Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 51
MQRGlJNgLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR %). MAÍ 1985 51 Mikill áhugi á samstarfi við Háskóla íslands - segir dr. James O. Freedman rektor háskólans í Iowa en hann er staddur hér á landi í boði Háskóla íslands Lýðháskólinn í Skálholti Skólaslit í Skálholti Tvær námsbrautir kenndar við skólann HÁSKÓLI íslands gerði á síðast- liðnu ári samning við háskólann í lowa í Bandaríkjunum um skipti á kennurum og nemendum og sameig- inleg rannsóknarverkefni. Á þessu eina ári hefur þegar verið nokkuð um samskipti milli háskólanna. Tryggvi Ásmundsson læknir hefur nýlega dvalið í Iowa þar sem hann hefur unnið að rannsókn sinni á heymæði. Pró- fessor Þórólfur Þórlindsson fer fljótlega til lowa til rannsókna, en hann lauk Ph.D prófi frá skólan- um. Prófessor Paul Durrenberger hefur dvalið við Háskóla íslands í vetur á vegum Fullbright-stofnun- arinnar og á þessu ári er von á prófessor Stephen Wieting hingað til rannsókna í félagsfræði. Auk hans koma þrír kennarar frá Iowa til lengri eða skemmri dvalar. Iowa háskóli veitir 3.500$ styrk til íslenskra námsmanna árlega og verða 13 íslenskir námsmenn við skólann á þessu ári. Dr. James 0. Freedman rektor háskolans í Iowa er staddur hér á landi í boði Háskóla íslands ásamt aðstoðarmanni sínum, dr. Stephen Arum. Dr. Freedman sagði á fundi með blaðamönnum að það væri mikill áhugi í háskólanum í Iowa fyrir samstarfi við góða háskóla, svo sem Háskóla Islands. Hann sagði að samvinna sem þessi, t.d. á sviði rannsókna, væri mjög já- kvæð fyrir báða skólanna. Dr. Stephen Arum sagði að venjulega tæki 2—3 ár að koma af stað svona samvinnu. En það væri táknrænt að sólin hefði skinið frá því að þeir stigu fæti sínum á ís- lenska grund og sama mætti segja um samstarf háskólanna á þessu eina ári. Ótrúlega miklu hefði ver- ið komið í verk. Prófessor Paul Durrenberger og Gísli Pálsson mannfræðingur eru nú að undirbúa ráðstefnu sem verður í Iowa árið 1987 um mannfræðirannsóknir á Islandi. Lýðháskólanum í Skálholti var slitið í þrettánda sinn 1. maí sl. f skólanum í vetur stunduðu tuttugu ungmenni nám á aldrinum 17 til 24 ára. Skálholtsskólinn er rekinn í anda norrænu lýðháskólanna og miðast námið við einn vetur. „Nemendur geta valið um tvær námsbrautir við skólann, mynd- listarbraut og félagsmálabraut — leiðtogamenntun. Auk þess sem kenndar eru nokkrar kjarnagrein- ar eins og íslenska, erlend tungu- mál, saga og söngur," sagði sr. Gylfi Jónsson, rektor Lýðháskól- ans í Skálholti. „Á myndlistar- braut er kennd almenn myndlist, teiknun, litameðferð, undirstaða í grafík og farið er í heimsókn til listamanna, í listasöfn og á list- sýningar. Á félagsmálabraut er boðið upp á uppeldisfræði, sál- fræði, heimspeki, ræðuflutningur og kennsluæfingar. Einu sinni i viku eru fluttir fyrirlestrar og þar fjallað um hin óskildustu efni. Sem dæmi má nefna kynningu á starfsemi Amn- esty International, starfi fanga- prests, sálfræði, fjölskylduráðgjöf, útilíf og fleira. Oft eru það nem- endur sem óska sérstaklega eftir að kynnast einhverjum ákveðnum málaflokki og þá er reynt að upp- fylla þær óskir. Náminu lýkur ekki með prófum að vori, heldur er sest niður og reynt að meta hvern- ig námsefni vetrarins var og hvaða árangri það skilaði. Fjöl- brautaskólarnir hafa síðan metið t.d. félagsfræðina að einhverju marki. „Það sem mér hefur fundist skipta mestu máli fyrir nemendur skólans er að nám við hann gefur þeim tækifæri til að fá svar við spurningunum hver er ég og hvert stefni ég. Þessar spurningar virð- ast mér vera áleitnar hjá ungu fólki, sem ef til vill einhverra hluta vegna hefur misst áhuga á námi eftir grunnskóla og skortir kjark eða jafnvel hugmyndir um hvað það vill gera í framtíðinni. Finnst vinnan ekki gefa því neitt lengur en gætu hugsað sér að bæta við sig frekari námi. Þau standa á krossgötum eins og sagt er. I skól- ann koma einnig nemendur sem stundað hafa nám í fjölbrauta- skólum í eitt eða fleiri ár en eru að hugsa um að skipta um náms- braut. Ég hef óskaplega gaman af að vinna með ungu fólki og mér finnst það fá aðra lífssýn hér I skólanum, öðlast sjálfsmynd, auk- ið öryggi og losa sig við feimni, sem hrjáir marga." Fjórir fastráðnir kennarar eru við skólann. Til að fá inngöngu í skólann þurfa nemendur að hafa lokið grunnskólaprófi og vera 18 ára. Námskostnaður er svipaður og í öðrum skólum og nemendur fá dreifbýlisstyrk. Skólinn er sjálfs- eignarstofnun en kirkjan stendur að baki hans og styrkir hann. Við skólaslitin var skólanum af- hent gjöf, brjóstmynd af Þórarni Þórarinssyni, en hann var fyrsti formaður Skálholtsskólafélagsins og mikill frumkvöðull þess að skólinn yrði stofnaður. Tíu ára nemendur skólans voru einnig viðstaddir skólaslitin og færðu skólanum áritaða orðabók. Biskup tslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, ávarpaði samkomuna. Færði hann fram kveðju Þórarins Þórarins- sonar og óskaði síðan nemendum heilla á brottfarardegi. í sumar stendur Lýðháskólinn fyrir tveimur námsstefnum fyrir Norðurlandabúa. Sú fyrri er um mánaðamóti mai— júní og fjallar um kristniboðun í nútímasamfé- lagi og sú síðari hefst 10. júlí og fjallar um ísland og íslendinga í dag. Morgunblaðið/RAX Frá vinstri prófessor Paul Durrenberger, dr. James O. Freedman rektor háskólans í Iowa, Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands og dr. Stephen Arum. Daihatsu Charade hefur létt mörg þúsund Islendingum lífið sökum ótrúlegrar sparneytni og alhliða lægsta reksturskostnaðar ásamt hæsta endursöluverði. Á tímum þrenginga og erfiðleika hjá heimilum er Charade öflugt vopn gegn lífskjaraskerð- ingu. Landsþekkt gæði og þjónusta tryggja endursöluna. Daihatsu-umboðið Ármúla 23, sími 685870 #81733 ■HH wmmmmmmtmmmmammasEamBmmmmmm 'mmsm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.