Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ1985 AP/Slm»mynd Ahorfendur að leik Bradford og Lincoln horfa agndofa á vítiseldinn í einni stúku leikvangs Bradford. Áhorfendastúkan stendur í björtu báli og upp liðast kolgrár reykjarmökkurinn. Sá reyksprengju kastað og eldinn síðan gjósa upp Sorg ríkir í Brad- ford Bradford, 13. maí. AP. MIKII. sorg ríkir í Bradford á England, þar sem a.m.k. 53 létust og 210 slösuðust þegar eldur kom upp í áhorfenda- stúku á knattspyrnuvelli þar á laugardaginn. Samúðar- kveðjur hafa borist víða að, frá Elísabetu drottningu, Jó- hannesi Páli páfa, Margaret Thatcher forsstisráðherra og fleiri stjórnmálaleiðtogum. Um eitt þúsund manns sóttu messu í dómkirkjunni í borginni í gær, þar sem Robert Williamson biskup bað fyrir sálum hinna látnu og bata hinna slösuðu. „Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins hörmung- um,“ var haft eftir David Sharpe, skurðlækni í Brad- ford, sem annast hefur marga hinna slösuðu. Hann segir, að margir hinna slös- uðu séu svo illa brenndir að þeir muni bera minjar þess ævilangt. Aðeins hefur tek- ist að bera kennsl á eitt lík- anna. Það er Samuel Firt, 86 ára gamall maður, sem stofnaði á sínum tíma félag stuðningsmanna knatt- spyrnufélagsins í Bradford. Fyrir það var hann heiðrað- ur með ókeypis aðgangi að áhorfendastúkunni, sem brann. Tíðindin frá Bradford hafa slegið óhug á fólk í Bretlandi og aðstæður á vellinum hafa sætt mikilli gagnrýni. Jafnframt er bent á, að ástandið sé ekki betra á mörgum öðrum knattspyrnuvöllum í land- inu. James Tye, sem er for- stöðumaður óháðrar eld- varnastofnunar, segir: „Ef reynt hefði verið að búa til hina fullkomnu eldgildru, hefði hún varla getað orðið fullkomnari, en sú í Brad- ford.“ LoDdon, 13. maí. AP. BLAÐAMAÐUR skýrði frá því I dag, að hann hefði séð eldinn gjósa upp á leikvanginum í Brad- ford eftir að pörupiltar og óeirða- seggir köstuðu reyksprengju úr tröppum við hlið stúkunnar. „Eg veit, að sá, sem kastaði sprengjunni, hefur komist lífs af úr eldinum," sagði Ian Trueman, blaðamaður við dagblaðið Star í Manchester, en hann sat í stúk- unni þegar eldurinn kom upp. Gat hann bjargað lifi sínu með því að klifra yfir vegginn, sem aðskildi stúkuna og völlinn, en á aðeins fjórum mínútum fórust í eldinum yfir 50 manns. Að sögn lögreglunnar í Brad- ford er nú verið að kanna ýmsar vísbendingar um eldsupptökin en auk þess, sem komið hefur fram um reyksprengjuna, hefur einnig verið sagt frá börnum að leik með eldspýtur. „Ég sá reykslóðina þegar sprengjunni var kastað og sá þess vegna hvar hún lenti, ná- kvæmlega þar sem eldurinn kom upp. Ég heyrði, að fólk hrópaði „hver kastaði þessari helv... reyksprengju" um leið og það reyndi að forða sér,“ segir True- man í blaði sínu. Sagði hann, að þeir, sem hefðu kastað sprengj- unni, hefðu klappað og fagnað þegar þeim hefði tekist að vekja á sér athygli lögreglunnar en síðan sjálfir orðið að forða sér þegar eldurinn gaus upp af mikl- um krafti. Margir áhorfenda í stúkunni biðu bana þegar þeir reyndu að komast út um dyrnar og út á götuna en þær voru lokaðar til að hindra fólk í að komast inn án þess að borga. Krefjast öflugri öryggis- ráðstafana í framtíðinni Loiidon, 13. mai. AP. FJÖLMARGIR brezkir þing- menn hafa nú krafizt rannsóknar á öryggisaðstæðum við fþrótta- velli víðs vegar um Bretland. Er nú Ijóst, að miklu fleiri kynnu að hafa beðið bana í Bradford, ef Bradford-knattspyrnufélagið befði farið að kröfu stjórnvalda til allra knattspyrnufélaga um að koma upp öflugri girðingu um- hverfis sjálfan völlinn. Kom þessi krafa fram í síðasta mánuði í kjölfar mikilla slagsmála, sem urðu á meðal áhorfenda á knatt- spyrnuleikjum. Mörg þúsund þeirra áhorf- enda, sem horfðu leikinn í Bradford, sáu sér þann kost vænstan til þess að bjarga lífi sínu að klifra yfir girðinguna, sem aðskildi völlinn frá áhorf- endasvæðinu umhverfis. Staff- ord Heginbotham, formaður knattspyrnufélagsins í Brad- ford, sagði í dag, að allt að 1000 manns kynnu að hafa misst líf- ið, ef þegar hefði verið farið að kröfu stjórnvalda um að setja upp öflugri girðingu milli leik- vallar og áhorfendasvæðisins. Robert Maxwell, formaður Oxford United, sem nú er ný- AP/Símamynd TVeir lögregluroenn standa innan um brunarústirn- ar af leikvanginum í Bradford. Þegar eldurinn kom upp stóð leikur Bradford City og Lincoln. AP/Símamynd Áhorfendur, sem tókst að komast út úr stúkunni og yfir á völlinn, hvflast í markinu. Á fjórum eða fimm mínútum varð öll stúkan alelda. komið upp í 1. deildina á ný, skoraði í dag á stjórnvöld, að grípa þegar til afdráttarlausra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir, að atburðirnir í Brad- ford endurtækju sig. Það yrði ekki gert nema með róttækum fyrirbyggjandi aðgerðum, sem yrðu samtímis að gegna því hlutverki að koma í veg fyrir ólæti og skrílslæti á knatt- spyrnuvöllum landsins. Ýmsir þingmenn Verka- mannaflokksins, sem er i stjórnarandstöðu, héldu því fram í dag, að harmleikurinn í Bradford sýndi glöggt þá annmarka, sem væri á þeirri löggjöf, sem sett hefði verið 1975 um öryggisráðstafanir á íþróttavöllum. Samkvæmt þessari löggjöf væri öllum fé- lögum í 1. og 2. deild brezku knattspyrnunnar gert að full- nægja ströngum varúðarkröf- um gagnvart eldhættu. Þessar ströngu reglur næðu hins vegar ekki til liða í 3. deild eins og Bradford né heldur til liða í 4. deild. Graham Karren, yfirmaður brunavarna í Vestur-Yorkshire sagði í dag, að aðalknatt- spyrnuvöllurinn í Bradford væri „eldgildra" og að stjórn fé- lagsins hefði verið vöruð við og henni bent á þessa hættu fyrir sex mánuðum. Hann kvaðst hins vegar sem embættismaður ekki hafa ráðið yfir neinum þvingunarúrræðum gagnvart Bradford, þar sem lögin frá 1975 næðu ekki til Bradford, 3. deildar liðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.