Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 44

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 44
44 ________________ MORGUNBLADIÐ, ÞRÍDJUDÁGUR 14. MAÍ 1985_ Hugleiðingar í tilefni 50 ára afmæl- is Rangæingafélagsins í Reykjavík — eftir Andrés Guðnason í bók Jóns Trausta um Önnu á Stóruborg eru henni lögð þessi orð í munn: Konunnar hlutverk í líf- inu og arfur hennar til næstu kynslóðar er kærleikurinn. Og ennfremur segir þessi viljasterka kona: Ég kýs mér ekki það hlut- skipti að vera syndlaus mann- eskja. Mest er um vert að miklum syndum fylgi miklir kostir svo að eitthvað sé til að leggja á skálina á móti. Og í sömu bók er líka skrifað að lögmaðurinn á Hlíðarenda, Páll Vigfússon, bróðir önnu á Stóru- borg var rétt drukknaður í Mark- arfljóti er hann ætlaði að drepa Hjalta Magnússon fyrir þá eina sök að hann var of ættsmár til að eiga vingott við systur lögmanns. En það var Hjalti Magnússon sem bjargaði lögmanni frá drukknun í Markarfljóti. Þegar svo lögmaður spurði Hjalta hvers hann óskaði sér í björgunarlaun, svaraði sá maður sem eftir stóradómi taldist réttdræpur sakamaður: Ég hef bjargað fólki úr Markarfljóti og aldrei spurt það ætternis og þaðan af síður hef ég gert það í launa skyni. Svo stórmanniegt svar smaladrengs kunni lögmaður að meta og af Hjalta upp sakir. Nú má vel vera að sagan af Önnu á Stóruborg og Hjalta sé skáldverk, en það breytir engu um það að hliðstæður hafa gerst hér á landi í gegnum aldirnar. Og það hlægir mig þegar nútíma rauð- sokkur eru að tala um kvenrétt- indi að æði oft hafa konur í þessu landi staðið feti framar karlpen- ingi að vitsmunum og skörungs- skap þótt þær hrópuðu ekki á gatnamótum eins og nú er siður. En þó að kvenkostir hafi margir verið góðir hér í Rangárþingi í gegnum tíðina, þá hafa hér einnig verið vaskir karlar, sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna. Og hér undir Eyjafjöllum er varla hægt að gleyma þeim manni, sem mestur var talinn bóndi á Is- landi á liðinni öld. Þorvaldi Björnssyni gekk illa að læra kverið sitt til fermingar. Föðurnum þótti skömm að og sagði við soninn: Þú skalt fá folald í fermingargjöf ef þú stendur þig sæmilega. Þorvaldur varð efstur fermingarbarna það vor. Þorvaldur lagði sig mjög fram um það, þegar á unga aldri, að nema þau lög sem giltu i landinu á hans dögum. Enda þótti hann manna lögvísastur og máttu hreppstjórar og sýslumenn vara sig þegar Þorvaldur var annars vegar. Eftir að Þorvaldur Björnsson kom að Núpakoti þótti með ólik- indum hve ört fjölgaði kúm í fjósi hjá honum. Hans svar var: Ég ét ekki kálfana eins og sumir aðrir gera. Þó að Þorvaldur þætti harður í horn að taka og léti ekki hlut sinn fyrir neinum gat hann verið manna hjálpsamastur og tryggur var hann vinum sínum. Á hans mörgu ferðalögum varð eitt sinn á vegi hans kona illa stödd eftir að henni hafði verið synjað um hey þar sem það var þó til. Þorvaldur fékk þá bónda peninga og bað hann láta konuna hafa hey, sem og gert var. Fræg er sagan af Þorvaldi er hann fór ásamt Jóni Hjörleifssyni til Vestmannaeyja og fékk þar keypt timbur á gjafverði fyrir hönd Rangæinga á þeim forsend- um að peningar væru í tösku er þeir félagar höfðu með sér. Síðar kom í ljós að í töskunni voru stein- ar tíndir í Landeyjasandi. Og þeg- ar upp komst er sagt að allt Suð- urland hafi hlegið. Ekki skal frekar fjallað um Þorvald á Eyri þótt gaman væri, en vikið lítillega að annarri þjóð- sagnapersónu, sem Halldór Lax- ness hefur gert eftirminnilega í bókinni Paradísarheimt. En það er Steinar í Hlíðum, sem einlægt er að leggja stein við stein í hleðslu garða og húsa og er það allt gert af miklum hagleik. Ekki er í sögunni getið um bú- fénað Steinars í Hlíðum, utan hest einn gráan er Krapi hét. Sá hestur var mikill gæðingur, enda bauð Björn á Leirum mikið fé fyrir hestinn. En Steinar í Hlíðum sagði: Það er nú svo, blessaður, að þegar heimurinn er hættur að vera dásemdarfullur í augum barnanna okkar, þá er nú lítið orð- ið eftir. Ætli við bíðum ekki ögn enn. Einnig kom sýslumaður að máli við Steinar í Hlíðum og vildi greiða vel fyrir folann. En bóndi, sem þekktur var að því að segja aldrei nei og aldrei já, svaraði sýslumanni með þessum orðum: Veit ég vel að aldrei hefur þótt hæfa að fátækur maður ætti fríð- an hest, enda skilst mér að af þeirri sök séu þeir nú farnir held- ur en ekki að gera að gamni sinu við mig, blessaðir stórhöfðingj- arnir. Og þá er að taka því. Nei, Steinar í Hlíðum þurfti hvorki á fjármunum Björns á Leirum né sýslumanns að halda fyrir hann Krapa sinn. Aftur á móti tók bóndi hest sinn og hnakk og reið einsamall á Þing- völl til að hitta kónginn. Og með því að kotbændur hafa löngum verið mestir höfðingjar á íslandi þá gaf Steinar í Hliðum konungi hestinn Krapa, þótt hann þyrfti sjálfur að ganga til baka frá Þing- völlum og austur undir Eyjafjöll. Að sjálfsögðu hlaut að verða eftirmáli nokkur að þessu furðu- lega uppátæki. Enda kom að því að Steinar í Hlíðum undi sér ekki heima, en fannst hann þurfa að gæta að hvernig klárinn hans hefði það í Danmörku; jafnframt því sem hann færði konungi að gjöf skrín eitt svo haglega gert að einungis var hægt að opna það með kvæði. Og eins og í leiðinni komst þessi Fjallabóndi ekki hjá því að koma við í Ameríku til að dytta að húsum og hlaða grjót- veggi. En með því að útivist bónda varð lengri en búist var við, varð lítið úr búskap í Hlíðum undir Steinahlíðum og lagðist kotið i eyði, en konan dó og börnin fóru á flæking. En sagan endar með því að Steinar er aftur kominn að Hlíð- um og farinn að hlaða upp hrunda garða og tóftir. Þegar við nú lítum yfir æfi þeirra þriggja persóna, sem ég hef verið að tala um, eiga þær eitt sameiginlegt. Og það er að vilja vera sjálfstæðar manneskjur. Anna á Stóruborg, sem e.t.v. hefur verið raunveruleg á 16. öld, lagði allt í sölurnar til að halda rétti sínum, sem manneskja. Og ást hennar og mannkostir sigruðu að lokum. Þorvaldur á Eyri, sem sannan- lega var uppi fyrir og eftir siðustu aldamót bar höfuð og herðar yfir samtíð sína í bændastétt og sýndi hve langt er hægt að komast til bjargálna, ef knálega er að staðið, jafnvel á þeim tímum þegar fæstir höfðu til hnífs og skeiðar. Maður sá sem túlkaður er í Steinari í Hlíðum í búningi Halldórs Lax- ness mundi varla kallast afreks- maður, jafnvel þótt hann gæti gert hvern þann hlut er hann snerti á betur en flestir aðrir. En hann er tákn annarrar manngerð- ar ekki síður, manns sem gefur allt og fórnar öllu fyrir þá hugsjón sína að vera frjáls, frjáls heims- borgari. Við getum svo auðvitað deilt um hvort það frelsi hafi ekki verið helst til langsótt. En kjarni málsins er að af góðum sögum má ávallt læra nokkuð. Og hér í Rang- árþingi hafa orðið til margar góð- ar sögur. Höfunduí er fyrrverandi formadur Rangæingafélagsins og stórkaup- madur í Reykjavík. Sjómannaverkfall f Reykjavík: Fundur í fyrra- málið SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur verið boðaður í fyrra- milið, að sögn Guðmundar Hall- varðssonar, formanns félagsins. Sjó- mannafélagið hefur boðað verkfall á bátaflotanum og á minni skut- togurunum frá og með næsta fostu- degi. Það eru alls um 300 sjómenn. Einn fundur hefur verið haldinn í deilunni til þessa — það var sl. fimmtudag. Sá fundur var árang- urslaus. Kröfur Sjómannafélags Reykjavíkur eru í meginatriðum samhljóða þeim samningum, sem nýlega voru gerðir milli útvegs- manna og sjómanna á Vestfjörð- um. Þeim kröfum hefur LÍC hafn- að afdráttarlaust. Reykvískir sjómenn felldu tvisvar samninginn, sem gerður var á milli LÍC og Sjómannasam- bands Islands 28. febrúar sl. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Fornbíla- klúbbs íslands verður haldinn sunnudaginn 19. maí 1985 kl. 14.00 að Hótel Esju 2. hæð. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir tilað koma til fundarins á fornbílum sínum. Stjórnin. Leiösögumenn Áríðandi fundur um launamálin á Hótel Esju þriöjudaginn 14. maí kl.20.30. Stjórnin. Aðalfundur Sjóvátryggingarfélags íslands hf. verður hald- inn að Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, mið- vikudaginn 15. maí 1985 kl. 3 síödegis. Stjórnin. Fjölskyldudagar Siglfirðingafélagsins Hinn árlegi fjölskyldudagur Siglfirðingafélags- ins í Reykjavík og nágrenni veröur haldinn í Glæsibæ sunnudaginn 19. maí og hefst kl. 15.00. Siglfirðingum 67 ára og eldri sérstak- lega boðið. Siglfiröingar, mætum öll og tökum alla fjöl- skylduna með. Nefndin. Við viljum vekja athygli á messu í Garöa- kirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 2 þar sem Arnfríöur Guömundsdóttir guðfræðinemi (dóttir Guömundar á Hóli) prédikar. Séra Bragi Friðriksson og séra Örn Bárður Jóns- son þjóna fyrir altari. Kaffiveitingar aö Garðaholti að lokinni messu. Byggung Mosfellssveit Aöalfundur félagsins veröur haldinn þriðju- daginn 14. maí kl. 20.00 í J.C.-salnum Þver- holti Mosfellssveit. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar um aö leggja félagiö niöur. 3. Önnur mál. Stjórnin. Hvöt Frædslu- og skemmtifundur fyrir eldri félagskonur Hvðt, féiag sjáltstæöiskvenna, efnir til fræöslu- og skemmtifundar laugardaginn 18. maí kl. 14.30—18.00 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá sem hér segir: 1. Setning: Erna Hauksdóttir, formaður Hvatar. 2. Avarp: Þorstelnn Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. 3. Erindl: Réttlndi aldraöra hjá almanna- tryggingum, Margrét Thoroddsen, vlö- skiptafræöingur. 4. Söngur: Ingibjörg Marteinsdóttir. 5. Gamanmál: Sigriöur Hannesdóttir. Skemmtun þessi er öllum opin, en stjórn Hvatar býöur eldri félagskonur sínar sér- staklega velkomnar. Fögnum sumri í Valhöll. Stjómln. Selfoss — Selfoss Miövikudaginn 15. mai heldur sjálfstæölsfélagló Óðinn fund um bæjar- málefni aö Tryggvagötu 8 Selfossl kl. 20.30. Frummælandi Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri. Allt sjálfstæöisfólk hvatt til aö mæta. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.