Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 45
Aðalfundur KEA: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985 45 20 millj. kr. hagnaður - öllu föstu starfsfólki greidd 3 þús. kr. aukalaun AÐALFUNDUR Kauplélags Eyfirðinga var haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri dagana 3. og 4. maí sl. Mæting var mjög góð á fundmum, en alls komu 247 fulltrúar af 262. Það kom fram á fundinum að árið 1984 telst til hagfelldra rckstrarára í sögu félagsins. Afkoma þess var tiltölulega góð og efnahagur traustur. Mikil aukning veröbólgu síðari hluta ársins, þvert ofan í gerðar áætlanir, setti þó strik í reikninginn og ruglaði áætlanir. Fjárbinding í félaginu varð því meiri en ætlað hafði verið, greiðslustaða ýmissa viðskipta- vina varð erfiðari en ella og skuldir þeirra við félagið jukust. Allt þetta olli nokkrum erfiðleikum. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórn- arformaður félagsins, setti fund- inn og flutti skýrslu stjórnar. Sið- an fjallaði Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri ýtarlega um rekstur og stöðu félagsins. Sagði hann að nú ríkti að ýmsu leyti erf- itt ástand í atvinnurekstri á ís- landi. Kaupfélag Eyfirðinga yrði vissulega vart við þessa erfiðleika, en þrátt fyrir það væri reiknisleg afkoma þess viðunandi miðað við aðstæður. Kaupfélagsstjóri sagði að gott tíðarfar á síðasta ári hefði vissulega haft sitt að segja. Þann- ig jókst mjólkurframleiðslan lítil- lega þrátt fyrir minni notkun kjarnfóðurs. Eftir að hafa rætt um vöruskiptajöfnuð landsmanna sagði kaupfélagsstjóri að það væri vissulega áhyggjuefni að halli á viðskiptum við útlönd leiddi til áframhaldandi skuldasöfnunar landsmanna. Greiðslubyrði af er- lendum lánum er megniorsök versnandi lífskjara á íslandi, sagði kaupfélagsstjóri. Heildarvelta félagsins að af- urðareikningum meðtöldum var 2.723 mkr. á árinu 1984 og hafði aukist um 27% í krónutölu frá 1983. Er veltuaukningin því nokk- urn veginn í samræmi við verð- bólguþróun. Að samstarfsfyrir- tækjum meðtöldum var veltan 1984, 3.427,4 mkr. Laun og launa- tengd gjöld í aðalrekstri og af- urðareikningum hækkuðu að með- altali um 26% milli ára. Beinar launagreiðslur hjá KEA námu rösklega 289 mkr. á síðasta ári og að samstarfsfyrirtækjum með- töldum tæpum 400 mkr. Fjöldi ársstarfa hjá KEA miðað við slysatryggðar vinnuvikur var 1.018, en 1.277 að samstarfsfyrir- tækjum meðtöldum. Þess má geta að nýtt fyrirtæki, Sðltunarfélag Dalvíkur hf., bættist í hóp sam- starfsfyrirtækja á árinu 1984. KEA er áfram iangstærsti launa- greiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu og einn stærsti launagreiðandi landsins. Á árinu 1984 innheimti félagið söluskatt fyrir hið opin- bera að fjárhæð 80,4 mkr. fullu reiknuð gengisálög og verð- bætur á aðfengið lánsfé, en einnig færð tekjufærsla að fjárhæð 33,5 mkr. Aukaafskrift vörubirgða hef- ur verið hækkuð um 11,5 mkr., all- ar venjulegar fyrningar reiknaðar að fullu eftir ákvæðum skattalaga og ófrádráttarbær opinber gjöld að fjárhæð 4,1 mkr. skulduð á reksturinn. Fjármunamyndun í heildarrekstrinum, án samstarfs- fyrirtækja, var 124,0 mkr, en var 110,9 mkr. á árinu 1983. Efnahag- ur félagsins í árslok 1984 er traustur eins og áður. Eigið fé og stofnsjóðir voru í árslok 887,3 mkr. og hafði aukist um 31% frá árslokum 1983. Hlutfall eigið fjár og stofnsjóða í árslok 1984 var 44,1% af niðurstöðu efnahags- reiknings, en var 44,9% í árslok 1983. Veltufjárhlutfall í árslok 1984 var 1,27 en var 1,31 í árslok 1983. Greiðslustaðan er því ívið þrengri en áður. Fjárfestingar á árinu 1984 urðu samtals 62,5 mkr. og má því segja að fjárfestingar hafi orðið all- miklar. Fjárfrekustu framkvæmd- irnar voru vegna nýs verslunar- húss á Dalvík tæpar 7 mkr., vegna Mjólkursamlags KEA 8,7 mkr., vegna Kornhlöðu á Akureyri 7,2 mkr. og vegna þvottahúss 5,3 mkr. Þess má geta að auk eigin fjár- festinga félagsins voru fjárfest- ingar Efnaverksmiðjunnar Sjafn- ar um það bil 30 mkr. og til upp- byggingar Hótel KEA á vegum Hafnarstrætis 87—89 hf. var varið 22 mkr. á árinu. Til fjárfestinga félagsins fengust ný langtímalán að fjárhæð 52 mkr. en afborganir af eldri lánum voru 38 mkr. Nettó aukning langtímalána var því að- eins um það bil 14 mkr. Stofnsjóð- ir félagsmanna og samlagsmanna í Mjólkursamlaginu hækkuðu hins vegar samtals um rúmlega 15 mkr., og Innlánsdeild félagsins hækkaði um rúmlega 12 mkr. Þeg- ar á heildina er litið fékkst því verulegt fjármagn til fjárfestinga og framkvæmda þannig að þær lögðust ekki með óeðlilegum þunga á greiðslustöðu félagsins. stofnsjóð og reikninga félags- manna þannig að i reikninga þeirra færast 4% af úttekt þeirra í Stjörnu-Apóteki 1984 og mis- munur leggst í stofnsjóð félags- manna í hlutfalli við ágóðaskyld viðskipti þeirra á árinu 1984. Reiknaðir verði viðbótarvextir af innistæðum í almennum stofn- sjóði á árinu 1984 kr. 1.250.000. Framlag til eflingar lífeyrissjóðs KEA verður 2 mkr. og til Menn- ingarsjóðs KEA 1 mkr. Á fundingum var greint frá því að á stjórnarfundi fyrir skömmu hefði kaupfélagsstjóri lagt til að öllu starfsfólki, sem hefur verið í föstu og samfelldu starfi frá síð- asta aðalfundi og er það enn, verði greidd aukalaun að fjárhæð 3 þús- und krónur. Stjórnin samþykkti tillöguna. í skýrslu stjórnar Menningar- sjóðs KEA kom fram að nýlega var ákveðið að úthluta styrkjum að fjárhæð samtals 375 þús. kr. til ýmiss konar menningar- og fé- lagsstarfsemi á félagssvæði KEA. Á aðalfundir KEA flutti Val- gerður Sverrisdóttir húsfreyja framsögu um sérmál fundarins, þátttöku kvenna í samvinnuhreyf- ingunni. Þá voru samþykktar nokkrar breytingar á samþykkt- um félagsins. Að kvöldi fyrri fundardags og í tilefni af ári æskunnar bauð félag- ið fulltrúum og gestum þeirra á hljómleika í íþróttahöllinni. Hljómsveit Jakobs Magnússonar auk Valgeirs Guðjónssonar lék fyrir um það bil 1500 áheyrendur, aðallega æskufólk. Úr stjórn KEA áttu að ganga Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri og Sigurður Jósepsson bóndi. Gísli gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stjóm voru kosin Sigurður Jósepsson og Guðríður Eiríksdóttir kennari. Ragnar Steinbergsson lögfræðingur var endurkjörinn aðalendurskoðandi og Steingrímur Bemharðsson fyrrverandi bankastjóri var end- urkjörinn aðalendurskoðandi Báð- ir til tveggja ára. Jóhannes Sig- valdason tilraunastjóri var endur- kjörinn í stjórn Menningarsjóðs KEA til þriggja ára. Þá voru kjörnir tuttugu fulltrúar á aðal- fund Sambandsins, sem haldinn verður á Bifröst í Borgarfirði í byrjun júni. (FrétUtilkynning fri KEA) Jónas Ingimundarson leiðbeinir nemanda. Morgunbl»fti»/ólmfur Egilsstaðir: Jónas Ingimundar- son leiðbeinir verð- andi píanóleikurum FfihntiWlwm S. mai. TÓNSKÓLl Fljótsdaishéraðs gekkst fyrir námskeiði í píanóleik nú um helgina undir handleiðslu Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara. Þátttakendur voru um 20 bæði af Héraði og úr fjörðum, Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, og frá Nes- kaupstað. Að sögn Magnúsar Magnússon- ar, skólastjóra Tónskóla Fljóts- dalshéraðs, er námskeið sem þetta nýmæli í starfsemi skólans — en svipuð námskeið eru tíðum haldin í skólum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og Akureyri. Fyrir skömmu Ieiðbeindi Jónas einmitt á einu slíku námskeiði við Tónlistarskóla Akureyrar. Að sögn Magnúsar er það afar mikilvægt fyrir tónskóla úti á landsbyggðinni að efna til slíkra námskeiða svo að nýir straumar megi berast inn í skólastarfið og ný viðhorf og þannig hamla gegn hugsanlegri stöðnun í starfi skól- anna. Þeir þátttakendur sem tíðinda- maður Mbl. náði tali af virtust á einu máli um mikilvægi sliks námskeiðahalds og létu í ljós von um að slík námskeið verði fram- vegis fastur liður í starfi tónskól- anna hér eystra. í lok námskeiðsins hélt Jónas Ingimundarson stutta einleikstón- leika fyrir þátttakendur. Þar lék hann m.a. af fingrum fram sjald- heyrð píanóverk eftir Haydn og Hessler auk þekktra verka eftir Beethoven og Bach. — Ólafur Norræna húsið: Fundur um friðarmál FUNDUR verður haldinn á morgun, 12. maí, í Norræna húsinu og verður fundurinn helgaður minningu Henry Dunant og Alþjóðadegi Rauða kross- ins sem var 8. maí. Fundurinn ber yfirskriftina „Friður — Stund milli striða eða varanlegt ástand", og hefst hann klukkan 13.30. Verða þar flutt er- indi um friðarmál. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Hildigunnur Ólafsdóttir, Björn Björnsson, Magnús T. ólafsson, Guðrún Agn- arsdóttir og Björn Friðfinnsson.' Þá verður sýnd kvikmynd sem Al- þjóðaráð Rauða krossins hefur látið gera um ógnir styrjalda. Auk þess verða umræður. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 17.30 en hann er öllum opinn. Rekstrarreikningur ársins 1984 sýnir hagnað að fjárhæð 20,9 mkr. og hafa þá verið færð til gjalda að Samþykkt var tillaga stjórnar um tekjuafgang, en hún felur m.a. í sér að 4 mkr. endurgreiðast í Samband felenskra sveitarfélaga: Námskeiðum um meðferð barnaverndarmála nýlokið SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur á undanfornum mánuðum haldið námskeið um meðferð barnaverndarmála fyrir fólk sem starfar í barna- verndarnefndum og félagsmálastofnunum. AIIs hafa verið haldin fjögur námskeið og voru þátttakendur samtals 94. Á námskeiðinu voru flutt fjöl- mörg erindi um ýmis mál tengd barnavernd. Björn Líndal formaður Barnaverndarráðs íslands fjallaði um yfirlit um lögboðin verkefni barnaverndaryfirvalda, Helga Hannesdóttir barnageðlæknir á Geðdeild Barnaspítala Hringsins greindi frá athugun á tengslum barna við foreldra, Drífa Pálsdóttir deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu fjallaði um forsjá barna við skilnað foreldra ásamt könnun á helstu þáttum er taka ber tillit til við ákvörðun forsjár, Dögg Páls- dóttir formaður Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur fjallaði um gerð umsagnar í forsjármáli og var með verkefni, Guðrún Erlendsdótt- ir dósent við Lagadeild Háskóla ís- lands fjallaði um meðferð úrskurð- armála hjá barnaverndarnefndum og Svandís Skúladóttir deildar- stjóri f menntamálaráðuneytinu flutti erindi um skipulag dagvist- armála — hlutverk barnaverndar- yfirvalda. Þá var starfsemi Geðdeildar Barnaspítala Hringsins, Unglinga- heimilis ríkisins og Kvikmyndaeft- irlits ríkisins kynnt. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og ffkniefnum dagana 20,—21. maf nk. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR SamKv.:Din 2440-B.S.1387 oOO°o°o o O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA^ rM .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.