Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 25

Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, MISVIKUDAGUR 29. MAt 1985 Janice Taylor og Dalton Baldwin Tónlist Jón Ásgeirsson Það hefur verið íslensku tón- listarlífi mikil gæfa hversu svo hefur til fallið, að ágætir tónlist- armenn hafa fengið áhuga á að styðja við tónmennt á Islandi, ekki aöeins með því að flytja góða list, heldur og með því að marka spor sín svo að séð verði að staldrað hafi verið við og hug- að að þeim veika gróðri, sem ís- lensk tónmennt er. Það er í raun óþarfi að bera íslenska tón- mennt saman við það sem best gerist úti í hinum stóra heimi, því einmitt þar getur að heyra andstæður frá hinu besta til hins versta. Það er aftur á móti nauðsynlegt að huga svo að þeim málum, að leitað verði ráða til að koma í veg fyrir sjálfsánægju og til að forðast þá stöðnun, er nauðsynlegt að gestkvæmt sé, svo hinn fjarlægi samtími sé sem rækilegast kynntur í lifandi list. í því hlutverki hafa íslensk- ir tónleikahaldarar oft á tímum verið stórvirkir, til blessunar fyrir íslenska tónment og er hérvera Dalton Baldwins, píanó- leikarans góða, þarum fallegt dæmi. Auk þess að leiðbeina ís- lenskum píanóleikurum í undir- leik, nú í maímánuði, hélt hann tónleika á vegum tónlistarfé- lagsins, ásamt söngkonunni Jan- ice Taylor og fluttu þau tónlist eftir spönsk vihúela-tónskáld, Berlioz, Respighi, Debussy og Mahler. Tónleikarnir hófust á gömlum spönskum lögum útsett- um af Dorumsgaard, sem ekki var kynntur frekar í efnis- skránni. Lögin eru eftir ýmsa vi- húela tónsmiði eins og t.d. Al- onso Mudarra (1510—80), sem starfaði m.a. í Sevilla og var mikilvirkur höfundur tónleika fyrir forvera gítarsins (vihúela) og Juan de Anchieta (1462—1523), eða son hans Don Juan, er báðir störfuðu við hirð Isabellu og Ferdinands. Anchi- eta samdi tvær messur, nokkrar mótettur og söngva, sem þykja gott sýnishorn af spánskri „poly- fóníu" á sextándu öldinni. Spönsku lögin eru ákaflega fal- leg og að efni til er fjalla þau um ástina og dauðann á sérkenni- legan máta, er grundvallast á siðgæði, sem nú til dags þykir Janice Taylor næsta ófínt. Næst komu fimm lög eftir Berlioz og þar var ástin orðin rómantísk. Eftir hlé voru tvö lög eftir Respighi, en þar var dauðinn viðfangsefnið og seinna lagið, Endalok við, kvæði eftir Tagore, er feikna áhrifarík tónsmíð. Impressionisminn er Dalton Baldwin sérkennilegt afsprengi róman- tíkurinnar og eftir einn af helstu boðberum þeirrar liststefnu í tónlist, Debussy, voru flutt þrjú lög, falleg og litblíð, en tónleik- unum lauk með fjórum síðróm- antískum lögum eftir Mahler. Það þarf ekki að tíunda neitt í söng Janice Taylor, því hún er frábær söngkona og hefur ótrú- lega mikið vald á röddinni, hvort sem hún er að leika með styrk- leikabreytingar eða blæbrigði. Þessi yfirburða hæfni hennar kom sterkt fram í aukalagi úr Samson og Dalila, eftir Saint- Saéns, sem hún söng á undra- verðan máta, og man undirritað- ur ekki eftir mörgum augnablik- um þar við til að jafna. Dalton Baldwin er ekki síðri snillingur og hann hreint slær mann út af laginu, þegar hann á einn um að gera. Smá strófa, einfalt forspil, einn hljómur verður í höndum hans einkennilegur listgaldur, óútskýrður en fagur. Þessir tón- leikar voru eins konar predikun fagurkerans, þar sem allt mannlífssviðið verður fagurt og upphafið, eins konar fyrirgefn- ing og friðþæging vegna illsk- unnar og ljótleikans, sem úti fyrir dansar og vill allt trylla. jltoiggtiiiMjifrife Áskriftarsíminn er 83033 Heilmikið af húsgögnum! © Vörumarkaiturinn hf. Ármúla 1a, s. 686112. AUÐVITAÐ KAUPA ALLIR SKODA I.DAG ÞVÍ ÖLL RÖK MÆLA MEÐ ÞVI. HÉRNA ERU ÞAU HELSTU: HANN NÝTUR ÞJÓNUSTU, öruggrar og góðrar varahluta- og viðgerðarþjónustu, þar sem nóg er til af varahlutum á góðu verði. HANN FÆST Á GÓÐU VERÐI, því langbesta sem býðst á sambærilegum bílum. Við bjóðum góð kjör og tökum notaða SKODA upp í kaupin og jafnvel aðrar tegundir einnig. ÞETTA ERU RÖK SEM EIGA AÐ RÁÐA. HANN ER SPARNEYTINN, eyðir rúmum sjö lítrum að jafnaði og allt niður í 4,88 Itr. í sparakstri. HANN ER STERKUR, vel smíðaður úr góðu efni og með firnasterku lakki. HANN ER GÓÐUR ( AKSTRI, kraftmikill, með aflhemla, sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum,| margfaldur sigurvegari í ralli og ísakstri. > 3) 85 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.