Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 53
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAf 1985 53 sjötta áratugnum tók Einar virk- an þátt í félagslegu starfi fram- sóknarfélaganna í Kópavogi og tjáð hefur hann mér að áhugi fyrir félagsmálum hafi vaknað hjá sér strax á fyrstu skólaárunum og hafi ekki yfirgefið sig síðan í þau rúm 30 ár sem hann hefur varið til félagslegra starfa. Frá árinu 1955 hefur Einar ver- ið opinber starfsmaður, í vínbúð ÁVR sem staðsett var í Nýborg við Skúlagötu. Man ég hann fyrst innan við afgreiðsluborðið, þá var þar verzlunarstjóri Ólafur Sveinsson faðir Einars sem marg- ir muna frá þeim tíma. Seinna var búðin flutt á Lindargötu 46, þar hefur Einar verið útsölustjóri síð- an. Sú breyting hefur orðið á heiti stofnunarinnar að nú er skamm- stafað heiti hennar ÁTVR. Snemma eftir að Einar gerðist ríkisstarfsmaður hóf hann af- skipti til hagsbóta fyrir opinbera starfsmenn og þá innan SFR. Við formannsstarfi í þvi félagi tók hann 1969 en hefur setið í stjórn frá 1960. Hann hefur einnig frá svipuðum tíma verið í aðalstjórn heildarsamtakanna. Starfs- mannafélag rikisstofnana er fjöl- mennasta félagið innan BSRB, mikil fjölgun og stóraukin umsvif hafa þar orðið í stjórnartið núver- andi formanns. Ekki væri þó rétt- látt að geta þess ekki að sam- starfsfólk á skrifstofu hefur veitt honum dyggan stuðning með fráb- ærri þjónustu við félaga innan SFR, við lausn margþættra verk- efna. Hið sama má einnig segja um samstarfsmenn i stjórn, þó hann hafi verið við stjórnvölin þá hafa ræðararnir fylgt vel á eftir. Hér er notað líkingamál sem ég vona að skiljist. Ekki veit ég hvort það er rétt, en mér hefur oft fundist tími sá sem Einar hefur varið til félags- legra starfa vera það mikill að naumast gæti verið um afgang að ræða til annarra viðfangsefna. Þvi er þó á annan veg farið, því þau eru að verulegu leyti unnin sem aukastörf. Ef við athugum nánar hvað hér er átt við og hyggjum að þeim margþætta verkefnalista sem oft bíður úrlausnar og ekki má dragast að sé sinnt, er rétt að gera sér grein fyrir hver störfin eru. Einar hefur verið í samninga- nefnd fyrir hönd síns félags og þá sem slíkur í forystuhlutverki. Komið hefur í hans hlut að eiga mikinn þátt í mótun kröfugerðar þegar samningar hafa verið endurnýjaðir. Oft tel ég að á það hafi reynt þegar sótt hafa verið mál og varin til hagsbótar félög- unum. Að lagni hans við að mæta hinum ólíklegustu sjónarmiðum hafi orðið til þess að sættir náð- ust. í samninganefnd fyrir heild- arsamtök opinberra starfsmanna hefur Einar einnig átt sæti og átt góðan hlut að stefnumótun þegar samið hefur verið við ríkisvaldið. Ferðir út á land til að kynna gerða samninga og vinna þeim fylgi hafa oft fallið í hans hlut. Vinnustaða- fundir með þátttöku hans voru al- gengir. Þátttaka í ráðstefnum, seta á bandalagsþingum þar sem þörfustu mál voru tekin til með- ferðar til hagsbóta félögunum. Viðtöl og greinar sem varða heill félaganna bæði í dagblöðum og Félagstíðindum, sem er fréttablað og hann er ábyrgðarmaður fyrir, hafa stuðlaö að því áliti sem félag- ið nýtur. Allt þetta sem hér hefur verið á minnst á að þoka okkur til þeirrar áttar að búa börnum okkar betra þjóðfélag og niðjum okkar aðgengilegri lífskjör. Einar er ágætlega ritfær og á mjög auð- velt með að koma skoðunum sín- um á framfæri. En fyrst og síðast er hann góður félagi og leiðbein- andi. Við Einar eigum nálega jafn langan starfstíma að baki hjá þeirri stofnun sem við vinnum hjá, allan þann tíma höfum við þekkst. Þó hafa þau kynni aukist við sam- starf að félagslegum áhugamál- um. Ekki síst á meðan ég átti hlut að félagsstarfi innan SFR. Frá þeim árum á ég ljúfar minningar og margar Einari tengdar. Þær eru ennfremur hvati að því að þessi örstutta afmæliskveðja er til orðin. Þess bið ég ykkur sem þessar línur lesið að íhuga að í stuttri afmælisgrein sem þessari verður ekki gerð nein fullnaðarúttekt á þeim verkefnum sem Einar ólafs- son hefur fengist við á 60 ára lífs- ferli enda aldrei ætlunin, svo margþætt eru þau. Arður af unn- um verkum skilar sér til þeirra sem á eftir koma og þeir njóta þess sem vel er gert og læra af. Ekki er ég viss um að afmælis- barnið kunni mér neinar þakkir fyrir sumt af því sem hér er tíund- að. Um það þýðir ekki að fást, mín er sökin. Helgasta vé húsbóndans er heimilið, eiginkona, börn og skyldulið. Þar er Einar hamingju- samur, þar er stormahlé frá eril- sömum störfum. í dag eiga áreið- anlega margir eftir að heimsækja Einar og með hlýju handtaki inn- sigla heillaóskir sínar. Ég flyt þér, Einar, á þessum merkis- og ham- ingjudegi og fjölskyldunni allri heilla- og árnaðaróskir í tilefni dagsins. Lifðu heill. Úlfar Þorsteinsson Snyrtistofan Mandý flutt í nýtt húsnæði SNYRTISTOFAN Mandý sem var til húsa í Þingholtsstræti 1, hefur nú flutt sig um set á Laugaveg 15. Eigandi stofunnar er Guðbjörg Þorsteinsdóttir en hjá henni starfa einnig Bára Benedikts snyrtisérfræðingur og Þórhalla Ágústsdóttir, sem er við nám í snyrtifræði. Á stofunni er veitt öll almenn snyrting, andlitsböð, húðhreinsun, handsnyrting, litanir, vaxmeðferð á andlit og fætur, „make up“ og einnig eru á stofunni ljósabekkir. Morgunblaðið/Bjarni Frá vinstri: Þórhalla Ágústsdóttir og Bára Benediktsdóttir en sitjandi er eigandi stofunnar, Guðbjörg Þorsteinsdóttir. AÐGÆSLA pJl 1 — VÖRN GEGN VÁ LMJ LRS UMSJÓN: LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Brunií heima- húsum Húsgögn Mestur hluti innbús er úr tré, plasti og taui. Þetta eru efni sem brenna vel. Slíkan bruna er vel hægt að slökkva með vatni. Gardínur eru rifnar niður, eldur- inn troðinn niður og svo er slökkt á eftir með vatni. Hægt er að slökkva í hægindastól- um og sófum með vatni. Gott getur veríð að dempa eldinn með teppi og slökkva svo í glóðunum með vatni. Úðakanna/garðkanna getur komið að góðum notum. Best er að sjálfsögðu að hafa vatnsslöngu til taks nálægt krana. Hana er hægt að tengja á nokkrum sekúndum og þá verður hún gott slökkvitæki. Rafmagns- tæki Ef kviknar í þvottavél, sjónvarpi eða öðrum rafmagnstækjum á fyrst að rjúfa rafstrauminn og taka tækið úr sambandi, ef hægt er. Kæfið eldinn með teppi eða yfir- höfn. Athugið, að myndlampi í sjónvarpi getur sprungið, standið því aldrei fyrir framan brennandi sjónvarp. Best er að rjúfa straum með því að taka öryggi úr sambandi. Notið aldrei vatn við að slökkva eld í rafmagnstækjum. Það er lífshættulegt, þar sem vatn leiðir straum. Best væri að hafa til taks brunateppi, duftslökkvitæki eða kolsýrutæki. Feiti á pönnu eða í djúp- steikingar- potti Fyrst er að slökkva á hitcnum. Leggið lok yfir pottinn eða pönn- una. Lokið þarf að ná út fyrir kant- ana. Látið það liggja á, þar til olían eða feitin er orðin köld. Rakt, sam- anbrotið handklæði er einnig hægt að nota. Færið aldrei brennandi pott eða pönnu til, því mjög auð- velt er að brenna sig á þeim og þá eykst bættan á að missa þau. Notið aldrei vatn til að slökkva í brennandi feiti. Við það getur orðið gufusprenging og eldur- inn breiðist þá ÚL Kvikmyndasýningar í veitingahúsi f veitingahúsinu Ríó, Smiðjuvegi 1, Kópavogi, hefur verið opnuð bjórkrá, sem er opin sunnudaga— fimmtudaga kl. 18.00—1.00. Þar er boðið upp á létta rétti ásamt víni og bjórlíki. Sömu kvöld geta gestir horft á bió eftir kl. 21.00 í aðalsal húss- ins og haft með sér veitingar { sal. Nú er sýnd þar myndin „Villt veisla" með Peter Sellers. Jafnframt er bjórkráin opin föstudaga og laugardaga kl. 18.00-3.00. Föstudaga og laugardaga eru dansleikir frá kl. 22.00—3.00. Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir dansi. (Frétuuikynniiis)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.