Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Lág laun og
skortur á vinnuafli
Fiskverkendur um allt land
eru sammála um að þá
skorti verkafólk til að sinna
fiskvinnslu. Jón Ingvarsson,
formaður stjórnar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
(SH), sagði í setningarræðu á
aðalfundi SH, að vinnuafls-
skortur í fiskvinnslu væri til-
finnanlegur, afleiðingar hans
væru meðal annars þær, að
mikið hefði orðið að flytja út
af óunnum fiski í gámum. Jón
Ingvarsson taldi einkum tvær
ástæður fyrir þessum skorti á
vinnuafli: 1) Öryggisleysi þar
sem hráefnisskortur gæti
leitt til tímabundins atvinnu-
leysis; 2) lág laun, fiskverk-
endur geti ekki keppt við
þjónustugreinar. „Þrátt fyrir
samningsbundnar hækkanir,
hefur fiskvinnslufólk setið
eftir í launum," sagði Jón
Ingvarsson og benti auk þess
á þá staðreynd, að atvinnu-
leysisbætur væru nú orðnar
8,6% hærri en lágmarkstekj-
ur í dagvinnu hjá fiskvinnslu-
fólki.
í sunnudagsblaði Þjóðvilj-
ans, sem kom út á laugardag-
inn, tekur Kristinn V. Jó-
hannsson, forseti bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, sem
rekur fiskvinnslufyrirtæki,
undir orð Jóns Ingvarssonar
með þessum hætti: „Það vant-
ar alltaf fólk í fiskvinnsl-
una ... Ástæðan er náttúr-
lega fyrst og fremst sú að
þetta er láglaunavinna og
starfið er erfitt. Það eru gerð-
ar miklar kröfur til fiskverk-
unarfólks."
Menn eiga því ekki að venj-
ast að atvinnurekendur játi
þannig opinberlega að lág
laun í þeim rekstri sem þeir
stunda stuðli beinlínis að því
að ekki sé unnt að nýta verð-
mæti sem skyldi. Hæg eru
heimatökin segja sjálfsagt
margir og bæta við: Úr því að
mennirnir fá ekki fólk til að
vinna fyrir það kaup sem þeir
bjóða, af hverju hækka þeir
það þá ekki! Þá kemur svarið:
Rekstrarskilyrðin leyfa það
ekki, stjórnvöld verða að sjá
um að bæta þau. Hafa stjórn-
völd eða fiskverkendur látið
reikna það dæmi út fyrir sig
og þjóðina, hvað tapast við
það að láta aflann úr landi
óunninn í gámum?
í ársskýrslu Vinnuveit-
endasambands íslands er
þessi skýring meðal annars
gefin á því, hvers vegna sjáv-
arútvegurinn stendur höllum
fæti í samkeppninni um
vinnuaflið: „Sem útflutnings-
grein getur sjávarútvegurinn
ekki bætt rekstrarstöðu sína,
þegar erlent lánsfé streymir
inn í hagkerfið. Þetta geta
hins vegar þær greinar, sem
njóta þenslunnar, þar sem
erlenda lánsféð er nýtt til
kaupa á þeim vörum eða þjón-
ustu sem þessar greinar
framleiða. Erlenda lánsféð
skapar því tekjur fyrir þessar
greinar, sem bætir afkomuna
og gerir þeim kleift að bjóða
meira fyrir vinnuaflið. Inn-
streymi af erlendu lánsfé
hækkar ekki verð á afurðum
útflutningsgreina heldur
hækkar kostnaður þeirra,
þegar þær neyðast til að taka
þátt í samkeppninni um
vinnuaflið og kaupa að ýmis
aðföng og þjónustu á síhækk-
andi verði."
Hér er því komið að sama
vandanum og þegar sagt er,
að kaupmáttur launa vaxi
ekki við það, að samið sé um
að fjölga verðlausum krónum
í launaumslaginu, aðeins auk-
in verðmætasköpun geti stað-
ið undir raunverulegri hækk-
un kaupmáttar. Erlent lánsfé
sem stuðlar að þenslu eykur
ekki útflutningsverðmætin
sem eiga að standa undir
greiðslu vaxta og afborgana
af þessum lánum, þvert á
móti spillir þetta lánsfé fyrir
því að fiskafli sé verkaður á
þann veg að hann gefi sem
mest í aðra hönd.
Jafnt atvinnurekendur og
verkalýðsforingjar sýnast
sammála um að laun þeirra
sem að fiskvinnslu starfa
verði að hækka meira en ann-
arra. Vinnuveitendasamband-
ið hefur gert tillögu um það í
tilboði sínu um kjarasamning
sem verkalýðshreyfingin hef-
ur nú til athugunar. Ástæðu-
laust er fyrir aðila að velta
þessum málum lengi fyrir sér.
Nú er lag til samninga sem
þeir eiga nota umbjóðendum
sínum til hagsbóta. Fer vel á
því að það sé gert í sama
mund og alþingismenn taka
ákvarðanir um lánsfjárlög
fyrir árið 1985, það er í þeirra
hendi að setja erlendum lán-
tökum skorður, svo að þær
raski ekki ramma atvinnu-
starfseminnar heldur leiði til
þess að verðmætin sem aflað
er úr hafinu nýtist sem
skyldi.
MorgunblaöiÖ/EFI
Frá undirritun samnings um ráðgjöf í húsnæðismálum. Frá vinstri: Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, og
Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.
Lánastofnanir, verkalýðsfélög og Húsnæðismálastjórn:
Samningur um fjárhagslega
ráðgjöf við almenning
— Undirritaður á Suðurnesjum fyrir helgina
Keflavík, 24. maf.
í DAG var undirritaður samningur
um skrifstofu er annast fjármálalega
ráðgjöf við almenning á Suðurnesj-
um. Að skrifstofunni standa: Hús-
næðisstofnun ríkisins, Sparisjóður-
inn í Keflavík, Útvegsbankinn,
Landsbankinn, Verslunarbankinn,
Samvinnubankinn, Lífeyrissjóður
verkalýðsfélaga, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og nágr., og
Verkakvennafélag Keflavíkur og
Njarðvíkur. Skrifstofan, sem er í
húsakvnnum VSFK, verður starf-
rekt undir kjörorðinu „Hollráð til
sjálfsbjargar“.
Við undirritun samningsins
sagði Karl Steinar Guðnason,
formaður VFSK, meðal annars:
„Það er líklega einsdæmi hér á
landi að slíkt samstarf hafi náðst
á milli verkalýðsfélaganna og
bankanna og einnig innbyrðis á
milli hinna ýmsu bankastofnana.
Vonandi er þetta byrjun á auknum
samskiptum þessara aðila og ef
vel gengur hér á svona ráðgjafar-
þjónusta vonandi eftir að vera
tekin upp víðar á landinu."
Skrifstofunni er ætlað að ann-
ast fjármálalega ráðgjöf við al-
menning, s.s. upplýsingar um
lánamarkað og lánamöguleika og
ráðgjöf vegna fyrirhugaðra fjár-
festinga, ásamt útreikningum á
greiðslubyrði. Ennfremur annast
skrifstofan leiðbeiningar um
hugsanlegar leiðir úr vanskilum
og hvaðeina í þessum dúr er máli
kann að skipta. Áhersla verður
lögð á hverskonar fræðslu og
fyrirbyggjandi aðgerðir. Starfs-
maður skrifstofunnar, Sævar
Reynisson, viðskiptafræðingur, er
ekki fulltrúi neins sérstaks af að-
standendunum, heldur starfar
hann óháð þeim með það að
markmiði að vísa fólki á vænleg-
ustu kostina hverju sinni, því að
kostnaðarlausu.
Húsnæðisstofnun ríkisins að-
stoðar við að koma skrifstofunni á
fót og miðlar af reynslu sinni
vegna svipaðrar ráðgjafarþjón-
ustu, sem stofnunin veitir nú.
Lætur hún í té tölvuforrit fyrir
útreikninga á greiðslubyrði og
fleiru sem Húsnæðismálastofnun
hefur með að gera og máli kann að
skipta.
Ráðgjafarskrifstofan í húsi
VSFK opnar 1. júní og starfar
næstu sex mánuði til reynslu. Þá
verður samningurinn endurskoð-
aður með tilliti til reynslunnar.
EFI
Sjávarútvegsráðherra:
I opinbera heimsókn til Græn-
lands, Alaska og Kanada
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson, fer í opinbera heimsókn
til Grænlands, Alaska og Kanada
dagana 27. maí til 10. júní nk.
A Grænlandi mun sjávarút-
vegsráðherra eiga viðræður við
Jonatan Motzfeldt, formann
grænlensku landstjórnarinnar og
Lars Emil Johansen, landstjórn-
armann, um samvinnu íslendinga
og Grænlendinga á sviði sjávarút-
vegsmála, þ. á m. nýtingu sameig-
inlegra fiskistofna og hafrann-
sóknir við Grænland. I för með
ráðherra til Grænlands verða Pét-
ur Thorsteinsson, sendiherra,
Árni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri, Jón B. Jónasson, skrifstofu-
stjóri, Þorsteinn Gíslason, fiski-
málastjóri, Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍU, óskar
Vigfússon, formaður SSÍ, og
Guðni Þorsteinsson, fiskifræðing-
ur.
I Alaska mun sjávarútvegsráð-
herra ræða við Bill Sheffield, fylk-
isstjóra Alaska. Tilgangur við-
ræðnanna er m.a. sá að kanna
hvort möguleiki sé á samstarfi við
Alaskabúa um veiðar, vinnslu og
markaðssetningu sjávarafurða. I
för með ráðherra til Alaska verða
auk Árna Kolbeinssonar, ráðu-
neytisstjóra, fulltrúar þeirra aðila
sem unnið hafa að athugunum á
samvinnu við Alaskabúa á þessu
sviði.
2. júní heldur Halldór Ás-
grímsson til Kanada í boði Johns
A. Fraser, sjávarútvegsráðherra
Kandada. Þar mun hann eiga við-
ræður við Fraser um sameiginleg
hagsmunamál landanna á sviði
sjávarútvegs. M.a. verða ræddir
möguleikar á samvinnu á sviði
hafrannsókna, reynsla af mismun-
andi aðferðum við stjórnun fisk-
veiða, hugsanleg frekari samvinna
á sviði markaðsmála fyrir sjávar-
afurðir, vandamál er tengjast
mikilli afkastagetu fiskveiðiflota
þjóða við Norður-Atlantshaf og
opinberum styrkjum við sjávar-
útveg. Þá er ráðgert að sjávarút-
vegsráðherra ræði við fulltrúa
fylkisstjórnanna í Nova Scotia og
Nýfundnalandi og kynni sér eftir
föngum hafrannsóknir, fiskveiðar
og vinnslu í Kanada.
í för með ráðherranum verða
auk Hans G. Andersen, sendiherra
íslands i Kanada, þeir Árni Kol-
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson.
beinsson, ráðuneytisstjóri, Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsókn-
astofnunar, og Atli Freyr Guð-
mundsson, deildarstjóri í við-
skiptaráðuneytinu. Opinberri
heimsókn sjávarútvegsráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar, til Kan-
ada lýkur 10. júní.