Morgunblaðið - 29.05.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.05.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Sakharov-málið: Dagsetningu á póstkorti breytt Newton, Massaebusetts, 28. aprQ. AP. TATIANA og Efrem Yankelevich, dóttir og tengdasonur Jelenu Bonner, eiginkonu Andreis Sakharov, telja að dagsetningu á póstkorti frá frú Bonner, sem þeim barst 18. maí sl., hafi verið breytt í Sovétríkjunum til ad láta þau halda að Sakharov hafi ekki verið í mótmælasvelti. Tatiana sagði í viðtali við AP, að móðir sín hefði augljóslega rit- að á póstkortið, en rannsókn sér- fræðinga hefði hins vegar leitt í ljós, að dagsetningu á kortinu hefði verið breytt í 21. apríl með annarri rithönd en frú Bonners. Samkvæmt heimildum Yankel- evich-hjónanna frá Moskvu var Sakharov þá í mótmælasvelti og hafði verið frá 16. apríl. Hinn 21. apríl hafi hann hins vegar verið fluttur á sjúkrahús og matur neyddur ofan í hann, en hann byrjaði mótmælasvelti á ný 11. maí sl. Reykurinn stígur upp af brennandi og hálfsokknu flaki „Pwtrogeno 1“ í höfninni í Algeciras. AP/Símamynd Sprengingar tættu í sundur olíuskipin iUowiraa Uwá.i *>7 AD Nýtt bóluefni gegn malaríu á markað? WjLshington, 28. maí. AP. SÉRFRÆÐINGAR hafa fundið bóluefni sem dugar gegn malaríu í mús- um og kanínum. Rannsóknir eru á lokastigi og ef allt gengur að óskum gera vísindamennirnir sér vonir um að hefja megi tilraunir með bóluefnið á mönnum strax í sumar. íku úr malaríu. Alls eru greind árlega um 150 milljón tilfelli, nær eingöngu í þriðja heiminum. Algecirns, Spáni, 27. maí. AP. NOKKUR þúsund manns komu í dag til fjöldajarðarfarar þeirra sem fórust í sprengingunum í olíuskipunum tveimur í Alegeciras á sunnudag. Juan Carlos konungur lofaði hugrekki ungs manns, sem bjargaði tíu manns úr sjónum. Antonio Fernandez, talsmaður héraðsstjórnarinnar, sagði í dag, aö tala látinna væri komin upp í 20, en 13 væri enn saknað. Meðal þeirra sem fórust í sprengingunni, auk skipverjanna á olíuskipunum, voru verkamenn í olíuhreinsunarstöðinni, sem var rétt hjá slysstaðnum. Annað skipið var skráð í Pan- ama og hét Petragen One. Hitt var spænskt og hét Camponavia. Juan Carlos konungur vitjaði 14 slasaðra á sjúkrahúsinu í Algecir- as og talaði við fjölskyldur þeirra. Þá ræddi hann við hinn 21 árs gamla Francisco Javier Blesa og hrósaði honum fyrir hugrekki. Ungi maðurinn var ásamt vin- um sínum að veiðum á litlum báti er sprengingarnar tættu skipin í sundur, þar sem þau lágu fyrir akkerum úti fyrir olíuhreinsun- arstöðinni í Gíbraltar og verið var að losa bensín og lesta þotubensín. Hann sagði konunginum, að hann hefði skotið vinum sínum í land og farið síðan aftur út á fló- ann og dregið 10 manns um borð í bát sinn, en þeir höfðu stokkið í sjóinn er sprengingarnar urðu. Froskmenn hafa unnið í allan dag við að leita í flökunum. Yfirmaður olíuhreinsunarstöðv- arinnar, Jose Maria Pons, sagði, að kafarar hefðu sagst hafa séð hluta úr þilfari Panama-skipsins ofan á spænska skipinu. Væri sú raunin, benti það til, að sú kenning væri rétt, að Panama- skipið hefði sprungið á undan. Walter Reed, vísindamaður sem veitir starfshópnum for- stöðu, spáði því að nothæft og gott bóluefni gæti hæglega verið komið í gagnið eftir þrjú ár eða svo. Ýmsar rannsóknir eru í gangi víðar í Bandaríkjunum, einnig í Ástralíu og Svíþjóð, en til þessa hafa þær allar mistekist vegna erfiðleika að rækta mal- aríuveiruna í rannsóknarstofum. Vísindamennirnir í Washington hafa hins vegar náð að búa til eftirlíkingar af próteinmólíkúl- um sem finnast á yfirborði veir- unnar og með því að leggja út frá því hefur árangur orðið góður. Malaríuveirunni hefur verið útrýmt í Bandaríkjunum, en í þriðja heiminum er hún algeng og sem dæmi má nefna, að um milljón barna deyr árlega í Afr- Afganistan: Stórsókn Sovéthersins gegn andspyrnumönnum Fréttir berast um fjöldamorð á óbreyttum borgurum iHlamabad, 28. maí. AP. BORIST hafa fréttir um stórsókn sovéska hersins í Afganistan gegn and- spymuhreyfingunni í landinu, og umfangsmikil hryðjuverk, sem innrásarher- inn hefur unnið. ónafngreindir stjórnarerind- rekar segja að sovéski herinn, fót- göngulið, skriðdrekar, orrustuþot- ur og þyrlur, hafi hafið sókn í Játar morðin á Korfu: Hélt sig vera Kunar-dal, skammt frá landa- mærum Pakistan, en það er mik- ilvæg samgönguleið andspvrnu- manna. Einn af skæruliðafor.ngj- um Afgana hefur staðfest þe-.sa frétt í samtali við AP. Eftir vestrænum sendifulltrú- um í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, er haft, að fjölmennar sveitir sovéska hersins hafi farið þaðan á síðustu tveimur vikum og haldið í átt að landamærum Pakistans. Er álitið, að markmið Sovétmanna með aðgerðunum við landamærin sé að stöðva sendingar á vopnum og vistum frá Pakistan, og hindra möguleika á sóknaraðgerðum frelsissveitanna í sumar. Þá hafa borist um það fregnir fyrir milligöngu erlendra stjórn- arerindreka, að hinn 13. maí sl. hafi fleiri en eitt hundrað óbreytt- ir borgarar, karlar, konur og bðrn, verið felldir í sprengjuárás sov- éskra herþota á þorpið Surkh Khan. Er árás þessi sögð hafa ver- ið gerð í hefndarskyni fyrir að- gerðir skæruliða í Laghman-hér- aði. Eftir sömu heimildum er haft, að sovéskir hermenn hafi farið í Garghaí-þorp, sem er skammt frá Surkh Khan, og myrt marga óbreytta borgara. Fóru sovésku hermennirnir m.a. inn í moskuna þar og tóku af lífi konur og börn er þar höfðu leitað skjóls. Þeir þyrmdu lífi nokkurra yngri kvenna eftir að hafa svívirt þær. að skjóta ref Henri Kissingen Korfu, Grikklandi, 27. mai. AP. 23 ára gamall Grikki hefur játað aö hafa myrt þrjár þýskar konur fyrr í þessum mánuði, að því er lög- reglustjórinn á Korfu sagði í dag. Eftir tveggja daga yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa skotið konurnar, sem voru ferðamenn á Korfu. Hann var handtekinn sl. fimmtudag. Lögreglustjórinn kvað mann- inn hafa sagt í yfirheyrslunum, að hann hefði verið á veiðum og skotið eina kvennanna í misgán- ingi fyrir ref. Hinar konurnar tvær hefði maðurinn svo skotið í örvæntingu til að reyna að leyna aðild sinni að málinu. Vill láta ræða um geim- varnir á Genfarfundunum Haag, 28. maí. AP. HENRI Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með blaðamönnum í Haag í dag, að hann væri þeirrar skoðunar, að rsða ætti um geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar samhliða viðræðum um sóknar- vopn á fundum stórveldanna í Genf. Kissinger áréttaði, að tengsl væru á milli sóknar- og varnarvið- búnaðar ríkja, og kvaðst álíta, að ekki væri unnt að skilja á milli geimvarnarannsókna annars veg- ar og uppsetningar geimvarnar- búnaðar hins vegar. Bandaríkjastjórn aðhyllist önd- vert sjónarmið og hefur ekki vilj- að fallast á, að rætt verði um geimvarnirnar í afvopnunarvið- ræðunum, sem nú standa yfir í Genf. Telur hún það ekki við hæfi fyrr en niðurstaða rannsóknanna sé komin í ljós, en það á að verða eftir fimm ár. Kissinger lét þá skoðun enn- fremur í ljós á blaðamannafundin- um, að ekki ætti að þrýsta frekar á ríkisstjórnir í Evrópu, að taka þátt í geimvarnarrannsóknum Bandaríkjamanna. „Ef Evrópu- þjóðir vilja ekki eiga aðild að þess- um rannsóknum eigum við að stunda þær upp á eigin spýtur." Umtöluð gifting í Englandi: Brúðurin lá banaleguna er athöfnin fór fram Cuilford, Knglandi, 28. maí. AP. SUE FITZGERALI), 22 ára gömul ensk stúlka, lést daginn eftir að hún gekk að eiga unn- usta sinn, Mark Holness. Brúð- kaupið fór fram á sjúkrahúsinu í Guilford og Sue var dauðvona. Hún var haldin krabbameini, en þau Sue og Mark höfðu ætlað sér að gifta sig í heimasókn sinni, en urðu að hverfa frá því er Sue var lögð inn á sjúkrahús. Var Sue rúmföst er brúðkaupið fór fram og átti aðcins fáar klukkustundir ólifaðar. Þau Sue og Mark fengu sér- stakt leyfi fyrir giftingunni, síðan færðu hjúkrunarkonur rúm að sjúkrarúmi Sue þannig að þau gátu haldið hvort í annað síðustu nóttina. Er Sue var brennd nokkrum dögum eftir brúðkaupið bar hún á fingri giftingarhringinn og var íklædd hvítum brúðar- kjólnum. Séra Martin Hughes, sem gaf þau Sue og Mark saman, sagði þau hafa verið hugrökk til hins síðasta og mitt í sorg- inni hefði verið jákvæður andi svífandi yfir vötnum í brúð- kaupinu og það hefði verið hrein unun að kynnast slíku úrvalsfólki. Mark Holness, garðyrkju- maður að atvinnu, sagði að eiginkona sín hefði vitað um krabbameinið fyrir 8 mánuð- um, hins vegar hefði henni hrakað ákaflega ört fyrirvara- laust. Þau hefðu þekkst í 8 ár, en jafnan frestað hjónabandi þar til þau ættu fyrir íbúð. „Eina framtíðin sem við gát- um rætt var í raun tengd sjúk- dómi hennar og væntanlegum dauða. Meira að segja á brúð- kaupsnóttina var hún að skipuleggja útförina, velja sálma, segja mér að hún vildi láta brenna sig í kjólnum með hringinn á fingrinum. Allan tímann var hún að stappa stálinu í mig, sjálf löngu búin að sætta sig við dauðann," sagði Holness.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.