Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 29
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985
29
Fjárskipti við slit
á óvígðri sambúð
- eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
Fjöldi þeirra sem kjósa að búa í
óvígðri sambúð hefur farið vax-
andi á undanförnum árum og
samkvæmt upplýsingum Hagstofu
íslands er fjöldi þeirra sem búa í
óvígðri sambúð um 10.600. Börn
foreldra sem búa í óvígðri sambúð
eru 5147. Hér er einungis um að
ræða óvígða sambúð sem skráð er
hjá Hagstofu íslands og því efalít-
ið um að ræða mun fleiri sem búa
í óvígðri sambúð.
Nú er því þannig háttað að það
vantar alla lagavernd við slit á
óvígðri sambúð. Því hefur marg-
sinnis komið fram mikið misrétti
við fjármálauppgjör milli sambúð-
arfólks og oft risið upp vandasöm
mál, sem mörg ár hefur tekið að
leysa.
Ályktun Alþingis
Alþingi lét þetta mál til sín taka
á árinu 1980, en á árinu 1981 var
samþykkt þingsályktunartillaga
frá þingmönnum Alþýðuflokksins
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að láta nú þegar fara
„Þó aö á fímmta ár sé
liðið frá samþykkt þess-
arar tillögu situr allt við
það sama í þessu hags-
munamáli fólks í óvígðri
sambúð. Réttarstaða
fólks í óvígðri sambúð,
einkum efnahagsleg,
einkennist því áfram af
öryggisleysi og óvissu
við slit sambúðar.“
sameign aðila. ljóst er þó að
dómstólaleiðin er bæði erfið, dýr
og oft seinvirk. Það getur því tekið
nokkur ár að fá niðurstöðu um
fjárskipti við slit á óvígðri sam-
búð.
Tryggður verði eignar-
réttur í óvígðri sambúð
Þó fyrir liggi vilji Alþingis um
að tryggja beri réttarstöðu fólks í
óvígðri sambúð, sbr. ályktun Al-
þingis frá febrúar 1981, þá er engu
að síður ljóst að ekki bólar enn á
því að stjórnvöld leggi fram frum-
varp sem tryggi réttarstöðu fólks
ef til fjármálauppgjörs kemur
vegna slita á óvígðri sambúð. Ég
tel, að mikið sé í húfi að Alþingi
taki þegar af skarið til að tryggja
eignarrétt í óvígðri sambúð og hef
því ásamt þrem öðrum þingmönn-
um lagt. fram frumvarp á yfir-
standandi þingi um að á þessum
málum verði tekið. Frumvarpið er
þess efnis að skiptarétti verði
heimilt að skipta búi sambúðar-
fólks, sem hvoru tveggja i senn
kæmi í veg fyrir tímafrekan mála-
rekstur við slit á óvígðri sambúð
og það sem ekki er minna um vert
að hindra að annar sambúðaraðil-
inn bíði mikið fjárhagslegt tjón
þegar upp úr sambúð slitnar. Hér
er um einfalda lagabreytingu að
ræða og verður að vænta þess, að
frumvarp þetta verði að lögum nú
fyrir þinglok, enda varðar það
hagsmuni og réttarstöðu fjölda
fólks sem er í óvígðri sambúð.
Höfundur er raraíormaður Alþýðu-
flokks.
___| ■V-
Veröbréfasjfóöurinn hf.
ávaxtar peningana þína
á hagkvæman hátt
án þess að festa þá
í iangan tíma
fram könnun á réttarstöðu fólks í
óvígðri sambúð. f því skyni skipi
viðkomandi ráðherra nefnd er geri
tillögu um hvernig réttindum þess
verði best fyrir komið, sérstaklega
með tilliti til eigna- og erfðarétt-
ar. Nefndin skal hraða störfum
svo sem kostur er og skila álits-
gerð og tillögum áður en næsta
reglulegt Alþingi kemur saman.“
Þó að á fimmta ár sé liðið frá
samþykkt þessarar tillögu situr
allt við það sama í þessu hags-
munamáli fólks í óvígðri sambúð.
Réttarstaða fólks í óvígðri sam-
búð, einkum efnahagsleg, einkenn-
ist því áfram af öryggisleysi og
óvissu við slit sambúðar.
Þóknun fyrir
heimilisstörf
Eignarmyndun er oft sameigin-
legt framlag beggja sambúðarað-
ila ýmist beint t.d. ef bæði hafa
haft atvinnutekjur eða þá óbeint
þegar konan vinnur á heimili og
stuðlar þannig að bættri aðstöðu
karlmannsins til tekjuöflunar.
Nefna má að stundum stendur
sambúð svo að áratugum skiptir
og allar eignir búsins hafa orðið
til á þeim tíma. Ef um eignamynd-
un í húsnæði er að ræða á sambúð-
artímanum geta risið upp mikil
vandamál við sambúðarslit þegar
aðeins annar eigandinn er skráður
eigandi fasteigna. í hæstaréttar-
dómum má sjá að oft hefur verið
farin sú leið til að draga úr mesta
óréttlætinu að dæma konunni
þóknun fyrir störf hennar í þágu
heimilisins. Það liggur þó í augum
uppi, að ef eignamyndun hefur
verið mikil á sambúðartímanum,
þá getur slík þóknun verið hverf-
andi samanborið við eignirnar.
Hin síðari ár hefur þó niðurstaða
dómstóla um slit óvígðrar sam-
búðar í auknum mæli verið sú til
að koma í veg fyrir ósanngjarna
niðurstöðu að farið er að dæma
hlutdeild í eignamyndun á sam-
búðartímanum eða viðurkenna
Fjárfestingarfélag fslands hf. hefur nú stofnað
fyrsta gagnkvæma verðbréfasjóðinn á
íslandi, sem nefnist Verðbréfasjóðurinn hf.
Markmiðið er að koma til móts við þá sem ekki
hafa þekkingu á verðbréfaviðskiptum, tíma til
að sinna þeim, eða þau fjárráð sem hingað til
hafa verið nauðsynleg í verðbréfaviðskiptum
hérlendis.
Þeir sem kaupa kjarabréf Verðbréfasjóðsins
geta notið þeirrar ávöxtunar sem ríkir á frjálsum
verðbréfamarkaði, og innleyst kiarabréfin þegar
þeim hentar með nokkurra daga fyrirvara.
Þú ættir að kaupa kjarabréf
Verðbréfasjóðslns.
• Þú færð riflega ávöxtun en tekur lágmarks
áhættu.
• Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfa-
sjóðnum með nokkurra daga fyrirvara, þegar
þér hentar.
• Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum
vinna fyrir þig.
• Þú sparar tíma og fyrirhöfn.
• Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna
er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra.
• Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og
50.000. Þannig geta allir verið með.
• Kjarabréfin eru handhafabréf.
• Kjarabréfin fást í flestum pósthúsum landsins
og í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins,
Hafnarstræti 7, Reykjavík.
VERDBRÉFA
SJÓDURINNHF
Hafnarstræti 7
101 Reykjavík