Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 nógu stórt hjarta fyrir tvo. TM Reo. U.S. Pat. Oft,—all rights reserved «1985 Los Angeles Tlmes Syndicate Sýnist vera hótunarbréf? HÖGNI HREKKVÍSI 0 NÚTIMASAFN | X °o a °Þ I ^ || 'T' (a —r rsVT „ HR.ÍFAMDI ! . ..TAKTU AAVKIP/ " Á ég að gefa yður á kjaftinn? Gunnsteinn skrifar: Fyrr á árum var það talin al- menn kurteisi að þéra þá, sem maður þekkti ekki eða hafði ekki verið kynntur fyrir. Þá voru þér- ingar notaðar í virðingarskyni fremur en hið gagnstæða. Mér brá þegar ég heyrði að blaðamaður þú- aði forsetann í fyrsta sinn. Nú er það viðtekin fjölmiðlavenja og ekki til sóma. Látum það liggja á milli hluta að þéringar hafi verið aflagðar almennt á íslandi, það tilheyrir víst fornri og glataðri háttvísi í samskiptum fólks. En eru þéringar ekki aflagðar á ís- landi? Nei, ónei, ekki aldeilis. Fáir þú hótanabréf frá opinberum rukkurum, ertu þéraður upp í há- stert. „Yður er hér með gert að greiða“ o.s.frv. Hvurslags kurteisi er þetta hjá opinberum rukkur- um? „Á ég að gefa yður á kjaftinn?" sagði kurteis maður við þekktan samborgara hér fyrr á árum. „Kannski takk“ ansaði borgarinn og fékk ærlega á hann. Ef til vill er þetta þéringamál opinberra rukkara angi af þessari kurteisi. Menn eru yfirleitt ekki þéraðir lengur á íslandi nema þegar þeim er hótað. „Til þess að forða yður frá frek- ari innheimtuaðgerðum," heitir það á máli rukkaranna. Ég skil svona kurteisi á þennan veg: Ef þér ekki borgið þá siga ég lögfræð- ingum á yður, helvítið yðar. Sem sagt, hinir hógværu þúa, hinir harðsvíruðu rukkarar og hótarar þéra. Verið þér svo sælir. Samúð í garð veggjakrotara Veggjakrotari skrifar: Við erum hér samankomnir nokkrir veggjakrotarar, sem vilj- um þakka Guðrúnu Guðlaugsdótt- ur innilega fyrir samúð og skiln- ing í okkar garð. Okkur vantar nefnilega öryggisventil eins og hún kemst svo vel að orði og okkar öryggisventill er veggjakrot. Við skrifum merkilega hluti og teiknum fínar myndir og þegar gamlar kerlingar fussa og sveia, þá fyrst „fríkurn" við alveg út. Það er æðislegt. Guðrún segir að veggjakrotið geti verið mikill sál- arspegill fyrir framtíðina til að sjá menningarástand líðandi stundar. Við skrifum góðan texta í anda ástarinnar og málum fínar myndir. Og þegar gamlar kerl- ingar og fínar frúr fussa og sveia og segja að þetta sé viðbjóður og klám, þá er okkur skemmt og ör- yggisventillinn fer í gang hjá okkur. Ekki veit ég hvað um okkur yrði ef við hefðum ekki krotið. Við píp- um á það þegar fólk er að rífast og ætlar að reka okkur í burtu. Hug- verk eru Iöghelg og þessar skjóður hafa ekkert leyfi til að banna and- lega list. Kæra Guðrún, viltu nú ekki vera svo væn að láta okkur vita hvar húsið þitt er eða blokkin. Þar gætum við fengið að vera í friði. Kærar þakkir fyrir það. Við erum reiðubúnir að taka strax til hend- inni. I Látiö okkui vcria vaáninn Rvóva MASTER GLACE LAKKVERND Slípað ofan f laKkift og aldrei að bóna meir. Ryóvarnarskalinn Sigtum 5 — Simi 194(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.