Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 33 Jonathan Motzfeldt Grænland: Motzfeldt heiðursdoktor (■rænlandi, 13. maí. Frá Nils Jörgen Bruun, frétUritara Mbl. JONATHAN Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, var í gær gerður að heiðursdoktor við háskólann í Fairbanks í Alaska. Er Motzfeldt annar Grænlendingurinn, sem feng- ið hefur heiðursdoktorstitil. Athöfnin í háskólanum í Fair- banks stóð i hálfan annan tíma og voru 3000 nemendur, kennarar og gestir viðstaddir hana. Var Motz- feldt gerður að doktor í lögum og lagði rektor skólans, O’Rourke, skikkjuna á herðar honum. Sú ákvörðun að gera Motzfeldt að heiðursdoktor var rökstudd þann- ig, að hann væri óumdeilanlegur leiðtogi meðal þjóðar sinnar, sem barist hefði fyrir heimastjórninni og væri auk þess riddari af Danne- brog og félagi í Heimskautsráð- inu. Sá Grænlendingur annar sem fengið hefur heiðursdoktorstitil er heimskautafarinn Knud Rasmus- sen, sem var fæddur i Jakobshöfn. Hann var fyrst gerður heiðurs- doktor við Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1924 og árið 1927 við háskólann í Edinborg. Grikkland: Leidtogi stjórnarandstöðunnar sakaður um samstarf við nasista Aþenu, 13. m&í. AP. LJOSMYND frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem sýnir Constantine Mitsotakis, leiðtoa stjórnarandstöðunnar á Grikk- landi, ásamt tveimur þýskum her- mönnum, sem sagt er hafi verið liðsmenn SS-sveita nasista, hefur orðið tilefni mikilla deilna í upp- hafi kosningabaráttunnar í land- inu. Það var dagblaðið Avrúuii, sem birti myndina á forsíðu á föstudaginn. í grein í blaðinu var fullyrt að Mitsotakis, sem er 65 ára að aldri og þingmaður fyrir Krít, hefði starfað með nasistum á árunum 1941—1945, þegar þeir höfðu hernámslið á eynni. Stjórnmálaskýrendur segja, að enginn vafi leiki á því, að til- gangur blaðsins með myndbirt- ingunni, sé að draga úr áliti kjósenda á Mitsotakis og flokki hans, sem stefnir að því að fella sósíalistastjórn Andreasar Pap- andreou. Á kosningafundi sósíalista í vesturhluta Grikklands á laug- ardag veifaði hópur manna blað- inu með myndinni af Mitsotakis og hrópaði: „Vinur SS mun deyja.“ Mitsotakis, sem er fyrrum utanríkisráðherra Grikklands og nú formaður hins hægri sinnaða Nýja lýðræðisflokks, hefur vísað ásökunum um samstarf við nas- ista algerlega á bug. Hefur hann hótað að stefna dagblaðinu, sem myndina birti, fyrir meiðyrði. „Ég man ekki hvenær þessi mynd var tekin,“ sagði Mitsotak- is í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Það vita hins vegar all- ir, sem þátt tóku í andspyrnu- hreyfingunni á Krít, að ásakan- irnar, sem birtar eru í grein með myndinni, eru í senn auvirði- legar og ærumeiðandi." Mitsotakis bendir á það, að hann hafi tvívegis verið hand- tekinn af Þjóðverjum og dæmd- ur til dauða og orðið að dúsa í fangelsi í marga mánuði. John Stanley, fyrrum majór í breska herliðinu, sem barðist við hlið grískra andspyrnumanna á Krít, segir í bréfi, sem birt hefur verið i dagblaðinu Akropolis í Aþenu, að hann hafi haft náin kynni af Mitsotakis á þessum tíma. Hann hafi sýnt mikið hugrekki í baráttu sinni fyrir andspyrnuhreyfinguna og gegnt þar veigamiklu hlutverki. Svíþjóð: Dregur úr hörkunni f vinnudeilunum Kennarar í grunnskólum hefja kennslu á ný Lundi, 13. nuL Frá frétUriUra MorpiDblaðflins, „ÞAÐ hefur aöeins dregið úr hörk- unni. Það byrjaöi meö því að opinber- ir starfsmenn veittu undanþágu varö- Nýtt sovézkt ógnarvopn Mynd þessi sýnir nýja sovézka eidflaug af gerðinni SS-21, en mörgum slíkum eldflaugum hefur þegar veriö komiö fyrir í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka- landi. Mynd þessi var tekin á sovézkri hersýningu á dögunum og var þaö í fyrsta sinn sem eldflaugar af þessari tegund voru sýndar opinberlega. Pólland: Krafist endurreisnar Samstöðu bændafólks Varaji. 13. maf. AP. /" MÖRG hundruð bænda hvaöanæva aö úr Póllandi voru í gær viö messu í kirkju heilags Stanislaw Kostka f Varsjá en þar var þess minnst, aö fjögur ár eru liðin frá því aö pólskir bændur stofnuðu sín eigin verkalýössamtök, sína eigin Samstööu, sem eins og samtök verkamanna var bönnuð meö herlögun- um. Alls voru rúmlega 7.000 manns við messu og fagnaði fólkið ákaf- lega þegar hvatt var til, að Sam- staða bænda yrði endurreist og skorað á stjórnvöld að leysa úr haldi pólitíska fanga. „Fósturjörðin krefst fulls lýð- ræðis, sjálfstjórnar og sjálfstæðis á öllum sviðum þjóðlífsins, þar á meðal réttarins til að stofna óháð verkalýðsfélög," sagði séra Bogusl- aw Bijak, sem oft varð að gera hlé á máli sínu vegna fagnaðarláta fólksins. „Þessi þjóð fyrirlitur ein- ræði og opinberar fyrirskipanir, sérstaklega þær, sem bruggaðar hafa verið utan landamæranna." Bændurnir komu með fólks- flutningabifreiðum frá öllum hér- uðum Póllands til að vera við messuna en að sögn presta voru margar bifreiðir stöðvaðar fyrir utan Varsjá og farþegunum ekki leyft að fara inn í borgina. Eftir messu gengu bændurnir kringum kirkjuna með borða og fána, gerðu sigurmerkið með fingrunum og sungu sálma og þjóðsöngva. Lögðu þeir síðan blómsveig á gröf Popieluszkos, prestsins, sem pólsku öryggislög- reglumennirnir myrtu. Nokkrir tugir lögreglubíla voru i nálægum götum en ekki kom til neinna átaka. Josef Glemp, kardináli, sagði við messu í gær, sem 60.000 manns hlýddu á, að í Póllandi ættu sér nú stað „mjög flókin þjóðfélagsátök“. Sagði hann þetta I borginni Krak- ów þar sem voru hátíðahöld til minningar um heilagan Stanislaw, verndardýrling Pólverja. „Ekki er víst, að friður ríki þótt ekki sé bar- ist,“ sagði Glemp. „Annars konar barátta getur átt sér stað, barátta gegn óréttlætinu og þeim óhæfu- verkum, sem unnin eru, morðinu á Romero, erkibiskupi I E1 Salvador og séra Jerzy Popieluszko í Pól- landi svo dæmi séu nefnd.“ Við hátíðahöldin til minningar um verndardýrling Pólverja var James W. Malone, biskup og for- seti þjóðarráðs kaþólskra biskupa i Bandaríkjunum, og var honum fagnað mjög innilega þegar hann var kynntur. Veður víða um heim Lægtt Hnmt Akureyri 15 skýjaö Amsterdam 16 22 mkýjaö Aþena 15 25 mkýjaó Barcetona 17 léttmk. Berlín 12 23 mkýjaó BrOmsel 8 19 heiómkirt Chicago 17 27 rigning Dublín 6 18 mkýjaó Feneyjar 22 akýjaó Frankfurt 11 25 skýjaó Genf 4 17 skýjaó Helsinki 6 12 heióskirt Hong Kong Jerúmalem 26 31 heióskírt Kaupm.höfn 7 15 mkýjaó Lam Palmam 21mkýjaó Limmabon 11 18 heiðskírt London 9 14 skýjaó Lom Angelem 13 22 heióskfrt Luxemborg 17 mkýjaó Mnltga 22 léttsk. Mallorca 19 léttsk. Miami 22 29 heiómkírt Montreal 14 24 heiómkírt Momkva 8 26 heiðskýrt IWW TOTK 20 27 mkýjaó Omló 6 21 heióskirt Parím 7 19 heióskirt Peking 16 21 skýjaó Reykjavík 9 skýjaó Rio de Janeiro 15 25 skýjaó Rómaborg Slokkhólmur 9 27 skýjaó Sydney 13 19 mkýjaö Tókýó 17 22 mkýjaó Ví.iarborg 10 25 skýjaó Þórshöfn 7 þoka f. gr. Pétri Péturesjni. andi póstdreifingu, sem var mjög mikilvægt, þar sem pósturinn sendir út greiöslur til ellilífeyrisþega og barnabætur. Þá var einnig opnað fyrir starfsemi tollsins á ný. Á móti þessu kemur, aö hiö opinbera hefur aflétt verkbanninu í vissum greinum, svo sem hjá kennurum í grunnskól- um.“ Þetta kom m.a. fram hjá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins í Svíþjóð, i dag, þar sem hann lýsti ástandinu og síðustu at- burðum í vinnudeilunum þar. „Stemmningin hefur mildast við þetta,“ sagði Pétur ennfremur. „Menn beggja deiluaðila komu fram í sjónvarpi í dag og sögðu, að þetta væri fyrsta skrefið í átt til samkomulags, en skrefin væru mörg og því gæti það dregizt eitthvað á langinn, að vinnudeil- urnar leystust. Eftir sem áður hélt stjórnin því hins vegar fram, að ekki gæti orðið um neina launahækkun að ræða á þessu ári umfram það, sem lofað hafði verið. Sænska stjórnin vildi sem sagt ekki fara feti lengra en hún hafði áður heitið." Grænland: Þorskveið- in bregst K aupmannabörn. 13. mii. Bruun fréUariUni Mbl. Frá Nite Jbrgrn Þorskveiöi Grænlendinga hefur geng- iö hrapallega þaö sem af er ári og fyrstu þrjá mánuöi ársins var aflinn 80% minni en á sama tímabili í fyrra. Rækjuveiðarnar ganga hins veg- ar mjög vel og var aflinn á fyrsta ársfjórðungi 4.760 tonn eða tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Kúplíngsdískur í MAZDA 323 kostar 895 krónur. Hvað kostar kúplíngsdískur í bílínn þinn? BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S. 81265
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.