Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 36

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. MAt 1985 Helga Asgeirs- dóttir - minning Helga Ásgeirsdóttir fæddist 23. september 1934 í ólafsfirði. For- eldrar hennar voru Ásgeir Frí- mannsson skipstjóri og kona hans, Gunnlaug Gunnlaugsdóttir. Þau hjónin Ásgeir og Gunnlaug, sem dáin eru fyrir nokkrum árum, voru mikil sæmdarhjón og vel séð af öllum. Þau voru mjög samhent um gott uppeldi barna sinna og ástriki þeirra og umhyggja fyrir velferð þeirra brást aldrei. Helga var sjöunda barn þeirra hjóna og ólst upp í foreldrahúsum og var mikið uppáhald allra. Það var samdóma álit allra að Helga væri með myndarlegri stúlkubörnum og snemma komu í ljós góðir eiginleikar hennar. Hún var góður nemandi og hafði mikla og góða handavinnuhæfileika, sem vel komu í ljós við nám hennar í Kvennaskólanum á Blönduósi. Helga var myndarleg kona, skapstillt og dagfarsprúð og elsku- leg í allri framkomu, hjálpsöm og mikill vinur vina sinna. Árið 1957 giftist Helga eftirlifandi manni sínum, Bjarna Sigmarssyni verk- stjóra, hinum ágætasta manni. Eftir nokkurra ára sambúð * ^ byggðu þau hjónin sér gott og veglegt íbúðarhús við Túngötu 5 í Ólafsfirði, sem þau bjuggu í æ síð- an. Þau hjónin voru mjög samhent um að fegra og prýða heimili sitt og umhverfi og gestrisni þeirra og myndarskapur í allri búsýslu var til fyrirmyndar. Við hjónin nutum margra ánægjulegra stunda á hinu fallega heimili þeirra hjóna, þar sem vinir og vandamenn voru oft margir saman komnir. Þar komu vel í ljós góðir hæfileikar þeirra hjóna til að gleðja og veita öðrum af mikilli rausn og frábærum myndarskap. Frá þeim heimsóknum eigum við margar ógleymanlegar minningar, sem nú er gott að minnast. Helga ólst upp við öll venjuleg störf í Ólafsfirði, þar sem fisk- vinnslustörf voru mest ríkjandi og var hún eftirsótt til allra starfa sökum dugnaðar og samviskusemi. Fyrstu búskaparár sín leigðu þau hjónin Bjarni og Helga hjá foreldrum hennar og mun Helga hafa notið þess síðar að vera fyrstu búskaparárin í nálægð móður sinnar, sem var orðlögð dugnaðarkona og mikil húsmóðir. Það voru bæði meðskapaðir t Konan mín og móðir okkar, SALBJÖRG (SALLÝ) AVENARIU8, 165 Sawyar Ave., W. Babylon. Long laland, andaöist aöfaranótt 23. mai. Bill Avenarius BAra Avenarius, Ragnar Avenarius, Emily Avenarius. Bill Avenarius Neddy Avenarius, Carol Avenarius t Útför móöur okkar, ÞURÍDAP ÁRNADÓTTUR fr* Huröarbaki fer fran frá Selfosskirkju laugardaginn 25. mai nk kl. 13.30. Bðrnin Birting afmœlis- og minningargreina :i ATHYGLI skal vakin á því, aÖ afmælis- og minn- : | ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum | í! fyrirvara, Þanníg verður greín, sem birtast á í mið- í ij vikudagsblaði, að berast í síðasta lag fyrir hádegl á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga minri- \ ingargreinum skaí hinn látni ekk ávarpaður. Þess ska einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Iljóð um hinn látna eru ekki bírt á minníngarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrítuð : og með góðu línubili. I I hæfileikar Helgu og hagstætt upp- eldi til lærdóms og þroska til heimilishalds, sem studdu hana í því að verða mikil og góð húsmóð- ir, vel studd af eiginmanni sínum, sem fyrr segir. Áður en Helga giftist eignaðist hún son með fv. unnusta sínum, Ásgeir Arngrímsson framleiðslu- stjóri, búsettur á Akureyri, kvæntur Örnu Hrafnsdóttur og eiga þau þrjá syni. Börn þeirra Helgu og Bjarna eru þessi: Guð- rún, fóstra, gift Ingólfi Hannes- syni íþróttafréttamanni, búsett í Reykjavík og eiga þau eina dóttur. Margrét, kennari, gift Markúsi Einarssyni kennara, búsett í Kópavogi. Sigurbjörg, stúdent, og Sigurður, nemandi í Gagnfræða- skóla Ólafsfjarðar. Öll eru þessi börn vel gefin og myndarleg. Eftirlifandi systkini Helgu, sem eru öll búsett í Ólafsfirði, eru þessi: Hildigunnur, gift Ingólfi Baldvinssyni verkstjóra. Jón Steindór, vélstjóri, kvæntur Gígju Kristinsdóttur. Ásgeir, bæjarrit- ari, kvæntur Sæunni Axelsdóttur. Dáin eru þessi: Stúlkubarn, sem dó við fæðingu. Frímann, dó árið 1940. Sigríður Soffía, gift Pétri Eyfjörð fv. verslunarmanni, dó ár- ið 1966. Kristján, skipstjóri, kvæntur Evu Williamsdóttur, drukknaði er bátur hans fórst árið 1975. Andlát þessara systkina Helgu var henni mikið áfall, ekki síst sviplegt fráfall Kristjáns bróður hennar, sem var henni sérstaklega kær. Fyrir þrem til fjórum árum veiktist Helga af þeim alvarlega sjúkdómi, sem læknar ráða oft lít- ið við, og þrátt fyrir að allt virtist gert, sem hægt, var af læknum og sérstæðri umönnun eiginmanns hennar og barna og systkina, auðnaðist ekki að ráða niðurlögum þessa skelfilega sjúkdóms Helgu, er leiddi til dauða hennar 22. febrúar síðastliðinn. Þess má geta að sérstakur kær- leikur var á milli þeirra systra, Hildigunnar og Helgu, og reyndist Hildigunnur henni afburða vel í veikindum hennar alla tíð. Þá var til þess tekið hvað tengdamóðir Helgu var henni ætíð ástrík og góð. Við hjónin minnumst Helgu sem eins okkar besta vinar, tryggð hennar og vinátta við okkur var órofa frá fyrstu kynnum og við vottum okkar dýpstu samúð Bjarna eiginmanni hennar, börn- um hennar, tengdabörnum og barnabörnum, tengdamóður, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Guð blessi minningu Helgu Ásgeirsdóttur. Helga Sigurðardóttir Ásgrímur Hartmannsson Móöurbróöir okkar, t MAGNÚS DAVÍÐSSON. Reynimel 44, andaöist 14. mai sl. Utförin hefur fariö fram. Helgs Williamson. Daviö Cook Chrístopher Cook, Ragnhildur Hjaltested. t Eiginmaöur minn og taöir, MAGNÚS SIGURDSSOK garöyrkjubóndi Grafarbakka 2. Hrunamannahreppi er lést: Borgarspítaianurr' 18. maí sl. veröur jarösunginn frá Hruna- kirkju laugardaginr, 25. maí kl. 14.00. Sigrúr Tómasdöttir Siguröur Tómar Magnússon t Þökkurr. innilege. auösýnda samúö og vinarhug vi6 andlót og útför sonar okkar, bróðu:' og mágs GUNNARS GUNNARSSONAR Sléttahraun 28 Hadda Hélfdanardóttir, Gunnar Jóhannasson, Jóhannet Gunnarsson, Guórún Björg Sverrisdóttii Þegar æfi röðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr.P.) Þennan alkunna sálm vildi ég gjarna mega gjöra að orðum mín- um, er ég minnist Helgu. Fyrir fáum kvöldum var ég að blaða í gömlum dagbókum sem ég hef um margra ára skeið hripað í svona eitt og annað persónulegt. Þar má víða sjá setningar á þessa leið: „Frænkurnar komu í heim- sókn í dag.“ Frænkurnar voru þær Gurra, Magga, Gulla og Jónína. Þá sjást víða línur eins og: „Helga bauð mér í mat í dag,“ eða: „Eg borðaði upp í Túngötu í dag.“ Svo þegar frænkurnar uxu úr grasi og hættu að leika feluleiki og þ.h. þá sést skrifað um búdæturn- ar. Þær komu og gistu og þær fóru í grímubúninga. En búdæturnar voru Sibba og þrjár vinkonur hennar. Og enn líða árin og enn er ég boðin í Túngötuna. Svo fer Siggi að koma í dagbókunum, hann kom og gisti, fór í göngur og hjálpaði til við hitt og þetta. Þetta gefur nokkra hugmynd um þau samskipti sem um árabil hafa verið á milli heimila okkar, því þessi upptalning er ekki nema lítið brot, valið af handahófi. Atvikin hafa líka hagað því svo til að öll Árnahússystkinin hafa verið og eru í okkar nánasta kunn- ingjahópi. Hefur það þróast bæði í gegnum okkar vinnu og einnig fé- lagsmál, og síðast en ekki síst músikina og sönginn, sem svo sterkan þátt á í öllum þessum hópi. Já, það hefir oft verið spilað og sungið á góðum stundum og þá ekkert verið að eltast við klukk- una En svo hafa líka komið dimmir dagar og eru mér þá í huga sér- staklega tvö hörmuleg slys í þess- ari fjölskyldu, sem urðu með til- tölulega stuttu millibili. Þar á ég við iát Sigmars litla Kárasonar og drukknun Kristjáns heitins Ás- geirssonar. E.t.v. var þar að stór- um hluta að leita upphafs þeirra veikinda er síðustu árin þjáðu Helgu svo mjög. Helga var fædd 23. september 1934, næstyngst af 8 börnum hjónanna Gunnlaugar Gunnlaugsdóttur og Ásgeirs Frímannssonar skipstjóra. Hún giftist 27. desember 1957 Bjarna Sigmarssyn. vélstjóra en hann var einnig um 15 ára skeið verk- stjórí Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar hf. Bfirn þeirra eru talirs í aldurs- röð Guðrúr. fóstra gift Ingólfi Hannessyni. Margrét Inga, býr meö Markúsi Einarssyni Sigur- björg stúdent, býr með Þórð: Arn- aldssyn og Sigurður, sem aðeins er 15 ára og er við nárr. hér heima. Þá hafði Helg; eignast son áður en hún giftist og það er Ásgeir Arngrímsson útgerðartæknir, en kon; hans er Arna Hrafnsdóttir. Þessum línum mínum vildi ég svo Ijúka meö þeirr' einlægr bæn til Guðs að hann veiti vinkonu minn. sinn eilífa frift og öllum syrgjenciun; styrk á erfiðum stundum. Við hjónin sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og huggum okkur við aö tíminn lækn- ar sárin að lokum. Ingibjörg a Syðri-Á V raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar Ehúsnæöi óskast Laugavegur — næsta nágrenni 1. hæft — 2. hæö Óska eftir aö taka á leigu ca. 60-100 fm hus- næö serr fyrst. Uppl. ísíma 12274. A kvöldin s. 667124. Vesturbær — leíga — íbúð óskast — Ung kona meö S ára dóttur óskar eftir aö taka á leigu snyrtilegs og tailega 3ja-4ra herbergja íbúö Regiusemi og mjög góö umgengni. Meömæli et óskaö er. Vinsamlegast hringiö í síma 39713, 671873 eða 83593 - skilaboð. Hjáiparstofnun kirkjunnar óskar aö taka á leigu sem fyrst litla íbuö í Reykjavík eða ná- grenni, til a.m.k. eins árs. Nánari upplýsingar í síma 26440.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.