Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 2
2
MORGUNBLADIÐ, PÖSTUDAOUR 24. MAÍ 1985
Hagkaup selji
bækur á sama
verði og aðrir
Hæstiréttur dæmdi, að undanþága samkeppnis-
nefndar um lágmarksverð á bókum sé lögmæt
HÆSTIRÉTTUR hefur demt, að samkeppnisnefnd hafi farið að lögum
þegar hún þann 11. nóvember 1981 veitti Félagi íslenzkra bókaútgefenda
undanþágu til að ákveða fast útsöluverð á bókum. f Hagkaup voru bækur
seldar á lægra verði en hjá handhöfum bóksöluleyfis. Forráðamenn Hag-
kaups töldu undanþáguna lögleysu og höfðuðu mál til þess að fá henni
hnekkt. Með dómi þessum verður Hagkaup að selja bækur á sama verði og
bóksalar.
Lögin, sem samkeppnisnefnd
veitti undanþágu frá, eru um verð-
lag, samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti. Undanþág-
an var veitt frá 21. og 23. grein
laganna, sem banna að sammælst
sé um ófrávíkjanlegt lágmarks-
verð. í 24. grein laganna eru
ákvæði um heimild til að veita
undanþágur. Þar segir meðal ann-
ars: „Undanþágur má veita, ef
samningar, samþykktir eða
ákvarðanir, sem um ræðir i
21.—23. gr. eru talin nauðsynleg:
... c. vegna sérstakra ástæðna, er
samræmast þjóðarhagsmunum."
Á grundvelli ákvæða um „þjóðar-
hagsmuni“ var undanþágan veitt.
A sínum tíma sótti Hagkaup
ítrekað um bóksöluleyfi til Félags
íslenzkra bókaútgefenda, en var
jafnan synjað. Hagkaup hóf bók-
sölu án leyfis og spruttu upp harð-
vítugar deilur, sem fyrst og fremst
áttu rætur að rekja til þess að
bækur voru ódýrari í Hagkaup en
í bókaverzlunum, sem seldu bækur
í samræmi við samkomulag bóka-
útgefenda og eigenda bókaversl-
ana. Verðlagsstofnun hóf afskipti
af málinu og i desember 1980 var
gert bráðabirgðasamkomulag
milli Hagkaups og bókaútgefenda
um bóksölu. í nóvember 1981
fengu bókaútgefendur svo undan-
þáguna um lágmarksverð. Þar
með var Hagkaup skylt að selja
bækur á sama verði og aðrir og
hóf málssókn.
Með dómi sínum staðfesti
Hæstiréttur dóm undirréttar.
Magnús Þ. Torfason, Guðmundur
Jónsson, Halldór Þorbjörnsson,
Sigurgeir Jónsson og Þór Vil-
hjálmsson kváðu upp dóminn.
Hagkaup er gert að greiða Verð-
lagsráði og Félagi islenzkra bóka-
útgefenda 25 þúsund krónur i
málsvarnarlaun. Sigurgeir og Þór
skiluðu sératkvæði og töldu, aö
samkeppnisnefnd hefði vanrækt
að leita eftir sjónarmiðum for-
ráðamanna Hagkaups þegar und-
anþágan var veitt og þannig brotið
gegn almennri andmælareglu
stjórnarfarsréttar. .
Lögmaður Hagkaups var Helgi
V. Jónsson, hrl., lögmaður Verð-
lagsráðs Gísli Isleifsson, hrl., og
Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
hrl., var lögmaður bókaútgefenda.
MorKunblaöið/Ólafur K. MaKnúason
Húsráðendur í Tjarnarhólmanum flugu að heiman þegar þessi óboðni gestur birtist í eftirlitsferð.
Varpið hafið í Tjarnarhólmanum
FUGLALÍFIÐ á Tjörninni í Reykjavík er nú orðið mjög fjölskrúðugt og Tjarnarhólminn þéttsetinn, enda
varptíminn haflnn. Ekki er annað að sjá en þar fari allt friðsamlega fram, þó að stundum slái í brýnu með
fuglunum þegar einhver þeirra álpast í heimildarleysi inn á yflrráöasvæði annars.
Að sögn Hafliða Jónssonar, umsjónarmanns Tjarnarinnar, hafa gæsir, kríur, hettumávar, æðarfuglar og
stokkendur nú hreiðrað um sig í hólmanum.
Enn eru engir ungar komnir úr eggjum en búast má við að verulega fjölgi i hólmanum á næstu vikum. Sagði
Hafliði að trúlega færu ungar hettumávsins að skríða úr eggjunum þegar um næstu mánaðamót
Formenn stjórnarflokkanna
fylgjandi langtímasamningi
— tillaga VSI skynsamleg, segir Þorsteinn Pálsson
FORMENN stjórnarflokkanna,
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra og Þorsteinn Pálsson,
lýsa báðir áhuga sínum á að hægt
verði að gera kjarasamninga til
lengri tíma svo takast megi að
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna:
Framleiðsla frystihúsa
SH dróst saman um 10%
HEILDARFRAMLEIÐSLA frysti-
húsa innan Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna var 81.176 tonn á ár-
inu 1984 eða 10% minni en árið áð-
ur. Framleiðslan var mest hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa hf., 6.109
tonn að verðmæti 358 milljónir
Godard kemur
ekki og mynd
hans verður
því ekki sýnd
EKKERT verður af komu
franska kvikmyndaleikstjórans
Jean-Luc Godard til íslands að
þessu sinni.
Godard var boðið að koma
hingað til að vera viðstaddur
sýningu á kvikmynd sinni Je
vous salue Marie (Ég heilsa
yður, María). í gær gaf hann
endanlegt afsvar og kvaðst
eiga of annríkt til að þekkjast
boðið. Godard ætlaði sjálfur
að koma með fyrrnefnda
kvikmynd sína hingað til
lands og verður því ekki af
sýningu myndarinnar á
kvikmyndahátíð.
króna. Heildarútflutningur frystra
sjávarafurða á árinu 1984 nam 142
þúsund tonnum. Þar af nam útflutn-
ingur SH 82,8 þúsund tonnum eða
58% að verðmæti 5.003,5 milljónir
króna. í tonnum talið var um tæp-
lega 10%samdrátt að ræða frá árinu
áður.
Þessar upplýsingar komu fram í
ræðu stjórnarformanns Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, Jóns
Ingvarssonar, á aðalfundi hennar,
sem haldinn var í gær. Af heildar-
útflutningi fóru um 80 þúsund
tonn til sex ianda; 40.200 tonn til
Bandaríkjanna, 14.600 tonn til
Sovétríkjanna, 8.500 tonn til Eng-
lands, 7.000 tonn til Vestur-Þýzka-
lands, 5.500 tonn til Frakklands og
3.200 tonn til Japans. Einkennandi
fyrir útflutninginn á árinu 1984
var að hann dróst saman til Sov-
étríkjanna, Englands og Banda-
ríkjanna, en hins vegar var um
nokkra aukningu að ræða til
Vestur-Þýzkalands og Frakklands
og veruleg varð hún til Japans eða
um 2.100 tonn.
1 ræðu Jóns Ingvarssonar kom
fram að sterk staða dollarans á
síðastliðnu ári hafi valdið þvi að
framleiðendur hafi ekki séð sér
fært að framleiða fyrir markaði í
Vestur-Evrópu, nema um hafi ver-
ið að ræða erfiðleika á sölu ákveð-
inna tegunda á markaði i Banda-
ríkjunum eða Sovétríkjunum.
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
hefur framleiðsla frystihús SH
dregizt saman um 5.900 tonn eða
um 20% miðað við sama tima í
fyrra. Útflutningur hefur hins
vegar aukizt um 6.000 tonn eða
rúmlega 20% og hafa birgðir af-
urða ekki verið jafnlitlar i mörg ár
hinn 30. april síðastliðinn eða
10.300 tonn.
1 ræðu sinni sagði formaður SH
að mikil bjartsýni ríkti um fisk-
sölu á Bandaríkjamarkaði. Á
Bretlandsmarkaöi hafi hins vegar
sölufyrirtæki SH ekki farið var-
hluta af þeim erfiðleikum, sem
steðjuðu að brezkum iðnfyrirtækj-
um. Um sjávarútveg á íslandi
sagði Jón Ingvarsson: „Nauðsyn-
legt er, þegar mikilvægi sjávarút-
vegs fyrir íslenzkt þjóðfélag er
metið, að hafa eftirfarandi stað-
reyndir í huga: Áf 140 þúsund
vinnandi manns á íslandi starfa
um 13 þúsund við veiðar og
vinnslu, og afla um 70% gjaldeyr-
istekna vöruútflutnings lands-
manna, og um 90% ef frá er talið
ál, jámblendi og kísilgúr, sem er
að mestu leyti í höndum erlendra
aðila. Áf öllum erlendum skuldum
landsmanna eru skuldir vegna
sjávarútvegs aðeins 17%.“
tryggja vinnufrið, eins og þeir sögðu
í samtölum við blm. Morgunblaðsins
í gær.
Steingrímur sagöist því miður
ekki hafa haft tækifæri til að
kynna sér tillögu Vinnuveitenda-
sambandið nema mjög lauslega
svo hann ætti erfitt með að tjá sig
um hana að svo stöddu. „Ég get þó
sagt að ég er hlynntur þvi, að
hægt verði að gera samninga, sem
gilda út næsta ár, þannig að
vinnufriður verði f landinu," sagði
forsætisráðherra. „Það þarf hæg-
fara en örugga kaupmáttaraukn-
ingu. Efnahagsráðgjafar stjórnar-
innar eru að kanna þessa tillögu
og meta hana, þannig að málið
ætti að liggja skýrar fyrir öðru
hvoru megin við helgina."
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja
tillögu Vinnuveitendasambands-
ins skynsamlega. „Ég vil taka
skýrt fram, að ég tel fulla ástæðu
til að reynt verði að skapa vinnu-
frið í landinu með langtima-
samningum," sagði Þorsteinn. „Ég
tel einnig skynsamlegt, að reynt
verði að koma í veg fyrir fyrir-
sjáanlegt kaupmáttarhrap á
næstu mánuðum — kaupmátt-
arhrap, sem er afleiðing óskyn-
samlegra kjarasamninga í fyrra-
haust."
Formaður Sjálfstæðisflokksins
lagði áherslu á „að vinnufriður og
kaupmáttarsamningar eru for-
senda þess, að við getum hafið
nýtt hagvaxtarskeið. Að því leyti
líst mér vel á að menn ræði málin
á þessum grundvelli," sagði hann.
„Það leiðir svo af sjálfu sér, að
stjórnvöld verða að ræða efna-
hagslegar forsendur slíkra samn-
inga og ég fyrir mitt leyti er fús til
að taka þátt í slíkum viðræðum
með aðilum vinnumarkaðarins nú
þegar. Ég er hlynntur því að slíkar
viðræður hefjist strax og það mun
ekki standa á okkur að taka þátt I
þeim.“
Brazilíska stúlkan og ítalinn:
Segjast hafa ætlað að
neyta kókaínsins hér
— en ekki haft í hyggju að selja það
BRAZILÍSKA stúlkan og ÍUlinn, sem hafa játeð tilraun til þess að smygla 20
grömmum af kókaíni til landsins, hafa borið við yfirheyrslur að hafa sjálf
ætlað að neyta fíkniefnanna. Þau komu hingað til lands síðastliðinn Töstudag
og böfðu í hyggju að dvelja hér í Vi mánuð. Tveir íslendingar voru yfirheyrðir
vegna gruns um aðild að smyglinu, en hefur verið sleppt úr haldi. ítalinn
befur verið búsettur í Brazilíu um skeið. Hann kom hingað til lands á
síðastliðnu ári, en varð ekki uppvís að neinu misjöfnu.
Að sögn Arnar Jenssonar, full-
trúa í fíkniefnadeild lögreglunnar,
er ekki ástæða til að ætla að al-
þjóðlegur smyglhringur standi á
bak við komu fólksins hingað til
lands.
Kókaínið, sem tollverðir fundu í
ábyrgðarbréfunum, er hreint.
Efnið er iðulega blandað þrúgu-
sykri, einum á móti fjórum. Hér á
landi er blandað kókaín selt á um
sex þúsund krónur á svörtum
markaði, þannig að verðmæti efn-
isins er yfir 'h milljón króna.