Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 39

Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1985 39 Hjálparstofnun kirkjunnan Beiðni um aðstoð vegna flóðanna í Bangladesh Beiðni um aðstoð hefur borist Hjálparstofnun kirkjunnar vegna flóðanna, sem urðu í Bangladesh sl. fostudag og laugardag. í skeyti sem stofnuninni hefur borist frá starfsmönnum Lúterska heimssambandsins í Bangladesh segir meðal annars, að gífurlegt manntjón hafi orðið á eynni Sandwip Upazila, í Sudharam Upazila, sem er í suðurhluta Noakhali og á suðurhluta Hatia Uz-eyju. Engar áreiðanlegar tölur eru um manntjón en álitið er, að tugir þúsunda hafi farist. Lúterska heimssambandið hef- ur um áratuga skeið unnið að þróunaraðstoð í Bangladesh og þar eru margir starfsmenn á þess vegum. Þeir segja að heimssam- bandið eigi talsverðar matarbirgð- ir í Rangpur. Hins vegar skortir margvíslegar nauðsynjar og lækn- ar óttast hverskonar farsóttir í kjölfar flóðanna. Hjálparstofnun kirkjunnar á íslandi hefur verið beðin um að leggja fram fjármuni til kaupa á hjálpargögnum. Stofn- unin mun gera það sem í hennar valdi stendur, en verður sem fyrr að reiða sig á stuðning almenn- ings. Þeim, sem vildu ljá þessu máli lið, er bent á gíróreikning Hjálp- arstofnunar númer 20005—0. (ílr frétutilkynninmi.) Kór Flensborgarskóla í söngferðalag Kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði beldur í söngferðalag austur og norður um land dagana 29. maí til 2. júní. Kórinn heldur tónleika í Hafnarkirkju, Höfn, miðvikudaginn 29. maí kl. 21.00, í Fáskrúðsfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. maí kl. 21.00, í Skjólbrekku í Mývatnssveit laugardaginn 1. júní kl. 16.00, og sunnudaginn 2. júní syngur kórinn við guðsþjónustu í Staðarkirkju Hvammstanga. Kórinn er skipaður nemendum á aldrinum 16—21 árs. Stjómandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Vöruskiptajö fnuður hagstæður í apríl óhagstæður það sem af er árinu Mikill eldur í bíl skúr á Selfossi Selfossi, 27. maí. MIKLAR skemmdir urðu á bflskúr á reykur komst inn í íbúðarhúsið. Fjórir eldurinn kæmist í næsta hús sem er úr Það var laust fyrir klukkan tólf á hádegi sem slökkviliðið var kall- að að Miðengi 8, þar sem mikill eldur var laus í bílskúr. SLökkvi- liðinu tókst fljótt að ná tökum á eldinum og ráða niðurlögum hans. Bílskúrinn eyðilagðist að mestu og eldur komst í bílskúr næsta húss og ekki munaði miklu að hann næði að komast í íbúðarhús- ið númer 6. Mikinn hita lagði frá brunanum. Sprengdi hann rúðu í íbúðarhúsinu að Miðengi 8 og reykur komst inn i húsið. Þá bráðnaði plastsundlaug sem var skammt frá bílskúrnum. Bíll sem var inni í bílskúrnum brann og annar sem var fyrir utan skemmd- Miðengi 8 á Selfossi vegna elds og bflar skemmdust og litlu munaði að timbri. ist auk tveggja sem voru í bíl- skúrnum við hliðina en öðrum þeirra tókst að ýta út úr skúrnum. Eldsupptök eru ekki að öllu leyti kunn en eigandi hússins var að vinna í bílskúrnum við logsuðu og skaust inn í símann og á meðan gaus eldurinn upp. Þegar eldur verður laus hér á Selfossi slær óhug að þeim sem vita hversu lágur þrýstingur er á vatnsveitukerfinu i bænum og þá um leið brunahönum. Bygging vatnsmiðlunartanks hefur verið á döfinni í þrjú ár en ekki orðið úr framkvæmdum en sú framkvæmd myndi auka þrýstinginn til muna. Sig Jóns. í APRÍLMÁNUÐI sl. voru nuttor út vörur fyrir 2.624 millj. kr. en inn fyrir 2.274 millj. kr. fob. Vöru- skiptojöfnuðurinn var því hag- stæður um 350 millj. kr. en var hagstæður um 97 millj. kr. í aprfl 1984, segir í frétt frá Hagstofunni. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpar Lýst eftir vitnum Á MÁNUDAG, annan í hvítasunnu, millí klukkan hálftólf og eitt, var ekið á mannlausa bifreið á bifreiða- stæði við Eden í Hveragerði. Bifreið- in, sem ekið var á, er dökkblá, FIAT Uno með skrásetningarnúmerin G- 20559. Ekið var afton á bifreiðina og skemmdust Ijós, afturhurð og bretti. Líklega hefur stórri bifreið verið ek- ið á FIAT-bifreiðina. Þeir, sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum, eru vinsam- lega beðnir að láta lögregluna á Selfossi vita. 9.465 millj. kr. en inn fyrir rösk- ar 9.891 millj. kr. Vöruskipta- jöfnuðurinn það sem af er árinu er því óhagstæður um 427 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var 94 millj. kr. afgangur á vöruskipt- unum við útlönd. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið fyrstu fjóra mánuði ársins 12% meira en á sama tíma í fyrra. Þar af var verð- mæti sjávarafurða 19% meira og kísiljárns 15% meira en verð- mæti útflutts áls var 30% minna en fyrstu fjóra mánuði síðastlið- ins árs. Annar vöruútflutningur en hér hefur verið talinn var loks 27% meiri að verðmæti fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins (reiknað á föstu gengi) var um 16% meira fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Við Samanburð af þessu tagi þarf að hafa í huga, að inn- flutningur skipa og flugvéla, innflutningur til stóriðju og virkjana og olíuinnflutningur er’ yfirleitt mjög breytilegur innan árs eða frá einu ári til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutningur (um 73% af innflutningnum á þessu ári) hafa verið rösklega 13% meiri en fyrstu fjóra mánuði síðastliðins árs. wm im v Hringveguriim gengiiin í fjáföflunarskyni: Ber sig vel eftir 216 km á fjórum dögum — segir Halldór Kr. Júlíusson Vistmaður á Sólheimum í Gríms- nesi, Reynir Pétur Ingvarsson, lagöi af stað frá Ölfusárbrú í göngu hring- inn í kring um landið sl. laugardag. Gangan, sem er 1417 km löng, er farin í fjáröflunarskyni til byggingar húss fyrir vistmenn á Sólheimum. í húsinu er fyrirhugað aö koma upp aðstöðu til margskonar iðju svo sem íþróttaiðkana, samkomuhalds og leikstarfsemi, sem búa við lélega að- stöðu í dag. - x Reynir mun ganga hringveginn í hæfilegum áföngum og er stefnt að því að hann fari um 40 km á dag að jafnaði. „Ferðin gengur Ijómandi vel og mun Reynir ná Kirkjubæjarklaustri í kvöld. Hann er í góðu formi og ber sig vel eftir 216 km á fjórum dögum," sagði Halldór Kr. Júliusson, for- stöðumaður Sólheima í Gríms- nesi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Veðrið hefur ekki verið :lb«« Reynir Pétur Ingvarsson á hringveginum. neitt sérlega gott en göngugarp- urinn er vel búinn til ferðarinnar og mun halda í átt að Skaftafelli á morgun." Með Reyni í ferðinni er fylgd- arlið í bíl, sem fylgist með honum. Fylgdarlið Reynis svo og aðrir að- ilar munu safna áheitum á göngu- mann hjá einstaklingum og fyrir- tækjum á meðan á göngunni stendur. Áheitaseðlar munu einn- ig liggja frammi á öllum bensin- afgreiðslustöðum á landinu, en Reynir heimsækir allar bensínsöl- ur við hringveginn. Ennfremur verður tekið á móti framlögum í öllum útibúum Landsbanka ís- lands. Mgndlista- og listmunasýning MYNDLISTA- og listmunasýning Sigurðar Sólmundssonar verður haldin í Grunnskólanum á Hellis- sandi dagana 31. maí til 2. júní nk. Þar sýnir hann 40 verk unnin úr timbri, grjóti og ýmsum gróðri. Þetta er 6. einkasýning Sigurðar en hann hefur að auki tekið þátt i nokkrum samsýningum. Sýningin verður opin föstudag- inn 31. maí frá kl. 14—10 og frá kl. 18—10 laugardaginn 1. júní og sunnudaginn 2. júni. Saltfisktollurinn ekki afturkallaður MATTHÍAS Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, ásamt Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytisstjóra, Tómasi Á. Tómassyni, sendiherra, og Valgeir Ársælssyni, sendi- fulltrúa, átti fyrir helgi viðræður við Willy de Clercq, sem fer með utanríkismál í framkvæmdanefnd Evrópubandalagsins, og Frans Andriessen, sem fer með sjávar- útvegsmál, um þá ákvörðun bandalagsins að leggja á að nýju toll á saltfisk, saltfiskflök og skreið frá 1. júlí 1985. Ennfremur ræddi ráðherrann við fulltrúa Danmerkur og Lúxemborgar í framkvæmdanefndinni, segir í frétt frá viðskiptaráðuneytinu. Framkvæmdanefndarmennirnir töldu vonlítið að hægt sé að aft- urkalla ákvörðunina um saltfisk- tollinn á þessu stigi. Fram kom hins vegar að tollurinn komi ekki til að hafa áhrif á saltfisksölur á þessu ári þar sem heimilaður yrði tollfrjáls innflutningur á 25.000 tonnum af saltfiski til núverandi EB-landa á seinna helmingi árs- ins. Jafnframt var því lýst yfir af hálfu framkvæmdanefndar EB, að málið yrði aftur til umræðu síðar á árinu, en Spánn og Portúgal ger- ast ekki aðilar að bandalaginu fyrr en um næstu ármót. (FrétUUIkynBÍag)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.