Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Gengið á söfn í Glasgow - eftir Valtý Pétursson Seinni hluti Argyle, Sauchiehall Street og Kelvingrove Park eru allt nöfn, sem festust mér í minni strax við fyrstu kynni af Glasgow. Einna montnastur var ég lengi vel af kynnum mínum við Kelvingrove Park. Því að þar er eitt ágætt listasafn til húsa. Við skulum að- eins doka við og athuga það lítil- lega. I Kelvingrove-safninu sá ég í fyrsta sinn málverk eftir Rem- brandt. Það var maður í herklæð- um; sjálfsmynd, sem fræg er um allan heim. Enn er hún á sínum stað, og enn má þar líta eitt af merkilegustu verkum Giorgione. Þarna eru einnig nokkur verk eftir frönsku impressionistana. í fáum orðum sagt eru þarna úrvals verk og aðallega eftir eldri meistara. Þá má sjá þama frábærar högg- „Væri ég spurður, hvað væri merkilegast af því, sem fyrir augun bar í þessari Glasgow-reisu, væri ég ekki í neinum vafa um að það væri Burrel-safnið.“ myndir, og öllu er þessu komið fyrir á allnútímalega vísu í tæp- lega aldargamalli byggingu, sem tekin var í notkun 1901. Þar eru einnig til húsa fleiri söfn, svo sem náttúrugripasafn o.fl., enda heitir stofnunin Art Gallery and Museum. Þetta er í sjálfu sér ekki sérlega fögur bygging — margir turnar og mónúmental inngangur, en í eina tíð var þetta nútímabygging. Það er þó nokkuð langt síðan, enda veitti ekki af að skola af þessari höll eins og gert var hér á árunum, þegar De Gaulle lét þvo Parísar- borg, en þá kom ýmislegt í ljós, sem enginn hafði veitt athygli áð- ur. Ekki man ég gerla, hvernig Kelvingrove-safninu var komið fyrir, þegar ég sá það í fyrsta sinn fyrir tæpum fimmtíu árum, en ég held, að fullyrða megi, að margt hafi verið gert til að færa safnið og umhverfi þess í núverandi mynd, þótt fullyrða megi, að hús- næði af þessu tagi verði aldrei breytt þannig, að það svari ströng- ustu kröfum nútímans. En þarna er merkilegt safn og vandað og vel þess virði að eytt sé þar dagstund. Eins og áður segir eru flest þeirra málverka, sem þarna eru, frá fyrri öldum, en skúlptúr er þarna frá þessari öld, t.d. eftir Epstein, Moore og Paolozzi. En nú skal ekki me>ra upp talið. Umhverfi safnsins er dásam- legt, garðurinn stór og gróðursæll, og áin Kelvin liðast í bugðum með- fram skógivöxnum bökkum. Þarna er friðsælt og gott að vera, og þeg- ar maðurinn er orðinn úrvinda af þreytu eftir að hafa þrammað um söfnin, er tilvalið að setjast stund- arkorn inn á Museum Bar beint á móti safnahöllinni og taka mark á þeim fleygu orðum, að „Guinness is good for you“. Sé gengið nokkurn spöl með- fram Kelvingrove Park og upp á hæð, sem stendur í hæfilegri fjar- lægð, verður fyrir manni Glasg- ow-háskóli; gamalt menntasetur í virðulegri gotneskri byggingu, sem andar frá sér sama blæ og skyldar byggingar í Oxford og Cambridge. A háskólalóðinni er að finna enn eitt listasafnið í þessari ágætu borg. Það ber nafnið Hunt- erian Collection og er í nýbyggingu, sem reist var yfir það sérstaklega. Þarna er að finna meira af nú- tímalist en í hinum söfnunum, en samt er stofn safnsins nokkuð gamall, og ágætt yfirlit um skozka og enska list fyrri alda er þarna að finna. Kjarni safnsins er þó merkilegt sýnishorn af verkum hins fræga orðháks og listmálara James McNeill Whistler. Ekki veit ég, hvað sá ágæti listamaður er þekktur hérlendis, en hann á sér bæði skemmtilega og undarlega lífssögu, sem ekki verður rakin hér, en væri gott efni í eina grein- ina enn úr þessari reisu. Whistler lét mikið af verkum eftir sig, þegar hann lézt í hárri elli, og sagt er, að hann hafi lagt svo fyrir erfingja sinn (mágkonu sína), að hún sæi til þess, að ekk- ert af verkum sínum færi til enskra safna, því að Englendingar hefðu aldrei kunnað að meta þau að verðleikum. Whistler var gerður heiðurs- doktor við Glasgow-háskóla rétt fyrir andlátið, og þann virðingar- vott kunni hann vel að meta. Því varð það úr, að mágkona hans gaf háskólanum allt það, sem hún eignaðist eftir hans dag. Það eru margar af frægustu myndum meistarans og gríðarmikið safn af postulíni frá austurlöndum. Nú er þetta kjarni Hunterian-safnsins, eins og áður getur. f Hunterian er gott safn mál- verka fyrri aida frá Bretlandseyj- um og meginlandi Evróu, en þar er einnig nokkuð af nútímaverkum, og má þar nefna listaverk úr járni eftir Caro og dyr úr málmi, sem hinn frægi myndhöggvari Paolozzi hefur gert sérstaklega fyrir bygg- inguna, en Paolozzi er búsettur I Edinborg og einn frægasti popp- íslandsmót Grunnskólasveita: Hvassaleitisskóli í fyrsta sæti Skák Karl Þorsteins Það er allrar athygli vert hve skáksveitir grunnskóla í nágrenni Taflfélags Reykjavíkur á Grensás- veginum hafa á undanförnum ár- um verið betur í stakk búnar en kollegar þeirra í öðrum hlutum borgarinnar. Sveitir Álftamýrar- skólans, Æfingadeildar KHÍ og nú síðast Hvassaleitisskóla hafa hver á sínum gullaldartíma skarað langt fram úr sveitum annara skóla. Svo ekki sé minnst á skóla I nálægð hinna fornu höfuðbóla knattspyrnudýrkenda í Vestur- bænum, þar sem jafnvel reynist erfiðleikum bundið að öngla sam- an í sveit. Auðvitað má finna und- antekningar, en nálægðin við “Stóra bróður" á Grensásveginum er augljós. Hvað um það, þá hefur Reykja- víkurmót grunnskólasveita verið árviss viðburður í fjölda ára og sigursveitinni boðist þátttaka á Norðurlandamóti grunnskóla- sveita. Það er auðvitað gott og gilt ef ekki kæmi til að sveitir utan þéttbýliskjarnans hafa ekki haft tækifæri að etja kappi við “bæjar- ins bestu“ skáksveitir hvað þá hina norrænu jafnaldra. Ferða- og uppihaldskostnaður sveita utan af landi hefur auðvitað vaxið í aug- um manna, en nú var ákveðið að láta reyna á áhuga og velvild skóla og taflfélaga á landsbyggðinni og keppnisdagar ákveðnir hvíta- sunnuhelgin nýliðna. Fyrirvarinn var skammur en samt mættu 19 sveitir til leiks og tefldu 9. um- ferðir eftir Mondrad-kerfi með 40. mín. umhugsunartíma fyrir skák. Keppnin var jöfn og skemmtileg, en að lokum varð sveit Hvassaleit- isskóla hlutskörpust og hlaut 28 V4 vinning af 36 mögulegum. Eftir þrjár umferðir var a-sveit Fella- skóla til alls líkleg og með forystu, en sveitir Seljaskóla og Gagn- fræðaskóla Akureyrar voru ekki langt að baki. Mörg óvænt úrslit höfðu séð dagsins ljós og m.a. var sveit Hvassaleitisskóla neðar á blaði eftir tap í fyrstu umferð. Þá tóku sveita meðlimirnir hins veg- ar á sig rögg og andstæðingar þeirra í öllum umferðunum, sem eftir voru, máttu lýsa sig sigraða, oftast með stórum mun. Fellaskóli varð m.a. gera sig ánægðan með ‘k vinning gegn ákveðinni sveit Hvassaleitisskóla og þegar ekkert stórslys kom til í slðustu umferð- unum komu þeir fyrstir í mark eins og áður sagði. Þrátt fyrir ungan aldur eru drengirnir flestir þrautreyndir á skáksviðinu. Sveit- ina skipuðu þeir: Þröstur Þór- hallsson sem hlaut 8v. Tómas Björnsson 9v. Héðinn Stein- grímsson með 5v. og Magnús Kristinsson 6'k v. Varamennirnir þeir Hörður Agnarsson, Ármann Halldórsson og Ingimundur J. Bergsson fengu ekkert tækifæri til að spreyta sig. Sveitin hlýtur nú rétt til þátttöku á Norðurlanda- móti grunnskólasveita á hausti komanda. Þar hlýtur hún að vera til alls líkleg, enda skipuðu þrír meðlimir hennar sigursæla sveit skólans í fyrra. A-sveit Fellaskóla hlaut annað sætið og sveit Selja- skóla þriðja. Báðar eiga þessar sveitir gnótt efnilegra skákmanna sem eiga örugglega mörg óskrifuð afrek I framtíðinni. Grunnskóli Bolungarvíkur átti tvær sveitir í fjórða sæti ásamt sveitum öldu- selsskóla og Gagnfræðiskóla Ak- ureyrar. Röð efstu sveita varð annars þessi: 1. Hvassaleitisskóli, R 28‘k v. af 36 mögulegum. 2. Fellaskóli a- sveit, R 26'/2 v. 3. Seljaskóli, R 23‘k v. 4.-7. Grunnskóli Bolung- arv. a-sveit 20 v. 4.-7. Grunnskóli Bolungarv. b-sveit 20 v. 4.-7. Ölduselsskóli, R 20 v. 4.-7. Gagn- fræðaskóli Akureyrar 20 v. 8. Val- húsaskóli, Seltjarnarn. 19Vfe v. 9. Grunnskóli Keflavíkur 19v. 10. Garðaskóli 18V4 v. 11.—12. Breiða- gerðisskóli, R 18 v. 11.—12. Grunnskóli Raufarhafnar 18 v. Aðrar sveitir urðu neðar. Það er mál manna að keppnin hafi í flesta staði tekist vel, og hafi alla burði til að verða ein vinsælasta og fjölmennasta sveitakeppni innanlands í fram- tíðinni. Skákstjóri var ólafur H. ólafsson og vann hann mikið þrekvirki til að keppnin yrði hald- in og á mestu þðkk skilið fyrir vik- ið. Sá leiði misskilningur læddist I grein um skólaskákmót íslands um daginn, að Tómasi Björnssyni var eignaður fyrstum sá heiður að hljóta sigur í báðum flokkum ein- staklingskeppninnar. Hið rétta er að Halldór G. Einarsson frá Bol- ungarvík var forveri hans. Hann sigraði í yngri flokki 1979 og eldri flokki 1981 og eru viðkomandi beðnir afsökunar. Þröstur Þór- hallsson, fyrsta borðs maður Hvassaleitisskóla-sveitarinnar, slær að lokum botn í þáttinn með skemmtilegri sóknarskák úr sið- ustu umferð grunnskólamótsins. Hvítt: Þröstur Þórhallsson, Hvassaleitisskóla. Svart: Sigurður F. Jónatansson, Álftamýrarskóla. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.