Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
33
Höfuðskilyrði afyopnunar.
Gagnkvæm og undir eftirliti
— Þingræða Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns utanríkismálanefndar
Eyjólfur Konráð Jónsson, formað-
ur utanríkismálanefndar, mslti í
gær fyrir tillögu nefndarinnar til
þingsályktunar um afvopnunar- og
kjarnorkumál. Ræða hans fer hér á
eftir:
Ekkert þjóðþing fullvalda lýð-
ræðisríkis sem undir því nafni vill
rísa getur hliðrað sér hjá að ræða
og taka afstöðu til heimsmálanna
og þeirrar ógnar sem að mannkyni
steðjar meðal annars af eigin
völdum, athöfnum og ákvörðun-
um. íslendingar eru þar engin
undantekning enda hafa utanrík-
ismálin í margvíslegum myndum
verið afdrifaríkastur þáttur ís-
lenskrar stjórnmálaumræðu og
ákvarðana allt frá því að ljóst
varð að hlutleysi veitti okkur enga
vernd og við urðum að taka fullt
tillit til hrikalegra heimsátaka.
Vart verður lengur um það deilt
að við völdum rétta kostinn þegar
við skipuðum okkur í sveit frjálsra
þjóða til verndar lýðræði, þótt
átök yrðu um þá ákvörðun þegar
hún var tekin. Allt orkar tvímælis
þá gert er, ekki síst með þjóð sem
er að móta nýtt ríki við nýjar að-
stæður — í gjörbreyttu umhverfi.
Mestu varðar að við metum ríkj-
andi aðstæður á hverjum tíma frá
eigin sjónarhóli og hlífumst ekki
við að reyna að hafa áhrif á þróun
mála. Það megum við auðvitað
aldrei gera enda höfum við ekki
gert það. Eða hvar værum við á
vegi stödd ef við ekki hefðum fylgt
eftir rétti okkar á sviði hafréttar-
ins, svo að dæmi sé nefnt?
Ekki var í lítið ráðist þegar allir
stjórnmálaflokkar sem fulltrúa
eiga á Alþingi íslendinga ákváðu í
fyrravetur að freista þess að nefna
til fulltrúa sem könnuðu hvort
þess kynni að vera kostur að ná
sameiginlegri niðurstöðu um eina
ályktunartillögu er varðaði af-
vopnunar- og kjarnorkumál í stað
þess að bitist yrði um þær margar.
Þingi lauk þó án þess að þessar
tilraunir bæru fullan árangur.
Nú á þessu þingi var talið rétt
að skipuð yrði undirnefnd til að
fjalla um afvopnunarmálin og
skilaði hún áliti í tillöguformi til
háttvirtrar utanríkismálanefndar
6. þ.m. Þar hefur tillaga þessi ver-
ið samþykkt óbreytt eftir nokkrar
umræður, en þó með skýringum
sem mér er falið að greina hér frá,
svo að forðast megi allan hugsan-
legan misskilning.
Allmiklar umræður urðu í utan-
ríkismálanefnd um fyrri málslið
sjöttu málsgreinar ályktunartil-
lögunnar og skilning á honum.
Ýmsum hugmyndum var varpað
fram um orðalagsbreytingar en á
það var fallist að halda orðalagi
undirnefndarinnar óbreyttu en
formanni falið að koma á fram-
færi fyrir hönd nefndarinnar eft-
irfarandi skýringum er hann
mælti fyrir tillögunni:
1. Sá landfræðilegi skilningur
væri réttur að Norður-Evrópa
næði a.m.k. yfir Norðurlönd,
eyjar á norðanverðu Atlants-
hafi og Norður-Þýskaland, þ.e.
Norður-Evrópusléttuna, og allt
frá Grænlandi til Úralfjalla.
2. Sá skilningur sem fram komi í
eftirfarandi hugmynd um
breytingu á upphafi 6. máls-
greinar væri réttur:
,Um leið og Alþingi áréttar þá
stefnu Islendinga að á Islandi
verði ekki staðsett kjarnorku-
vopn, hvetur það til þess að
könnuð verði samstaða um og
grundvöllur fyrir samningum
um kjamorkuvopnalaust svæði
í Norður-Evrópu, sem nái til
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins, Varsjárbandalagsins
og hlutlausra ríkja jafnt á
landi, í lofti sem á hafinu eða í
því. Samningur þessi verði liður
{ samkomulagi til að draga úr
vígbúnaði og minnka spennu."
Samkomulag er um það í utan-
ríkismálanefnd að með tillögunni
sem hér er lögð fram sé lokið af-
greiðslu fjögurra tillagna um af-
vopnunar- og kjarnorkumál, sem
fyrir nefndinni hafa legið.
Mat mitt er það að ályktunartil-
laga þessi sem hér er lögð fyrir
sameinað Alþingi muni er tímar
líða verða talin allmerk fyrir
margra hluta sakir ef Alþingi
sameinast um samþykkt hennar.
En algóð er hún auðvitað ekki
fremur en önnur mannanna verk
enda hefur víst enginn vænst þess
að hún leysti lífsgátuna. Raunar
er hvarvetna glímt við þessi við-
fangsefni og munu tillögur um af-
vopnunarmál sem liggja fyrir hjá
Sameinuðu þjóðunum t.d. vera á
annað hundrað.
Undirnefndinni sem tillögu-
greinina samdi ber að þakka þrot-
laust starf unnið í vitund um
ábyrgð þá sem á Alþingi hvílir, er
um mikilvægustu utanríkismál er
fjallað. En nefndina skipuðu hátt-
virtir þingmenn: Birgir ísl. Gunn-
arsson, Guðrún Agnarsdóttir,
Haraldur Ólafsson, Hjörleifur
Guttormsson, Kjartan Jóhanns-
son Kristín S. Kvaran.
Ég mun nú víkja nokkuð að ein-
stökum þáttum tillögunnar en
meginstefnuna er að sjálfsögðu að
finna í fyrstu málsgrein þar sem
áhersla er lögð á gagnkvæma af-
vopnun sem tryggð verði með al-
þjóðlegu eftirliti. í ljósi þessa
raunsæja mats á hugsanlegum
árangri verður að skoða tillögu-
greinina í heild, enda er þetta
áréttað síðar i tillögunni m.a. í 4.
málsgrein. Þar er fjallað um
kjarnavopn, bann við framleiðslu
þeirra og áskorun um eyðingu,
sem framfylgt verði „á gagn-
kvæman hátt þannig að málsaðil-
ar uni því og treysti, enda verði
það gert í samvinnu við alþjóðlega
eftirlitsstofnun".
I 2. málsgrein er fjallað um að
beina verulegum fjármunum sem
nú renna til hernaðar að hjálp við
hungraða og þjáða. Á dagskrá
þessa fundar er þróunaraðstoð þar
sem mál þessi verða rædd og af-
staða íslendinga. Skal ég því ekki
fara um það fleiri orðum. 3. og 5.
málsgrein eru stefnuyfirlýsingar
sem ekki þarfnast skýringa.
Um fyrri málslið 6. málsgreinar
hefur þegar verið fjallað. Síðari
málsliðinn ber auðvitað að skilja í
samhengi við hinn fyrri. Enginn
ágreiningur hygg ég að geti verið
um könnun á „hugsanlegri þátt-
töku íslendinga í frekari umræðu
um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum" enda hljóta slíkar
umræður meðal þjóða Norður-
landanna að beinast að því hvaða
árangri mætti ná bæði í austri og
vestri í samræmi við fyrri málslið-
inn.
Því miður kemst ég ekki hjá að
harma það að einn nefndarmanna
í utanríkismálanefnd, háttvirtur
þingmaður Hjörleifur Guttorms-
son, skyldi í útvarpsviðtali jafnvel
áður en umræða fer fram hér í
sameinuðu þingi taka sér fyrir
hendur að túlka upphafsorð 6.
málsgreinar. Mismunandi skiln-
ingur á orðunum „Alþingi áréttar
þá stefnu Islendinga að á íslandi
verði ekki staðsett kjarnorku-
vopn“ kom aldrei fram í utanrík-
ismálanefnd enda alveg ljóst að
orðið „áréttar" getur ekki þýtt
neitt annað en undirstrikar — eða
eins og segir um orðið „árétta" í
Orðabók Menningarsjóðs: ítreka,
endurtaka.
Ekkert fer því á milli mála að í
ályktunartillögunni er sú stefna
sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt í
áratugi að því er varðar staðsetn-
ingu kjarnavopna á íslandi stað-
fest og ítrekuð. Þessa stefnu hafa
íslensk stjórnvöld túlkað fyrr og
síðar og má þar t.d. nefna ummæli
Hermanns Jónassonar 1957 er
hann svaraði Bulganin, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, og um-
mæli Guðmundar í. Guðmunds-
Eyjólfur Konráð Jónsson
sonar 15. október 1962 á Alþingi.
Enginn æðstu manna Islands
hefur nokkru sinni frá því er full-
veldisbaráttan hófst léð máls á því
að gefa út yfirlýsingu eða láta
nokkur þau orð falla á opinberum
vettvangi er skert gætu fullveld-
isrétt landsins. Þess fyrirvara hef-
ur ætíð verið gætt og verður ætíð
að gæta. Þar má t.d. benda á
stjórnvisku íslenskra forustu-
manna í samskiptum við Hitlers-
Þýskaland og svör við ásókn af
þess hálfu. Heiður þeirra manna
sem þar stóðu að verki hefur um
síðir orðið lýðum ljós við lestur
bókar Þórs Whitehead, Ófriður í
aðsigi. En gæfa okkar er sú að þar
sem endranær stóðu helstu for-
ingjar þjóðarinnar sameinaðir í
festu og raunsæi.
Um tillögu þá sem hér er lögð
fram langar mig að segja almennt
að hún felur annars vegar í sér
viljayfirlýsingu um almenn mark-
mið sem stefnt skuli að á sviði
afvopnunarmála og hins vegar
skref í átt til frekara samstarfs
þeirra stjórnmálaflokka sem full-
trúa eiga á Alþingi um mótun
sameiginlegrar stefnu í afvopnun-
armálum.
Því verður tæplega á móti mælt
að ástand alþjóðamála um þessar
mundir og undanfarin ár hefur
einkennst af versnandi sambúð
austurs og vesturs og harðnandi
vígbúnaðarkapphlaupi. Orsakir
þessarar þróunar má rekja allt
aftur til miðbiks áttunda áratug-
arins en fram að þeim tíma höfðu
menn a.m.k. um nokkurra ára
skeið gert sér vonir um að takast
mætti að koma á samkomulagi um
ákveðin grundvallaratriði í sam-
skiptum austurs og vesturs sem
mundu stuðla að samdrætti í víg-
búnaði og bættri sambúð meðal
ríkja. Það felst viss kaldhæðni ör-
laganna í því að allt frá þeirri
stundu er Helsinki-sáttmálinn var
undirritaður fór sambúðin versn-
andi. óhætt er að fullyrða að end-
anlega hafi það tímabil sem kennt
er við slökun liðið undir iok með
innrás Sovétríkjanna í Afganistan
1952. í kjölfar versnandi sambúð-
ar hefur fylgt harðnandi vígbún-
aðarkapphlaup og hvers konar
viðleitni til samkomulags til að
draga úr því hefur reynst árang-
urslaus.
íslendingar hafa engu minni
hagsmuna að gæta en aðrar þjóðir
að sporna við þessari þróun. Sam-
hliða því sem þeir verða að
tryggja varnir síns lands þá ber
þeim einnig skylda til að treysta
alþjóðlegt öryggi með því að
stuðla að minnkun spennu í sam-
skiptum austurs og vesturs og
gagnkvæmum samdrætti í vígbún-
aði. Um leið og vígbúnaður endur-
speglar pólitískan og hugmynda-
fræðilegan ágreining og árekstra
getur hann einnig aukið á spennu
og tortryggni meðal ríkja og á
þann veg haft neikvæð áhrif á að
friður haldist. Við hljótum að taka
þá afstöðu að koma í veg fyrir að í
stað þess að halda vörð um friðinn
verði vopnin til að grafa undan
honum.
Afvopnun sem er bæði gagn-
kvæm og þannig að staðið að hægt
er að hafa eftirlit með samningum
getur stuðlað að þessu markmiði
og hefur það verið haft að leiðar-
ljósi í þeim samningum sem gerðir
hafa verið á alþjóðavettvangi
fram til þessa. Samningar um af-
vopnun og takmörkun vígbúnaðar
eru jafnframt nauðsynlegir til að
draga úr hinum gífurlegu fjárút-
látum þjóða heims til vígbúnaðar
sem áætlað er að hafi numið allt
að 800.000 milljónum Bandaríkja-
dala á síðasta ári.
í tillögunni er lögð áhersla á
þau tvö höfuðskilyrði milliríkja-
samninga um afvopnun að hún sé
gagnkvæm og undir eftirliti. Um
leið og hún hvetur til alhliða af-
vopnunar er jafnframt lögð á það
áhersla að samningar náist um
kjarnorkuvopn enda er það tæpast
umdeilanlegt að árangur á því
sviði mundi stuðla hvað mest að
auknum stöðugleika í alþjóðamál-
um.
En afvopnun eins og sér tryggir
ekki friðinn. Lausn á pólitískum
ágreiningsmálum er ekki síður
nauðsynleg og án þess er raunar
lítil von til að árangur náist í af-
vopnunarviðræðum. Því er lagt til
að leitað verði „allra leiða til að
draga úr spennu og tortryggni
milli þjóða heims, einkum stór-
veldanna. Er það og i fullu sam-
ræmi við þá afstöðu, sem íslend-
ingar hafa tekið á alþjóðavett-
vangi um árabil hvort sem er í
samstarfi innan Atlantshafs-
bandalagsins eða á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna.
Undanfarin ár hafa nokkrar
umræður farið fram hér á landi
sem og á öðrum Norðurlöndum um
kjarnorkuvopnalaust svæði í
Norður-Evrópu. Hafa verið skipt-
ar skoðanir um gildi þeirrar
hugmyndar m.a. í ljósi þess að á
Norðurlöndum eru engin kjarn-
orkuvopn staðsett. Afstaða stjórn-
valda á Norðurlöndum hefur jafn-
framt verið ólík að ýmsu leyti. Ég
mun þó ekki útlista það hér i ein-
stökum atriðum en þó nefna að
það hefur verið sameiginlegt ís-
lenskum, norskum og dönskum
stjórnvöldum að þau hafa talið
ófært að ganga til samninga um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum nema sem hluta af
víðtækara samkomulagi milli
austurs og vesturs um afvopnun.
I upphafi var að því vikið að
fullvalda ríki hlyti að láta þau mál
sem hér er fjallað um til sín taka,
ræða þau innanlands og utan og
taka afstöðu. Við getum ekki á það
horft að aðrir ráði til lykta mál-
efnum sem varðað geta örlög ís-
lensku þjóðarinnar ekki síður en
annarra þjóða. Þótt við séum fá-
mennir höfum við sama rétt og
hinar fjölmennari og öflugri þjóð-
ir til að ráða eigin Iífi og reyna að
hafa einhver áhrif á afdrif alls
mannkyns. Þetta er mönnum nú
að verða ljósara en áður. Um það
má nefna nokkur dæmi. Örygg-
ismálanefnd var komið á laggirn-
ar og þar er safnað upplýsingum
sem að gagni koma þegar íslend-
ingar þurfa að huga að eigin af-
stöðu og hlutlægt mat á þær lagt
meðal annars með útgáfustarf- .
semi.
Það lá því í augum uppi „að fela
öryggismálanefnd í samráði við
utanríkisráðherra að taka saman
skýrslu um þær hugmyndir sem
nú eru uppi um afvopnun og tak-
mörkun vígbúnaðar, einkum þær
sem hafa þýðingu fyrir tsland með
tilliti til legu landsins og aðildar
þjóðarinnar að alþjóðlegu sam-
starfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu
verði síðan leitað samstöðu meðal
stjórnmálaflokkanna um frekari
sameiginlega stefnumörkun í
þessum málum."
En þannig lýkur einmitt tillögu
þessari til þingsályktunar.
Utanríkisráðherra hefur ákveð- *• .
ið að setja upp sérstaka varnar-
málaskrifstofu og bæta mjög að-
stöðu til að fylgjast með fram-
vindu mikilvægustu mála sem ör-
yggi íslendinga varða þannig að
við getum litið til þeirrá með eigin
augum en þurfum ekki að sætta
okkur gagnrýnilaust við álit ann-
arra manna, þjóða eða bandalaga,
jafnvel ekki að sætta okkur við
sjónarmið bandamanna okkar án
þess að leggja á þau sjálfstætt
mat, en það er einmitt forsenda ^
þess að gætt verði með reisn og
hyggindum sjálfs fullveldisréttar-
ins í öryggismálum.
Þá er óumdeilt að undirbúning-
ur að endurnýjun ratsjárkerfisins
var mjög vandaður og allt unnið
fyrir opnum tjöldum. Alþingi
hafði því í höndum haldgóðar upp-
lýsingar þegar ákvörðunin var
tekin. Hitt er annað mál að hver
og einn hafði rétt til að meta þær
upplýsingar og taka afstöðu eftir
því mati eins og lýðræðisreglur
bjóða. Umræðan um þessi mál er
því orðin opnari en áður var, mál-
efnalegri og byggð á meira
raunsæi en oft áður. Því ber að
fagna.
ér"
En ánægjulegast er — og með
því lýk ég máli mínu — að ekkert
íslenskt stjórnmáiaafl sem því
nafni er hægt að nefna mælir með
einhliða afvopnun lýðræðisríkja
— en allir íslenskir stjórnmála-
flokkar vilja leggja sig fram um
gagnkvæma afvopnun undir ör-
uggu alþjóðlegu eftirliti. »
Þinglausnir ódagsettar:
Rúmlega áttatíu mál
enn í þingnefndum
95 mál lögð fram eftir 10. apríl sl.
Engin leið er að segja fyrir um eða
dagsetja þinglausnir. Líklegt er talið
að þing standi eitthvað fram í næsta
mánuð, en skiptar skoðanir eru um,
hve langan tíma taki að afgreiða for-
gangsmál, er Ijúka þarf fyrir þing-
lausnir. Mikill fjöldi mála er til um-
fjöllunar og bíður endanlegrar af-
greiðslu í þingnefndum og fjöldi
nýrra mála hefur verið lagður fram á
síðustu dögum og vikum. Frá 10.
fyrra mánaðar talið hafa verið lögð
fram 26 ný stjórnarfrumvörp, 15 ný
þingmannafrumvörp, 19 tillögur til
þingsályktunar og 34 fyrirspurnir
þingmanna til einstakra ráðherra.
Tæplega 40 mál munu nú til
meðferðar í þingnefndum hjá efri
deild: 6 hjá allsherjarnefnd, 11 hjá
fjárhags- og viðskiptanefnd, 3 hjá
landbúnaðarnefnd, 2 hjá sam-
göngunefnd, 7 hjá iðnaðarnefnd, 1
hjá sjávarútvegsnefnd, 5 hjá heil-
brigðis og tryggingarnefnd, 2 hjá
félagsmálanefnd og 4 hjá mennta-1
málanefnd.
46 mál eru í þingnefndum neðri
deildar: 12 hjá allsherjarnefnd, 17
hjá fjárhags- og viðskiptanefnd, 1
hjá landbúnaðarnefnd, 3 hjá sam-
göngunefnd, 8 hjá iðnaðarnefnd, 2
hjá sjávarútvegsnefnd og 3 hjá
heilbrigðis- og trygginganefnd. '