Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 1
80 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 118. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gífurlegar náttúruhamfarir í Bangladesh: Hroðalegt ástand og tug- þúsundir manna taldar af Hörmungar dynja yfir Miklar hörmungar hafa dunið yfir íbúa suðurhluta Bangladesh síöustu dagana, óveöur meö risafióöbylgjum sem sópaö hafa öllu sem fyrir hefur oröið á haf út. Á meöfylgjandi mynd dreifir strandgæslumaöur hrísgrjón- um til þurfandi í sérstökum búðum sem stjórnvöld hafa reist á hörm- ungasvæðunum. Símamynd/AP Urirchar og Dhaka, Bangladesh. 28. mai. AP. BJÖRGUNARSVEITIR vinna myrkranna á milli í suöurhluta Bangladesh um þessar mundir, eftir að fellibylur óö yfir þennan hluta landsins um helgina með 12 metra háa flóöbylgju. Strandgæsla landsins notar öll fiey sín til aö ná drukknuöu fólki úr Bengalflóa og strendur eru gengnar reglulega til þess að finna rekið fólk og koma því til grafar. Fjöldagrafir hafa verið grafnar, hver af annarri og þær fylltar jafnóöum. Opinberar tölur yfir látna eru um 1400 talsins, en Rauði krossinn hefur sagt 5000 lík fundin. Óstað- festar fregnir herma þó að tugir þúsunda, kannski 40.000 til 45.000, sé saknað og fæstum þeirra er hugað líf úr því sem komið er. Eymd margra sem eftir lifa er með ólíkindum og aðbúnaðurinn og skorturinn hræðilegur. Eitt dæmi af mýmörgum: Tíu ára drengur er einn eftirlifandi af átta manna fjölskyldu. Matur er lítill eða enginn og drykkjarvatn þarf að flytja til hörmungarsvæðisins og skammta það. Opinberir aðilar segja að 16.794 heimili hafi eyði- lagst og 122.826 til viðbótar hafa skemmst meira og minna. Rauða krossmenn hafa sagt björgunar- liða felmtri slegna yfir því hve ört líkum skolar á land og jafnframt Enn hörkuátök í Beirat: óttast að sjúkdómar kunni að blossa upp, „líkin eru svo mörg að við getum aldrei grafið þau öll á þremur dögum eins og æskilegt væri og svo eru öll húsdýrin, hræ þeirra eru einsog hráviði um allt,“ var haft eftir einum. í norðurhluta landsins hafa einnig verið náttúruhamfarir, miklar rigningar hafa valdið flóð- um sem svipt hafa 30.000 manns heimili sínu. Nokkrir hafa og drukknað. Sjá nánar: „Hvirfilbyhirinn sóp- nði íbúum eyjanna á haf út“, á bls. 30. Gagnsókn PLO brotin á bak aftur Beirut, 28. maí. AP. GRIMMILEGIR og blóöi drifnir bardagar geisuðu í flóttamannabúö- um Palestínumanna í Beirut í dag og um skeið tókst skæruliöum Palest- ínumanna aö ná aftur á sitt vald stöðvum sem shítar höföu hrakið þá frá. Það stóö þó aðeins fáeinar klukkustundir og síðan þrengdi enn að Palestínumönnum. Mannfall hefur verið mikið og enginn veit með vissu hve margir eru fallnir í valinn. Um helgina reyndi Rauði krossinn að komast inn í stærstu búðirnar til þess að flytja burt særða Palestínumenn og nutu fulltingis drúsa, en fallvalt vopnahlé sem samið hafði verið um stóð ekki lengi og urðu hjálpar- sveitir frá að hverfa og aðeins með 14 særða í sjúkrabifreiðum sínum. Sögðu þeir tugi liggja eftir og alltaf bættist við. Foringjar shíta, sem berjast gegn PLO á þessum slóðum, sögðu PLO hafa náð mikilvægu háhýsi á sitt vald eftir að óbreyttir borgarar hliðhollir PLO gáfu þeim te bland- að svefnlyfjum til drykkjar, síðan hefðu liðsmenn PLO ruðst inn í húsið og stráfellt 20 shíta. Þessu Símamynd/AP Rauöa kross-menn bera á brott einn af átta skæruliöum sem ísraelar drápu í suöurhluta Líbanon í dag. neituðu PLO-menn með öllu. En shítar náðu húsinu aftur með að- stoð fallbyssa og skriðdreka. Hús þetta var elliheimili fyrir fáum dögum, en vistmenn hafa allir ver- ið fluttir á brott og eiga nú hvergi höfði að halla, 200 manns. Lögregl- an í Beirut segir 20 manns hafa fallið í bardögum í dag og 62 hafa særst, en þar á meðal séu ekki fallnir og særðir í bardögunum um elliheimilið, en þar virðast tugir manna hafa fallið úr röðum beggja. Frá Beirut er það einnig að frétta, að félagar í öfgahópnum Ji- had rændu Bandaríkjamanni, starfsmanni við háskólann í Beirut. Eru þá fimm Bandaríkjamenn og Frakkar í haldi hjá umræddum hryðjuverkamönnum. Útlendingar hafa verið hvattir til að heimsækja ekki Beirut nema brýna nauðsyn beri til. I suðurhluta Líbanon dró einnig til tíðinda, þar komu ísraelar auga á svo sem tylft skæruliða sem voru að laumast að stöðvum þeirra. Hófu þeir þegar ákafa skothríð á þá og felldu 8 þeirra, en flæmdu hina á brott. ísraelar tilkynntu að brottflutningi herliðsins myndi ljúka í næstu viku, en fyrst um sinn yrði „fámennt lið“ hermanna á „mjóu belti“ nærri landamærun- um. Tillögur Bandarfkjaforseta: Skattar á fyrirtæki hækkaðir? Washington, 28. maí. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, flytur útvarpsávarp í nótt, þar sem hann mun greina frá nýjum tillögum stjórnar sinnar um breytingar á skattalöggjöfinni. Segir forsetinn, aö ef þingiö samþykki tillögurnar muni þær leiöa til skattareglna, sem verði einfaldari og sanngjarnari en núgildandi reglur, og skattborgararnir muni hafa meira fé til eigin ráöstöfunar, en þeir hafa nú. Bandaríkjastjórn hefur ekki vilj- að gefa neinar upplýsingar um efn- isatriði tillagnanna, en dagblaðið Washington Post segist hafa kom- ist yfir skjöl sem sýni, að ætlunin sé að hækka skatta á fyrirtæki um 22,5 prósent og lækka skatta ein- staklinga um 5,2 prósent. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru unnar á grundvelli hugmynda starfsmanna fjármálaráðuneytis- ins, sem höfðu lagt til að skattar fyrirtækja hækkuðu um 35 prósent og skattar einstaklinga lækkuðu um 8,5 prósent. Bandaríkjaforseti segir, að hinar nýju skattatillögur muni engin áhrif hafa á skattatekjur alríkis- stjórnarinnar á næsta ári, sem nema 794,3 milljörðum doliara. Hann segir, að þær muni heldur ekki breyta neinu um hallann á fjárlögum ríkisins, sem nemur nú um 175,3 milljörðum dollara. Sovéskur iiðhlaupi óttaðist refsingu: Faldi sig í hlöðunni heima hjá sér í 41 ár Moffkvu, 28. nuu'. AP. ÞEGAR PROSKOVIA Navrotskaya lést á heimili sínu fyrir skömmu og opinberir embættismenn komu til aö líta á húsakynnin, meta þau og þess háttar, blasti við þeim furöuleg sjón er þeir litu í hlööu hennar. Vofuleg mannsmynd var á sveimi þar, einkum í nálægð lítils klefa sem geröur haföi veriö í einu horninu og verið vandlega falinn. Þetta var Pavel Navrotski, eig- inmaður Proskoviu, sem álitinn var látinn fyrir löngu. Hann hafði verið þarna í felum í 41 ár og kona hans haldið því leyndu, unnið hörðum höndum á samyrkjubúi i nágrenninu og laumað mat til Pavels inn um rifu á hlöðuveggn- um þrisvar á dag. Aðeins einu sinni laumaðist Pavel út úr byrgi sínu, um hánótt, dulbúinn sem kvenmaður. Frá þessu atviki var greint í sovésku dagblaði nýlega. Saga Pavels var þar rakin. Hann var hnepptur í Rauða herinn í síðari heimsstyrjöldinni og sendur á vígstöðvarnar þar sem bardagar gegn Þjóðverjum í stórsókn geis- aði hamslaust. Eftir aðeins einn dag á vígstöðvunum lagði hann niður vopn og gafst upp. Skömmu síðar höfðu Þjóðverjar hernumið það landsvæði þar sem heimili Pavels var og er. Þeir slepptu hon- um og bjó hann bar næstu árin. eða til ársins 1944 er Rússar sneru vörn í sókn og hrundu sókn Þjóð- verja. Pavel hafði gefist upp árið 1941. En er Rússar sóttu fram á ný, sá Pavel sæng sína upp reidda, þeim var refsað grimmilega sem aðstoðuðu óvininn, gáfust upp eða gerðust liðhlaupar. Hann faldi sig því í hlöðunni, hreiðraði þar um sig og í ótta sínum hótaði hann að myrða konu sína ef hún ljóstraði upp um hann. Sjálf var hún óttaslegin, rak burt gesti og gerð- ist einsetukona, hamaðist á ökr- um samyrkjubúsins og yrti ekki á nokkurn mann. Þannig liðu árin. Það fyrsta sem Pavel sagði á slitróttri rússnesku sinni, óvanur orðinn að tala, var að spyrja hvort sér yrði refsað. En að sögn' sov- éska dagblaðsins verður Pavel ekki refsað, „ótti hans hefur séð um refsinguna og er hún þegar ærin,“ sagði í frásögn blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.