Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 49 Verkamaður hjá borginni: Framleiðir nýja tegund „búkkau úti í bílskúr „ÉG LÍT ekki á mig sem uppfinn- ingamann, heldur uppfinningasam- an,“ sagði Jón Karlsson, verkamað- ur hjá véladeild Reykjavíkurborgar, þegar hann kynnti blaðamanni nýj- astu uppdnningu sína. Jón hefur síðan um síðustu ára- mót unnið út í bílskúr að smíði nýrrar tegundar „búkka" sem ætl- aðir eru til þess að girða utan um hverskonar slysagildrur, s.s skurði, holur, grunna o.s.frv. Hann hefur þegar selt um 100 stk. af búkkum, og lokið við smíði ann- ars hundraðs. „Ég hef ekki und- an,“ segir Jón. Kaupendurnir eru Reykjavíkurborg, vatnsveita og hitaveita í Reykjavík og ýmsir verktakar." Búkkarnir eru nýjung að því leyti hversu léttir og meðfærilegir þeir eru. Áður þurfti heilan vöru- bíl til þess að flytja innan við 10 stk. af gömlu búkkunum sem eru úr timbri. Búkka Jóns er hægt að taka í sundur eftir notkun, en hver búkki samanstendur af tveimur járngrindum og þverbitum sem settir eru á milli. Sem dæmi um það hversu lítið fer fyrir þeim má nefna að í bílskúrnum þar sem Jón vinnur að smíðinni kemst allur lagerinn, 100 stk., auðveldlega fyrir. Bílskúrinn er innan við 20 fm að stærð. „Við íslendingar hugsum allt of lítið um öryggi. Ég var að rölta heim til mín einn daginn og var Búkkana má einnig tengja saman í grindverk til þess að girða stæiTi svæði. Jón Karlsson sýnir hvernig raða má búkkunum utan um holur eða gryfjur. Hann heldur á einni grind í hendinni. næstum dottinn ofan í skurð sem ekkert var girt utan um. Þá fór ég að hugsa hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í þessum málum,“ sagði Jón. Jón fær sínar hugmynd- ir í bílskúrnum og þar vinnur hann úr þeim. „Ég kann eiginlega best við mig í skúrnum þar sem ég get prufað mig áfram og hugsað.“ Jón er ekki nýgræðingur á þessu sviði, hann hefur hannað og smið- að margt í gegnum árin, og eru kerrurnar hans aftan í bíla nafn- kunnastar. Jón vinnur fullan vinnudag og þarf því að nota kvöld og nætur í smíðarnar. Hann setur það ekki fyrir sig, en segist oft hafa látið sig dreyma um að geta helgað sig „uppfinningunum" ein- um saman. „Þá held ég nú að kon- an segði stopp,“ segir Jón. Ekki hefur bankakerfið reynst lista- smiðnum hliðhollt, þar var enga fyrirgreiðslu að fá. Jón þurfti að festa kaup á vél til þess að geta smíðað búkkana og segir að það hafi hann getað gert einungis vegna vinsemdar og skilnings selj- andans. Jón segir að auðvitað sé hann ekki sá eini sem eyði kvöldunum útí skúr við'hönnun og smíðar. Hann þekkir sjálfur allnokkra sem eiga sama áhugamál. En það er ekki tekið út með sitjandi sæld- inni að vinna að uppfinningum. „Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort borgin gæti ekki komið upp húsi fyrir svona ævintýra- menn eins og mig. Það þyrfti alls ekki að vera stórt. Ég leigi nefni- lega skúrinn og húsnæðið setur manni oft skorður," segir Jón. Blaðamaður skilur síðan við Jón Karlsson við teikniblokkina þar sem hann situr og rissar upp hugmyndir. Næsta mál á dagskrá? „Okkar á milli sagt, þá hef ég áhuga á að fara að smíða vermi- reiti. Mér sýnist svo að það sé eng- inn í því hér á landi. Maður er alltaf að — ég vona bara að ég verði aldrei svo gamall að ég hætti að fá hugmyndir.“ áömána SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS ERU EKKI ÖLL EINS Ein gerðin, verðtryggð spariskírteini með vaxtamiðum, er langþráð lausn fyrir þá sem vilja varðveita sparifé sitt örugglega og með hárri ávöxtun, sem greidd er út á hálfs árs fresti og er þannig traustar og öruggar tekjur. Samt stendur höfuðstóllinn fullkomlega verðtryggður og óskertur eftir. Sá sem keypti spariskírteini m/vaxtamiðum fyrir 2 milljónir 10. jan. sl., fær í nafnvexti 10. jútí nk._____kr. 66.000.- + áætlaðar verðbætur á vexti_____ kr. 10.200.- Tekjur til ráðstöfunar eftir 6 mánuði kr. 76.200.- Eftir stendur höfiiðstóll sem 10. júlí er þá orðinn________ kr. 2.310.000.- Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.