem ég reyndi að gleyma vandamálinu því ágengara varð það. Ef þetta kemur fyrir nú, fer ég að tölvunni og skrifa niður minnisatriði eða ég sendi skilaboð til einhvers annars sem þannig getur haft áhyggjurnar og ég get sofnað aftur.“ Hvort sem Allen er heima eða á skrifstofunni sparar það honum mikinn tíma að nota tölvupóstinn. Hann þarf ekki að gera margar tilraunir til að ná sambandi við kollega sina, þeir fá póstinn þegar þeir hafa aðstöðu til að skoða hann. Hann veit líka að hann þarf ekki að trufla einhvern við mikil- væg störf nema nauðsynlegt sé. Smátölvur gefa yfirmönnum einnig tækifæri til að vinna og senda skilaboð og gögn hvaðan sem er og næstum hvert sem er. Stamper forstjóri Boeing hefur Hewlett Packard 110-ferðatölvu með sér hvert sem hann fer. „Mér líður eins og ég hafi skrifstofuna og skjalasafnið með mér á við- skiptaferðum, eftir að ég fór að hafa tðlvuna með,“ segir Stamper. Einnig gefa slík tölvunet mönn- um kost á að hafa samband við allar deildir fyrirtækjanna, hvar sem deildirnar eru. T.d. segir Caspersen: „Ef skrifstofustjórinn í Seattle þarf að hafa beint sam- band við mig án þess að fara í gegnum 4 milliliði eins og hann þurfti venjulega getur hann það í gegnum netið. Enginn hefur enn misnotað þessa aðstöðu." Þetta mun raunverulega minnka bilið milli yfirmanna og undirmanna þegar timar líða. Hin hliðin á tölvusamskiptun- um er öflun upplýsinga. Eitt af því fyrsta sem yfirmennirnir vilja nota tölvurnar sínar til, er að nálgast hagfræðilegar og fjár- hagslegar upplýsingar um fyrir- tækin. Þær voru áður sendar til forstjóranna í þykkum möppum og þöktu heila veggi. Robert Reuss, yfirmaður Centel, sem er símafyrirtæki með aðal- stöðvar í Chicago, segir að „fjár- málaupplýsingarnar sem ég fæ með notkun tölvunnar, gera mér kleift að reka fyrirtækið mun bet- ur en áður. Þær eru fyllri og nýrri og þar að auki finnst mér skemmtilegra að nálgast þær á þennan hátt en úr einhverju skjalasafni." Afskipti Reuss af tölvum hófust fyrir fjórum árum þegar hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.