Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
25
Söguleg yfirlýsing í Peking:
Macao verður af-
hent Kínverjum
Peking, 23. mií. AP.
PORTÚGALIR og Kínverjar hyggj-
ast taka upp viðræður um framtíð
Macao, sem er portúgölsk nýlenda á
suðurströnd Kína, og eiga þær að
miða að því, að Macao komist undir
kínversk ynrráð.
Það voru Antonio Ramalho
Eanes, forseti Portúgals, og Li Xi-
annian, forseti Kína, sem greindu
fréttamönnum frá þessu í dag, en
Eanes hefur undanfarna daga ver-
ið í opinberri heimsókn í Kína.
Eanes sagði, að ekki hefði verið
tekin nein ákvörðun um það hve-
nær þessar viðræður hefjast og
ekki heldur hvenær Macao verður
afhent Kínverjum.
Hálft ár er liðið frá því Bretar
og Kínverjar gerðu með sér sam-
komulag um framtíð Hong Kong,
sem leiðir til þess að Kínverjar fá
yfirráð borgarinnar árið 1997.
Samkomulagið felur m.a. í sér, að
hið frjálsa markaðshagkerfi í
Hong Kong verður óbreytt í hálfa
öld. Hafa kínverskir embættis-
menn látið hafa eftir sér, að lík-
lega verði samningurinn um
Macao svipaðs eðlis.
(búar Macao eru 450 þúsund og
eru 98 prósent þeirra af kínversku
bergi brotnir. Meirihluti borg-
arbúa hefur flúið frá Kína með
ólögmætum hætti frá því komm-
únistar komust þar til valda árið
1949. Hafa ýmsir leiðtogar þeirra
látið í ljós ugg um að kínversk yf-
irráð í Macao leiði til þess að íbú-
arnir missi frelsi sitt og lífskjör
þeirra versni.
Macao hefur haft fjórðung
skattatekna sinn af fjárhættu-
spili, sem stundað er í borginni og
laðar árlega þaugað fjórar millj-
ónir ferðamanna. Helstu útflutn-
ingstekjur borgarinnar eru af
vefnaðarvörum og skoteldum.
Veður
víða um heim
Laagst Hsest
Akureyri 2 snjóél
Amsterdam 10 16 rigning
Aþena 19 29 heiöskirt
Barcelona 17 alskýjaö
Bertin 10 18 rigning
Brtlseel 5 18 skýjaó
Chicago 5 18 heióskírt
Dublin 7 15 skýjaó
Feneyjar 21 þokum.
Frankfurt 9 13 rigning
Qenf 8 17 skýjaó
Hetsinki 4 9 skýjaó
Hong Kong 25 30 heióskirt
Jerúsalem 20 30 •kýjaö
Kaupm.höfn 9 22 skýjaó
Lissabon 10 19 heiöskírt
London 11 18 skýjaó
Los Angeles 16 28 heióskírt
Malaga 20 skýjaó
Mallorca 20 mistur
Miami 27 34 skýjaó
Montreal 6 20 heióskírt
Moskva 2 11 heíóskírt
New York 14 24 skýjaó
Osló 7 alskýjaó
París 11 18 skýjaó
Peking 17 30 heiöskirt
Reykjavík 6 skýjaó
Rio de Janeiro 18 29 skýjað
Rómaborg 10 25 heíðskírt
Stokkhólmur 4 20 skýjaö
Sydney 10 19 rigning
Tókýó 16 25 skýjaó
Vínarborg 13 22 heióskírt
Þórshöfn 6 skýjaó
Þegar stjórnarskipti urðu í
Portúgal árið 1974 buðust stjórn-
völd þar til að afhenda Kínverjum
Macao, en því boði var hafnað án
þess að nokkur skýring væri gefin.
Er talið að Kínverjar hafi verið
ánægðir með stjórn Portúgala á
nýiendunni og að auki uppteknir
af valdabaráttu innanlands.
Portúgalir stigu fyrst á land þar
sem nú er Macao árið 1557, og árið
1887 veitti Ching-keisararaættin
þeim yfirráð yfir borginni.
Boris Gulko
Skákmeistarinn
Gulko farinn í
hungurverkfall
SOVÉSKI skákmeistarinii Boris
Gulko er farinn f hungurverkfall til að
mótmæla því að nafn hans og nafn
Önnu konu hans hafa verið tekin út af
lista yfir þá 48 gyðinga í Moskvu, sem
fengið hafa leyfí til að flytjast til
IsraeL
Þetta er í annað sinn á þremur
árum, sem Gutko neytir ekki fæðu
til að mótmæla því, að hann fær
ekki að flytjast úr landi. Gulko, sem
er 38 ára að aldri, sótti fyrir átta
árum um leyfi til flytjast til (srael
og fyrir það var honum refsað af
stjórnvöldum með því að svipta
hann rétti til að tefla erlendis og á
stórmótum innanlands.
Victor Korchnoi, stórmeistari,
sem yfirgaf Sovétríkin árið 1976,
sendi í gær svohljóðandi símskeyti
til Gulko í Moskvu: „Skákmenn
heimsins styðja þig. Við krefjumst
þess að farið verði að óskum þín-
um.“
Brazilía:
Mótmælt með
manndrápum
Kío de Janeiro, Bruilfu, 23. mai. AP.
FANGAR í yfírfullu fangelsi í Brazilíu
myrtu í dag enn einn samfanga sinna í
mótmælaskyni við þær ömurlegu að-
stæður, sem þeir búa við. Kyrktu þeir
manninn og hafa þá alls fyrirkomið 13
mönnum með þeim hætti.
Fangarnir hafa farið þannig að, að
þeir hafa efnt til nokkurs konar
„happadrættis" með dauðann sjálfan
í vinning og á þremur mánuðum eru
„vinningshafarnir" orðnir 13 að tölu.
Er þetta aðferð fanganna við að
mótmæla gífurlegum þrengslum i
fangelsinu og óviðunandi aöbúnaði.
Fangelsið, sem er í borginni Belo
Horizonte, er allt of lítið fyrir þann
fangafjölda, sem þar er, og eru þeir
hafðir margir saman í pínulitlum,
gluggalausum klefum. í sumum klef-
anna er ekki pláss fyrir rúm handa
þeim öllum og verða þeir því að
skiptast á um að sofa.
AP/Slmamynd
Gandhi kvaddur í Kreml
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og kona
hans, Sonia, skoðuðu sig í gær um í Minsk, höfuðborg
Hvíta-Rússlands, en áður hafði hann gengið frá samn-
ingum við Sovétmenn um mikla samvinnu í efna-
hagsmálum. Fyrr um daginn hafði Gorbachev kvatt
hann í Kreml og var þá þessi mynd tekin. Eru þeir
leiðtogarnir fyrir miðju en Rajiv til hægri handar er
Sonia, kona hans.
Svíþjóð:
Flutti 100 millj. s.
kr. ólöglega úr landi
Stokkhólmi. 23. maf. Frá fréllariura Moreunhlaóxinx I Stokkhólmi.
FIMMITÍU og eins árs gamall fyrr-
verandi bílasali er talinn hafa sett
sænskt met í gjaldeyrissvindli. Sést
þetta af ákæru, sem birt var í saka-
dómi í Södertælje, en samkvæmt
hcnni á hann að hafa komið 99,1
millj. s. kr. (um 465 millj. ísl. kr.) úr
landi.
Líklegt þykir, að maðurinn hafi
komið peningunum fyrir í Sviss í
hendur sænskum mönnum, sem
áður höfðu setzt þar að. Er talið,
að hlutverk hans hafi fyrst og
fremst verið fólgið í því að koma
fénu á milli landa. Þar beitti hann
ekki þessum venjulegu aðferðum,
svo sem að geyma peninga í vös-
unum eða í veskinu, heldur fékk
hann viðskiptabanka einn í Sví-
þjóð með blekkingum til þess að
annast þetta fyrir sig.
Þetta var gert með því, að mað-
urinn lagði inn ávísanir í sænsk-
um krónum og lét síðan í það
skína á margvíslegan hátt, að
hann stæði í heiðarlegum við-
skiptatengslum við erlend fyrir-
tæki. Yfirmenn bankans létu
sannfærast og yfirfærðu til út-
landa þær fjárhæðir í bandarísk-
um dollurum, sem maðurinn fór
fram á.
Af ákæru saksóknarans má
ráða að umfangsmikil sala á
hlutabréfum liggi að baki gjald-
eyrissvindlinu og að það sé and-
virði þeirra, sem sé horfið úr landi
og það án þess að greiddur hafi
verið af því skattur. Því er talið,
að þetta mál eigi einnig eftir að
verða mikið skattamál. óvíst er,
hvort sænska réttvísin eigi eftir
að hafa hendur í hári þeirra, sem
standa þarna að baki. Er jafnvel
talið, að þeir séu farnir frá Sví-
þjóð fyrir fullt og allt og muni
aldrei snúa heim aftur.
Sagt er, að einn maður í þessum
hópi eigi hvorki meira né minna
en 51 af þeim 100 milljónum s. kr.,
sem komið var undan frá Svíþjóð.
Útvarp Marti nýtur
vinsælda á Kúbu
Miami, 23. maí. AP.
FERÐAMENN, sem i dag komu til
Miami í Bandaríkjunum frá Kúbu,
segja að Útvarp Marti á Flórída, sem
Bandaríkjastjórn rekur og ætlað er
íhúum á Kúbu, heyrist mjög vel á
eynni og njóti mikilla vinsælda.
Stjórnvöld á Kúbu eru ævareið
vegna útsendinganna, sem hófust
á mánudag, og hafa í mótmæla-
skyni rift samningi, sem þau
gerðu við Bandaríkjastjórn í des-
ember, um skipti á föngum op
flóttafólki. Jafnframt hófu þau að
trufla útsendingarnar.
Útvarp Marti, sem dregur nafr,
sitt af Jose Marti, frelsishetju
Kúbumanna, sendir út dagskrár-
efni, einkum fréttir og tónlist, í
fjórtán klukkustundir á sólar-
hring.
JLAWN-BOV
Hún slær allt l .
og rakar líka
Þú slærð betur með LAWN BOY
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Hún er hljóðlát.
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Auðveldar hæðarstillingar
Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg.