Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ 1985
Ein alvarlegustu upp-
blásturs- og sandfokssvæði
á Norður- og Vesturlandi
— segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um Eyvindarstaðaheiði
SVEINN Runólfsson landgræóslustjóri segir að mjög alvarlegur uppblástur
og gróðureyðing eigi sér stað á Eyvindarstaðaheiði, afrétti Bólstaðarhlíðar-,
Seylu- og Lýtingsstaðahreppa. Hann segir að þar hafi verið veruleg ofbeit á
undanfornum árum, sem eigi sinn þátt í því að þarna séu alvarlegustu
uppblásturs- og sandfokssvæði á öllu Norður- og Vesturlandi, að Þingeyjar-
sýslum undanskildum. „Það er með öllu óverjandi að ofbeita nú gróflega
viðkvæmt gróðurlendi þegar offramleiðsla er á sauðfjárafurðum og nánast
enginn markaður fyrir hross,“ sagði Sveinn í samtali við Mbl. þegar rætt var
við hann um ítölu heiðarinnar og þá gagnrýni sem hún hefur sætt, m.a. í
viðtali Morgunblaðsins við Pál Dagbjartsson í Varmahlíð sem birtist sl.
flmmtudag.
ítalan eina úrræðið
„Það er alrangt. ftalan er gróð-
urverndaraðgerð og eina lögform-
lega aðgerðin til að ákveða beitar-
þol lands. fbúar Bólstaðarhlíð-
arhrepps kröfðust ítölu þegar þeir
töldu sig ekki ná fram nægjanleg-
um gróðurverndaraðgerðum á
heiðinni," sagði Sveinn þegar
hann var spurður að þvi hvort
ítalan hefði verið sett á Eyvindar-
staðaheiðina til að útiloka hross
af henni, eins og Páll sagði í við-
talinu.
„Það hefur vissulega náðst
verulegur árangur í að létta beit-
arálagi af heiðinni. Samt sem áð-
ur var það samdóma álit ítöl-
unefndarmanna og margra ann-
arra sem skoðuðu heiðina sl.
haust að allt þurrlendi hafi verið
ofbitið þrátt fyrir að þetta hafi
verið eftir mjög gott sumar og
minnsta beitarálag sem verið hef-
ur um árabil. Skagfirðingar voru
ófáanlegir til að iétta beitarálagið
enn frekar og því var ítalan eina
úrræðið.
ftölunni var ekki sérstaklega
beint gegn hrossum. ftölunefnd
getur ákvarðað hlutfallstölu bú-
fjártegunda, sé land einhæft, en
ítölunefnd gerði það ekki i þessu
tilviki. Það er einfaldlega rangt
hjá Páli Dagbjartssyni að lögin
geri ekki upp á milli búfjárteg-
unda. Lög um afréttarmálefni
veita sveitarstjórnum skýlaust
vald til að banna upprekstur
stóðhrossa og það ákváðu almenn-
ur bændafundur í Bólstaðarhlfð-
arhreppi og sveitarstjórn síðast-
liðið surnar."
— Skagfirðingar telja ykkur
ekki hafa heimild til að ákveða
hlutfallið á milli beitar hrossa og
sauðfjár og það liggur í orðum
Páls að of mikið sé gert úr hrossa-
beit i hlutfallstölum ykkar. Er
það rétt?
„Við notuðum upplýsingar frá
fóðurfræðingum Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins, þetta er
ekki neitt sem ítölunefnd hefur
fundið upp á. Hlutfallstölurnar
eru fengnar eftir rannsóknir og
mikla umfjöllun og hafa ekki ver-
ið vefengdar með neinum rökum.
Það er alls ekki hægt að bera
saman fóðurþörf í fóðureiningum,
eins og Páll gerir, á milli einmaga
grasbita eins og hrossa og svo
jórturdýra. Hrossin þurfa miklu
meira fóður miðað við eigin þyngd
(þ.e. á hvert „lifandi kíló“) heldur
en jórturdýr."
Enga samninga á
grundvelli ofbeitar
— Þú er gagnrýndur fyrir að
hafa staðið í vegi fyrir samning-
um, er það rétt? Hvernig gengu
þessir hlutir fyrir sig frá því í
fyrrasumar að deilur um upp-
rekstur á heiðina risu sem hæst?
„Eftir að samningar náðust um
það í fyrrasumar að Skagfirð-
ingar næðu í hrossin á heiðina var
ákveðið að landbúnaðarráðuneyt-
ið léti fara fram umfjöllun um
hrossaupprekstur og ég tel að það
hafi verið gert í vetur. For-
svarsmenn Bólhlfðinga lýstu því
yfir að þeir tækju ekki þátt í
samningaviðræðum fyrr en niður-
stöður ítölu lægju fyrir. Samt sem
áður fóru fram miklar umræður í
ráðuneytinu um möguleika á
Sveinn Runólfsson
lausn á upprekstrarmálunum,
líka fyrir hrossin.
Þegar að samninganefndar-
menn Skagfirðinga, þeir Egill
Bjarnason og Páll Dagbjartsson,
lýstu því yfir að þeir myndu ekki
sætta sig við annað beitarþolsmat
en „Brúnku" (niðurstöður beitar-
þolsrannsókna RALA frá
1983/84) sá ég fram á að Land-
græðslan gæti ekki gengið til
samninga á grundvelli þeirrar
ofbeitar sem þar var gert ráð
fyrir. Ég lýsti því yfir sl. haust að
í „Brúnku“ væri ástand gróðurs á
heiðinni ofmetið og það er rangt
hjá Páli að hafa það eftir ólafi
Dýrmundssyni og Ingva Þor-
steinssyni að „Brúnka" gefi upp
lágmarksbeitarþol. Skýrt var tek-
ið fram að það væru hámarkstöl-
ur og 11. mars sl. gaf RALA upp
til ítölunefndar „raunverulegt
beitarþol á Eyvindarstaðaheiði".
Með fylgja tillögur í fimm liðum
um hvað þyrfti að draga frá þess-
um tölum til að nálgast raunveru-
legt ástand heiðarinnar. Hér er
um að ræða t.d. ójafna dreifingu
búfjár, ójafna nýtingu gróðurs og
mismunandi aðstæður á heiðinni.
Við mátum þetta á 15%. Það er
því beinlínis rangt hjá Páli að
segja að við höfum ekki byggt á
niðurstöðum beitarþolsrannsókna
RALA.
Það er ómaklegt af Agli og Páli
að segja að vinnubrögð ítölu-
nefndar hafi ekki verið fagleg. Við
Ólafur Dýrmundsson höfum ferð-
ast árlega um Eyvindarstaðaheiði
sl. tíu til tólf ár og teljum okkur
hafa fylgst vel með þróun gróð-
urfars síðustu árin. Formaður
ítölunefndar var reyndur og mjög
mætur bóndi, ólafur Magnússon á
Sveinsstöðum, þannig að sjón-
armiö bænda komu fram í störf-
um ítölunefndar.
Hrossin verða þá
æði dýr
Með ítðlunni er ákvarðað heild-
arbeitarálag á heiðina og því
skipt á milli hreppanna eftir eign-
arhlutföllum. Beitinni er ekki
skipt niður á einstakar jarðir. Það
er síðan á valdi sveitarstjórna að
annast framkvæmd itölunnar
samkvæmt lögum þv( beitar-
stjórnun er í höndum heima-
manna.
Nú standa málin þannig að ítal-
an rúmar það sauðfé sem rekið
var á heiðina i fyrra, en ekki
hrossin, ef þannig er litið á málið.
Nú hafa Skagfirðingar marglýst
því yfir að þeir muni reka hrossin
og þá er að sjá hvernig tekst hjá
bændum að minnka upprekstur
sauðfjár á heiðina, en vitað er að
margir bændur eru ekkert
spenntir fyrir því.“
— Eigið þið eitthvað með að
bjóða samninga nú þegar ítalan
hefur verið birt?
„Páll vefengir það að Land-
græðslan hafi rétt til að semja,
núna þegar ítalan er komin fram.
Ég vil benda á það að Land-
græðslan fer með yfirstjórn beit-
armála og gróðureftirlit í landinu.
Það er heldur ekki verið að tala
um að semja um einhver frávik
frá itölunni, heldur um það hvað
uppgræðslan vegna Blönduvirkj-
unar geti borið. Þar sem upp-
græðslunni er ætlað að koma í
stað lands sem fer undir vatn eft-
ir um það bil fjögur ár, þá var
uppgræðslan ekki talin með í ítöl-
unni. Það er því svigrúm til að
áætla beit á þessa uppgræðslu í
samráði við Landsvirkjun, en það
er enginn nema Landgræðslan
sem á þessu stigi málsins getur
ákvarðað hversu mikil hún má
vera. Landgræðslan getur þvi
samið um fjögurra ára aðlögun-
artíma fyrir bændur og sveitar-
stjórnir til að mæta itölunni. Reki
Skagfirðingar aftur á móti hross-
in mun Landsvirkjun girða upp-
græðsluna af og eru þau hross
sem rekin verða því orðin æði dýr.
Þá verða hrossin rekin á viðkvæm
gróðurlendi upp undir jöklum,
sem öll eru yfir 600 metra hæð
yfir sjávarmáli."
— Páll Dagbjartsson vefengir
lögmæti ítölunnar og það hafa
fleiri gert. Var ekki rétt að henni
staðið?
„Við teljum að ítalan hafi verið
löglega gerð. Birting hennar til
Skagfirðinga orkaði hins vegar
tvímælis, en þeir tóku þó við
henni í votta viðurvist. Þeir telja
að við hefðum átt að skila land-
búnaðarráðherra niðurstöðunum,
en við skiluðum sýslumanni
Húnvetninga gögnunum, þar sem
umrætt landsvæði er allt i Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Vegna þess
að upprekstraraðilar eru í tveim-
ur lögsagnarumdæmum tilnefndi
landbúnaðarráðherra formann
nefndarinnar en skipaði að öðru
leyti ekki í hana. Ég tel að nefnd-
in hafi farið að lögum með þvi að
skila gögnunum til sýslumanns.
Alvarleg
gróðureyðing
Annars er óskynsamlegt að
vera að eyða tima i karp um laga-
túlkanir. Það virðist hafa gleymst
hjá Páli og þeim Skagfirðingum
að meginatriðið i þessum upp-
rekstrarmálum er að á Eyvind-
arstaðaheiði er um mjög alvarleg-
an uppblástur og gróðureyðingu
að ræða. Það hefur verið veruleg
ofbeit á þessu afréttarlandi á
undanförnum árum og á það sinn
þátt í því að þarna eru alvarleg-
ustu uppblásturs- og sandfoks-
svæði á öllu Norður- og Vestur-
landi, að undanskildum Þingeyj-
arsýslum. Það er með öllu óverj-
andi að ofbeita nú gróflega við-
kvæm gróðurlendi þegar að
offramleiðsla er á sauðfjárafurð-
um og nánast enginn markaður
fyrir hross.
Að lokum vil ég að það komi
fram að mér finnst það miður að
jafn mætur maður og Páll Dag-
bjartsson skuli ráðast á mig per-
sónulega með ósönnum fullyrð-
ingum, því að við höfum átt gott
samstarf um þessi mál og ég vona
að svo verði áfram,“ sagði Sveinn
Runólfsson.
Morgunblaðið/Júlíus
Frá stofnfundi sauðfjárbændafélagsins, tf.v.: Fjölnir Torfason á Hala í
Suðursveit, Kristján Finnsson á Grjóteyri í Kjós, Arnór Karlsson í Arnarholti
í Biskupstungum og Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýradal, en
hann var kosinn fonnaður félagsins.
„Fyrirsjáanlegt
gjaldþrot hjá
fjölda bænda
á næstu árum“
— segir Jóhannes Kristjánsson formaður
nýstofnaðra Landssamtaka sauðfjárbænda
„AFKOMAN er slæm, svo slæm að ef ekkert breytist er
fyrirsjáanlegt gjaldþrot hjá fjölda bænda á næstu einu til
tveimur árum. Þeir sem fara fyrst á hausinn eru þeir bændur
sem staðið hafa í framkvæmdum á undanförnum árum, en
það eru yfírleitt ungir menn, og þeir framsæknustu í stétt-
inni,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, bóndi á Höfðabrekku í
Mýrdal, í samtali við Mbl. en hann var fyrir skömmu kosinn
formaður undirbúningsstjórnar í Landssambandi sauðfjár-
bænda.
Undirbúningsstofnfundur
Landssambands sauðfjárbænda
var haldinn á Hótel Sögu á dögun-
um. Til fundarins komu sauðfjár-
bændur hvaðanæva af landinu og
var þar samþykkt að stofna
landssamtökin, samþykkt drög að
lögum og vinnuáætlun og kosin
undirbúningsstjórn. Fyrirhugað
er að stofna félagsdeildir um allt
land eftir sauðburð og boða til
stofnfundar næsta haust. Á fund-
inum voru einnig samþykktar
ályktanir um ýmis hagsmunamál
sauðfjárbænda.
Áhersla á úrbætur
í sölumálum
Jóhannes sagði að gífurlegar
kostnaðarhækkanir hefðu átt sér
stað hjá bændum og verðlags-
stundum vantaði upp á að bændur
fengju fullt verð greitt fyrir inn-
leggið.
Sauðfjárbændafélagið mun
leggja mikla áherslu á að fá i gegn
úrbætur í sölumálunum. Jóhannes
sagði að margt væri við þau að
athuga. Sem dæmi nefndi hann að
það væri gjörsamlega óviðunandi
að víða úti á landi væri hálfur
skrokkur minnsti kjötbiti sem
menn gætu fengið keyptan og
augljóst að enginn ferðamaður
stæði í slíku. „Við munum vinna
að því að koma til móts við fólk
um vöruval og gæði,“ sagði Jó-
hannes. Hann sagði að þrátt fyrir
að kjöt væri flokkað í marga
flokka og bændur fengju greitt
eftir því vissu menn að 2. flokkur
væri seldur á sama verði og 1.
Vió hringboróiö, taliö fri vinstri: Engilbert Ingvarsson i Tyröilsmýri i Snæ-
fjallaströnd, Eiríkur Snæbjörnsson i Stað í Reykhólasveit, Kjartan Jónsson
i Dunki í Döhim, sr. Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöllum, Guö-
mundur Skúlason i Staöarbakka f Hörgirdal í Eyjafiröi og Sveinn Hall-
grímsson skólastjóri i Hvanneyri. Sævar Guðmundsson í Arnarbolti í Staf-
holtstungum snýr baki f Ijósmyndarann.
grundvöllur landbúnaðarvara
hefði ekki fylgt þeim eftir. Laun
bænda skertust um það sem
kostnaður færi fram úr áætlun.
Hann sagði að peningaveltan væri
afskaplega hæg hjá sauðfjár-
bændum, svo hæg að það tæki allt
upp í tvö og hálft ár að ná öllum
kostnaði inn. Þá kæmu peningarn-
ir fyrir sauðfjárinnleggið seiut og
flokkur þó 1. flokkurinn væri
miklu betra kjöt. „Sumir aðilar
virðast alls ekki vilja neitt kjöt-
mat“, sagði hann.
Ekki stofnað til höfuðs
Stéttarsam band inu
Jóhannes sagði að óráðið væri
með tengsl samtakanna við Stétt-