Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 41

Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 41
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 41 „Tölvu-sumarbúð- ir“ fyrir unglinga TÖLVUSKÓLINN Framsýn býður í sumar upp á tölvu-sumarbúðir fyrir unglinga á aldrinum 9 til 14 ára, í grunnskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. í sumarbúðunum er blandað saman tölvunámi og eigin- legum sumarbúðum með íþrótta- iðkun o.fl. Efnt verður til sjö námskeiða á tímabilinu 10. júní til 29. júlí. Hvert námskeið stendur í viku og er aðeins gert ráð fyrir 30 þátttak- endum í einu. Vikudvölin kostar 8.700 krónur og er þá allt innifalið. Innritanir eru þegar hafnar á skrifstofu skólans, Síðumúla 27, sem er opin 10—12 og 13—18. fÚr frétutilkynninpi.) Fjáröflunartónleikar fyrir félagsheimili tónlistarmanna „VORBLÓT ’85“ nefnast fjáröflunartónleikar fyrir félagsheimili tónl istarmanna sem haldnir verða í Háskólabíói laugardaginn 18. maí nk og hefjast þeir kl. 14. Ýmis samtök og félög tónlist- armanna standa að tónleikun- um. Þau eru Big Band Svansins, Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag íslenskra leikara — óperu- deild, Jazzkvartett Kristjáns Magnússonar, Kvæðamannafé- lagið Iðunn, Musica Nova, Nýja strengjasveitin og kór Ísíensku óperunnar. Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskólans, Jóhann G. Jóhannsson hljómlistarmaður og Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld hafa haft veg og vanda af tónleikunum. Sögðu þeir að efn- isskrá tónleikanna yrði fjöl- breytt og af léttara taginu og mætti með sanni segja að þar yrði eitthvað fyrir alla. Um þessar mundir stendur yf- ir hlutafjársöfnun vegna kaupa á húsnæði á Vitastíg 3 undir fé- lagsheimili tónlistarmanna. Stefán Edelstein kvað söfnunina u.þ.b. hálfnaða en stefnt væri að því að safna fjórum milljónum króna. Fyrst og fremst yrði leit- að til þeirra félaga og samtaka sem væru innan Tónlistarbanda- lagsins en einnig yrði leitað til fyrirtækja. Fjáröflunartónleikarnir þann 18. verða sem fyrr segir i Há- skólabíói og hefjast kl. 14. Miða- verð er kr. 250 og eru miðar til sölu hjá ístóni Freyjugötu 1, Bókaverslun Lárusar Blöndal, Hljómplötudeildum Karnabæj- ar, Hljómplötuverslunum Fálk- ans og Skífunni. ~ Morgunblaðið/Emilía F.v. Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans, Jóhann G. Jó- hannsson hljómlistarmaður og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Regnboginn: Tvær spænskar mynd- ir sýndar í dag TVÆR spænskar myndir verða sýndar í Regnboganum í dag, 16. maí. Myndirnar eru með spænsku tali en enskum texta og voru fengnar hingað til lands fyrir milligöngu kvikmyndaklúbbsins Hispani. Fyrri myndin „Akelarre" (Galdra- þing) er frá 1984 og leikstjóri er Pedro Olea. Myndin gerist í Na- varra í lok 17. aldar. Sögusviðið er lítið þorp þar sem lénsskípulag rík- ir. Garazi, barnabarn konu er hafði verið brennd fyrir galdra, er á góðri leið með að kynnast gjörning- um fyrir atbeina seiðkonunnar Amunia. „Akelarre" er saga þorps, þar sem tveir heimar takast á: Ut- skúfuð heiðni með fomum trúar- athöfnum í hellum þar sem „móð- urnornin" ræður ríkjum og hins vegar kristnin, hin opinbera trú. „Epilogo” (Eftirmáli) er mynd sem einnig var gerð árið 1984 og leikstjóri hennar er Gonzalo Suár- ez. Myndin greinir frá átökum milli tveggja rithöfunda sem eru ást- fangnir af sömu konunni. Þeir hafa unnið saman árum saman en svo skilur leiðir dag nokkurn. Að tiu árum liðnum hittast þeir félagar til að spjalla. Akelarre verður sýnd klukkan 15.00 en Epilogo klukkan 17.00 og báðar verða þær í E-sal Regnbog- ans. Úr myndinni Epilogue (Eftinnáli). Júlíus Ólafsson, forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð, afhendir nýja bátinn í Sandgerðishöfn. Sæbjörg — Nýr og full- kominn björgunarbátur Nýi báturinn kemur til SandgerAis. Morgunblaðiö/ EFI Kenarík, 12. mai. SÍÐASTLIÐINN laugardag var formlega afhentur í Sandgerðishöfn nýr hraðbjörgunarbátur sem björg- unarsveitirnar Ægir f Garði og Sig- urvon í Sandgerði festu nýlega kaup á. Báturinn, sem er hinn fyrsti af fjórum sem væntanlegir eru til landsins, hlaut nafnið Sæbjörg. Við afhendinguna á laugardag- inn komu nokkrir félagsmenn sigl- andi á bátnum frá Reykjavík. Tók ferðin aðeins um tvo tima og létu þeir miög vel af sjóhæfni hans. Júlíus Olafsson forstjóri Kristjáns ó. Skagfjörð hf. afhenti bátinn fyrir hönd framleiðendanna og síðan gaf Kristinn Lárusson heið- ursfélagi Slysavarnafélagsins og formaður Sigurvonar um margra ára skeið bátnum nafnið Sæbjörg. Báturinn er fyrst og fremst hugsaður sem öryggistæki fyrir sjómenn og er hann liður í áætlun Slysavarnafélags íslands um að efla öryggi sjómanna. Báturinn verður ávallt reiðubúinn til notk- unar og búið er að steypa halla- plan til sjósetningar. Er hann geymdur inní húsi og eru hleðslu- tæki og mótor þar ávallt í sam- bandi, þannig að báturinn getur hvenær sem er verið reiðubúinn til notkunar. Bátarnir sem koma til landsins eru af tegundinni Norvik 25 RC og framleiddir af Nordisk Gummi- fabrik A/S í Esbjerg. Mesta lengd er 7,85 metrar, mesta breidd 2,53 og hámarkshraðinn er 28 sjómíl- ur. Olíutankurinn er 200 lítra, sem dugir í u.þ.b. 140 mílna siglingu. Vélin er Volvo Aqad 40 B/DP, 165 hestöfl. Skrokkurinn og öll skil- rúm eru byggð úr trefjaplasti sem framleitt er með svokallaðri „Sandwich“-aðferð og veitir mjög aukinn efnisstyrk. Slangan sem er á bátnum er úr Hypalon Neopren- -gúmmí og eru átta aðskilin hólf í slöngunni. Báturinn á þvi ekki að geta sokkið. í honum er sérstakur búnaður sem á að geta rétt hann við ef honum hvolfir, með því að blása út belg er réttir bátinn við á u.þ.b. 35 sekúndum. Björgunarsveitirnar Ægir í Garði og Sigurvon í Sandgerði standa sameiginlega að kaupun- um. Fullbúinn til landsins kostar báturinn um 2,2 milljónir og að sögn björgunarsveitarmanna gekk fjársöfnunin mjög vel. Þess má einnig geta að björgun- arsveitin Sigurvon var fyrsta deild Slysavarnafélags íslands, stofnuð 1928. Félagið reisti fyrstu björg- unarstöðina 1929 og sama ár eign- aðist það fyrsta björgunarbátinn sem kom til landsins. Báturinn, sem skírður var Þorsteinn, var gefinn af Þorsteini Þorsteinssyni sem síðar varð forseti SVFÍ. Þorsteinn stendur nú fyrir ofan Sandgerði og í haust stendur til að koma honum i hús og hefjast handa við að gera hann upp, en Sigurvon hlaut nýlega styrk frá Þjóðminjasafninu til starfans. Sigurður Guðjónsson formaður Sigurvonar kom með Sæbjörgu frá Reykjavík. Hvernig fannst honum báturinn reynast? „Hann reyndist frábærlega vel á leiðinni frá Reykjavík og hingað,“ sagði Sigurður. „Við urðum sko alls ekki fyrir vonbrigðum, síður en svo. Að vísu höfðum við kynnst þessum bátum nokkuð, bæði í Skotlandi og svo í Danmörku þeg- ar við skoðuðum þá. En þá var ekki hægt að reyna þá við íslensk- ar aðstæður, en núna þegar við komum hingað, þá var þó nokkur sjór og við gátum kynnst sjóhæfn- inni, sem er mjög mikil." „Þessi bátur er miklu fullkomn- ari en þessir slöngubátar sem flestir eru með í dag. Þeir eru meira til strandnotkunar og þessháttar en þessi er meiri út- hafsbátur. Nú er hægt að skjótast út ef til dæmis kæmi leki að skipi eða eldur kæmi upp. í slíkum til- fellum er það hraðinn sem gildir.“ Sigurður sagi ennfremur að þriggja manna áhöfn sé á bátnum. Þjálfaðar verða fjórar til fimm áhafnir svo að alltaf verða menn til taks, bæði í Sandgerði og Garði. Að lokum sagði Sigurður: „Við viljum koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra sem hafa lagt fram fé og sýnt þessu málefni stuðning. Þar sem maður kemur í nafni Slysavarnafélagsins er mað- ur alltaf velkominn og vel tekið og það sýnir best hve vel fólk kann að meta félagið og starfsemi þess.“ EFl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.