Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1985
+ Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MARINÓ ÓLAFSSON, veralunarmaöur, Hagamel 26, Reykjavfk, andaöist á heimili sínu á hvítasunnudag, 26. maí. Guörún Jónsdóttir, Sigrún Olöf Marinósdóttir, Lovlsa Margrét Marinósdóttir, Njéll Þorsteinsson, Jón örn Marinósson, Sigríöur D. Sæmundsdóttir, og barnabörn.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRIÐBJÖRN ÁSBJÖRNSSON frá Hellissandi, andaöist aö Hrafnistu, Reykjavík, þann 27. þessa mánaöar. Asta Frióbjarnardóttir, Sveinbjörn Benediktsson, Hólmfríöur Frióbjarnardóttir, Guómundur Valdimarsson, Jóhanna Friöbjarnardóttir, Aöalsteinn Guömundsson, börn og barnabörn.
+ Eiginmaöur minn og faöir okkar, INGVAR G. JÓNASSON frá Brekku, Eskifiröi, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí síðastliöinn. Jarösungiö veröur frá Eskifjaröarkirkju föstudaginn 31. maí kl. 14.00. Jóhanna JúKusdóttir og börn.
+ Fósturmóðir mín, GUÐBJÖRG HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, til heimilis aó Droplaugarstööum, Reykjavík, áöur til heimilis aö Austurbrún 6, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum þ. 26. maí sl. Fyrir hönd aöstandenda. María Snorradóttir.
+ Stjúpfaöir minn, INGIMUNDUR Á. BJARNASON, járnsmiöur frá Skuld, andaöist í Borgarspítalanum mánudaginn 27. maí. Fyrir hönd vandamanna. Helga Sæmundsdóttir.
+ Bróöir minn, PÁLLJÓNSSON fyrrverandi bókavöröur, Bollagötu 5, andaöist í Borgarspítalanum mánudaginn 27. maí. Sæmundur Jónsson.
+ SIGURJÓN JÓNSSON fyrrverandi garöyrkjumaöur frá Ásheimum, Bergþórugötu 45, andaöist i Landspítalanum 27. mai sl. Vandamenn
+ Eiginkona mín, HELGA KOLBEINSDÓTTIR, Miklubraut 60, lést í Borgarspltalanum þriöjudaginn 28. mal. Guömundur Tryggvason.
Lokað
vegna jaröarfarar miövikudaginn 29. þ.m. frá kl.
12.00-16.00.
Kristjana Einars
dóttir - Minning
Fædd 28. júlí 1905
Dáin 16. maí 1985
Þegar ástvinir eru kvaddir
hinsta sinn, rifjast upp ótal minn-
ingar frá liðinni tíð. Sjana móð-
ursystir mín var tengd minum
fyrstu minningum, og þátttakandi
í stærstu gleðistundum mínum og
hellubjarg samúðar og hjálpar í
erfiðleikum og sorg. Heimili henn-
ar alltaf opið þegar ég þurfti á að
halda.
Er ég man eftir mér fyrst
bjuggu þær saman systurnar með
mönnum sínum á Baldursgötu 11,
þar bjó þá einnig fleira fólk, 5
íbúðir í húsinu. Það fólk bast
órofa vináttuböndum sem dauðinn
einn gat rofið. Síðasta för sem við
frænkurnar fórum saman, var við
útför frú Ágústu Rafnar þann 15.
febr. sl. Hún og fjölskylda hennar
voru okkur sem nánir ættingjar
síðan á Baldursgötuárunum. Viku
áður kvöddum við Bergþóru
Jónsdóttur hinstu kveðju, hún var
einnig um tíma á Baldursgötu 11,
ein sú yndislegasta manneskja
sem ég hef kynnst, gædd hjarta-
hlýju og græskulausum húmor og
sjaldgæfri þrautseigju og dugnaði.
Svo skammt var á milli þessara
þriggja kvenna að mér finnst ég
mega til að minnast þeirra allra.
Bergþóra var gift Sigfúsi Sig-
urðssyni mági Sjönu og auk þess
systir Evu konu Jóhannesar, bróð-
ur Sjönu, svo mér fannst hún ekk-
ert minna skyld mér en Sjana. Á
barnsárum mínum hafði ég ein-
hverntíma útskýrt fjölskyldu-
tengsl okkar Bergþóru með því að
við værum skyldar í hring, og mér
finnst það sama enn. Sjana var
Borgfirðingur í báðar ættir og var
stolt af.
Ingibjörg Jóhannesdóttir og
Einar Sigurðsson foreldrar henn-
ar áttu ekkert nema bjartsýni og
ást þegar þau giftust fyrir alda-
mótin. Ekkert jarðnæði á lausu
fyrir fátæka frumbýlinga, og þau
héldu áfram vinnumennsku sitt i
hvoru lagi, fyrst um sinn. 1894
fæddist Sveinbjörg móðir mín,
elsta barn þeirra hjóna, hún dó í
janúar 1984. Næstur fæddist Jó-
hannes 1897, hann dó 1975.
Laust fyrir aldamót fengu afi og
amma mín ábúð á Einifelli í
Stafholtstungum og þar fæddist
Þorgrímur 1900 og Kristjana 1905,
en sú hamingja stóð ekki lengi, að
þau fengu að búa sjálfstætt með
börnum sínum. Eigandi Einifells
þurfti sjálfur að fá jörðina og
sagði upp leiguliðum sínum. Ekk-
ert jarðnæði var þá að fá og afi og
amma fluttu í Bjargarstein, ör-
reitiskot í túni Svarfhóls í Staf-
holtstungum og voru í hús-
mennsku sem kallað var, bjuggu í
kotinu en unnu Svarfhólsbónda,
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
+
Faöir okkar,
VALDIMAR LÚÐVÍKSSON,
Irá FáskrúAsfiröi,
andaöist í sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfiröi, aö morgni 26. mai.
Börn hins lótna.
Astkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
JÓNA Þ. SÆMUNDSDÓTTIR,
Auöarstrœti 11,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 29.
maí kl. 13.30.
Siguröur Jónsson,
Sæmundur Sigurösson, Snæfríöur Jensdóttir,
Stella Sæmundsdóttir, Marsibil Jóna Sæmundsdóttir,
Síguröur Jens Sæmundsson.
+
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns
míns, fööur, tengdafööur og afa,
SIGFÚSAR EINARSSONAR,
Hafnarbraut 46,
Neskaupstaö.
Ragnhildur Þorgeirsdóttir,
Guöbjörg Sigfúsdóttir, Einar Kristjánsson,
Elín Sígfúsdóttir, Gissur Gottskóiksson,
Birna Sigfúsdóttir,
Guöný Inga Sigfúsdóttir
Bakaríiö Austurvelli.
og barnabörn.
því kotið bar ekki þann skepnu-
fjölda að nægði til framfæris, og
þá varð að sundra fjölskyldunni.
Sveinbjörg móðir mín fór að
Neðra-Nesi og var þar til fullorð-
insára, Þorgrímur að Síðumúla-
veggjum í Hvítársíðu og ólst þar
upp. Sjana var þá á fyrsta ári og
fylgdi foreldrum sínum, sömuleið-
is Jóhannes sem var 8 ára og því
talið að hafa mætti gagn af hon-
um sem smala og snúningadreng.
Lifsbaráttan byrjaði því
snemma hjá þessum systkinum.
Um fermingu fór Sjana í vist um
Borgarfjörðinn þar til leiðin lá til
Reykjavíkur. Þar stofnaði hún
ásamt fleiri konum þvottahúsið
Drífu og vann þar uns hún giftist
1939, Jóhanni Sigurðssyni frá
Bakkagerði í Borgarfirði-Eystra.
Þau byrjuðu að búa á Baldursgötu
11, en byggðu hús á Langholtsvegi
35 í félagi við Hallstein bróður Jó-
hanns. Þau áttu risið, og í bíl-
skúrnum opnaði Jóhann sína eigin
rakarastofu, en hann var rakari
að iðn. Þau eignuðust tvö börn,
Gunnar Helga, f. 1940, og Sigríði
Hallbjörgu, f. 1945. Á Langholts-
veginum bjuggu þau svo alian sinn
búskap. 1957 fékk Jóhann heila-
blæðingu og þó hann næði aftur
nokkurri heilsu, varð hann aldrei
vinnufær aftur. Fyrsta árið eftir
áfallið komst Sjana ekki frá til að
vinna úti, þá tók hún heim sauma
og Gunnar var farinn að vinna og
þau hjálpuðust að. Er Jóhann
hresstist meira fór Sjana að vinna
á Kleppsspítala á næturvöktum,
þar var hún í 18 ár, seinast á geð-
deildinni í Hátúni 10. Hún var
rómuð fyrir hlýju og gæði í garð
sjúklinga, og gott þótti mér aö
hafa hana hjá mér þegar ég eign-
aðist syni mína, og eins er veikindi
bar að höndum í fjölskyldu minni.
Hún var alltaf boðin og búin að
hlú að okkur frændfólkinu og opna
okkur heimili sitt þyrftum við að
dvelja í Reykjavík. Barnabðrn
Sjönu nutu umhyggju og ástúðar
ömmu sinnar svo og tengdabörn.
Gunnar er kvæntur Helgu Ei-
ríksdóttur og eiga þau tvo syni,
Eirík Jóhann og Gunnar Frey.
Þau búa í Svíþjóð. Fyrir giftingu
eignaðist Gunnar synina Guð-
mund og Björn. Hallbjörg er gift
Pétri Taafjörd þau eiga fjögur
börn, Jóhann Árna, Kristján
Helga, Birnu og Pétur Smára sem
er aðeins sex ára, og sorgin er
mikil að amma skuli ekki koma
aftur heim af spítalanum.
Krabbameinið, sá skæði sjúkdom-
ur, virðist herja á kvenlegg ættar-
innar, móðir hennar, systir og hún
sjálf dóu allar úr því, sjálf var ég
svo lánsöm að þessi sjúkdómur
fannst á byrjunarstigi og mörg
voru símtölin og heimsóknirnar til
að hughreysta mig og hvetja með-
an á læknismeðferð og aðgerðum
stóð. Því miður var ég aldrei
manneskja til að launa henni, en
bið þess að hún fái sín laun hand-
an móðunnar miklu.
Ég og fjölskylda min sendum
Helgu tengdadóttur hennar og
sonarsonum f Svíþjóð og Guð-
mundi sonarsyni hennar sem er
við nám í Bandaríkjunum, samúð-
arkveðjur, sömuleiðis börnum
hennar, tengdasyni og barnabörn-
um hér heima. Við viljum þakka
henni allt sem hún var okkur og
alla hennar ástúð í okkar garð.
Blessun Guðs og friður fylgi
henni.
Ingibjörg Bjarnadóttir