Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 i i Nokkrir skipverja af Baldri ásamt betri helmingumim á árahátíðinni. Sveinbjörn Sverrisson skipverji á Baldri situr á bryggjupollanum og ræðir málin við ungan pilt. Dalvík: „Ég hef ekki miklar áhyggjur af fiskileysi í framtíðinni“ — segir Gunnar Jóhannsson skipstjóri á skuttogaranum Baldri frá Dalvík Þeir voni saman komnir, skips- höfnin á togaranum Baldri laugar- dagskvöld á Dalvík til þess að halda árshátíð sína. Það var byrjað með borðbaldi og heimatilbúnum skemmtiatriðum og síðan gekk há- tíðin fyrir sig fram eftir nóttu. í morgunsárið tókum við tali Gunn- ar skipstjóra á Baldri og röktum úr honum garnirnar. „Það eru yfir 40 ár sem ég hef verið til sjós,“ sagði Gunnar. „Ég byrjaði fyrir 42 árum á trillu á Árskógsströnd, þar sem ég er fæddur á bænum Kleif í Þor- valdsdal. Lengst hef ég verið skipstjóri á trollbát eða frá 1968, en sl. 3 ár hef ég verið skipstjóri á Baldri. Fiskiríið upp á siðkast- ið hefur gengið sæmilega, svona í meðallagi. Kvótinn kom ekkert að sök frá okkur í fyrra. Við lentum í svo löngu stoppi, vetr- arhafaríi, og svo var einnig keyptur kvóti fyrir skipið svo við höfðum nóg að bíta og brenna í þeim efnum, en svona ef horft er til stöðunnar í heildina vona ég að kvótinn standi ekki enda- laust. Það er að mínu mati ósanngjarnt hvernig viðmiðunin er tekin. Ef til vill eru þrjú ár léleg á einu svæði, góð á öðru og þannig kemur margt til, en það er vissulega erfitt úr að spila. Ég er nú ekki að kvarta beint þrátt fyrir þetta. Staðan hjá sjómönn- um er að mínu mati ekki verri en hefur verið yfirleitt. Ég held að tekjur sjómanna séu ekki verri en annarra, en kaupið er lélegt miðað við verðlag og það er ekk- ert eðlilegt, kostnaðurinn í öllu óverulegur miðað við kaupið. Það hefur gengið ágætlega að manna skipin, tel ég. Við höfum sérstöðu hér á þessu svæði. Það er mikið af sjómönnum á Akur- eyri, það er mikið til sami mann- skapurinn á 4 skuttogurum hér á staðnum. Auk togaranna eru 6 þilfarsbátar og svo trillur að sjálfsögðu. Sjómenn hér eru flestir heimamenn. Þegar öryggismálin eru nefnd, þá er það nú svo að ég held að gallinn sé sá að sjómenn reikni yfirleitt ekki með að það komi neitt fyrir þá sjálfa. Én slysin eru vissulega fyrir vankunnáttu og kæruleysi, menn þekkja ekki skipin, menn þekkja ekki frá- gang og staðsetningu og meðferð tækja og yfirleitt verða slysin þegar menn ana út í eitthvað sem er tóm vitleysa. Eitthvað hefur það að segja í hinni miklu slysatíðni að þetta hefur ekki verið tekið föstum tökum yfir heildina. Hitt er, að það er stöð- ugleiki í sjómannastéttinni hér, talsverður stöðugleiki og stöðug- leiki í sjósókninni einnig. Þetta gengur fyrir sig fast og ákveðið og við tókum slúttið núna í þess- ari lotu tveggja og hálfs sólar- hrings stopp, bættum einum sól- arhring við hefðbundin stopp vegna slúttsins. Ég held að frið- unaraðgerðir geri ekki mikið gagn, þ.e. lokameðferð. Við erum alltaf að veiða sams konar fisk hvar sem við veiðum. Við höfum engan áhuga á að veiða smáfisk, en lokun hólfa er ekki alrétt að mínu mati. Oft þegar skarkað er á litlu svæði undir lokun, þá er það bara verra, Ég met það svo að það sé svipuð stærð á fiskinum hér og verið hefur sl. áratugi og ég held að það sé drepið minna af smáfiski nú en fyrr. Ég hef satt að segja ekki miklar áhyggj- ur af fiskileysi í framtíðinni, en þó er ég á þeirri skoðun að það verði að vera einhver stjórn á hlutunum. Tæknin eykst alltaf og þetta er enginn óþrjótandi sjóður, fiskimiðin okkar, en ég held að það sé ekkert við það að drepa hann upp. Ég tel að tölur fiskifræðinga í dag séu meira spádómar en staðreyndir. En það er full ástæða til þess að reyna að safna eins miklum upp- lýsingum eins og hægt er til þess að byggja ákvarðanir og mat á. Jú, ég hef verið heppinn til sjós í gegnum tíðina, aldrei lent í neinu verulegu. Skipstjóri í 30 ár liðlega, byrjaði skipstjórn 1954 og ég get ekki annað en verið Gunnar JóbannaBon skipstjóri á Baldri. þakklátur fyrir það hvað ég hef verið lánsamur. Grein og myndir: Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.