Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
Stefnumót við leikinn
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
— Öll list er í eðli sínu leikur.
I myndlistinni er það leikur-
inn við form, liti og skapandi
kenndir, sem ræður ferðinni, og
hér eru gerandanum settar
strangar reglur, sem ekki má
bregða útaf. Hver einasti leikur,
hversu litilfjörlegur sem hann
er, markast þannig af ákveðnum
grunnhugmyndum og reglum.
Þessa er hollt að minnast í huga-
takaruglingi nútímans, þegar
leikurinn er orðinn að tiigangs-
lausu sprelli og frelsið að sjálfs-
linku og agaleysi.
Við getum ekki brugðið út af
leikreglum skáktaflsins né
knattleiksins, en hins vegar get-
um við æst leikinn og fullkomn-
að frelsið með því að auka við
okkur kunnáttu og leikni.
Hér gildir sem fyrr að fara að
hlutunum undir réttum for-
merkjum, og þó getur það tekið
langan tíma að uppgötva þessi
einföldu sannindi — meðtaka
þau af lífi og sál.
Leikreglurnar fylgja þannig
hverjum leik eins og skugginn,
hvert svo sem viðfangsefnið er
og hvernig sem viðkomandi með-
höndlar það.
— Allt þetta kemur fram í
myndverkum Tryggva Ólafssonar
sem fram til 27. maí sýnir 41
málverk og klippimyndir í húsa-
kynnum Listasafns ASÍ.
Hann hefur ekki aðeins með-
tekið þessi sannindi, heldur gert
sjálfan leikinn að viðfangsefni
sínu með samtvinnuðum hugs-
anatenglsum milli manns og
náttúru.
Tryggvi tekur til hvers konar
hluti úr umhverfinu til meðferð-
ar og býr til úr þeim ýmis tákn,
er rekast hvert inn í annað og
hræra við hugarflugi skoðand-
ans. Þessi einföldu tákn geta
fyrir sumt minnt á fyrstu til-
raunir manna til sjálfstjáningar,
sem varðveittar eru, en þau eru
heimfærð á nútímann, neyzlu-
og tækniþjóðfélagið andspænis
grómögnum náttúrunnar. Hraða
þotualdar andspænis kyrrð og ró
eilífðarinnar.
Hér er þannig um að ræða
túlkun Tryggva Ólafssonar á
tímunum, sem hann lifir á og
samsemd hans með þeim, og þó
að hann sé ekki einn um að velja
þessa leið, þá hefur hann smám
saman þróað með sér myndmál,
sem er hans eigið.
Tryggvi er einn af þeim mynd-
verkasmiðum, sem margvinnur
úr hverri hugmynd, og nostrar
við hana. Hugmyndirnar tylla
með öðrum orðum ekki rétt tá á
vinnustofu hans, svo sem
margra nútímalistamanna, held-
ur eru komnar til dvalar og gerj-
unar.
Slík vinnubrögð eru ekki endu-
tekningar né afturhvarf, þótt
ýmsum virðist svo, heldur rann-
sókn á möguleikum myndflatar-
ins innan afmarkaðs sviðs.
Mörg myndtákna Tryggva á
sýningunni í Listasafni ASÍ eru
okkur því gamalkunn, en út-
færslan um margt önnur, og á
það einkum við nýjustu myndir
hans, sem málaðar eru á þessu
ári. Við sjáum þessa glögg merki
í tveim ólíkum myndum eins og
„Sumar“ (37), sem í raun er mál-
uð á sl. ári, svo og í myndinni Þel
(26), sem listamaðurinn lauk við
í ár. Þessar myndir virðast í ein-
faldleika sínum marka nokkur
kaflaskil í myndhugsun Tryggva,
því að nú þrengja sér fram stór
og einföld form í nær óhlutlægri
útfærslu. Ber hér að nefna
myndirnar „Ból“ (14), „Nótt“
(17) og „Bölti“ (29).
Þá ber einnig að vísa til ein-
faldra mynda eins og „Svið“ (6),
„Gálkn“ (20), „Fold“ (27 og „Vor“
(49). Allar þessar myndir benda
til einföldunar í list Tryggva,
sem er í senn áhugaverð og gefur
fyrirheit.
Skýr myndhugsun, stór form
og þróaðir lithljómar virðast
þannig vera þau viðfangsefni, er
taka hug Tryggva Ólafssonar
allan, er hér er komið.
Gullastokkurinn hefur að
nokkru leyti fengið að vera í
friði um stund, en í stað þess er
sviðið orðið að vettvangi ein-
faldleikans og leiksins við hann.
Leiksins við einfaldleikann í
öllu sinu veldi.
TERHI BÁTAR
TERHI 440 sá stóri í Terhi-bátafjölskyldunni.
Lengd 4,40 m. Breidd 1,75 m.
TERHI 385 Lengd: 3,80 m. Breidd: 1,50 m. Þyngd 96 kg.
TERHI 245 Lengd: 2,40 m.
Breidd: 1,25 m. Þyngd: 40
kg.
Viö bjóðum hina vinsælu Terhi
báta í mörgum stærðum og gerö-
um. Terhi bátarnir eru allir tvöfald-
ir og fylltir á milli laga með Polyur-
ethan, sem veitir aukið öryggi og
meiri styrk. Terhi bátarnir eru við-
urkenndir af Siglingamálastofnun
ríkisins.
_ Bátar til afgreiðslu strax.
ínfjT Vélar & Tæki hf.
Tryggvagat a 10.
Símar 21286 og 21460.
TERHI 405 Lengd: 4,00 m.
Breidd 1,65 m. Þyngd: 136
kg-
Viöskiptavinir athugiö!
Viö erum fluttir á Fífuhvammsveg
í Kópavogi
Símar: 641199
641190
v/Fífuhvammsveg — Pósthólf 177 — 202 Kópavogur — Nnr. 8126—4546
VEL KLÆDD
SÍMASKRÁ
alltaf sem ný í kápunní
frá Múlalundi
Engri bók er flett jafnmikið og símaskránni.
Hún þarf því að eiga góða yfirhöfn svo hún
losni ekkí úr böndunum og verði illa til reika.
í hlífðarkápunni frá Múlalundi, vinnustofu
SÍBS, er símaskráin vel varin!
Fæst í öllum helstu bóka- og ritfangaverslunum landsins
Mulalundur, Hátúni 10 C, Símar: 38450 38401