Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 44

Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 44
44 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ19§5 fClK í fréttum Sæmilegasti fakír hún Geraldine Geraldine Willi- ams er ekkert blávatn, það sannaði hún áþreifanlega fyrir skömmu er hún setti heimsmet í sinni grein. Að metinu loknu bar Geraldine sæmdarheitið „út- haldsbesti fakírinn" með sérstökum glans. Það þykir eflaust lítt árennilegt að slá met stúlkunnar, því það er í því fólgið, að hún lá á fleti sínu, alsettum flugbeittum fleygum í alls 30 klukkustundir. Það eitt og sér þætti mörgum fakírum ugglaust heldur létt verk að vinna, en ekki er víst að öllum þætti viðbót Geraldine kræsileg. Hún bauð nefnilega þyngsta manni Bretlandseyja, George McAgree, að komast í sviðsljósið með sér, og sitja ofan á sér umræddar 30 stundir. George þakk- aði pent fyrir sig og þraukaði eigi síður en ungfrú Williams. George karlinn er „aðeins" 235 kg. Með- fylgjandi mynd er af metaslættinum. Ekki fylgdi sögunni hver átti eldra metið í gaddadínulegu, enda trúlega erfitt að meta afrekin. George situr makindalega ofan á maganum á Gerald- ine og ef mvndin prentast vel má sjá sællegt bros á vör- um hennar. Joan vísaði Pétri á dyr — en samvistum hefur þó ekki verið slitið að slettist upp á vinskapinn hjá þeim Joan Collins og Peter Holm fyrir skömmu, svo heiftarlega var rifist, að Joan bað Peter að flytja burt úr húsi þeirra i Beverly Hills um stund- ar sakir að minnsta kosti. Fregnir herma að Peter hafi pakkað saman og leigt sér íbúð í Los Angeles. Þar vinnur hann nú hörðum höndum að því að undir- búa vikuiegan sjónvarpsþátt þar sem Joan mun leika aðalhlut- verkið. Þátturinn heitir „Synd- ir“. Annars segir Joan að rifrildi þeirra hafi að vísu verið æsilegt, en þó engin frágangssök og hjón- abandsáform þeirra væru í fullu gildi enn sem fyrr. „Ég vildi bara vera ein og hugsa málið um hríð,“ segir Joan. Það er loks frá- gengið, að hún mun halda áfram í Dynasty-ævintýrinu næstu tvö árin að minnsta kosti, hún hefur skrifað undir samning við fram- leiðendurna. Hún hefur ekki ráð á því að hætta og það náðist málamiðlun um kaup og kjör. Eftir að ljóst var að hún yrði áfram Alexis Colby á öðrum þræðinum, rabbaði hún við fréttamenn um heima og geima. Var hún afslöppuð og fór á kost- um I ýmsum tilsvörum. Til dæm- is spurði einn fréttamaður hana hvort hún ætlaði ekki að gefa út líkamsræktarbók eins og flestar leikkonur virðast finna hjá sér hvöt að gera í seinni tíð. „Élskan mín, Alexis gerir aldrei iíkams- æfingar. Ég reyni sjálf að sprikía svolítið en hef ekki nennt því nú um skeið. Ég keypti myndbönd með æfingapró- grömmum Jane Fonda en það varð ekkert úr því að ég gerði æfingarnar því ég varð uppgefin á því einu að horfa á þær. Það væri ósatt að segja að ég gerði ekkert til að halda mér til, en vaxtarrækt er ekki það sem ég lít á sem lausnina. Eg þoli ekki konur sem hlaða utan á sig vöðv- um og líta svo út eins og karl- menn,“ segir Joan. Selvogsgata vörðuð * Auppstigningardag mætti vaskur hópur á Bláfjallaveg, þar sem Selvogsgata sker þennan nýja veg. Þarna voru komnir sjálfboðaíiðar á vegum Ferðafé- lags fslands og stjórnar Reykja- nesfólkvangs til að gera við og ’ hlaða upp vörður á þessari gömlu leið úr Hafnarfirði austur í Sel- vog. Þarna fóru allt fram á þessa öld vermenn, bændur á Ieið í kaup- stað og baggahestar með brenni- stein úr brennisteinsnámunum ofan Grindaskarða. Hafa spor manna og hesta markað götuna, jafnvel í harðar klappir. Sextán manns mættu til leiks og gerðu við þær vörður sem farnar voru að láta sig og hlóðu nýjar þar sem langt var á milli undir forystu hins haga hleðslumanns Jóhann- esar Arasonar. í fyrra voru gerðar upp vörð- urnar frá Bláfjallavegi upp fyrir Grindaskörð, en nú haldið í hina áttina og vörður endurnýjaðar frá veginum vestur í Mygludali við Helgafell, eða þar sem Selvogsgat- an gamla liggur i gegnum hinn nýja Reykjanesfólkvang. Göngu- leiðir eru mjög skemmtilegar í báðar áttir frá veginum, annars vegar upp í Gönguskörðin þaðan sem útsýni er fagurt og um marg- ar leiðir að velja á heiðinni, og hinsvegar í vestur hjá Helgafelli, um Valaból og í Kaldársel. Þaðan niður í Hafnarfjörð eða um Búr- fell og Heiðavötn til Reykjavíkur. Ættu vörðurnar nú að hjálpa göngufólki að rekja sig áfram eftir þessari skemmtilegu gönguleið. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar af sjálfboðaliðunum við vörðu- hleðsluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.