Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ1985 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR - eftir Ásgeir Hvítaskáid Að fljúga hærra en mávarnir Þetta sumar rigndi stanslaust í heilan mánuö og allan tímann gat ég ekkert flogið á svifdrekanum mínum. Dag eftir dag var lágskýj- að og þoka á fjallstoppum. En ég ætlaði að fljúga í hinsta sinn áður en ég seldi drekann. Það er víst ekki hægt að vera ungur enda- laust, maður verður að reyna að vera fullorðinn og alvarlegur eins og hinir. Maður á að vinna og vinna, ekki eyða neinum tíma í leikaraskap. Eða, er það ekki. En ég hafði fylgt vini mínum inn í svifdrekaflugið og það hafði tekið langan tíma að læra það. f heilt sumar hljóp ég niður brekkur með drekann á bakinu, datt kylli- flatur og skrámaði mig, en fyrir rest naut ég þess að fljúga eins og mávarnir. Allan þennan vetur beið ég sumarsins en sólin kom aldrei. Og nú var höfuðið orðið þungt og andinn í hjartanu dauf- ur. Einn sunnudaginn var útsynn- ingur þar sem skiptust á skin og skúrir. Það var betra en ekkert. Góður vindur, suðvestanátt. Ég ákvaö að drífa mig upp á fjöll og fljúga til að ná sálinni á loft í hinsta sinn. Kveðja þar með ungdóminn. Eg lagði gamla ameríska bíln- um mínum út í kant sunnan megin við Úlfarsfell í Mosfellssveit, akk- úrat þar sem slóði er upp á fjallið. Þar beið ég strákanna sem voru á jeppa. Losaöi drekann af toppn- um. Ég labbaði spölkorn upp i hlíðina, grasið var döggvað. Fjall- ið var friðsælt. Garg mávanna bergmálaði um brattar hlíðarnar. Hellingur af mávum dóluðu í hangi langt fyrir ofan. Sumir voru rosalega hátt uppi, maður sá bara smá punkt. Þeir nota sama upp- streymið og við svifdrekamenn. Uppstreymið sem myndast þegar fjallshlíðin sveigir vindinn upp á við. Ég furðaði mig á tísti sem kom úr loftinu. Sá þrjá máva sam- an. Mér til furðu uppgötvaði ég að þetta var mávur með tvo unga að kenna þeim að fljúga, þeir tístu án afláts. Vængjatak unganna var skrykkjótt og þeir gátu varla ráðið för sinni. Saman flugu þeir fram í dalinn en allt í einu tók annar unginn á rás undan vindinum, en það getur verið varasamt. Máva- mamman elti ungann sinn garg- andi út úr sér skammaryrðum. Þessa friðsæld sæi ég ekki framar. Stór og hávaðasöm borgin mundi gleypa mig. Brátt sat ég dinglandi f jeppa á leið upp. Sólin sást ekki en það var ekki svo lágskýjað. Við vorum 4 á tveim jeppum með fullt af drekum á toppnum. Er upp kom hófu menn strax að spenna út dreka sína. Jarðvegurinn var grýttur og skarst upp í strigaskóna. Tveir hoppuðu í loftið, hver á eftir öðr- um, því regnský nálgaðist. En á undan rigningunni kemur lyft þvf regnið þrýstir loftinu niður. Og þeir dúndruðust upp. Við Sporti biðum inni í bfl og hlustuðum á rigninguna bylja á blikkþakinu. Það rigndi á drekana okkar þar sem þeir lágu útspenntir á jörð- inni. Minn dreki lyfti öðrum vængendanum aftur og aftur, líkt og hann gæti ekki beðið. Steinn var á nefinu til að halda honum niðri. Við sátum inni í bíl með hjálmana uppi, komnir í harnesið og allt, tilbúnir að hlaupa í loftið. Harnes er búnaður sem gerir manni kleift að vera liggjandi f drekanum og minnka þannig loftmótstöðuna. Annar drekinn hvarf upp í ský. Svo gekk skúrin yfir og sólin skein á jörðina í fjarska. Skýið þaut aftur fyrir fjall og drekinn með en hinn dól- aði fram og aftur þarna f upp- streyminu. Við byrjuðum að gera okkur klára. Einar Sporti ætlaði að halda í vírana hjá mér. En maður þarf hjálp til að komast f loftið, sérstaklega ef það er mikill vind- ur. Svifdrekamenn skilja hvor annan, því enginn nema sá sem hefur flogið í svifdreka veit hvern- ig tilfinning það er. Svifdreka- menn skilja því tilganginn og eru hjálpfúsir. Einn jeppi bættist í hópinn. Bíl- stjórinn var nýbúinn að kaupa sér mjög fullkominn dreka, gulan að lit. En nú var hann með skrekk. Því fyrir skömmu hafði hann ætl- að einn í loftið uppi á Skálafelli og nærri hrapað í hamrana. Þa hafði verið logn, en er hann stóð á brún- inni kom skyndilega bakvindur sem feykti honum fram af. Með snilli sinni náði hann taki á blá- brúninni. Þarna hékk hann meðan vindgusan gekk yfir, með annan vænginn fram af. Stundum kemur eitthvað fyrir, menn brjóta drek- ana í lendingu eða flugtak mis- tekst. En það hafa aldrei orðið nein alvarleg slys. Sennilega vegna þess að þetta er ekki íþrótt ofurhuga, þeir þora þetta ekki. Hér eru yfirleitt menn sem eru mátulega varkárir. Ég gekk út á fjallsbrúnina með drekann spenntan á mig. Sporti hélt í vírana. Vindurinn lyfti und- ir báða vængi og drekinn togaði ólmur í, átti erfitt með að fóta mig í grýttri fjallshlíðinni, sá há- spennuvíra fyrir neðan. Það var langt síðan ég hafði flogið. Fyrir framan var þverhnípi og lengst fyrir neðan var dalur með bæjum hér og þar. Reykjavík beið i fjarska, þungbúin og grámygluleg. Hver taug í líkama mínum var spennt, hjartað hamaðist. „Sleppa,” kallaði ég og Sporti stökk frá. Ég hljóp á móti vindinum og vængirnir fylltust af lofti og ég lyftist upp frá jörðinni. Æðisleg tilfinning. Mesta kikkið er í flug- takinu. Maginn herpist allur sam- an; maður breytist úr manneskju í fugl. Ég lagðist fram í harnesið og nú var ég frjáls. Það var gott lyft og ég sigldi fram og aftur fyrir framan hamrana og mjakaðist hærra og hærra; upp fyrir hamr- ana og enn hærra. Þarna er eng- inn til að trufla mann eða sveigja manns vilja. Maður er einn með drekanum, vindinum og jörðinni. Ég leit út á vænginn til að sjá hvort ekki væri allt í lagi og sá vírana strekkta og seglið þanið. Brátt var ég kominn hærra en hæsti tindur á Úlfarsfelli. Sporti kom í loftið á bláum dreka. Hinn var enn langt fyrir ofan mig, alveg upp undir skýja- botni. Guli billinn minn húkti lengst niðri á vegkantinum, eins og leikfangabíll. En nú horföi ég niður á mávana og sá svört bök þeirra. Stór gulur dreki fór að myndast á jörðinni. En flugmaðurinn hætti alltaf við flugtakið og fór inn í bíl. Lokst hljóp hann i loftið og allt var i góðu. Strákarnir sögðu að ef maður kæmist í gott lyft sem fylgdi regnskúr þá væri möguleiki að láta berast yfir i Esju. En Esj- an er stóri draumurinn. Ég sá hvítt regnský í fjarska sem nálg- aðist. Framundan var dalur og lítil á hlykkjaðist úr Hafravatni. Lengra burtu voru vötn hér og þar. Reykjavík var eins og hrúga af eldspýtustokkum. Breiðholtið eins og legó-land. Tvær skútur dóluðu úti á sundum. Regnskúrin nálgað- ist og ég lyftist hærra. En ég þorði ekki að sveigja undan og stefna á Esjuna. Hún var of langt í burtu. Allt í einu var ég kominn i rign- inguna. Svartir rúskinnshansk- arnir blotnuðu á augabragði. Það draup ur vængjunum og um stund sá ég varla út úr augum. Þessu fylgdi ókyrrð sem kitlaði mann i magann. Brátt var ég kominn inn í ský svo ég rétt greindi jörðina. Skrítið að fljúga þar sem rigning- in myndast. Dropar söfnuðust á vírana. Svo var skúrin gengin yfir. Og viti menn, sólin braust fram. Sko, ef maður bíður nógu lengi, er þol- inmóður og vonar, þá kemur það. Við mér blasti yndisleg sjón. Það glampaði á blaut þökin í Reykja- vik. Það sást upp á Akranes og langar leiðir út eftir Reykjanes- inu, ég sá dimmblá Bláfjöllin og Vífilsfellið sat í hásæti sínu. Fyrir aftan mig var Esjan komin á kaf í ský. Þangað langaði mig ekki; vildi ekki lenda i skýjaskit. Sólargeisl- arnir spegluðust i álrörunum i drekanum. Það kom alveg sérstak- ur ilmur, eins og kemur eftir skúr. Þarna leið ég um loftin blá i uppstreyminu hátt fyrir ofan fjallið og hafði gleymt'öllu nema sjálfum mér. Allt í einu tók ég eftir að hinir allir voru lentir og byrjaðir að pakka saman. Ég ka.ll- aði niður til þeirra og þeir bentu á bílinn minn. Það þýddi að þeir nenntu ekki að bíða eftir mér og ég átti bara að lenda niðri hjá bílnum mínum, þá þyrfti ég ekki að fá far með þeim. Eg var orðinn stirður og kaldur og kominn með verk í bakið. En hvað með það. Þetta var í síðasta sinn. Á lítilli tjörn fyrir neðan sá ég að byrjað var að lægja, sem er vanalegt með kvöldinu. Þá myndi ég missa hæð. Ég vildi nota tækif^rið og fljúga eitthvað, svo ég lagði rólega af stað fram í dal. Brátt var ég yfir bílnum, ennþá i mikilli hæð. Ég tímdi ekki að skrúfa mig niður og lenda. Ákvað að dóla eitthvað niður í dalinn, þó ég þyrfti að burðast með drekann langar leiðir í móum. I dalnum var allt í raf- magnsvírum, en þar var kjarr, hús, hestar, gras og bugðótt á. Það var unaðslegt að líöa þarna yfir, langt fyrir ofan alla f sólskini. Svona vildi ég fljúga endalaust. Ef eitthvað er himnaríki þá var ég þar. Nú var ég kominn langt út úr uppstreyminu svo ég missti hæð Djákni og diplomat „Ungur nemur, gamall temur“, segir máltækiö. f Klerkar ( klfpu er það nánast öfugmæli. Hér eru þeir Ivanovik og Lemmon í aðalhlutverkum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Klerkar i klípu („Mass Appeal") * * Leikstjóri: Glenn Jordan. Fram- leiðendur: Lawrence Turman og David Foster. Handrit: Bill C. Davis, byggt á leikriti hans. Tónlist: Bill Conti. Klipping: John Wright. Kvikmyndataka, (Movielab-litir, Panavision- linsur og tökuvélar); Don Pet- erman. Ráðunautur: Faðir Jos- eph Battaglia. Bandarisk frá Universal, frumsýnd í des. 1984. 99 mín. Þessi óvenjulega mynd, sem byggð er á samnefndu leikriti, fjallar hispurslaust um þá spurningu hver sé skylda prests- ins (að þessu sinni kaþólskur) gagnvart söfnuðinum, sjálfum sér og drottni. Ungur, hugsjóna- ríkur og orðhvatur guðfræði- nemi, Dolson (Zeljko Ivanek), við kaþólskan prestaskóla fellur i ónáð hjá prelátanum (Charles Durning) fyrir hreinskilni sina. Eina leið sér hann þó færa til úrbóta, að koma hinum óstýri- láta nemanda í læri hjá vinsæl- asta og best látna prestinum í nágrenninu, föður Farley (Jack Lemmon). Þeir Farley og Dolson verða strax á öndverðum meiði um hlutverk sálnahirðisins. Farley reynir að sýna hinum óreynda nemanda fram á að presturinn verður fyrst og fremst að vera fær um að ná til safnaðarins og það takist ekki á annan veg bet- ur en að vera hress og skemmti- legur. Hinn ungi husjónamaður vill fylgja bókstafnum. Hversu langt er hægt að víkja frá sann- færingunni? Farley tekst að hemja að nokkru erfitt skap Dolsons, sem hinsvegar tekst að opna væru- kær augu Iærimeistara síns. Farley hefur nefnilega lítið ann- að gert um dagana en að tryggja sér áframhaldandi vinsældir safnaðarins með glaðværð og skemmtilegheitum, en látið myndarinnar. kristilega velferð hans minna máli skipta. Enda fer svo að lok- um að Farley hristir af sér slen- ið og segir loks meiningu sína frammi fyrir sínum viðkvæmu áheyrendum. Meginkostur Klerka í klípu er tvímælalaust sú mannlega hlið sem dregin er upp af hinni geistlegu stétt. Við fáum að sjá þá f óvenjulegu ljósi fást við jarðbundin vandamál og glíma við afstöðu sína til Drottins. Þetta viðkvæma efni er svo sett upp á algjörlega hræsnislausan hátt, dramatiskan jafnt sem skoplegan, f rennandi létt skrif- uðu handriti, þar sem mannúð, kærleikur og gamansemi ráða feröinni. Sjónarmið beggja eiga við rök að styðjast. Fátt fælir meira frá kirkjunni en þurrir og niður- drepandi húmorslausir kenni- menn sem sjá vart út úr augum fyrir drunganum. Hins vegar ber þeim að varast að líta á sig sem einskonar skemmtikraft sem reynir allt hvað hann getur til að halda sig við topp vinsældalist- ans og láta hið andlega leiðtoga- hlutverk sitja á hakanum. Ein- hvers staðar þarna á milli er að finna öndvegisklerkinn. Það er óvenjulétt yfir þessari trúarlegu mynd, það er ekki ein- göngu handriti að þakka, heldur gömlu kempunni Jack Lemmon, sem kann ágætlega við sig í hempu hins jarðbundna og öl- kæra föður Farleys. Zeljko Ivanek, sem stóð sig allvel á dög- unum í The Sender, sýnir hér á sér allt aðra hlið og betri í sfnu þriðja hlutverki. Upprennandi leikari. Og Durning bregst ekki bogalistin frekar en fyrri dag- inn. Tæknilega er myndin í með- allagi, en leikstjórinn, Glenn Jordan, virðist ekki vera búinn að ná sér úr viðjum sjónvarps- ins. Yfirleitt eru trúarlegar mynd- ir alltof hátfðlegar, fráfælandi, líkt og pokaprestar. Því eru myndir eins og Klerkar í klípu, þar sem trúmál eru skoðuð í Íéttu og mannlegu ljósi, einkar velkomnar, ekki sist á þessum siðustu og verstu tfmum þverr- andi trúaráhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.