Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 3

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. MAl 1985 3 Helgarveðrið: Kalt um hvítasunnuna EKKI er búist við aö veöriö breytist um hvítasunnuhelgina frá því sem verið hefur undanfarna daga. Afram verður noröaustanátt. Hitastig verö- ur 7—8° á daginn og um frostmark á nóttunni sunnanlands en skýjað fyrir norðan og þar kemst hitinn varla mikið yfir frostmark. Þeir sem ætla að ferðast um hvítasunnuhelgina ættu að hafa það hugfast að líklega verður besta útivistarveðrið á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri og vestur í Breiðafjörð. í gær mynduðust svokölluð odda- eða bylgjuský (lenticularis) víða á Suður- og Vesturlandi. Ský- in eru merki um að fjallabylgjur séu í loftinu og notfæra svifflug- menn sér gjarnan uppstreymið vindmegin við slík ský til að koma svifflugum sínum upp í mikla hæð. Bylgjuský yfir Reykjavík í gær. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Nýtt líf tekur kvikmynd f sumar: Þór og Danni ganga í lögregluna Kvikmyndafélagiö Nýtt líf hefur ákveðiö aö taka upp í sumar þriöju myndina meö þeim félögum Þór og Danna, sem leiknir verða af þeim Eggert Þorleifssyni og Karli Ágúst Úlfssyni eins og í fyrri myndunum tveimur. Þráinn Bertelsson eigandi kvikmyndafélagsins og leikstjóri myndarinnar tjáði Mbl. að þeir félagar Þór og Danni yrðu að þessu sinni í hlutverkum afleys- ingamanna í lögreglunni. Tökur hefjast um 20. júní nk. og á þeim að ljúka í ágúst ef allt gengur að óskum. Þráinn tjáði Mbl. að honum hefði fundizt ófært að hafa ekki a.m.k. eina íslenzka jólamynd í bíóunum um næstu jól. „Eg vil ekki taka þátt í þeirri útför kvikmyndagerðarinnar “ íslenzku sem ýmsir vilja láta fara fram,“ bætti Þráinn við. I tveimur fyrri myndunum með Þór og Danna hafa þeir verið vertíðarkarlar í eyjum og afleys- ingamenn í sveit. Fyrri myndin hét „Nýtt líf“ en sú seinni „Dala- líf“. Báðar myndirnar hlutu mikla aðsókn. Þráinn sagði að nýja myndin hefði hlotið vinnu- heitið „Nýtt líf 111“ en endanlegt nafn yrði valið síðar. ÞAD VERÐUR PILSAWTUR f LAUGARDALNUM 28. MAÍ NÆSTKOMANDI Leið isienskra fótboítaáhugamanna iiggur Laug- ardalinn 28, maí n.k, Þar mætasi bráðhress landslið isiendinga og Skota æsispennantíí B-riðii forkeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu, en tvö eístu liðin riðlinum fá miðana úrslitakeppnina í Mexíkó 1986 Fiugieiðir veita 30% afsiátt af flugfar- gjöidum þeirra sem ætla é leikinn. isiendinoar oo Skotar berjast um farmiðana tiE Mexíkó 1986 þér FLUG & FÖTBOLTA hjá umbbdsmönnum Flugieiða eða á terðsskrífstofum. ISLAND-SKOTIAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.