Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Daniel Ortega: Kúbumenn úr landi að upp- fylltum skil- málum AP/Sinuunynd Pönkari, félagi í samtökum sem kalla sig „Hollenskir stjórnleysingjar“, reynir hér að komast undan einum áhangenda knattspyrnuliós f Utrecht en til nokkurra átaka kom milli þessara hópa á sunnudag. Pönkararnir, róttækir Tinstrímenn og kynvillingar, höfðu efnt til mikilla mótmæla gegn heimsókn páfa til borgarinnar en áhangendur knattspyrnuliðsins reyndu hins vegar að koma í veg fyrir mótmælin. Hollandsheimsókn páfa: Mmdrid, 13. m»i. AP. DANIEL Ortega, leiðtogi vinstri stjórnarinnar í Nicaragua, sagði í við- tali við fréttastofuna EFE á Spáni í dag, að stjórn sín væri reiðubúin að senda 700 kúbanska hernaðarráð- gjafi, sem eru í landinu, heim, ef stjórnvöld í öðrum ríkjum Mið- Ameríku sendu einnig erlenda hern- aðarráðgjafa á brott. Ortega sagði að 100 hernaðar- ráðgjafar frá Kúbu hefðu nýlega farið frá Nicaragua og nú væru þar eftir 700 kúbanskir hernaðarráð- gjafar og 700 tæknilegir ráðgjafar. Bandaríkjamenn hafa hernaðar- ráðgjafa í Hondúras, sem liggur að norðurlandamærum Nicaragua. Kvað Ortega Bandaríkjastjórn hafa gert Hondúras að miðstöð fyrir hernaðaraðgerðir hinna svonefndu Contra-skæruliða, sem berjast gegn stjórn Nicaragua. Ortega var væntanlegur til París- ar í dag, þar sem hann mun eiga viðræður við Francois Mitterrand, Frakklandsforseta. Vill aukna þátt- töku kvenna í kirkjustarfi H*ag, 13. maf. AP. JÓHANNES Páll páfi, sem nú er í Haag í Hollandi, varði í dag andstöðu sína við prestvígslu kvenna, en sagði að hann væri hlynntur því að konur tækju aukinn þátt í starfi rómversk-katólsku kirkjunnar. Páfi, sem kom til Hollands á til höfuðstöðva Alþjóðadóm- laugardaginn, hefur sætt mikilli stólsins var varpað að henni gagnrýni kirkjunnar manna og al- mennings þar fyrir íhaldssöm viðhorf til prestvígslu kvenna, fóstureyðinga, getnaðarvarna og fleiri málefna. Hefur víða komið til óspekta, þar sem hann hefur farið um. I borginni Utrecht, þar sem hann kom í gær, söfnuðust hundruðir manna saman til að mótmæla heimsókn hans og kom til átaka við lögreglu. í Haag voru í dag haldnir nokkrir mótmælafundir, þar sem farið var hörðum orðum um stefnu páfastóls, og þegar bif- reiðalest páfa ók um borgina á leið reyksprengjum. Hafa fjórir menn verið handteknir í tengslum við það atvik. 1 ræðu, sem Jóhannes Páll páfi flutti hjá Alþjóðadómstólnum, gagnrýndi hann m.a. aðskilnað- arstefnu stjórnvalda i Suður- Afríku. Hann sagði, að ekki væri unnt að líða að mönnum væri mis- munað vegna kynþáttar síns, upp- runa, litarháttar, kynferðis eða trúarbragða. Athygli vakti, að fáir urðu til að fagna páfa á götum Haag i dag. Er talið að aðeins 3.000—4.000 manns hafi fylgst með bifreiðalest hans, þegar mest var. Ihaldsflokkurinn breski: Vaxandi gagnrýni á stefnu Thatchers . 13. mai. AP. VINSÆLDIR Margaret Thatcher, forsætisráðherra, eru nú minni en þær hafa nokkru sinni verið frá því fyrir Falklandseyjastrfð og jafnvel innan hennar eigin flokks gætir vaxandi andstöðu við hana. Á síðustu tveimur vikum hefur íhaldsflokkurinn beðið ósigur á tvennum vígstöðvum og hefur það orðið til að sannfæra margan íhaldsmanninn um, að ósigurinn sé vís í næstu kosningum ef ekki verður breytt um forystu. Er þá í fyrsta lagi átt við kosningarnar til héraðsstjórnanna en þar tap- aði íhaldsflokkurinn helmingi þeirra stjórna, sem hann hafði ráðið, yfir til kosningabandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna, og í öðru lagi er átt við ósigur flokksins i lávarðadeildinni í at- kvæðagreiðslu um að afnema héraðsstjórnir í London og sex öðrum stórborgum. Peter Walker, orkuráðherra, hefur verið gagnrýninn á Thatch- er og stefnu hennar í efnahags- málum og lét hann óánægju sina berlega í ljós í ræðu, sem hann hélt 2. maí sl. Sagði hann þá m.a., að atvinnuleysið í landinu væri óviðunandi og ekki síst vegna þess, að það væri unnt að draga úr þvi. í skoðanakönnun, sem BBC gerði meðal 200 þingmanna íhaldsflokksins skömmu siðar, kom í ljós, að 44% þeirra voru sammála Walker. 75% þeirra voru einnig sammála Edward du Cann, fyrrum formanni flokks- ins, i þvi, að kynningu á stefnu stjórnarinnar væri „óskaplega áfátt". Margaret Thatcher, sem segist vilja bjóða sig fram þriðja sinni f næstu kosningum, sýndi þess ým- is merki i dag, að gagnrýnin er farin að hafa áhrif á hana. Sat hún þá fyrir svörum í þinginu og vakti það athygli hvað fas hennar var allt miklu mildara en venju- legt er. AP/Slmamynd Jóhannes Páll páfi II. kom í gær ( húsakynni Alþjóðadómstólsins í Haag í Hollandi og hélt hann þar ræðu. Hér sést hann heilsa varaforseta Alþjóða- dómstólsins, Frakkanum Guy Ladreit de Lacharríere, en hjá þeim stendur forseti dómstólsins, Indverjinn Nagendra Singh. Sri Lankæ Tamílar fella 12 hermenn Nfju Delhf, 13. mal. AP. SKÆRULIÐAR tamíla á Sri Lanka segja, að 12 stjórnarhennenn hafi látið lífið þegar bifreiðalest hersins ók á jarðsprengjur á leið sinni til Jaffna-borgar á norðurhluta eyjarinnar á sunnudag. í yfirlýsingu, sem samtök Tamílar, sem eru 17% af 16 skæruliða tamíla sendu frá sér i milljónum íbúa á Sri Lanka, halda Nýju Delhí, segir að sérsveitir þeirra hafi komið sprengjunum fyrir. Auk hinna tóif föllnu hafi margir stjórnarhermenn særst og miklar skemmdir orðið á herbif- reiðunum. Stjórnvöld á Sri Lanka hafi ekki staðfest staðhæfingar skæruliða. því fram að þeir sæti ofsóknum yfirvalda. Hafa skæruliðasamtök þeirra um nokkurt skeið haldið uppi vopnaðri baráttu gegn ríkis- stjórn landsins og krafist þess, að tamílar fái að stofna sjálfstætt ríki á eynni. Verða vext- irnir lækkað- ir vestra? Loadoa, 13. aiaí. AP. DOLLARINN féll nokkuð í kauphöll- um í Evrópu í dag og er ástæðan sú, að almennt var búist við nokkurri vaxtalækkun vestra. Kauphallarstarfsmenn og þeir, sem versla með gjaldeyri, sögðu að búast mætti við, að vextir í Banda- ríkjunum lækkuðu vegna minni hagvaxtar enda drægi þá úr eftir- spurn eftir lánsfé. Niðurskurður þingsins á fjárlögunum drægi einn- ig úr þörf ríkisins fyrir lánsfé á næstunni. Fyrir breska pundið fengust ( kvöld 1,2512 dollarar en i gær 1,2332. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dollar var í kvöld þetta: 3,0840 v-þýsk mörk (3,1115) 2,5935 svissneskir frankar (2,6275) 9,400 franskir frankar (9,500) 3,4805 hollensk gyllini (3,5150) 1.973,50 ítalskar lírur (1.990,00) 1,3745 kanadískir dollarar (1,3785) Gullið hækkaði nokkuð í verði í dag eða sem svaraði til falls dollar- ans. Vaxandi nytjar af rottum í Kínæ „Besta steik í heimi og frábærir barnaskór“ Prkiac, ll.maL AP. f LJOSl þess, að rottufaraldur er víða í Kína og áætlað er að kvik- indi þessi éti um 15 milljónir tonna af kornuppskcru þjóðarinnar ár hvert, hafa blöð í Kína birt á prenti ýmis not sem hafa má af rottum. Vilja þau þannig ýta undir að fólk sjái sér hag í að eltast við dýrin og draga þannig úr tjóninu sem af þeim verður. Benda blöðin á, að kryddlegið rottukjöt sé vinsæll matur sums staðar meðal sveita- alþýðunnar og á sömu slóðum þyki fínt að ganga í rottuskinnsskóm. Dagblaðið Jingji Cankao, upp- lýsti lesendur sína um að í bændahéraðinu Fujian vissu menn ekki betri mat heldur en umrædda rottusteik, „Besta steik í heimi," hefur blaðið eftir fólki af þessum slóðum. Þá greindi blaðið frá því að I Gu- anxi Zhuang héraði, kostaði eitt pund af rottukjöti næstum jafn mikið og pund af kjúklingi. Blað- ið lýsti matargerðinni þannig: „Meistararnir setja rottukjötið fyrst í pækil með engifer og pip- ar, þurrka kjötið síðan og herða, sjóða það svo aftur í potti með hrísgrjónum, kornhýði og ses- ameolíu uns matarilmurinn um- lykur eldhúsið allt og allir fá vatn í munninn." Á þessum sömu slóðum ganga æði margir í rottuskinnsskóm. Umrætt blað lýsir kostum þeirra með þessum orðum: „Frábærir skór, gott, sveigjanlegt efni og glansandi litur þeirra spillir ekki. Það eru einkum börn sem ganga í þessum skóm.“ Ýmislegt reyna Kínverjar til að stemma stigu við rottumergðinni. Talið er að um 4 milljarðar rotta séu í Kína, fjórar fyrir hvern Kín- verja. c:enc;i (xJALI)MIÐLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.