Morgunblaðið - 29.05.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985
45
T
Hið nýja hús Hjálparsveita skáta f Garðabs, við Bæjarbraut.
Nýtt hús Hjálp
arsveita skáta
í Garðabæ vígt
LANDSÞING hjálparsveita skáta
var haldið helgina 18.—19. maí sl.,
en þing þetta er haldið annað hvert
ár. Að þessu sinni var það haldið í
boði Hjálparsveita skáta í Garðabæ
og sóttu það um 60 manns frá hinum
20 hjálparsveitum skáta víðsvegar
um landið.
Garðbæingar notuðu tækifærið
og vígðu nýja bækistöð hjálpar-
sveitarinnar við Bæjarbraut. í
henni mun öll starfsemi sveitar-
innar fara fram. Þar er bíla-
geymsla, viðgerðarverkstæði og
stjórnstöð í aðgerðum. Að sögn
Ólafs Ingimundarsonar, fram-
kvæmdastjóra LHS, gengu fjórar
nýstofnaðar hjálparsveitir í sam-
bandið á landsþinginu. Það eru
Hjálparsveitir skáta á Akranesi, í
Reykjadal og á Fjöllum og Hjálp-
arsveitin Dalbjörg í Eyjafirði.
Á þinginu voru samþykktar eft-
irfarandi ályktanir:
„Að skora á Almannavarnir
ríkisins, Landssamband flug-
björgunarsveita, Rauða kross ís-
lands og Slysavarnafélag Islands
að setja ásamt LHS á stofn sam-
Frá Landsþinginu.
eiginlegan björgunarskóla eða
þjálfunarmiðstöð, sem m.a. geti
veitt björgunarsveitarmönnum
sérþjálfun á ýmsum sviðum björg-
unarstarfa og rétt til að bera ein-
kenni um hana.
Að þjálfun björgunarsveita
skuli samræmd á sem flestum
sviðum og ekki slakað á þeim kröf-
um, sem nú eru gerðar.
Að LHS skuli vinna að þessum
málum innan sinna vébanda."
ESAB
RafsuÓutæki
vír og
fylgihlutir
Nánast allttil
rafsuöu.
Forysta ESAB
ertrygging
fyrirgæöum'
og góöri þjónustu.
Allartækni-
upplýsingar
eru fyrirliggjandi
ísöludeild.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN. SELJAVEGI 2,
SÍMI24260
ESAB
I
I
I tilefni af afmælinu ohkar:
5UMARTILBOÐ
á teppum
30% út og afganginn á sex mánuðum V/AXTALAU5T.
Með sérstahri afmæliskveðju frá tge- teppi
Grensásvegi 11 - Sími 83500
Bjóðum nánast allar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræðið við okkur um
rafmótora.
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260