Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 61

Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 61 t Frá vinstri: Stefán Steingrímsson, Guðmundur Hafsteinsson, Oddur Ólafsson, Ásta Björk Matthíasdóttir og Vörður Traustason lögregluþjónn i Akureyri. FJÓRIR UNGLINGAR FRÁ AKUREYRI Á leiðinni til Portúgal í hjólakeppni Undanfarin ár hafa íslenskir unglingar verið þátttak- endur í alþjóðlegri hjólakeppni. Síðastliðið haust er 16 unglingar kepptu til úrslita í hjólreiða- keppni í Reykjavík urðu þeir efstu frá Akureyri, þ.e.a.s. þau Oddur Ólafsson nemi i Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Ásta Björk Matthíasdóttir úr Oddeyr- arskóla. Er þetta í fyrsta skipti er stúlka kemst í verðlaunasæti og tekur þátt í keppninni erlend- is fyrir (slands hönd. í kjölfar vélhjólakeppni sem haldin var í nóvember sl. völdust í alþjóðahjólakeppnina Stefán Steingrímsson úr Glerárskóla og Guðmundur Hafsteinsson úr Gagnfræðaskóla Akureyrar og keppni sú fer fram með líkum hætti og í reiðhjólakeppninni, þ.e. skriflegt próf, góðakstur og hjólaþrautir. Keppendurnir fjórir æfa þessa dagana af kappi undir stjórn Varðar Traustasonar lögreglu- manns á Akureyri. Krakkarnir leggja land undir fót til Portúgal á næstunni, en keppnin fer fram dagana 21.—24. maí. Fararstjóri þeirra í ferðinni verður Guð- mundur Þorsteinsson námstjóri. COSPER — Mundu góði, að ef við eigum aðeins að taka það allra nauðsynlegasta með í fríið, þá verður þú skilinn eftir heima. Kirk og Gina heiðruð r Ar hvert heiðrar franska ríkið einn eða tvo aðila sem unnið hafa mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu menningar og lista. Viðurkenningin er í formi medalíu, auk þess sem viðkomandi fá væna fjárfúlgu til þess að auðga með andann. í fyrra fékk Ingmar Bergman, sænski leikstjórinn heimskunni, þessa viðurkenningu en að þessu sinni voru það tveir vel kunnir leikarar sem hafa verið í eldlín- unni svo árum skiptir. Voru það ítalska leikkonan Gina Lollo- brigida og bandaríska brýnið Kirk Douglas. Þau eru hér á meðfylgjandi mynd og í för með Kirk slógust Ann kona hans og sonurinn Michael Douglas, sem hefur fetað í fótspor föður síns með miklum glæsibrag og er nú virtur bæði sem leikari og leik- stjóri, auk þess sem hann þykir svo líkur karli föður sínum að undrum sætir. Til sölu Chevrolet Caprice Classic Station, dísel, árg. 1982, ekinn 97 þús. km. Litur silfurgrár, 7 manna mjög vel með farinn. Góð greiðslukjör. Upplýsingar hjá Bíl- vangi, Höföabakka 9, símar 39810 og 687300. Ódýrir varahlutir í bíla og vinnuvélar Við seljum aðeins viðurkennda vara- hluti írá virtum framleiðendum - vönduð vara sem notuð er af bíla- og vinnuvélaverksmiðjum víðs vegar um heiminn. • Stimplar og slííar • Stimpilhringir • Pakkningar • Vélalegur • Knastásar • Tímahjól og keðjur • Ventlar • Olíudœlur • Undirlyítur o.fl. Þ.JÚNSS0H&D0 Skeiíunni 17, Reykjavík S: 84515 og 84516 Jím Pallapökkunarvélar Kostirnir viö aö nota þær eru aug- Ijósir: Vatnsheld pökkun. Bætt vörumeðferö. Minni rýrnun. Auöveldari flutningar. Sparar viö brettap., efni, tíma, vinnu. Ekki geyma þaö til morguns aö kynna þér verö og greiðslukjör. Sýningarvél á staönum. N;isl.os liF Bíldshöföa 10, sími 91-82655. i *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.