Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 44
44_________________________ ____________________________ Útflutningsmiðstöð iðnaðarins: MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 1986 Ákveðin stefnumörkun í sókn á erlenda markaði Uorgunblaðið/Emilfa Fri vinstri Jens P. Hjaltested, mark&ðsstjóri, Þráinn Þorraldason, frtun- kvsmdastjóri, Steinar Berg Björnsson, formaður stjórnar Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, og Hafsteinn Viihelmsson, markaðsstjóri. BREYTINGAR hafa verið gerðar i skipulagi og starfsháttum Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins og voru þ*r kynntar fréttamönnum fyrir stuttu. í þeim felst m.a. aukin ábersla i ikveðna stefnumörkun í sókn i erlenda markaði, útflutning- ur verði undirbúinn og komið á auknu samstarfi milli fyrirUekja í út- flutningi innbyrðis og auk þess milli fyrirtxkja í inn- og útflutningi. ' „Hlutverk Útflutningsmiðstöðv- arinnar er að hjálpa fyrirtækjum við útflutning og aðstoða þau við markaðsöflun fyrir vörurnar er- lendis,“ sagði Þráinn Þorvaldsson, ný ráðinn framkvæmdastjóri Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. „Litlum fyrirtækjum, eins og flest okkar útflutningsfyrirtæki eru, reynist oft erfitt að afla markaða erlendis því þau hafa oft ekki það fjárhagslega bolmagn, sem þarf til að koma vörunum á framfæri. Með samstarfi fyrirtækja í svip- uðum greinum væri hægt að ráða einn mann, sem sæi um að afla markaða erlendis. 1 dag senda is- lensk útflutningsfyrirtæki mann á sínum vegum einu sinni til tvisvar á ári á hvert markaðssvæði á með- an samsvarandi fyrirtæki í ná- grannalöndunum fara slíkar ferð- ir fjórum til fimm sinnum á ári.“ A fundinum kom fram að þegar eru í undirbúningi tveir sam- starfshópar fyrirtækja. í öðrum munu vinna saman fyrirtæki i matvælaiðnaði, en í hinum verða fyrirtæki, sem framleiða vélar og tæki til fiskveiða og vinnslu. Með þessu vill Útflutningsmiðstöðin leggja áherslu á nauðsyn þess að huga sérstaklega að útflutningi i iðngreinum, þar sem búast má við árangri tiltölulega fljótt. Að ósk Félags íslenskra stór- kaupmanna hefur verið komið á samstarfi milli fyritækja í út- flutningi og þeirra sem flytja inn. Samstarfið beinist að því að hag- nýta viðskiptasambönd innflytj- enda erlendis og fá útlendu fyrir- tækin til að kaupa íslenskar vörur. Þá kom fram að reynslan hefði kennt mönnum að til lítis væri að fylgja ekki eftir auglýsingum og kynningu á landi og þjóð erlendis og verður því framvegis lögð áhersla á skipulegt átak á þessu sviði, sem spanna mun talsverðan tíma á hverju markaðssvæði. Á fundinum var lögð áhersla á að reynsluleysi í markaðs- og sölu- málum væri það sem helst stæði íslenskum útflutningi fyrir þrif- um. Því hafa starfsmenn Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar þegar haldið fundi í félögum og samtökum af ýmsu tagi og gert þar grein fyrir útflutningsmálum. Á næstunni verða haldnir kynningarfundir með stjórnendum fyrirtækja auk þess sem lögð verður áhersla á að kynna þessi mál fyrir ungu fólki og þá ekki síst skólanemendum. I sumar verður efnt til nám- skeiða fyrir stjórnendur fyrir- tækja, þar sem fjallað verður um þessi efni. Markaðsklúbbum með aðild fyrirtækja, sem eiga það sameginlegt að starfa innan ákveðinnar iðngreinar eða selja vörur sínar á sama markaðssvæði, verður komið á í haust. 1 klúbbun- um verður lögð áhersla á fræðslu um markaðssetningu. Kynnisferð- ir verða farnar til útlanda næsta vetur og munu íslenskir framleið- endur ásamt starfsmönnum Út- flutningsmiðstöðvarinnar sækja heim erlend fyrirtæki, sem flytja inn vörur og kynna sér starfsemi þeirra. Fyrirtækinu hefur nú í fyrsta sinn verið tryggður fastur tekju- stofn sem kemur frá fyrirtækjun- um sjálfum með sérstöku iðnaðar- gjaldi, sem lagt er á aðstöðu- gjaldsstofn iðnfyrirtækja og inn- heimtist með sköttum auk fram- lags á fjárlögum. í ár hefur fyrir- tækið um 21 milljón kr. til að sinna verkefnum sinum. Eyjafjörður: Viðurkenndum verkstæðum leyft að endur- skoða bifreiðir BIFREIÐAEFTIRLIT ríkisins á Ak- ureyri, Bflgreinasambandið og bif- reióaverkstæði við Eyjafjörð gera nú tilraun með að bifreiðaeftirlitsmaður heimili viðurkenndu verkstæði að endurskoða bifreið sem gerð hefur verið athugasemd við í aðalskoðun. Svipuð tilraun sem gerð var á sl. ári þótti ekki takast i alla staði nægilega vel og er þvi nú reynd svolítið önnur leið. Tilhögun verksins er í stórum dráttum þessi: Bifreiðaeftirlitsmaður skoðar bifreið og hún reynist ekki í full- komnu lagi. Hann ákveður, eftir eðli ágallans, hvort koma skuli með bifreiðina til endurskoðunar til bifreiðaeftirlitsins eða hvort umráðamaður bifreiðarinnar hafi val um að fá fullnaðarskoðun hjá bifreiðaeftirlitinu eða á viður- kenndu verkstæði. Kjósi umráða- maður bifreiðarinnar að fá bif- reiðina endurskoðaða á verkstæði að lokinni viðgerð, límir verkstæð- ismaður hvítan miða í framrúðu bifreiðarinnar og áritar skrán- ingarskírteini. Með þessari tilraun er ætlunin að athuga hvort hægt sé að spara bifreiðaeigendum umstang og snúninga og draga úr vinnu hjá bifreiðaeftirlitinu. Eyjafjarðar- svæðið var m.a. valið með tilliti til þess að þar eru staðir sem skoðun fer fram á stuttu tímabilí og nokk- ur tími líður á milli þess að bif- reiðaeftirlitsmenn komi á staðinn. (FrélUtilkjnning.) Alda þvottavél og þurrkari — tvöföld vél á einföldu veröi. Armúla 1 a, s. 686117 PinolexB VERNDAR VÐINN OG GÓÐA SKAPÐ PINOTEX STRUKTUR kallar fram nóttúrulegt útlit viðarins Struktur er olíuefni sem er framúrskarandi yfirborðsviðarvörn. einnig fröbœrt til ,andlits!yftingar“ ö þrýstivörðu tré. Gegnsœtt og föanlegt í öllum Sadolin litunum. ✓ PINOTEX EXTRA hólfþekjandi viðarvörn með miklu þurrefnis- innihaldi. Lyktarlaust og slettist ekki. Endist örum saman. Æðar viðarins njóta sín. gnotexj Sadolk1 PINOTEX SUPERDEC þekjandi viðarvörn þegar þreyta ó um lit. Þekjandi viðarvörn úr acryl olíuefnum. Olfan sfast í viðinn og acrylefnið myndar yfirborðshimnu. Hömarksveðrunarþol, lyktarlaust og slettist ekki. í Rnotex superdec PINOTEX NATUR er eina glœra viðarvörnin sem tryggir að viðurinn gráni ekki. Matur inniheldur Ijóssíur sem verja viðinn fyrir áhrifum útfjólublárra sólargeisla. Munið að glœra viðarvörn, að undanskildu Pinotex Natur, má aldrei nota eina sem lokameðferð á tréverkinu því það eru litarefnin í öðrum tegundum sem verja viðinn gegn sólar- geislunum. /v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.