Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 53 Eiríkur H. Jóns- son - Minning Faeddur 18. ágúst 1918 Dáinn 18. maí 1985 Er ég skrifa minningu um bróð- ur minn kemur ýmislegt fram í hugann. Við erum fæddir og upp- aldir í Hnífsdal hjá góðum for- eldrum, meðal góðs fólks. Þrátt fyrir ólíkt skapferli man ég aldrei eftir öðru en góðri vináttu okkar í milli. Sjálfsagt hef ég notið þess í æsku hversu tillitssamur hann var meðan heilsan leyfði. Eiríkur byrjaði við sjóinn um 15 ára aldur á bátum frá Hnífsdal. Við vorum aldrei saman í skipi. Samt veit ég, að hann var mjög eftirsóttur í skipsrúm vegna með- fæddrar prúðmennsku og verk- lagni. Árið 1941 fór Eiríkur til Reykja- víkur og aflaði sér vélstjórarétt- inda. Við það starf var hann 22. mars 1945 er örlög hans voru ráð- in. Hann slasaðist við gangsetn- ingu á vél á bát frá Hnífsdal. Það voru því rétt 40 ár, sem hann lifði sem öryrki. Ég held að við, sem heilbrigð erum, getum vart sett okkur í spor þess, sem þvílíkt má þola. Mér fannst hann bera þetta sem sönn hetja. Nú á síðasta ári kenndi Eiríkur sér þess meins, sem dró hann til dauða. Ég heyrði hann ekki æðr- ast; er ég þó þess fullviss að hon- um var ljóst hvert stefndi. Eiríkur dvaldist á ýmsum stofn- unum, nú síðustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann naut alls staðar umönnunar góðs fólks. Vil ég færa því öllu mínar bestu þakk- ir. Eiríkur var jarðsettur þriðju- daginn 28. mai frá Garðakirkju á Áiftanesi. Þar mun hann hvíla í þeirri jörð sem ól föður okkar, en hann var ættaður frá Moldhúsi á Álftanesi. Far þú í friði. Eftir lifir minn- ingin um góðan dreng. Kristján J. Jónsson Minning: Jóhannes Magnússon deUdarstjóri Þriðjudaginn 28. maí nk. kveðj- um við Nóa hinztu kveðju. Okkur, sem höfum starfað með honum ár- um saman, er á þessari stundu efst í huga, sú sérstaka kímnigáfa sem hann var gæddur, og átti svo gott með að miðla öðrum. I erli dagsins þegar þreyta sótti aö gat Nói alltaf létt tilveruna með skemmtilegum frásögnum sínum, eins og honum einum var lagið. Sagt er að maður komi í manns stað en skarð Nóa vinar okkar verður aldrei fyllt. Ingibjörg Lilja Anna Sigríður Jóhanna Ú. Sigríður Th. Bryndís Minningargrein þessi um Jóhann- es Magnússon átti að birtast í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag. Vegna mistaka í vinnsu blaðsins varð ekki svo. Velvirðingar er beðist á því. Kveöja: Gústaf Bergmann Sigurbjörnsson Aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að skrifa kveðju á þennan hátt. Ég hélt að afmæliskveðjurn- ar væru margar óskrifaðar enn. Ég veit að Hildi, Gunna og hann „Tinna“ langar mikið til að kveðja litla frænda einhvernveginn, en þau koma ekki orðum að því, kökkurinn í hálsinum er stór. Þau eru ringluð yfir skyndilegri brottför hans, sorgmædd og með söknuð í hjarta. Það er svo sárt að missa, og það er svo sárt að kveðja þá sem maður elskar. Hann var lítill sólargeisli hann Gústi litli, sem öllum yljaði með bjarta bros- inu sínu og þessum undurfallegu spyrjandi augum, sem engan áttu sinn líka. Við þökkum honum inni- lega samvistirnar, og huggum okkur við orð Kidda litla bróður hans, sem sagði við fjölskyldufólk sitt á erfiðri stundu: „Vitið þið ekki, að sá sem trúir, hann mun lifa þótt hann deyi?“ í þeirri von og trú kveðjum við litla frænda að sinni. Hildur, Gunni, Tinna og Þórdfs. Minning: Grímur Magnússon Með þessum fáu orðum vil ég minnast afa míns, Gríms Magn- ússonar, en hann lést þann 13. maí sl. Minningar frá liðnum samveru- stundum hópast að. Þær knýja á hugann og krefjast andvöku. Löngun vaknar hjá mér að festa einhverjar á blað sem tilraun til að fá að geyma þær betur og varð- veita. Ekki reynist þó alltaf auð- velt að orða þessar hugsanir, síst nákvæmlega eins og maður vill. Upp í hugann kemur líka sjálfs- gagnrýni. Var ég þessum manni sá liðsmaður sem hann átti skilið? Var ég ekki ein hinna mörgu, er tíðast litu í eigin barm aöeins og láta um of grasið spretta í ann- arra götu? Hans er sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Við biðjum Guð að blessa ömmu sem hefur misst svo mikið. Megi afi hvíla í friði og hafi hann þökk fyrir allt. ömmu votta ég innilegustu samúð. Þórhildur E. Halldórsdóttir og fjölskylda. Aðalfundur Félags bókagerðarmanna: Tillaga um inngöngu í ASÍ felld öðru sinni AÐALFUNDUR Félags bókagerð- armanna var haldinn laugardaginn II. maí sl. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa var fjallað um kjara- og þjóðmál og var meðfylgjandi ályktun gerð um þessi mál. Þá kom fram á afundinum, að í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna um það hvort félagið ætti að æskja inngöngu í Alþýðu- samband fslands féllu atkvæði þannig að 169 voru því samþykkir, 316 voru andvígir, 28 seðlar voru auðir og tveir ógildir. Þetta er i annað sinn sem félagsmenn fella í atkvæðagreiðslu að æskja aðildar að Alþýðusambandinu. Á fundinum var samþykkt að styðja við bakið á Samtökum kvenna á vinnumarkaði, Kvenna- athvarfinu í Reykjavík og Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsson- ar, en hann hefur verið tengdur verkalýðshreyfingunni frá stofn- un 1964. Stjórn Félags bókagerðarmanna skipa nú Magnús Einar Sigurðs- son, Svanur Jóhannesson, Ásdís Jóhannesdóttir, Sæmundur Árna- son, Sveinbjörn Hjálmarsson, Þórir Guðjónsson og Baldur H. Aspar. Ályktun aðalfundarins: „ísland er um þessar mundir ofarlega á lista hjá auðhringjum og fyrirtækjasamsteypum í heim- inum. Þeim sýnist landið fýsilegt til atvinnurekstrar og valda því nokkrir augljósir þættir. Verk- kunnátta er á háu stigi og íslenskt verkafólk er orðlagt fyrir dugnað. Samfara þessum kostum blasa svo við þær staðreyndir að laun eru hér með því lægsta sem þekkist í hinum „vestræna" heimi og ráða- menn þjóðarinnar éru víðfrægir af endemum í viðskiptum sínum við erlenda auðhringa. Þessar staðreyndir segja í raun allt um stöðu verkafólks. Hún er í einu orði sagt slæm. Það sem gerir þessa stöðu enn napurlegri er sú staðreynd að ef því fjármagni sem í landinu er væri réttlátlega skipt gæti íslenskt verkafólk lifað við góða afkomu og félagslegt öryggi. Á meðan verkafólk leggur nótt við dag til þess að skrimta og verja eigur sínar láta stjórnvöld sig hafa það, skipti eftir skipti, að rýra enn frekar þau smánarkjör sem verkafólki er ætlað að búa við. Á næstu dögum bendir allt til þess að þau þrælalög, sem sett voru í upphafi valdaferils núver- andi ríkisstjórnar og afnámu um- samdar verðbætur á laun, falli úr gildi. Þessari lagasetningu var ætlað, að sögn stjórnvalda, að vera vopn í viðureigninni við verðbólgu og annan efnahagsvanda, sem sagður var steðja að. Auðvitað eru þetta blekkingar, verðbætur á laun eru ekki og geta ekki orðið orsök verðbólgu og efnahags- vanda. Þvert á móti, verðbætur á laun eru í raun hvatning og stýr- ing til þess að viðhöfð sé rétt stefna í efnahagsmálum. Ef rétt- látlega er stjórnað þarf ekki að koma til útborgana á verðbótum. Verðbætur á laun eru því einungis trygging verkafólks gegn rang- látri stjórnun efnahagsmála. Að fenginni reynslu hlýtur því verka- lýðshreyfingin í komándi samn- ingum að leggja megin áherslu á að semja um þessa kaupmáttar- tryggingu auk verulegra launa- hækkana. Oftar og oftar heyrist að í land- inu búi tvær þjóðir a.m.k. í efna- hagslegu tilliti og víst er að and- stæðurnar blasa við. Verkafólk berst í bökkum og er í efnahags- legum fjötrum. Þrátt fyrir óhóf- lega langan vinnudag, hrekkur það illa fyrir hinu daglega brauði að ekki sé nú talað um þær byrðar sem á fólk er lagt hvað húsnæð- ismálin snertir. Á sama tíma skortir „hina þjóðina" ekkert. Milliliðir og slíkir ganga hér Ijós- um logum á kostnaö verkafólks. Þessu verður að linna. í lok kvennaáratugar er vert að staldra við og athuga hver staðan er. Því miður blasir við að þrátt fyrir lög um launajafnrétti er staðan sú að konur búa við mikið misrétti í þessu tilliti. En það er ekki ein- ungis i launalegu tilliti sem mis- rétti kynjanna blasir við. Sú stað- reynd að ekki er nægt dagvistun- arrými fyrir bðrn og að ekki eru greidd laun í veikindum barna bitnar fyrst og síðast á konum. Þessu og fleiru sem bitnar beint og óbeint á rétti kvenna verður verkaýðshreyfingin að breyta. Það er ljóst að nú verður verka- lýðshreyfingin að snúa vörn í sókn, annars glatast meir og meir af áunnum réttindum, misrétti eykst og „Singapore" norðursins verður að varanlegri staðreynd. Það er jafnframt ljóst að ef takast á að breyta hér vörn í sókn er ekki nóg að herða hina faglegu baráttu, verkalýðshreyfingin verður að öðl- ast pólitísk völd. Með þeim er hægt að verja áunnin réttindi og sækja fram á veginn í átt til auk- ins jafnréttis. Á viðsjálum tímum þegar verkafólk á undir högg að sækja og atvinnurekendur og ríkisvald snúa bökum saman i glórulausum árásum á kjör verka- fólks verður verkalýðshreyfingin að mynda samstöðu, og Álþýðu- sambandið verður líka að axla sína ábyrgð. Órofa samstaða allra samtaka verkafólks er þess megn- ug að gera landið aftur byggilegt og koma hér á þjóðfélagi jafnrétt- is meðal allra þegna þjóðfélags- ins.“ (Fréttatilkynning) Blómastofa Fríðfinns Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. Karlakór Selfoss SlÐASTLIÐINN sunnudag birt- ist í Morgunblaðinu frétt af tón- leikum Karlakórs Selfoss, sem haldnir voru í íþróttahúsinu þar á sumardaginn fyrsta. Þá birtist mynd af kórnum, en svo óheppi- lega vildi til að myndin sem með fréttinni birtist var gömul. Hér birtist hin rétta mynd af kórn- um ásamt söngstjóranum Sig- fúsi ólafssyni og undirleikaran- um Þórlaugu Bjarnadóttur. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.