Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 Stjóm Alþýðusambands Austurlands: Skorar á ríkisstjórn að hefja byggingu kísil- verksmiðju á MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi samþykktir sem gerðar voru á fundi stjórnar Alþýðusam- bands Austurlands, 5. maí sl., og sendar hafa verið Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra, þing- mönnum Austurlands, Alþýðusam- bandi íslands og Verkamannasam- bandi íslands. „Fundur haldinn í stjórn Al- þýðusambands Austurlands 5. maí 1985 lýsir stuðningi við niðurstöðu meirihluta sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands frá 4. maí 1985, með fyrirvara um að samningarnir verði ekki gerðir til lengri tíma en til 1. september nk. Jafnframt skorar fundurinn á félagsmenn Alþýðusambands Austurlands að sýna órofa sam- Reyðarfirði stöðu og vera reiðubúna til að- gerða, verði það nauðsynlegt til að viðunandi samningar náist. Stjórn Alþýðusambands Aust- urlands telur að í væntanlegum samningum verði að leggja megin- áherslu á kjör fiskvinnslufólks og bætt kjör þess hafi forgang ann- arra mála.“ „Fundur haldinn í stjórn Al- þýðusambands Austurlands á Höfn í Hornafirði 5. maí 1985 skorar á Alþingi og stjórn lands- ins að hefja nú þegar framkvæmd- ir við byggingu kísilverksmiðju við Reyðarfjörð samkvæmt fyrri samþykktum þingsins. Stjórn Alþýðusambands Aust- urlands telur mál þetta mjög þýð- ingarmikið fyrir Austurland, at- vinnulega og fjárhagslega." Álafosskórinn. Álafosskórinn heimsæk- ir Norðurland vestra Hjúkrunarfélag íslands: Mótmælir kjaraskerð- ingu sem orðið hefur HINN árlegi fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands fór fram 2. og 3. maí sl. Fundinn sátu 56 kjörnir fulltrúar af öllu landinu sem samþykktu ályktanir varðandi það ástand sem ríkir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa við heilbrigðisstofnanir. Þá sendi fundurinn frá sér mótmæli gegn kjaraskerðingu þeirri er átt hefur sér stað. Ályktanir voru svohljóðandi: Fundurinn mótmælir þeirri miklu kjaraskerðingu sem orðið hefur og leggur áherslu á að launakjör verði bætt og að kaupmáttur launa verði tryggður. Skortur er á hjúkrunarfræðingum til starfa við heilbrigðisstofnanir. Lág laun, núverandi vakta- fyrirkomulag og mikið vinnuálag eru meginorsakir fyrir þvi hve illa geng- ur að fá hjúkrunarfræðinga tii starfa. Fundurinn skorar á stjórn- völd, í samvinnu við hjúkrunar- stjórnir, að gera ráðstafanir til að ráða bót á því ástandi er nú ríkir. Einnig leggur fundurinn áherslu á það að fulltrúar hjúkrunarséttarinn- ar verði með í ákvarðanatöku um máiefni stéttarinnar. Fjöldi annarra málefna var til umfjöllunar á fundinum og mikil samstaða ríkti. Stjórn félagsins skipa: Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður, Páiina Sigurjónsdóttir, varaformaður, Hólmfríður J. Geird- al, ritari, og Guðrún Karlsdóttir, gjaldkeri. Varamenn í stjórn eru Oddný Ragnarsdóttir og Maria Gísladóttir. Auk þeirra skipa félags- stjórn formenn allra svæðisdeilda félagsins á landinu. ÁLAFOSSKÓRINN heimsækir Norðurland vestra dagana 16. og 17. maí nk. Á uppstigningardag, 16. maí, heldur kórinn söngskemmtun í fé- lagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hún kl. 15.00. Önnur skemmt- un verður um kvöldið, kl. 20.00, í félagsheimilinu á Blönduósi. Föstu- daginn 17. maí verður kvöldskemmt- un í Miðgarði í Skagafirði kl. 21.00. Á öllum skemmtunum sýnir tísku- sýningarflokkur kórsins nýjustu fatalínuna frá Álafossi hf. í frétt frá kórnum segir að á efniskránni verði tónlist sem vin- sæl var í kringum síðari heims- styrjöldina, svo sem lög eins og Chanson d’amor, Red Roses, Cali- fornia Dreaming og We’ll Meet Again. Einnig verða flutt yngri lög eins og Moon River, Over the Rainbow og bítlalagið If I Fell. Undirleikarar eru Páll Helga- son sem leikur á píanó, Gunnar Gíslason leikur á bassa, Hans Jensson á tenórsaxófón og Guðjófi I. Sigurðsson á trommur. Stjórn- andi er Páll Helgason. Formaður Álafosskórsins er Úlfhildur Geirsdóttir. Þjóðleikhúsið: Dafnis og Klói í síðasta sinn Aðalfundur Húnvetninga- félagsins í Reykjavík AÐALFUNDUR Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík verður haldinn á morgun, sunnudag, í húsi félags- ins að Skeifunni 17, 3. hæð og hefst hann kl. 15. Á fundinum munu fara fram venjuleg aðal- fundarstörf og lagabreytingar. Nýir félagar eru sérstaklega boðn- ir velkomnir. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í myndatexta með frétt um sam- einingu tveggja jarðboranafyrir- tækja stóð að Karl Ragnars væri forstjóri Orkustofnunar. Það er ekki rétt, hann er forstjóri Jarð- borana ríkisins. INNLENT BALLETTINN Dafnis og Klói verð- ur sýndur í Þjóðleikhúsinu í síðasta sinn á morgun, sunnudaginn 12. maí. Höfundur verksins og stjórn- andi uppfærslunnar er Nanna Ólafsdóttir. Tónlistin er eftir Maurice Ravel. Leiksagan er eftir Nönnu og Sigurjón Jóhannsson og er hún byggð á samnefndri ástar- sögu eftir Longus. Sigurjón gerði ennfremur leikmynd og búninga. Með helstu hlutverk fara Einar Sveinn Þórðarson, Helena Jó- hannsdóttir, Katrín Hall, Auður Bjarnadóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir og Guðmunda Jóhannesdóttir. Dafnis og Klói er fyrsti heils- kvöldsballettinn sem islenskur danshöfundur semur. (ílr MtUtilkyuiiigv) jtnmaEsnnE GERIR GÓÐAN BÍL BETRI! Þaö er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggi þitt og þinna settu BRIDGESTONE undir bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23, Sími 81299

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.