Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 54
54
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
t
Systir mín og fósturmóðir okkar,
ÞÓRDÍS VALGERDUR PÉTURSDÓTTIR,
Barðavogi 36,
andaöist í Borgarspítalanum aðfaranótt 9. maí.
SigriAur Péturadóttir,
Heiga HJélmtýadóttir,
Bjarni Hjélmtýason.
t
Systir okkar,
ESTHER MAGNÚSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvagi 7,
lést í Borgarspítalanum 1. maí si.
Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Magnea Magnúsdóttir, Sigfús Magnússon.
t
Faöir minn,
SVERRIR MATTHÍASSON,
Birkitaigi 6,
Kaflavfk,
er látinn. Jaröarförin hefur farlö fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aöstandenda,
Thor Sverrisson.
t
Faöir minn og tengdafaöir,
GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON,
BJargarstfg 2,
fyrrvarandi bóndi é Árbakka,
Skagaströnd,
andaöist í Landspítalanum aö kvöldi miövlkudagsins 8. maí.
Jaröaö veröur frá nýju Fossvogskapellunni 15. maí kl. 13.30.
BJÖrn Guómundsson, Ragnhoiöur Þormóóadóttir.
Svava Stefáns-
dóttir - Minning
Þann 28. apríl sl. andaðist að
heimili sínu Svava Stefánsdóttir
húsfreyja á Neðra-Núpi í Fremri-
Torfustaðahreppi.
Við andlátsfregn leita minn-
ingar fram í hugann. Svðvu á
Neðra-Núpi er gott að minnast.
Krökkum í sveit var ljúf skylda
að þurfa í sendiferð á næstu bæi
einhverra erinda og fá að staldra
við um stund. Þær höfðu líka ein-
stakt lag á því, konurnar í minni
sveit, að taka þannig á móti
krakka í sendiferð, að honum
fannst talsvert til sinnar persónu
koma. Þetta var eiginlega dálítið
svipað og móttaka sendiherra.
Bornar voru fram margháttaðar
kræsingar, gesturinn spurður
frétta af sér og sínu fólki, jafnvel
almæltra tíðinda úr dalnum.
Reynt var að svara greiðlega,
stundum með munninn hálfan af
vínartertu eða ilmandi kanelsnúð.
Svava á Neðra-Núpi var ein af
þessum konum og henni eru tjáðar
þakkir með þessum fátæklegu lín-
um.
Ráðist gegn
tannskemmdum
Kaupmannahörn, 13. maí. Frá Nils Jörgen
Bruun frétUriUra Mbl.
Tannskemmdir era átta sinnum al-
gengari meöal grænlenzkra ung-
menna en danskra. Hyggjast græn-
lenzk yfirvöld sækja fram gegn tann-
skemmdum með því að koma á reglu-
legu eftirliti og tannviðgerðum ungl-
inga 3ja til 20 ára. Verður sú þjónusta
ókeypis, en þeir sem eldri eru verða
sjálfir að greiða tannviðgerðir sínar.
Almenn læknisþjónusta er hins vegar
ókeypis í Grænlandi.
Svava fæddist þann 15. mars
1918 í Péturskoti í Garðahverfi.
Hún hafði vart slitið barnsskón-
um er hún þurfti að sjá sér far-
borða með eigin vinnu. Ung stúlka
réðst hún til kaupavinnu norður
að Aðhlbóli i Miðfirði ásamt
Svanhvít, tvíburasystur sinni.
Heimasætunum á næstu bæjum
þótti þessar stúlkur bera með sér
eilítið framandi svipmót að sunn-
an, lífsglaðar, frjálsar í fasi.
Þarna kynntist Svava eftirlifandi
eiginmanni sínum, Þorbergi Jó-
hannessyni á Neðra-Núpi, þangað
fluttist hún, þar lifði hún og starf-
aði til dauðadags.
Svava ólst upp við kröpp kjör,
eins og margur á þeirri tíð. Fyrstu
búskaparár Svövu og Þorbergs
voru einnig erfið í efnalegu tilliti.
Hvorugt þeirra fæddist með silf-
urskeið í munni. En Svava var
bæði sterk og lífsglöð, eins og fyrr
segir, enda bugaðist hún ekki við
erfiðíeika, heldur hertist, eins og
stálið í eldinum. Sjö börnum komu
þau til manns, jörð sína húsuðu
þau upp, ræktuðu, keyptu vélar og
verkfæri.
Smíð íbúðarhússins annaðist
Þorbergur á eigin spýtur enda af-
bragðs smiður sjálfmenntaður. í
bernskuminningunni finnst mér
að hann hafi stundum skotist
austur yfir hálsinn að loknum
vinnudegi til að bera einhver
tæknileg atriði undir Magnús frá
Hrafnadal sem á sama tíma
byggði íbúðarhús hjá okkur í
Hnausakoti.
Augljóst er að vinnudagur
Svövu var ekki bundinn við átta
tíma, raunar engu bundinn nema
daglegu þreki og þreytu að kveldi.
Vinna varð ekki aðgreind frá öðr-
um þáttum daglegs lífs. Lífið var
vinna. Vinnan var lífið sjálft, og
Svava hafði mikið að lifa fyrir. I
því var hennar lífsgleði fólgin.
Svava á Neðra-Núpi er um
margt minnisstæð kona. Hún var
skapsterk og skaprík, sagði skoð-
un sína umbúðalaust, hverjum
sem i hlut átti, með sinni hljóm-
miklu og dálítið syngjandi rödd.
Svava var gædd ríkri réttlætis-
kennd, fátt held ég hún hafi þolað
verr en undirferli og óhreinlyndi í
einhverri mynd. Þau hjón voru
höfðingjar heim að sækja enda oft
þétt setinn gestabekkurinn, eink-
um að sumarlagi.
Svava var unnandi lífsins, hafði
yndi af dýrum og þau hændust að
henni ekki síður en börn. Fyrir gat
komið að ársgamall heimagangur,
ferfættur, heilsaði sem snöggvast
upp á matmóður sína { eldhúsinu
til að fá klapp á kollinn, þetta sem
allir sækjast eftir; að finna að þei
eru einhverjum hjartfólgnir.
Nú er hérvistardögum Svövu
lokið. Hún var jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju þann 9. maí
sl. í fögru veðri, að viðstöddum
mörgum þeim sem áttu henni
þökk að gjalda.
Þorbergi frænda mínum og fjöl-
skyldu hans sendum við Margrét
innilegar samúðarkveðjur með ósk
um að hlýjar miningar megi verða
huggun í harmi.
Ólafur H. Jóhannsson
t
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
ADOLFS J.E. PETERSEN,
fyrrverandi vegaverkstjóra,
Hrauntungu 15, Kópavogi,
er lést 5. mai sl., fer fram frá Kópavogskirkju miövikudaginn 15.
maí kl. 13.30. Jarösett veröur aö Mosfelli i Mosfellssveit.
Hólmfrióur B. Petereen,
Emil Petersen, Guóbjörg S.H. Petersen,
Gunnar AdoHsson, Ragnhildur Thorlecius,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maöurinn minn,
HALLDÓR JÓNSSON,
Grensésvegi 58,
sem lést 8. maí í Borgarsjúkrahúsinu, veröur jarösunginn frá Foss-
vogskirkju 17. maí kl. 13.30.
Fyrlr hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Laufey Jónadóttir.
t
Faöir okkar og tengdafaöir,
SIGURJÓN SVEINSSON
fré Granda í Dýrafirói,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 14. maí,
kl. 13.30.
Börn og tengdabörn.
Hinn 3. maí sl. útskrifaði Einkaritaraskólinn nemendur 10. áríð ( röð.
Einkaritaraskólinn 10 ára:
39 nemendur útskrifuðust
EINKARITARASKÓLINN útskrif-
aði í tíunda sinn nemendur hinn 3.
maí sl. Það voru 39 nemendur sem
stunduðu nám við skólann veturinn
1984 til 1985 á íslenskubraut.
Að þessu sinni fóru skólaslitin
fram í nýjum húsakynnum að
Ánanaustum 15 í Reykjavík. Við
skólaslitin veitti Stjórnunarfélag
íslands viðurkenningar fyrir góð-
an námsárangur. Þau sem viður-
kenningu hlutu í þetta sinn voru
Kristín Helga Guðmundsdóttir
með hæstu meðaleinkunn, 9,52, þá
Laufey Eyjólfsdóttir og Kristín
Gunnlaugsdóttir.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Málfundafélag Félagshyggjufólks:
Fundur um borgarstjórnarkosningar
MÁLFUNDAFÉLAG félagshyggju-
fólks boóar til almenns fundar um
„Borgarstjórnarkosningar 1986“ og
hvað félagshyggjuflokkarnir hyggj-
ast gera.
Tilgangur fundarins er að ræða
um hvað félagshyggjuflokkarnir í
borgarstjórn Reykjavíkur eru
sammála og ósammála um og
hvaða möguleikar eru á samvinnu
í næstu borgarstjórnarkosningum.
Frummælandi verður Magnús
ólafsson ritstjóri en auk hans
taka m.a. til máls Adda Bára Sig-
fúsdóttir borgarfulltrúi, Gerður
Steinþórsdóttir borgarfulltrúi,
Ingibjörg S. Gísladóttir borgar-
fulltrúi og Snorri Guðmundsson
vélstjóri.
Fundurinn verður haldinn f
Hótel Hofi í kvöld og hefst klukk-
an 20.30.