Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 35

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ1985 35 Kosið í Nord-Rhein Westfalen: Mikill sigur jafnaðarmanna * Urslitin hnekkir fyrir Kohl kanslara og stefnu hans Bonn, 13. maí. AP. FLOKKUR jafnaðarmanna vann mikinn sigur í kosningunum til fylkisþings- ins í Nordr-Rhein Westfalen í Vestur-Þýskalandi á sunnudaginn. Hlaut hann 52,1 % atkvæða og styrkti meirihlutastöðu sína á þinginu. Kristilegi demó- krataflokkurinn, flokkur Helmuts Kobls kanslara, tapaði fylgi og fékk að- eins 36,5% atkvsða. Er litið á þessi úrslit í fjölmennasta fylki sambandslýð- veldisins, sem mikið áfall fyrir stjórnina í Bonn. Johannes Rau, forsætisráðherra fylkisstjórnarinnar í Nordr-Rhein Westfalen, sem margir telja heppilegt kanslaraefni jafnaðar- manna í kosningunum 1987, segir að niðurstöður kosninganna séu mikill hnekkir fyrir stefnu Kohls kanslara. Sambandsstjórninni hafi ekki tekist að draga úr at- vinnuleysinu í Vestur-Þýskalandi, sem er 9,6% og í Nordr-Rhein Westfalen 11%, og fyrir það hafi hún orðið að gjalda. Kohl kanslari hefur viðurkennt, að ósigur Kristilegra demókrata sé umtalsverður. Hann bendir hins vegar á, að þátttaka í fylkis- kosningunum nú hafi verið minni en þegar kosið var árið 1980. 75,3% kjósenda neyttu atkvæðis- réttar síns á sunnudaginn, en 80% í kosningunum fyrir fimm árum. Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur nú 125 fulltrúa á fylkisþinginu, sem situr í Dússeldorf, en Kristi- legir demókratar 88 fulltrúa. Flokkur frjálsra demókrata hlaut 6% atkvæða og 14 þingmenn, en flokkur umhverfisverndarmanna, Græningja, fékk aðeins 4,6% at- kvæða og engan mann kjörinn. Til Peru: Neyðarástand vegna morða Lima. Perú. 11. maí. AP. STJÓRNVÖLD f Perú hafa lýst yfir neyðarástandi í tveimur héniðum í landinu eftir að skæruliðar úr Maoistasamtökunum „skínandi stígur" myrtu bæjarstjóra og tvo verkalýðsfrömuði í bæ einum í Cerro De Pasco héraði og pyntuðu útvarpsmann og drápu síðan í næsta héraði við í vikunni. Skæruliðarnir hafa lýst yfir að maí séu fimm ár liðin síðan að aðgerðir þeirra að undanförnu, þeir hófu baráttu sína fyrir því að sem hafa verið meiri en nokkru kollvarpa stjórninni í landinu og sinni fyrr, séu í tilefni af því að 18. koma á kommúnistastjórn. Suður-Afríka: Skotið á 200 blökkumenn Johannes Rau að ná manni á þing þarf 5% at- kvæða. Tap Kristilegra demókrata á sunnudag er annar kosningaósig- ur flokksins á þessu ári. Hinn fyrri varð í Saar í mars og þar unnu jafnaðarmenn einnig mikinn sigur. Tveir biðu bana Pretoríu, 13. maí. AP. KARLMAÐUR og stúlka á tánings- aldri voru drepin er lögreglan í Suður-Afríku skaut á 200 blökku- menn, sem gripið höfðu til grjótkasts gegn lögreglunni. Gerðist þessi at- burður um helgina, en ekkert lát var þá á óeirðum þeim, sem ríkt hafa í Suður-Afrfku að undanförnu. Heldur dró þó úr ókyrrðinni er kom fram á mánudagsmorgun, en þá hafði lögreglunni verið tilkynnt um ekki færri en 14 íkveikjur frá því á sunnudagskvöld. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu halda því fram, að ekki færri en 350 manns hafi dáið, að- ERLENT allega í átökum við lögregluna, síðan óeirðir og mótmælaaðgerðir gegn hvíta meirihlutanum í land- inu hófust fyrir 9 mánuðum. Tveir hvítir menn eru í hópi þeirra, sem beðið hafa bana. Prentara- verkfall í Grænlandi Kaupmannabörn, 13. mai. Frá Nils Jttrgen Brnun fréttaritara Mbl. Verkfall er yfirvofandi í prentsmiðju Suður-Grænlands, sem prentar tvö stærstu blöð landsins, Sermitsiak og Gronlandsposten, vegna aðgerða prentara og setjara, sem krefjast mik- illa launahækkana. Prentsmiðjan hefur boðið starfs- mönnum 10% launahækkun, en þeir krefjast 35% hækkunar, og hóta verkfalli frá miðnætti hafi .. samningar ekki tekist fyrir þann %tíma. æL> V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Hraó þjónusta á ótrúlega láguy verói Nýja Xerox 9500 vélin okkar gerir kleift ad bjóða hraða, verð og gæði sem engum hefur áður dottið í hug að væri mögulegt. • litaður pappír • glærur • karton • heftun • röðun • innbinding. • skýrslur • bæklingar • verðlistar • dreifibréf Fjölritun NÓNS Hverfisgötu 105, sími: 26235

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.