Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 60
f
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. MAÍ 1985
fclk í
fréttum
Glæta hjá
Julio??
Við greindum frá því nýlega að
spænski söngvarinn Julio Igl-
esias væri kominn út á hálan ís í
ástamálum sínum, sem lengi hafa
verið hin flóknustu. Fokríkur
Vestur-Þjóðverji að nafni Urs
Zondler hefur stefnt honum fyrir
að hafa komið upp á milli sín og
konu sinnar, Zoru Zondler, sem við
sjáum hér á meðfylgjandi mynd-
um. Það er helst að frétta af erfið-
leikum Iglesias, að Urs ætlar ekk-
ert að gefa eftir, lögsóknin er í full-
um gangi, einnig skilnaðarmálið.
Það síðarnefnda er reyndar á loka-
sprettinum, Zora hreppti 20 millj-
ónir marka af manni sínum sem á
fjölda veitingahúsa í Vestur-
Þýskalandi og víðar.
Þrátt fyrir skilnað Urs og Zoru
hafa þau sést saman nýlega meðal
annars í næturklúbbi í Múnchen
eigi alls fyrir löngu og var önnur
myndin hér tekin við það tækifæri.
Það fór vel á með þeim og dönsuðu
þau fram eftir allri nóttu. Zora
sagðist elska mann sinn jafn heitt
og nokkru sinni fyrr og án þess að
minnast einu orði á aumingja Julio,
sagði hún að „feilspor" og „mistök"
breyttu því ekki að hún elskaði Urs
og engan annan. Nú er fylgst með,
einkum í Vestur-Þýskalandi, þar
sem Urs og Zora eru þekkt andlit.
Það er líka fylgst með úr herbúðum
Julio Iglesias, sem er heldur lítið
spenntur fyrir lögsókninni sem
haldið er fram gegn honum.
ÓLAFUR KETILSSON
Að kinna þorskhausa
í Hafnarnesi
Það er venja frá ómunatíð að uppsveitarmenn á Fróni bregða sér
í verstöðvarnar á Suðurlandi til að ná sér í tros. Það þekkja víst
flestir ólaf Ketilsson fyrrum rútubílstjóra á Laugarvatni. Blm.
rakst á þessa mynd af ólafi í Fréttamolanum frá Þorlákshöfn en
ólafur var tekinn stuttlega tali, þar sem hann var að vinna við að
kinna þorskhausa í Hafnarnesi. Sagði hann að kinnar væru besti
matur af fiskinum þeg-
ar þær væru búnar að
liggja í salti. Þá segir í
greininni að Ólafur hafi
löngum verið lands-
mönnum kunnur fyrir
tilsvör sín og brandari
sagður sem margir
kunna þar sem ólafur
stöðvaði eitt sinn rútu
sína og sagði öllum að
fara út að pissa, konum
vinstra megin en herr-
um hægra megin. Hann
beið síðan átekta meðan
fólk var að gera sig
klárt og ók þá skyndi-
lega á brott.
TORFI ÓLAFSSON
LYFTINGAMAÐUR
Tók þrjár vikur að finna nógu
stóra nautshúð í klæðnaðinn
Hann Torfi Ólafsson lyftingamaður keypti sér leðurklæðnað í
Hænco á Suðurgötunni sem ekki er kannski i frásögur færandi
nema hvað það tók verzlunina þrjár vikur að finna nógu stóra nautshúð
til þess að geta útvegað efni f klæðnaðinn og þurfti að sérpanta efnið
utanlands frá.
Á myndinni má svo sjá Torfa kominn í skrúðann.
„Vildi heldur vera hjá Gere en
að vera að tala við þig“
--- a o «eode'
i Xooíf^^te^81*
Leikarinn Richard Gere er talinn kyntákn
nr. eitt af kvenþjóðinni í Bandaríkjunum.
Hann er 34 ára gamall og þrautreyndur í mörg-
um kvikmyndufn. Með nokkrum heiðarlegum
undantekningum hefur hann þó túlkað slíka
rusta og furðufugla í hlutverkum sínum að
hann hefur áhyggjur af því að fólk fari smám
saman að álíta að hann sé ekki minni kauði en
þeir menn sem hann speglar í hlutverkum sín-
um.
Litum fyrst á stöðu þá sem hann skipar f
hugum margra kvenna fyrir vestan haf (og trú-
lega fyrir austan haf einnig, því kvikmyndir
hans hafa ekki síður vakið athygli þar en í
Bandaríkjunum). Jackie Collins, systir Joan og
frægur rithöfundur (hún myndi vilja hafa fyrri
titilinn borinn fram á eftir þeim síðari), sagði
eitt sinn í viðtali við blaðamann: „Ég er stödd
hérna núna. En ég vildi gefa ansi mikið til að
vera með Richard Gere í staðinn fyrir að vera
að tala við þig.“ Svo vinsæll er Gere meðal
kvenna, að þær líkja honum margar við
kvennagullið fræga Rudolf Valentino, en þó
Gere segi yfirleitt ekki mikið, þá næstum því
skellir hann upp úr þegar hann heyrir samlik-
inguna.
Það er nefnilega einn af þeim þáttum sem
talinn er gera Gere jafn ómótstæðilegan og
raun ber vitni. Hann segir ekkert. H^nn vill
aldrei fara í viðtal við fréttamenn, varar sig
alltaf þegar þeir eru í nánd. Það ergir frétta-
mennina og þó þeir vildu finna þeir ekki.
höggstað á honum. Svo notar hann þá, því leik-
arar verða að fá umtal, þannig segir einn kunn-
ingi hans: „Stundum bíður hann langtimum
saman eftir þvi að ljósmyndari mæti á staðinn,
einungis til þess að spretta á fætur svo maður-
inn nái ekki af honum myndum. Þetta er leik-
sýning hjá honum, leikin til þess að fá umtal.
„Vinir" sem óska nafnleyndar, samstarfsfólk
og skyldmenni eru það fólk sem hinir forvitnu
leita til, en varla geta slíkar upplýsingar orðið
nákvæmar eða fullkomlega sannleikanum sam-
kvæmar. Meðan Gere sjálfur kýs að ræða ekki
um sjálfan sig er víst að ákveðinn huliðshjálm-
ur mun hvíla á honum og það er það sem hann
vill, þ.e.a.s. hann vill vera óútreiknanlegur.
Honum líkar hlutverk sitt.