Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 68

Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 68
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Tillögur vegna húsnæðislánakerfisins: <r 370 milljóna kr. aflað með auk- inni skattheimtu Verða kynntar stjórnarandstöðunni í dag Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gærmorgun voru tillögur kvnntar um hvaða leiðir skuli farnar til þess að afla aukins fjár til húsnæðislánakerfisins. Tillögurnar gera ráð fyrir því að söluskattur verði hækkaður um eitt prósentustig úr 24% í 259^ sérstakur skyldusparnaður á hærri tekjur verði ákveðinn og svonefndur eignaskattsviðauki 0,25% á sérstakar eignir ein- staklinga og félaga. Alls er áætlað að þessar tillögur muni afla húsnæðis- kerfinu 370 milljóna króna. Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti síðdegis í gær, að þessi leið verði farin, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að þessar tillögur væru nú í sinni endanlegu stjórnarandstöðunnar árdegis í dag. " „í síðustu viku fékk ég umboð þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þess að semja við stjórnarand- stöðuflokkana á ákveðnum grund- velli, sem ég gerði þingflokknum grein fyrir,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þorsteinn sagði að samkomulag hefði orðið um það á fundi með fulltrúum stjórnar- andstöðunnar í síðustu viku, að ræða ekki efniSatriði viðræðnanna Jt fyrr en tillögur væru komnar fram frá báðum aðilum. „Ég mun standa við það samkomulag fyrir mitt leyti,“ sagði Þorsteinn, „en aðrir verða að eiga það við sig hversu vandir þeir eru að virðingu sinni.“ „Við ráðgerum að færa að minnsta kosti 370 milljónir króna til húsnæðiskerfisins á þessu ári, með þessum tillögum,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. „Það gerir okkur kleift að standa að þeirri greiðslu- mynd, og yrðu kynntar fulltrúum jöfnun sem við höfum stefnt að, og viðbótarlánum með tilkomu ráð- gjafarþjónustunnar, án þess að skerða lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Sömuleiðis gerir það okkur kleift að auka G-lánin.“ Aðspurður um hvort tillögurnar myndu hugsanlega taka breyting- um í dag, er þær verða kynntar fulltrúum stjórnarandstöðunnar, sagði forsætisráðherra: „Nei, það tel ég ekki.“ Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði aðspurð- ur um álit á tillögum ríkisstjóm- arinnar í húsnæðismálum: „Við höfum ekki séð þessar tillögur, eins og þær líta út núna. Auk þess lögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar á það áherslu að það yrði ekki rætt um þessa hluti opinberlega, fyrr en séð væri hvort flokkarnir gætu náð samkomulagi.“ Sjá vidtal við Þorstein Páls- son á bls. 4. Morgun blaðið/Bj arn i Áhorfendur fylgjast með er fallhlífastökkvarar svífa til jarðar með knöttinn, sem leikið var með. Mikil stemmning — naumt tap íslenzka landsliðið í knattspyrnu var dyggilega stutt af þúsundum áhorfenda á Laugardalsvelli í gærkvöldi í landsleikn- um gegn Skotum. Fánum var flaggað, lúðrar þeyttir og inni á vellinum börðust íslensku leikmennirnir hetjulega frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Islenska liðið mátti þó þola tap, 0:1, og skoraði James Bett sigurmarkið er þrjár mínútur voru til leiksloka. Bett lék fyrir nokkrum árum með Val og er kvæntur íslenzkri konu. Það voru því skozku áhorfendurnir, sem fóru með sigurbros á vör af leiknum, en hátt í eitt þúsund Skotar komu gagn- gert hingað til lands til að horfa á leikinn. Tveir ungir menn og kona drukkna í Þingvallavatni TVEIR ungir menn og kona, drukknuðu í Þingvallavatni að morgni sunnudagsins. Hin látnu voru Sigurður Örn Aðalsteinsson, 29 ára, Sigrún Bjarnadóttir, 21 árs, og Stefán Þór Hafsteinsson, 25 ára. Þau lögðu frá landi á smá- bát, knúnum utanborðsmótor, klukkan rúmlega fjögur að morgni sunnudagsins. Veður var stillt og vatnið lygnt þegar þau lögðu frá landi, en síðar gerði stinnings- kalda af norðaustri og vindbáru. ^flin látnu höfðu haft á orði að sigla út í Sandey. Þeirra var sakn- að um níuleytið aö morgni sunnu- dagsins og hófst leit á eliefta tím- anum. Bátur þeirra fannst á hvolfi úti á vatninu og lík Sigrúnar og Sigurðar Arnar fundust í hádeg- inu. Lík Stefáns hefur ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit. Fjörur hafa verið gengnar og leitað úr lofti úr þyrlu Land- helgisgæzlunnar. Fjölmennt lið flugbjörgunarsveita, slysa- varnadeilda og Hjálparsveitar skáta hefur tekið þátt í leitinni. Sigurður Örn var fæddur 8. október 1955, til heimilis á Borg- arholtsbraut 25 í Kópavogi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Sigrún Bjarnadótt- ur var fædd 16. september 1963, til heimilis á Bergþórugötu 31 í Reykjavík. Stefán Þór Haf- steinsson var fæddur 2. maí 1960, til heimilis á Álfaskeiði 86, Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fósturson. Sjá frétt á blaðsíðu 2. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Gengið til samn- inga við Samherja um sölu á BÚH MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað i gærkveldi að ganga til samninga við eigendur Samherja á Akureyri og Jón Friðjónsson og fleiri, á grundvelli tilboðs sem bæjarstjórninni hefur borist í eigur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks, óháðra og Framsóknar- flokks sem að þessari ákvörðun stóðu, samkvæmt því sem Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkveldi. Tilboðið er þess efnis að Sam- herji, Jón Friðjónsson og fleiri kaupi fiskiðjuver BÚH, togarana Apríl og Maí og greiði fyrir 270 milljónir og 400 þús. krónur. Þeg- ar unnið var að undirbúningi stofnunar almenningshlutafélags BÚH voru eignir fyrirtækisins metnar á 300 milljónir, en þar inní var gert ráð fyrir að bærinn myndi kosta viðgerð á togurunum. Gæti það numið allt að 20 milljón- um króna. Einnig voru þar inní tæki vegna saltfisks- og skreiðar- verkunar, þannig að samkvæmt þessu segir Árni Grétar að tilboð þetta sé ekki fjarri því mati sem gert var ráð fyrir. Tilboðið gerir ráð fyrir að yfir- teknar verði skuldir að fjárhæð um 200 milljónir, og að eftirstöðv- arnar verði fengnar að láni til 10 ára. Ráðgert er að breyta Apríl í frystiskip, sem myndi kosta um 50 milljónir, auk þess sem gert er ráð fyrir að skipta um vél í Maí og gera endurbætur á frystihúsinu. I heild er því áformað að leggja í endurbætur á skipunum og frysti- húsinu fyrir um 110 til 115 millj- ónir króna. Gera þeir sem að til- boðinu standa ráð fyrir að í frysti- húsinu starfi um 110 manns og hátt í 40 manns á skipunum. Árni Grétar sagði að sjálfstæð- ismenn i bæjarstjórn, óháðir borg- arar og fulltrúi Framsóknar- flokksins hefðu samþykkt tillögu bæjarráðsmanna þess efnis að veita bæjarstjóra umboð til þess að ganga til viðræðna og samn- inga við þá sem gerðu tilboðið, en samningarnir yrðu síðan lagðir fyrir bæjarstjórn til ákvörðunar. Tillaga fulltrúa Alþýðubandalags- ins og tveggja fulltrúa Alþýðu- flokksins um að fresta málinu hefði hins vegar verið felld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.