Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985
67
Hafrannsóknastofnun falin rann-
sókn hvalastofna 1986—1989
— áætlaður kostnaður við rannsóknirnar talinn nema um 50 milljónum
ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið sam-
þykkti sem kunnugt er á árinu
1982 að hvalveiðar skyldu stöðvað-
ar á árunum 1986 —1990 og jafn-
framt að fram skyldi fara endur-
mat á hvalastofnum fyrir árið
1990. í kjölfar þessarar ákvörðun-
ar hefur Hafrannsóknastofnunin
að beiðni sjávarútvegsráðherra,
nú nýlega lokið við gerð um-
fangsmikillar rannsóknaráætlun-
ar á hvalastofnunum sem nær yfir
tímabilið 1986—1989. Áætlað er að
kostnaður við rannsóknirnar nemi
tæplega 50 milljónum króna. Að
fengnu samþykki ríkisstjórnar og
í samráði við utanríkismálanefnd
Alþingis hefur sjávarútvegsráðu-
neytið nú ákveðið að fela Haf-
rannsóknastofnun framkvæmd
rannsóknaáætlunarinnar.
Rannsóknaráætlunin var kynnt
fréttamönnum í vikunni af sjávar-
útvegsráðherra, Halldóri Ás-
grímssyni og fulltrúum Hafrann-
sóknastofnunar. Þar kom fram að
áætlunin er gerð í samræmi við
reglur Alþjóða hvalveiðiráðsins og
mun hún verða lögð fram sam-
kvæmt reglum ráðsins til umræðu
í Vísindanefnd þess og síðar á
ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins,
sem haldinn verður á Englandi í
júlí.
Áætlunin skiptist í tíu megin-
þætti eða rannsóknarsvið. Eru það
líffræði hvala, samband afla og
sóknar, hvalamerkingar, radíó-
merkingar hvala, hvalatalningar,
ljósmyndun hvala, hvalir í vist-
kerfi íslenska hafsvæðisins, reikn-
ilíkön af hvalastofnum og eggja-
hvítusamsetning hvalablóðs- og
vefja.
Til að ná tilætluðum árangri við
rannsóknirnar er samkvæmt
áætluninni, nauðsynlegt að veiða
takmarkaðan fjölda dýra, en
heimild til veiða f rannsóknar-
skyni er að finna í Alþjóðasátt-
málans. Er það mat vísindamanna
að lágmarksfjöldi dýra sem veiða
þarf árlega sé 80 langreyðar, 40
sandreyðar og 80 hrefnur. Er þessi
fjöldi u.þ.b. helmingur af leyfi-
legri veiði síðustu tveggja ára og
rúmur þriðjungur af meðalárs-
veiði sl. tvo til þrjá áratugi. Við
rannsóknirnar er gert ráð fyrir
samstarfi við erlenda vísinda-
menn, bæði austan- og vestanhafs.
Fram kom í máli sjávarútvegs-
ráðherra á fundinum að gildi þess-
ara rannsókna væri mjög mikið.
Með þeim fengist gífurleg þekking
um hvalastofnana en ekki væri
síður mikilvægt að rannsaka þátt
hvala í vistkerfi hafsins hér við
land. Hafrannsóknarstofnun hef-
ur gert sérstakan þjónustusamn-
ing við Hval hf. um að afla hval-
anna sem rannsaka á. Tók ráð-
herra það skýrt fram að þar sem
ekki yrði um veiðar í atvinnuskyni
að ræða, myndu fyrirtækin einskis
hagnaðar njóta af veiðum eða
vinnslu hvalafurða. Andvirði
þeirra yrði að öllu leyti varið til
greiðslu kostnaðar er tengdist
rannsóknunum.
Sjávarútvegsráðherra gat þess
að endingu að í kjölfar hvalveiði-
bannsins hefðu farið fram miklar
umræður á Alþingi um framtíð
hvalveiða. í ályktun Alþingis hefði
komið fram ákveðin stefnumörk-
un sem fælist í eftirfarandi: Hval-
veiðar í atvinnuskyni skyldu af-
lagðar í samræmi við samþykkt
Alþjóða hvalveiðiráðsins; rann-
sóknir á hvalastofnunum verði
auknar, þannig að ávallt sé til
staðar besta möguleg vísindaleg
þekking; rannsóknirnar verði
grundvöllur ákvarðana um veiðar
eftir 1990.
Horgunbla&ið/ Bjarni.
Frá frétUmannafundinum er rannsóknariætlunin var kynnt. F.v. Kjartan Jnlíusson, deildaratjóri f
sjávarútvegsráðuneytinu, Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur við Hafrannsóknaretofn-
un.
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
A JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OGÁKASTRUP-
FLUGVELLI
heimili landsins!
; ptargiitstlrlftfcib
ú ERU ÞAÐ
Fjölskylduferðir 29/5, 11/9
Verð frá kr. 15.002.- á mann, miðað við hjón með
3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára.
IBIZA
Allar fjölskyldur sem ætla í sumarfrí til útlanda eiga
erindi við Úrval, því barnaafsláttur okkar í leiguflugi
jafnt sem öðrum ferðum er óviðjafnanlegur. Þar að
auki eru svo sérstakar fjölskylduferðir þar sem 1 barn
í 4ra manna fjölskyldu eða stærri fær frítt.
MALLORCA
Fjölskylduferðir 29/5, 19/6, 10/7 (uppselt)
Verð frákr. 18.830,-á mann, miðað við hjón með
3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára.
DAUN EIFEL
Brottföralla sunnudaga í sumar, mjög fá hús eru eftir
í júlí og ágúst.
Verð frá kr. 11.455.- á mann f 1 viku,
frá kr. 14.870.- í tvær vikur, miðað við hjón
með 3 börn, eittyngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára.
Úrval er ferðaskrifstofa fjölskyldunnar.
FíRMSKRIFSTOfíUi ÚRVAl