Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 16
200* f a m- * r *JTTr> rvrri rrra>f rxm a T0T/nnar»/r 16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Nokkrir Dásamlegir kroppar Má bjóða yður uppí flassdans? Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Dásamlegir kroppar („Heavenly Bodies") ☆ Leikstjóri: Lawrence Dane. Hand- rit: Dane og Ron Base. Kvik- myndataka: Tom Burstyn. Kór- eógrafía: Paul Hoffert. Tónlist m.a. eftir The Dazz Band, Cheryl Lynn, Bonnie Pointer, Sparks, The Tubes, o.fl. Aðalhlutverk: Cynthia Dale, Richard Reberie, Laura Henry. Bandarísk, frí RSI., dreif- ing: PSO. Frumsýnd á þessu ári. Það er í rauninni sárafátt að segja af þessu nýjasta „Flash- dance“-afsprengi, nema það fylg- ir formúlunni dyggilega eftir. Nokkrir englakroppar opna dansstúdíó sem verður rokvin- sælt á örskömmum tíma — hvað annað? Og nýjustu dansarnir og diskótónlistin flæðir yfir áheyr- endur, við mikla lukku ung- mennanna í hópnum. Þá kemur að vandasömum einkamálum prímadonnunnar, hún á sumsé barnunga, nei ann- ars, það er ekki heiðarlegt að fara meira útí þá sálma, drama- tíkin er nefnilega á álíka háu plani og í sveitarómönunum sem rak stundum uppí hendurnar á manni í æsku. Bnda er hún aukaatriði, Dásamlegir kroppar, og systur hennar allar eru nefni- lega „dansa- og söngvamynd" núdagsins. Nú, samkvæmt uppskriftinni þá þurfa þessar myndir allar að enda með einhverri æsilegri keppni, líkt og marghleypu- uppgjörin í vestrunum. Að þessu sinni er það maraþonkeppni i heljarskaki. Dásamlegir kroppar, er hvorki betri né verri vitleysa en forver- ar hennar í nálægri og fjarlægri fortíð. Dansararnir kattliðugir, kóreógrafían oft býsna lagleg. Og kropparnir maður! Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Senn fer starfsári sinfóníunn- ar að ljúka en tvennir tónleikar eru eftir og þá mun hljómsveitin fara í tónleikaferðalag til Aust- fjarða og siðan verður haldið til Frakklands i boði franska menntamálaráðuneytisins. Tón- leikarnir voru að þessu sinni fransk-íslenskir en þar var flutt tónlist eft.ir Bizet, Milhaud, Rav- el og Áskel Másson. Tónleikarnir hófust á Sinfóníu eftir Bizet, er hann samdi þá hann var nýlega orðinn sautján ára. Bizet er fæddur 25. október og hóf að semja þessa sína fyrstu sinfóníu 29. október og lauk henni á mán- uði. Verkið er fallegt og elsku- legt og ágætt sinfónískt verk. Það er því í raun furðulegt að Bizet sjálfur mun hafa talið sig óhæfan til að fást við gerð sin- fónískra verka og áleit sig eiga meira erindi við leikhústónlist. Verkið var fallega leikið og sér- staka athygli vakti leikur óbóist- anna í hæga kaflanum. Annað verkið á efnisskránni var konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit eftir Ás- kel Másson. Því hefur oft erið haldið fram að tónskáld komist ekki lengra í tónsköpun en geta hans á hljóðfæri leyfi og því þurfi tónskáld að vera ekki minna en „virtúós" á sitt hljóð- færi. Bent hefur verið á að öll helstu tónskáld sögunnar hafi verið í það minnsta góðir hljóð- færaleikarar og margir hverjir í hópi mestu hljóðfærasnillinga. í raun sannast þetta á Áskeli Mássyni, því hann er, svo sem vel má muna, snillingur á trommur, enda finnur einleikar- Roger Carlsson inn Roger Carlsson þarna eitt- hvað til að vinna úr með snilldartækni sinni. Konsert- þáttur Áskels heldur athygli hlustenda og það er vaxandi spenna í verkinu til enda. Það skiptir mestu máli að þetta sér- kennilega verk er alvarleg tón- smíð og sinfónísk að gerð. Kon- sert fyrir marimba, vfbrafón og hljómsveit eftir Milhaud er fremur leiðinleg tónsmíð en var mjög vel leikin af slagverkssnill- ingnum Roger Carlsson. Síðasta verkið á tónleikunum var „La Valse“ eftir Ravel. Þessi tónsmíð nýtur mikillar frægðar og er meistaralega vel rituð fyrir hljómsveit. Flutningur verksins Áskell Másson var einum of um í styrk, þannig að lokaþátturinn var snemma orðinn mjög sterkur og endaði því verkið á feikna fyrirgangi. Ef leggja á áherslu á vaxandi styrk getur verið nauðsynlegt að halda hljóðstyrknum niðri og gæta vel af því að fara ekki of geyst í að efla styrkinn, því munurinn á veikum leik og sterkum er að miklu leyti afstæður og að ofgera hljóðfærunum getur leitt til þess að hljóðfæraleikari hafi ekki fullt vald á tóngæöum og tónstöðu. Stjórnandi tónleik- anna var Jean-Pierre Jacquillat og var stjórn hans fjörleg og vel passandi við elskulega sinfóní- una eftir Bizet. Æskan fyrr og nú Bókmenntlr Erlendur Jónsson Árið 1897 urðu aldahvörf í ís- lenskum bókmenntum. Einar Benediktsson og Þorsteinn Erl- ingsson sendu frá sér fyrstu bæk- ur. Báðir áttu eftir að hafa drjúg áhrif á skáldskap næstu áratuga, hvor með sínum hætti. Jón Trausti birti fyrstu sögu slna á prenti. Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Þar með fór borgarlíf að taka á sig mynd i höfuðstaðnum. Sama ár hóf barnablaðið Æsk- an göngu sína. Hún hefur komið út síðan, nokkurn veginn óslitið. Ekki veit ég hversu merkileg stofnun þess hefur þótt á sínum tíma. Naumast hefur það verið talið til stórviðburða á menning- arsviðinu. Enda liggur sjaldan i hlutarins eðli hvað telja skuli stórt og hvað smátt á líðandi stund. Það eru afleiðingarnar — eða árangurinn — sem skapar at- burðunum vægi í sögunni. Æskan hefur haft varanleg áhrif á sér- hverja uppvaxandi kynslóð síðan hún hóf göngu sína. Etörn og ungl- ingar hafa jafnan haft á henni dálæti. Ánnars hefði hún ekki lif- að svona lengi. Og dæmi munu um að hún hafi fylgt kynslóðunum í bókstaflegum skilningi: það er að segja að áskriftin hafi ekki rofnað heldur gengið frá foreldrum til barna. Sá er þetta ritar var lesandi Æskunnar á sínum tíma eins og jafnaldrar flestir. Betur hef ég ekki fest í minni nokkurt lesefni. Stundum var ég ósammála ritinu. Það var þegar mér þótti vera pre- dikað niður til min. En yfirleitt bar ég mikið traust til blaðsins. Væri skáld eða listamaður kynnt- ur í blaðinu, svo dæmi sé tekið, þurfti ekki að sökum að spyrja: það jafngilti gæðastimpli sem óhætt væri að reiða sig á! Og aldr- ei hefur rofnað sú tryggð sem maður á sínum tima batt við skáldskap þann sem Æskan kynnti fyrir manni. Skáldin í Æskunni voru og verða góðskáld og snillingar. Grímur Eugilberts var lengi rit- stjóri Æskunnar. Hann jók ritið, bæði að umfangi og útbreiðslu. Hann hefur nú látið af ritstjórn en við hafa tekið Eðvarð Ingólfs- son og Karl Helgason. Þeir segja í ávarpi að sér sé efst i huga »að okkur megi auðnast að halda uppi merki forvera okkar sem allir unnu ágætt starf og gáfu út virt og skemmtilegt blað.« Eðvarð Ingólfsson er sjálfur rit- höfundur, hefur meðal annars sent frá sér unglingabækur, og er sem slíkur á toppnum á vinsælda- listanum. Hann mun þvi vera manna dómbærastur um hvað börn og unglingar vilja lesa. »Vilja« — að sjálfsögðu! Því vilji þau ekki lesa, þé ’ þau ekki. Hægt er að k< „ lullorðnum til að lesa blað eða bók i krafti þess að þar sé á ferðinni merkilegt efni, frægt, viðurkennt, útbreitt eða nauðsynlegt. Engin slik meðmæli duga frammi fyrir börnum. Þau verða sjálf hvert og eitt, að finna veiginn í því sem þau hafa fyrir augum. Eg sé á fyrstu heftunum, sem nýju ritstjórarnir hafa séð um, að þeir ætla að fylgja þeirri forskrift fyrirrennara að birta i Æskunni fleiri en »barnaefni«. Börn þurfa að hafa sinar bókmenntir. Auðvit- að! En að öðru leyti hafa þau sams konar áhugamál og fullorðnir, að- eins með augljósum undantekn- ingum. Þau hafa áhuga á tækni og vísindum ekki síður en fullorðið fólk. Bílar, skip og flugvélar — að tölvunum auðvitað ógleymdum — eiga sér vísan stað í hugum barna. Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að mörg börn hefðu áhuga á árs- reikningum skipafélaga og flugfé- laga. Náttúrunnar ríki er börnum sífellt undrunarefni. Og efni, sem ætlað er fullorðnum i fjölmiðlum, getur allt eins höfðað til barna. Fjölmiðlastjörnur hafa því löng- um vakið forvitni og hrifningu með börnum. Að einu leyti eru lestrarvenjur barna öðruvísi en fullorðinna: Þau geta lesið aftur og aftur það sem þeim þykir skemmtilegt. Þau geta hlustað oft á sömu söguna, jafnvel þótt þau kunni hana nokkurn veg- inn utanbókar. Ennfremur hafa börn — að minnsta kosti eftir að þau fara að stálpast — áhuga á að lesa það sem önnur börn hafa skrifað. Allt er þetta með í dæminu hjá ritstjórum Æskunnar. Þeir leiða fram listamenn og skemmtikrafta sem ætla má að nái til barna og unglinga. Dægurtónlist höfðar sterkar til barna en nokkurra ann- arra. Og því gleyma þeir ekki. Þeir birta bréf frá börnum, víðsvegar að af landinu. Þar með kynnast Grímur Engilberts þau sjónarmiðum hverra annarra frá ólíku umhverfi. Þarna eru myndasögur sem sum börn hafa mikið gaman af. Ennfremur er kynnt fólk sem ætlar að leggja Æskunni lið. Þeirra á meðal er Herdís Egilsdóttir sem skrifar sögur fyrir Æskuna. Við eigum bæði góða og vonda barnabóka- höfunda. Herdís er alveg örugg- lega í fyrrnefnda flokknum. Sög- um hennar fylgja skemmtilegar teikningar í litum. Þorsteinn Mar- elsson er börnum að góðu kunnur, en hann er líka meðal höfunda Æskunnar. Þá eru birt hér viðtöl barna og fullorðinna, skráð af börnum. Þannig koma börnin beint inn í blaðamennskuna. Og skrítlum og bröndurum má ekki gleyma. Þess háttar er ómissandi i sérhverju barnablaði. Felumyndir hafa lengi fylgt Æskunni, kostu- leg dægradvöl! Söfnunaráhuga barna er lika fullnægt, t.d. með frimerkjaþátt- Eðvarð Ingólfsson um. Og vafalaust verður, þegar tímar líða, komið inn á önnur áhugasvið barna. Því þau eru nán- ast óteljandi. Æskan er og þarf að vera speg- ilmynd af þjóðlífinu eins og það blasir við af sjónarhóli lesand- anna á hverjum tíma. Þeim, sem skrifa fyrir bðrn, er meðal annars sá vandi á höndum að rita á hreinu en jafnframt lif- andi máli sem skírskotar vafn- ingalaust til lesendanna. Ungur lesandi mun líta svo á að orð eða orðtak, sem kemur fyrir í Æsk- unni, sé gott og gilt íslenskt mál sem sér sé leyfilegt að nota hvar og hvenær sem er. Nú stendur Æskan á tímamót- um. Ekki á hún heldur mjög langt í aldarafmælið. Enn hefur hún hlutverki að gegna. Ég óska hin- um nýju ritstjórum allrar far- sældar. Þeir fara vel af stað. Von- andi fer framhaldið eftir því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.